Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1987 Ellefu dómnefnd- armenn valdir fyr- ir söngvakeppnina RIKISUTVARPIÐ hefur nú skipað dómnefnd íslands í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva sem haldin verður í Bríissel næstkomandi laugar- dagskvöld. Dómnefndarmenn voru valdir í hópi þeirra sem gáfu kost á sér með því að senda Ríkisútvarpinu nafn sitt. Ellefu sitja í dómnefndinni auk formanns og ritara. Þau eru: Ása María Ásgeirsdóttir 18 ára fisk- vinnslukona í Vestmannaeyju, Einar Már Ríkarðsson 22 ára sjó- maður í Reykjavík, Guðmunda Ingimundardóttir 27 ára skrif- stofumaður og húsmóðir Höfn í Hornafirði, Hildur Karen Aðal- steinsdóttir 16 ára grunnskóla- nemi á Bolungarvík, Jóhannes Guðlaugsson 20 ára verslunar- maður í Kópavogi, Nanna L. Svavarsdóttir 22 ára háskólanemi í Reykjavík, Oddrún Kristjáns- dóttir 35 ára framkvæmdastjóri í Reykjavík, Óskar I. Örlygsson 18 ára framhaldsskólanemi í Garðin- um, Steingrimur Guðjónsson 30 ára vélvirki á Akranesi, Þorsteinn Pétursson 42 ára tollafgreiðslu- maður á Akureyri og Þóra Sigurjónsdóttir 55 ára húsmóðir Gaulverjabæjarhreppi. Formaður dómnefndarinnar verður Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri og ritari Guðrún Skúladóttir. Þau tvö hafa ekki atkvæðisrétt um sönglögin. Halla Margrét Árnadóttir á æfingunni í Brussel í gær. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva: Islensku keppend- urnir mættir til leiks Brussol, frá Jóliönnu Ingvaradóttur, blaoamanni Morgunbuiðsins ÍSLENSKU keppendurnir, sem keppa að þessu sinni fyrir ís- lands hðnd f söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva komu tíl Brussel sl. sunnudag, en keppnin fer hér fram næstkom- andí laugardag og verður henni sjónvarpað beint til 500 nrilljón manns. söngvakeppnin sem haldin er á veg- um evrópskra sjónvarpsstöðva, en aðeins í annað sinn sem íslendingar eru meðal þátttakenda. í fyrra var keppnin haldin í Bergen, par sem þau Pálmi, Eiríkur og Helga sungu Gleðibanka Magnúsar Eirikssonar inn í 16. sætið, eins og fiestum er í fersku minni. Þetta er þrítugasta og önnur Að þessu sinni taka 22 þjóðir þátt í keppninni og hófust æfingar strax í gær. Hverju landi eru úthlut- aðir tveir æfingatímar, fyrst í 40 mínútur og síðan í 25 mínútur á sviði. íslendingarnir, þau Valgeir Guðjónsson, Halla Margrét Áma- dóttir, Sverrir Guðjónsson, Egill Ólafsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú munu koma fram númer fjögur í aðalkeppninni, næst á eftir Austurríki. Hljómsveitarstjórn ann- ast Hjálmar H. Ragnarsson. Norðmenn ríða á vaðið og síðan ísraelmenn. Eftir framlag Valgeirs, „Hægt og hljótt" koma Belgar fram, síðan Svíar, ítalir, Portúgalir, Spánverjar, Tyrkir, Grykkir, Hol- lendingar, Lúxemborgarar, Bretar , Frakkar, Þjóðverjar, Kýpurbúar, Finnar, Danir, írar, Júgóslavar og loks Svisslendingar. Kynnir verður Viktor Lazlo, sem sjálf hóf sinn söngferil fyrir þremur árum siðan. Fyrsti blaðamannafundur íslenska liðsins var haldinn í gær eftir æfingu. Valgeir var þá spurður af hverju hann hefði fengið Höllu Margréti, unga og tiltölulega óreynda söngkonu til að syngja lag- ið sitt. Hann svaraði því til að hann hefði lofað henni því að sigra ekki í keppninni á íslandi, en úr því að það gerðist, væri ljóst að hann Reuter gæfi engin fleiri loforð. „Við tökum ekki þátt í keppninni til að sigra, heldur ti! að vera með og kynna landið okkar. Við vorum í 16. sæti í fyrra og ef við getum gert betur núna er það af hinu góða. Hins vegar, ef við sigruðum núna, yrðum við örugglega gjaldþrota, ef við ættum að halda keppnina," sagði Valgeir. Æfíngar íslenska liðsins gengu mjög vel í gær, að sögn Björns Björnssonar hjá Hugmynd, sem sér um skipulagningu á keppninni. Hins vegar sagði hann að allar móttökur hér i Brussel hefðu farið úr skorðum þegar til átti að taka. í forsíðufrétt eins stærsta dagblaðs í Brussel var haft eftir ísraelsmönnum að mótt- tökur stjarnanna væru í molum. Björn sagði að öll skipulagning sviðssetningar og tæknibúnaðar væri hins vegar fullkomin og leik- myndin á heimsmælikvarða. Útvegsbanki íslands hf. tekinn til starfa: Stefnt að aukinni vald- dreifingu innan bankans ÚTVEGSBANKI ískuufc hf. yfírtók formlega rekstur Útvegs- banka íslands 1. maí síðastliðínn og var fyrsti opnunardagur bankans í gær. Enn er verið að móta skipurít fyrir starfsemi nýja hlutafélagsbankans en stefnt er að því að bankanum verði skipt upp í rekstrareining- ar sem hver um sig á að skila hagnaði og verður útibúum bankans veitt meira sjálfstæði en áður var við útlán innan ákveðinna marka. Hugsanlegt er einnig að útibúum bankans verði fækkað en farið verður yfir rekstrarniðurstöður þeirra innan skamms. Þá verður stofnuð veð- deild við bankann. Enginn aðalbankastjóra Utvegsbankans heldur áfram störfum hjá nýja bankanum en um 95% af öðru starfsfólki Útvegsbankans hefur tekið boði um endurráðningu, þar á. meðal allir útibússtjórar Starfsfólk Útvegsbanka íslands hf. á fyrsta starfsdegi bankans. Gísli Ólaf sson f ormaður bankaráðs Útvegsbanka íslands hf. og Guð- mundur Hauksson bankastjóri. bankans nema útibússtjórinn í Vestmannaeyjum sem enn hefur ekki gefið ákveðið svar við því boði. Hlutafélagsbankinn var stofnað- ur 7. apríl síðastliðinn og yfírtók hann formlega eignir, skuldir, skuldbindingar og rekstur ríkis- bankans Útvegsbanka íslands 1. maí síðastliðinn. Innborgað hlutafé bankans er 1 milljarður króna og skipta hluthafar hundruðum, ýmist einstaklingar, fyrirtæki, samtök og stofnanir. Ríkissjóður á enn mikinn meirihluta hlutabréfa eða sem svar- ar 750 milljónum en viðskiptaráð- herra hefur lýst því yfir að hlutabréf ríkisins í bankanum séu til sölu. Á fréttamannafundi í gær sagði Gísli Ólafsson formaður bankaráðs Útvegsbankans hf. að undirbúning- urinn að yfirtöku hlutafélagsbank- ans á rekstri Útvegsbankans hefði verið skammur og því væri ekki lokið öllum undirbúningi vegna nýja rekstrarformsins. Meðal annars hefur ekki enn verið ráðinn nema annar þeirra bankastjóra sem ákveðið var að ráða að bankanum vegna þess að bankastjórnin hefur verið upptekin af ýmsum öðrum skipulagsmálum. Gísli sagði þó að þetta kæmi ekkert niður á við- skiptavinum bankans. Guðmundur Hauksson nýráðinn bankastjóri Útvegsbankans sagði á fundinum að við mörkun stefnu nýja bankans yrði miðað við að reksturinn verði arðbær, þannig að hlutabréf í bankanum skili arði. Liður í því væri að gefa útibúunum aukið sjálfstæði og færa meira vald í hendur útibússtjórum en þeir yrðu um leið háðir harðari eftirlitsreglum en áður. Með þessu yrði bankinn færður nær viðskiptavininum með aukinni valddreifingu. í lögum um stofnun hlutafélags- banka um Útvegsbanka íslands er gert ráð fyrir að ríkisábyrgð á inni- stæðum í Útvegsbankanum falli ekki niður fyrr en að tveimur árum loknum. Einnig er í lögunum bráða- byrgðaákvæði sem heimilar ríkis- stjórninni að veita ríkisábyrgð á skuldbindingar hlutafélagsbankans gagnvart erlendum aðilum fyrir 1. maí 1989. Á fundinum kom fram að þetta er hugsað sem einskonar reynslutími á hvernig hlutafélags- bankanum gengur að halda við- skiptasamböndum Útvegsbanka íslands erlendis sem sum hver hafa staðið í meir en hálfa öld. Gísli Ól- afsson sagðist þó ekki vera í vafa um að_ traust erlendra viðskiptaað- ila á Útvegsbankanum myndi ekki rýrna við rekstrarbreytinguna og að Útvegsbanki íslands yrði vel í stakk búinn til að veita þá fj'öl- breyttu þjónustu sem viðskiptalíf nútímans krefst og mæta auknum kröfum í framtíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.