Morgunblaðið - 05.05.1987, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1987
Ingibjörg Norð-
fjörð — Minning
Fædd 22. marz 1911
Dáin 23. apríl 1987
Elskuleg frænka mín, Ingibjörg
Norðfjörð, er kvödd hinstu kveðju
í dag. í æsku fékk hún gælunafnið
Sútta og var hún í mínum huga og
okkar frændsystkinanna aldrei ann-
að en Sútta frænka. Veikindi
hennar hófust fyrir 2 árum, er hún
gekkst undir mikla skurðaðgerð.
Ekki kvartaði hún né æðraðist, en
hélt f lengstu lög í vonina um batn-
andi heilsu. Undanfarið ár hefur
hún að mestu verið rúmliggjandi,
ýmist heima eða í Landspítalanum.
Dætumar Didda og Nanna og syn-
imir Sverrir og Ottar hafa sýnt
henni alveg sérstaka umhyggju og
elsku þennan erfíða tíma. Miklar
áhyggjur hafði hún þegar Sverrir
sonur hennar veiktist alvarlega, og
á tímabili lágu mæðginin á sömu
deild og gátu hist daglega. Sverrir
hefur fengið heilsu aftur. Þegar
móðir mín lærbrotnaði og var lögð
á deildina á næstu hæð fyrir ofan
var Sútta ekki lengi að láta keyra
sig í hjólastól til hennar. Þær höfðu
ekki sést í marga mánuði vegna
lasleika beggja og voru glaðar að
hittast þótt við þessar aðstæður
væri. Fyrstu spítalalegur Súttu voru
með sérstökum blæ. Hún eignaðist
vini á hverri stofu sem hún gisti
og hreif þá með sér í ótrúlega gleði
og bjartsýni og trú á betri heilsu.
Það tók mig sárt að sjá hversu
mátturinn þvarr og vanlíðanin varð
meiri, en enginn gat tekið frá henni
góða skapið og umhyggjuna fyrir
öðrum.
Sútta var dóttir Vilhelms Bern-
höft tannlæknis og konu hans
Kristínar Johnson. Systkini hennar
eru Kristín (Bútta), Guido, Gotfred
faðir minn, sem lést 1964, og Sverr-
ir. Mikill kærleikur var með systkin-
unum og fyrir utan að vera systur
voru Sútta og Bútta bestu vinkon-
ur. Sútta giftist Agnari Norðfjörð
hagfræðingi og heildsala. Hann lést
árið 1982. Þeirra börn eru: Sverrir
arkitekt, Kristín lögfræðingur og
húsmóðir, Ingibjörg Nanna flug-
freyja og húsmóðir og Óttar við-
skiptafræðingur, sem tók við
heildsölu föður síns. Hann bjó með
móður sinni og annaðist hana sér-
staklega vel í veikindum hennar.
Þegar ég lít til baka streyma minn-
ingamar frá æskuárum mínum
fram og átti Sútta stóran þátt í
þeim ánægjulegustu. Ég minnist
eftirmiðdaganna þegar amma og
Sútta sátu við hannyrðir og ég
skrapp í heimsókn, en stutt var á
milli okkar. Þær saumuðu ýmist
veggteppi, púða, stóla eða klukku-
strengi. Allt með mikilli smekkvísi
og listfengi. Stundum komu pabbi
og bræðumir eftir vinnu og þá var
nú fjörugt. Þá var líka alltaf sól
og allir í góðu skapi, ekkert stress.
Ég minnist fermingarveislna bam-
anna. Þar lék Sútta á als oddi og
naut þess að bera fram góðar veit-
ingar og útbúa pakka sem voru
vinningar í bingó. Mér fannst það
frábært að fara í fermingarveislu
og koma svo sjálf heim með pakka.
Einkenni á veislunum var hvað öll-
um þótti gaman og leið vel saman
í ijölskyldunni. Þótt Sutta kæmist
ekki í jólaboðið okkar um síðustu
jól, þá upplifði hún það í frásögnum
okkar og eins þegar hún sá það á
myndbandi daginn eftir.
Amma Kristín og afi Vilhelm
bjuggu við Vonarstræti 4, en afí
lést árið 1939 í Kaupmannahöfn.
Var hann þá í heimsókn hjá Búttu
og Gunnlaugi sem bjuggu þar um
nokkurt skeið. Sama ár giftust
Sútta og Agnar og keyptu þau
ásamt ömmu og Sverri, sem þá var
ógiftur, húsið á Kjartansgötu 6.
Sverrir giftist árið 1943 og stofnaði
heimili. Heimilisbragurinn á Kjart-
ansgötunni var alveg sérstakur.
Amma og Sútta voru svo sam-
rýndar að ekki var hægt að nefna
aðra svo ekki væri minnst á hina.
Einnig var Agnar ömmu mjög kær
og virtu þau hvort annað, svo aldr-
ei bar skugga á. Þama var gott að
koma og alltaf voru Sútta og amma
vísar á heimilinu þegar ég kom í
heimsókn. Amma lést árið 1957.
Hún var yndisleg kona. Sútta var
fastur punktur í tilveru minni sem
alltaf var gott að leita til ef leiði
eða vandi steðjaði að. Eftir heim-
sókn til Súttu varð alltaf aftur bjart
og ég fór glaðari burt en ég kom.
Jafnvel eftir að hún veiktist hafði
hún lag á að sjá allt hið jákvæða
og góða.
Hún var elskuleg móðir og sann-
ur vinur bama sinna sem kom best
í ljós eftir að veikindi hennar steðj-
uðu að. Hún var tryggur vinur
systkina sinna og allra sem kynnt-
ust henni og er hennar nú sárt
saknað af okkur öllum. Þótt hún
hafi verið lefup mikið veik þá lét
hún ekki á þvi bera. Hún vildi allt-
af vita hvað væri skemmtilegt að
frétta og hvað aðrir hefðu upplifað
og tók mikinn þátt í því öllu. Síðustu
vikuna var mikið af henni dregið
og vöktu böm hennar yfír henni.
Lára systir mín, sem búsett er í
Ameríku, kom til landsins eftir að
mamma okkar veiktist og var í 10
daga. Hún kom daglega til Súttu
og veit ég að henni þótti vænt um
heimsóknir hennar. Agnar lést árið
1982 eftir langvarandi veikindi. Var
hann rúmfastur í um tvö ár og
annaðist frænka mín hann af ósér-
hlífni sinni og elsku. Dætumar og
Sverrir komu daglega og aðstoðuðu
móður sína eftir getu. Nú þegar ég
kveð frænku mína er tómarúm í
hjarta mínu. Ég þakka fyrir að
hafa átt hana fyrir frænku og vin-
konu.
Elsku Sverrir, Didda, Nanna og
Óttar. Megi minningin um góða og
umhyggjusama móður veita ykkur
styrk í sorg ykkar.
Blessuð sé minning hennar.
Áslaug
Að morgni sumardagsins fyrsta
sofnaði vinkona mín, Ingibjörg
Norðíjörð, svefninum langa. Hvíldin
var henni líkn, þar sem hún hafði
þjáðst í svo langan tíma að með
ólíkindum er. En þrátt fyrir öll
hennar veikindi var hún alltaf gef-
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
ÖRNÓLFUR M. ÖRNÓLFSSÓN
rafvirkjameistari,
Gautlandi 1,
lést á Mallorca 2. maí.
Stefanía Guðmundsdóttir
og börn.
t
Eiginkona mfn, móðir okkar og amma,
GUÐRÚN INGIBJÖRG AUÐUNSDÓTTIR,
Öldutúni 18,
Hafnarfirði,
lést i Landakotsspítala að kvöldi 1. maí.
Konráð Bjarnason,
Guðlaug Konráðsdóttir,
Sverrir Konráðsson,
Marta Ruth Guðlaugsdóttir,
Ingi Torfi Sverrisson.
t
Móðir okkar,
FRÍÐA GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á Elliheimilinu Grund 3. maí.
Gylfi Baldursson,
Benný Ingibjörg Baldursdóttir.
t
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi,
ÓLAFUR Þ. SIGURÐSSON,
Nökkvavogi 3,
andaðist í Borgarspítalanum 2. maí.
Vegna mín og barna minna,
Sigrfður Davíðsdóttir.
t
Móðir mín,
ANNA GUÐNADÓTTIR,
Smyrlahrauni 2, Hafnarfirði,
lést í Landakotsspítala 4. maí.
Kristinn Guðnason.
t
Móðir okkar og systir,
MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR,
lést 2. maí á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, Reykjavík.
Ingunn Ó. Sigurðardóttir,
Kristján Á. Slgurðsson,
Einar Sigurðsson,
Gunnþórunn Sigurðardóttir,
Guðbjörg Kristjánsdóttir.
t
Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
SIGURÐAR ÁRMANNS MAGNÚSSONAR
stórkaupmanns,
Barðaströnd 10,
Seltjarnamesi,
fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 7 maí kl. 13.30.
Guðrún Lilja Halldórsdóttlr,
Örn Ármann Sigurðsson, Kristfn Gunnarsdóttir,
Halldór Ármann Sigurðsson, Hólmfrföur Valdimarsdóttir,
Anna Sigurbjörg Sigurðardóttir,
Magnús Ármann Sigurösson
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
EYJÓLFUR ANDRÉSSON,
Miðvangi 41,
Hafnarfiröi,
verður jarösunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miövikudaginn 6. maí
kl. 15.00.
Guðrún Stefánsdóttir,
Erla Eyjólfsdóttir, Björn Guðmundsson,
Stefanfa Eyjólfsdóttir, Óskar Konráðsson,
Andrés Eyjólfsson, Rakel Benjamfnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
EDITH THORBERG JÓNSSON,
Sólvallagötu 39,
verður jarösungin frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 5. mai, kl.
13.30.
Trausti Thorberg Óskarsson, Dóra Sigfúsdóttir,
Elna Thorberg Stangeg&rd, Ole Stangegárd,
Georg Thorberg Georgsson, Bylgja Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
andi en ekki þiggjandi, sá alltaf
björtu hliðamar á hveiju máli.
Við fjölskyldan áttum því láni að
fagna að verða næstu nágrannar
þeirra hjónanna, Ingibjargar og
Agnars Norðijörð, er við fluttum í
Norðurmýri fyrir sextán árum. Vin-
átta okkar Ingibjargar hófst á
fögrum júlídegi, er ég var úti í
garði með elzta bam okkar hjóna,
en hún var hinum megin við girð-
inguna, eitthvað að dútla í garðin-
um, eins og hún kallaði það. Þann
dag eignaðist ég dýrmætan vin.
Ingibjörg var mikil fjölskyldu-
manneskja, heimili hennar var
miðpunktur fjölskyldunnar. Ekki
held ég að sá dagur hafí liðið, að
ekki kæmi einn eða fleiri af niðjum
hennar, og eftir að hún missti Agn-
ar, en hann lézt í janúar 1982,
uppskar hún það, er hún hafði til
sáð; bömin og þeirra fólk umvöfðu
hana og í þessari erfíðu sjúkdóms-
legu, er staðið hefur um árabil,
hefur samband hennar og bamana
verið einstakt.
Við fjölskyldan kveðjum Ingi-
björgu með söknuði, en vitum, að
hvíldin var henni kærkomin, og
vissan um, að vel hefur verið tekið
á móti henni, er okkar huggun.
Kvödd er dásamleg kona. Fari
hún í friði.
Dagný og fjölskylda.
Það er eins og hann Doddi litli
sagði, að sumardagurinn fyrsti er
ekki alltaf bara happadagur.
Þann dag dó amma hans.
Hún var ekta Reykvíkingur og
átti ættir sínar að rekja til sóma-
fólks hvarvetna. Hún fæddist í
Kvosinni og ólst þar upp. Mestan
hluta ævinnar bjuggu þau Agnar í
Norðurmýrinni og þar áttu þau fal-
legt og hlýtt heimili þar sem allir
vom velkomnir og þar sem þau
nutu þess að vera gestgjafar.
Hún var hefðarkona og hún hélt
reisn sinni fram á sfðasta dag.
Auðvitað vissi hún fyrir löngu að
burtferðardagurinn gat verið
skammt undan og það var lær-
dómsrikt að vera í návist hennar,
sem var alltof sjaldan. Það segir
meira en mörg orð að nokkm fyrir
andlátið ákvað hún að láta mála
hjá sér og leggja ný teppi á gólf í
húsinu. Hún vildi áreiðanlega ekki
fara frá neinu „sjúskuðu".
Tvennt var það í fari hennar sem
vakti mesta athygli mína og aðdáun
eftir að hún varð veik og það var
æðruleysi hennar og stilling sem
ávallt sat í fyrirrúmi. Hlýtt viðmót-
ið og viljinn til að gera gestum og
gangandi eins gott og unnt var
minnkaði ekki eftir að hún var al-
veg rúmföst og hafði ekki lengur
fótavist af völdum sjúkdómsins.
Og þegar halla tók vemlega und-
an fæti og styttist í upphaf ferðar-
innar yfír móðuna miklu þá naut
hún sem fyrr ástúðar bama sinna
fjögurra og annarra nánustu og
þegar mest á reyndi sýndu dætur
hennar, Nanna mín og Kristín, með
ástríki, umhyggju og dugnaði, að
þeim er ekki fisjað saman.
Á sumardaginn fyrsta byrjar
nýtt tímaskeið og þá „verður aftur
hlýtt og bjart um bæinn", dagurinn
verður lengri en fyrr og himinninn
verður stærri og hann verður nærri
en þegar myrkrið grúfír yfír. Hún
verður því aldrei fjarri og minning-
in um hana er björt og
„Nú veit ég að sumarið sefur
i sál hvers einasta manns".
Jón Ásgeirsson
Við, unga kynslóðin á Kjartans-
götu, eigum eftir að sakna hennar
Ingibjargar. Allt frá því að við vor-
um rétt farin að geta klifrað upp
tröppumar til hennar höfum við
getað gengið að því sem vísu, að
hægt væri að líta inn í heimsókn
og þiggja eitthvert góðgæti. Alltaf
gaf hún sér tíma til að tala við
okkur og alltaf mætti okkur brosið
hennar hlýja. Aldrei var viðmótið
annað, jafnvel ekki þegar við stóð-
um á tröppunum með blóm sem við
höfðum í sakleysi okkar slitið upp
I garðinum hennar og vildum færa
henni. Það var okkur þungbært að
fylgjast með langvinnri baráttu
hennar við sjúkdóminn. Loks