Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1987
37
Stiörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Hæ, hæ Gunnlaugur. Ég
hef mikinn áhuga á þáttum
þínum og bið þig þess vegna
að svara bréfí mínu. Ég er
fædd klukkan 21 í Reykja-
vík, 18. desember 1974, og
er því 12 ára. Mig langar
að vita' allt það helsta um
mig. Þórunn Erla.“
Svar:
Þú hefur Sól, Merkúr og
Mars/Neptúnus í Bogmanni,
Tungl í Vatnsbera, Venus í
Steingeit, Ljón Rísandi og
Hrút á Miðhimni.
Lífog hreyfing
Til að viðhalda lífsorku þinni
og lífsgleði þarft þú að lifa
skemmtilegu og fjölbreyti-
legu lífi. Þú þolir ekki
vanabindingu og stimpil-
klukkuvinnu, en þarft hreyf-
ingu og ákveðið ftjálsræði.
Þú veist það best sjálf að
þegar þú þarft að sitja lengi
kyrr verður þú óróleg og leið.
Best verður því fyrir þig að
vinna við fjölbreytileg störf,
sem fylgja að þú þarft að
fara frá einum stað til ann-
ars.
Yfirvegun
Tungl í Vatnsbera táknar að
þú leggur áherslu á að vera
tilfinningalega sjálfstæð og
yfirveguð. Þér er heldur illa
við að sýna öðrum tilfinning-
ar þínar. Það er allt í lagi,
en þú þarft að passa þig og
gæta þess að segja það sem
þér finnst. Ef þú ert t.d. hrif-
in af einhverri manneskju og
segir ekkert þá veit hún ekki
að þú vilt kynnast henni og
ekkert gerist.
EirÖarleysi
Merkúr í Bogmanni táknar
að þú ert opin og hreinskilin
í hugsun, en jafnframt eirð-
arlaus og forvitin. Þú hefur
tilhneigingu til að fara úr
einu í annað. Best er fyrir
þig í sambandi við skólanám,
að læra í hálftíma til klukku-
tíma og skreppa síðan smá
stund út og hreyfa þig á
milli. Annars er hætt við að
þú verðir leið.
Varkárni
Venus í Steingeit táknar að
þú ert heldur dul og varkár
í ástamálum. Eins og áður
sagði þarft þú að gæta þess
að segja það sem þér finnst.
Glaölyndi
Ljón Rísandi táknar að þú
ert hlý, opin og glaðleg í
framkomu. Þú ert ákveðin,
vilt hafa áhrif á umhverfi
þitt og vera áberandi. Hrútur
á Miðhimni táknar að síðar
meir vilt þú vera sjálfstæð í
þjóðfélaginu, t.d. í starfi.
-millifsLeiklist
Ég held að gott væri fyrir
þig að vera í leiklist, dansi,
tónlist og öðru slíku. Þú hef-
ur listræna og skapandi
hæfileika og þarft að fá út-
rás fyrir orku þína. Þó að
þú gerist kannski ekki leik-
ari eða dansari er hollt að
taka þátt í slíku, það er
þroskandi og skemmtilegt.
Það gæti líka verið gott fyr-
ir þig að læra tungumál.
Skipulag
Það sem þú þarft helst að
læra er að skipuleggja þig.
Mars/Neptúnus saman og
ótengdur Satúrnus bendir til
þess að þú getir verið óskipu-
lögð, fljótfær og svolítið utan
við þig í framkvæmdum.
Hressileiki
Þegar á heildina er litið má
segja að þú sért hress og
jákvæð stelpa, bjartsýn, fé-
lagslynd og glaðlynd. Þér
ætti því að ganga prýðilega
í framtíðinni.
GRETTIR
DÝRAGLENS
UOSKA
ÉS HEFALPKEI J
'RDíVUP HÉR FyRR
FERDINAND
Það stendur hérna að jörð- Snýst jörðin kringum sól-
in snúist kringnm sólina ina?
einu sinni á ári.
Ertu viss?
Ég hélt hún snerist kring-
um mig!
Umsjón: Guðm.’ Páll
Arnarson
Gráðug íferð i hliðarlit kostaði
sagnhafa fímm slagi í eftirfar-
andi spili. Það kom upp í
Daihatsumótinu.
Vestur gefur; enginn á hættu.
Norður
♦ K10954
VK3
♦ ÁD10732
♦ -
Vestur Austur
▲ /?p
lllll!
♦ 95
♦ ÁK10972
♦ G87
¥ 10984
♦ KG
♦ D864
Suður
♦ ÁD3
¥ ÁG72
♦ 864
♦ G53
Algengasta lokasögnin var
Qórir spaðar í norður. Þar sem
vestur hafði sagt lauf kom aust-
ur þar út. Flestir sagnhafar
spiluðu þannig; stungu fyrsta
slaginn, tóku þrisvar tromp og
lögðu svo niður tígulás. Það er
öryggisspilamennska til að
draga úr hættunni á að gefa tvo
slagi á tígul.
Éinn sagnhafí að minnsta
kosti ákvað hins vegar að láta
öll öryggissjónarmið lönd og leið.
Eftir að hafa trompað útspilið,
tekið þrisvar spaða og endað í
blindum, spilaði hann tígli og
svínaði drottningunni. 'Austur
fékk á kónginn og tók nú síðasta
trompið af norðri með því að
spila laufí.
Sagnhafí var nú í slæmu
máli. Hann tók hjartakóng, fór
inn á hjartaás og spilaði tígli.
Örlagastundin var runnin upp.
Annaðhvort fengi hann 12 slagi
eða 7!! Hann lét tíuna eftir
nokkra umhugsun, austur fékk
á gosann og spilaði laufí. Og þá
gat vestur lagt upp í vöminni.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á stórmótinu í Brussel í apríl
kom þessi staða uþp í skák
þeirra Nigels Short og Ljubo-
mirs Ljubojevic, sem hafði
svart og átti leik. Síðasti leikur
Englendingsins var herfílegur
afleikur, 28. Khl — gl??, honum
virðist alveg hafa yfírsézt hótun
svarts:
28. - Dxg2+!, 29. Kxg2 -
Bc6+ og Short gafst upp, því
eftir 30. Kgl — Hxb4 kemst
hann ekki hjá því að tapa peði
til viðbótar. Short var alveg
heillum horfínn í Bmssel og varð
næstneðstur, en Ljubojevic sigr-
aði hins vegar á mótinu ásamt
Kasparov. Á IBM-mótinu hér í
Reykjavík sigraði Short hins
vegar ömgglega, en Ljubojevic
varð í næstneðsta sæti ásamt
tveimur öðmm.