Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 7 Myndþessi er byggð á sann- sögulegum heimildum um táningin, Rocky Dennis, og litríka móðurhans. það er ekki síst móðurinni að þakka að Rocky lét engan bilbug á sór finna, þrátt fyrirerfiðan sjúk- dóm sem afmyndaði andlit hans. ÁNÆSTUNNI ■■■■■■■■■■■■■ immiinn 22:20 Mlövlkudagur UST- RÆNINQJARNIR Nýr ítalskur spennumyndaflokk- ur. Frægum listaverkum erstolið víðs vegarum Ítalíu 23:45 fímmtudagur CHARLEY HANNAH (Charley Hannah). Þrautreyndur lögreglumaður veitirþrem af- brotaunglingum eftirför. Fyrir slysni verður hann einum þeirra að bana. Aðalvitnið imálinu er með glæpamenn á hælunum og Hannah tekurað sérað leysa málið. nll* agy Auglýsingasími Stöðvar 2 er 67 30 30 Lykillnn færð þúhjé Helmllistsakjum Heimilistæki hf S:62 12 15 Marklkvartettmn Kammermúsíkklúbburinn: Márkl-kvartett- ínn í Bústaðakirkju Kammermússikklúbburinn efnir til tónleika með Mftrkl strengjakvartettinum i Bústaða- kirkju á morgun, miðvikudag. Eru þetta sjöttu tónleikar Kam- mermúsíkklúbbsins á þessu starfsári og hefjast þeir klukkan 20.30. Á efnisskránni eru Strengja- kvartett í C-dúr, ópus 76, númer 3, eftir Josef Haydn, Strengjakvint- ett í G—moll, kv. 516, eftir Wolf- gang Amadeus Mozart og Strengjakvartett númer 1, ópus 45, eftir Wilhelm Kempff. Kvartettinn skipa þeir Josef Márkl, sem leikur á fiðlu, David Johnson, sem leikur á fiðlu og lágf- iðlu, Bemhard 011 leikur á lágfiðlu og Manfred Becker á knéfíðlu. Enn- fremur mun Ásdís Þorsteinsdóttir Stross leika með þeim á fiðlu í Strengjakvintett Mozarts. Að sögn Þórarins Guðnasonar, eins af forsvarsmönnum Kammer- músíkklúbbsins er þetta í fjórða skipti sem Márkl—kvartettinn kem- ur til íslands. Hann kom hingað fyrst árið 1976 og tók þátt í miklu „prógrami" á vegum Kammer- músíkklúbbsins, en klúbburinn stóð þá fyrir flutningi á öllum strengja- kvartettum Beethovens. Kvartett- inn kom aftur hingað árið 1977 í tilefni af því að 150 ár voru liðin frá dauða Beethovens og flutti þá Strengjakvartett ópus 135, sem er talið síðasta verkið sem Beethoven tókst að ljúka. Síðast kom kvartett- inn svo til íslands í febrúar 1981. Aðalfundur Félags viðskipta- og hagfræðinga: Bertrand Jacquillat flytur fyrirlestur PRÓFESSOR Bertrand Jacquill- at, bróðir hljómsveitarstjórans Jean-Pierre Jacquillat, sem ís- lendingum var að góðu kunnur, er væntanlegur til landsins nú í vikunni ásamt konu sinni. Bertr- and Jacquillat er þekktur fræði- maður og fyrirlesari og erindi hans hingað er að flytja fyrirlest- ur á aðalfundi Félags viðskipta- fræðinga og hagfræðinga í Domus Medica næstkomandi fimmtudag, 30. april, kl. 16.00. Fjallar flyrirlesturinn um það hvort einkafyrirtæki eigi að selja hlutabréf á almennum markaði og þá hvemig og nefnist á ensku „Should private companies go public and how?“. Bertrand Jacquillat er prófessor í hagfræði við Parísar-Dauphine- háskólann og starfar við rannsókn- arstöðina HEC-ISA eða Haute Etude Commercial. Hann er eftir- sóttur og þekktur fyrirlesari víða um heim og hefur m.a. verið gesta- prófessor við Stanford-háskóla í 2 ár og verið fenginn til fyrirlestra- halds við viðskiptadeildir í Burkley háskóla, Vínar-háskóla og víðar. Undanfarin 15 ár hefur birst eftir hann fyöldi blaðagreina um efna- hagsmál og hagfræði í fagblöðum og tímaritum og verið gefnar út rannsóknarskýrslur hans. Þá hefur hann gefíð út 8 bækur um ýmsa þætti stjómunar og fjármála. Bertrand Jacquillat er 42ja ára Bertrand Jacquillat gamall. Hann stundaði nám við Ecole des Hautes Etudes og við Institut d’Etude Politique í París, en hélt 1969 til Bandaríkjanna til framhaldsmenntunar við Harvard- háskóla. Doktor varð hann 1979 við Parísar Dauphine-háskólann. Hann var prófessor við Lille- háskóla 1980—82 og síðan lá leiðin 1983 til Parísar-Dauphine-háskól- ans, þar sem hann tók við prófess- orsstöðu. Hann hefur unnið mikið að rannsóknum í sínu fagi og átt sæti í nefndum og ráðum og m.a. verið forseti Félags viðskiptafræð- inga í Frakklandi og meðritstjóri blaðs athafna- og bankamanna. Sérfræðinganefnd ASÍ og atvinnurekenda: Mati á samningunum að Ijúkja STUTT er í að sérfræðmgar Al- þýðusambandsins, Vinnuveit- endasambandsins og Vinnumála- sambandsins ljúki mati á hvort í nýafstöðnum kjarasamningum við ríkisstarfsmenn undanfarið hafi orðið verulega hærri launa- hækkanir en í kjarasamningum sem gerðir voru í desember fyrir almennan vinnumarkað . ASÍ fór þess á leit við VSÍ og VMSÍ 10. apríl síðastliðinn að jóla- föstusamningamir svokölluðu yrðu endurskoðaðir með hliðsjón af kjarasamningum ríkisstarfsmanna. Á það var ekki fallist en ákveðið að sérfræðingar aðila skyldu meta breytingamar á samningunum. í samtali við Morgunblaðið í gær sagðist Bjöm Bjömsson hagfræð- ingur ASI búast við að því verki lyki fljótlega og yrðu niðurstöður þá birtar. VINSAMLEGAST ATHUGIÐ VEGNA MIKILLA ANNA HJÁ AMC VERKSMIÐJUNUM HAFA ÞÆR TILKYNNT 0KKUR AD STAÐFESTA ÞURFIPANTANIR Á HINUM VINSÆLU CHER0KEE- 0G WAG0NEER- BIFREIÐ- UMFYRIR1.MAÍNK. AFGREIÐSLUFRESTURINN LENGIST VERULEGA EFTIR1.MAÍ. _ . - Smiðjuvegi 4, n Jeep EGILL VILHJALMSSON HF. kóp.s.77200.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.