Morgunblaðið - 05.08.1987, Side 17

Morgunblaðið - 05.08.1987, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987 17 Pijón og gleði List og hönnun Bragi Ásgeirsson í Galleríi Langbrók á Bókhlöðu- stíg 2 sýnir um þessar mundir finnski ' textíllistamaðurinn Sirkka Könönen úrval fram- leiðslu sinnar. Er hér í senn um að ræða sjálfstæð hönnunarverk, módelprjón og peysur í miklu úr- vali. Sjálfstæðu hönnunarverkin eru t.d. pijónakjóll fyrir konu í yfímáttúrulegri stærð svo og peysa fyrir fjórhöfða kvenmann. Byggist framleiðsla Sirkku á ein- stæðri prjónagleði og jafnframt lífsgleði um leið og vísað sé til hinna hrífandi, litglöðu og hug- myndaríku módelverka. Það er auðséð á framleiðslu Sirkku, lið hún á að baki langt nám í textíl- fræðum og skapandi hönnun og ekki skyldi mig undra þótt hún væri útskrifuð úr pijónadeild lis- tiðnaðarskólans í Helsinki. Þá deild heimsótti ég og skrifaði um fyrir áratug eða svo og vakti at- hygli á að ullarlandið Ísland þyrfti að koma upp hliðstæðu í MHÍ, en ekkert hefúr gerst ennþá. Röng stefna I þessum málum hefur vísast kostað okkur hundruð millj- óna í beinhörðum gjaldeyri. Það er ákaflega mikilsvert að fá hingað sýningu sem Sirkku Könönen þótt ekki væri til annars en að vekja athygli á hve frændur vorir standa framarlega á þessu sviði. Og þótt sýningin sé ekki í stórum húsakynnum hefur lista- konunni tekist að fylla það miklu úrvali framleiðslu sinnar. Þess má og geta, að fólk sem leggur út á braut sem þessa eru einhveijir bestu fulltrúar sjálf- Sirkka Könönen stæðrar þjóðmenningar sem til eru og slíkir eiginleikar eru verð- mætir í dag. Þvi skal fólk, sem hefur áhuga á ekta vamingi á þessu sviði, hvatt til að skoða sýningu Sirkku Könönen, sem stendur til 5. ágúst. Listakonunni ber að þakka komuna ... Ur myndinni Ovænt stefnumót; Willis er um það bil að missa vinnuna. „Concerto grosso“ Ovænt stefnu- mót við Edwards Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Óvænt stefnumót (Blind Date). Sýnd í Stjörnubiói. Stjörnugjöf: ★ ★ ★. Bandarísk. Leikstjóri: Blake Edwards. Handrit: Dale Launer. Framleiðandi: Tony Adams. Kvikmyndataka: Harry Stradl- ing. Tónlist: Henry Mancini. Helstu hlutverk: Kim Basinger, Bruce Willis, John Larroquette og William Daniels. Blake Edwards hefur allur lifnað við með tveimur síðustu myndum sínum eftir heldur djúpa lægð á undanförnum árum. Síðasta mynd hans, Svona er lífið (That’s Life), um arkítekt sem fannst hann vera útbrunninn, var sennilega mest um krísurnar í lífí Edwards sjálfs. Með henni lifnaði hann allur við og í kjölfarið kemur nú oft bráðfyndin, dæmigerð edwardísk gamanmynd sem heitir Óvænt stefnumót (Blind Date), er sýnd í Stjörnubíói og fær- ir okkur heim sanninn um að kall sé sannarlega ekki dauður úr öllum æðum. Óvænt stefnumót skiptist í tvo hluta en efni fyrri hluta ætti að vera orðið mönnum að nokkru leyti kunnugt a.m.k. ef þeir hafa séð Eftir miðnætti (After Hours) Mart- ins Scorcese eða Villta daga (Something Wild) eftir Jonathan Demme. Allar þijár eiga það sam- eiginlegt, þótt að öðru leyti séu þær mjög ólíkar, að segja frá hrekk- lausri karlmannssál sem Iendir í ótrúlegustu ævintýrum eftir kynni við kvenmann. Seinni hluti „Stefnu- móts", sem er síst verri, er svo eiginlega langur eftirmáli þar til enn eitt og-þau-lifðu-hamingju- söm-til-æviloka ævintýrið er í höfn. Handritið að „Stefnumóti“ skrif- ar Dale Launer en hann sýndi með sinni fyrstu mynd (Ruthless People) að hann hefur gott eyra fyrir fyndn- um texta og með farsakenndum sviðsetningum og skekkjulausu tímaskyni Edwards, góðum leik Bruce Willis og Kim Basingers oft- astnær en kannski sérstaklega aukaleikaranna, John Larroquette og William Daniels, er myndin hin besta skemmtun. Hún segir sögu hins iðjusama uppa Walter Davis (Bruce Willis) sem er gersamlega óviðbúinn öllum þeim voðalegu afleiðingum sem það hefur í för með sér fyrir hann að bjóða Nadíu (Kim Basinger), sem hann hefur aldrei séð áður, með sér í kvöldverð á vegum ráðgjafarfyrir- tækisins, sem hann vinnur hjá, þar sem verður meðal gesta mikilvægur japanskur viðskiptavinur á svipinn eins og stríðsherra í Kurosawa- mynd. Ef Walter hefði hlustað á ráðleggingu bróður síns, sem útveg- aði honum hið „óvænta stefnumót“, hefði kannski allt verið í lagi. Það var svosem nógu einfalt ráð: Ekki undir neinum kringumstæðum máttu gefa Nadíu vín að drekka. Alls ekki. En Walter bara hlustaði ekki á bróður sinn. Nadía, sem í fyrstu er eins og draumur í dollu, verður óþekkjanleg eftir nokkur kampavínsglös, sóða- kjafturinn veður uppi og hún lætur raunar hreint eins og vitleysingur. Það er ekki að spyija að því að það sem átti að vera hátíðlegur kvöld- verður snýst uppí hreinasta gjörn- ing. En það er aðeins upphafið. Áður en kvöldið er úti hefur Waiter misst vinnuna, eyðilagt bílinn sinn, lent hvað eftir annað í morðóðum fyrrverandi kærasta Nadíu, sem Larroquette leikur svo geðveikis- lega, hópur smápíupönkara reynir að ræna hann og loks lendir hann í steininum fyrir skotárás og á yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsi. Eins og sjá má er alltaf eitthvað að gerast í þessari mynd. Það er varla í henni dauður punktur, at- burðarásin er eldhröð og maður fær næstum aldrei tíma til að hugsa neitt um það sem fram fer. Myndin er ekki gallalaus, það eru í henni atriði sem eru harla ófyndin en þau eru fá og þegar Edwards nær dampi standast fáir honum snúning í að skapa havarí og uppákomur sem kítla hláturtaugarnar svo lipurlega. Þegar Edwards tekst vel upp gerir hann góðar myndir eins og Óvænt stefnumót. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Andaborð (Witchboard). Sýnd í Laugarásbíói. Stjörnugjöf: ★. Bandarisk. Leikstjóri: Kevin Tanner. Helstu hlutverk: Todd Allen, Tawny Kitaen og Stephen Nichols. Ef það væri ekki fyrir slappan leik, sem er eiginlegaþað hryllileg- asta við þessa hryllingsmynd, væri kannski hægt að hafa svolítið gaman af henni. En þegar slappir leikararnir eru farnir að draga að sér meiri athygli en spennuatriðin og framganga þeirra er hryllilegri en sjálf hrollvekjan stendur ekki mikið eftir. Það bætir heldur ekki TÓNLIST Jón Ásgeirsson Sumartónleikunumí Skálholti lauk með Hándel-tónleikum og þar voru fluttir tveir „concerto grosso“ og són- ata fyrir tvær fíðlur, celló og sembal. Ekki er ofborið í, þó staðhæft sé að þetta framtak Helgu Ingólfsdóttur og samstarfsmanna hennar megi nefna „háskóla" í barokk-tónmenntum, enda er nú til staðar álitlegur hópur ungra tónlistarmanna hér á landi, sem sitthvað kunna fyrir sér um flutning slíkrar tónlistar og hafa þegar lagt sitt af mörkum til framgangs henni. Helga hefur vandlega gætt þess að velja til samstarfs við sig góða tónlist- armenn og nægir þar til að nefna flautuleikarana Manuelu Wiesler og Camillu Söderberg, stóran hóp af heimsfrægum semballeikurum og nú síðast fiðluleikarann Ann Wallström, sem stjómaði þessum tónleikum og kenndi einnig á námskeiði í túlkun barokk-tónlistar dagana 20. til 25. júlí. Þá er sá hópur íslenskra tónlistar- manna orðinn stór sem í gegnum árin hefur tekið þátt í sumartónleikunum við góðan orðstír. Tónleikamir hófust með öðrum „concerto grosso“ í þeim flokki verka sem gefin vom út sem ópus 6. Þarna er um að ræða tólf konserta sem Handel samdi í október mánuði árið 1739. Annað verkið var g-moll-tríó- sónatan ópus 2 nr. 2. í einu handri- tanna sem til er af þessu verki stendur skrifað; „fjórtán ára þegar verkið er samið". Sé þetta rétt er skiljanlegt hvers vegna Handel gerði tónlistina að ævistarfí, þvert á vilja fjölskyldu Mitt í öllu umferðarfargani verslun- armannahelgarinnar og bumbuslætti skemmtimanna, fór fram hátíð í Skál- holti, er fjölmiðlar hafa líklega ekki mikinn áhuga fyrir, því þar komnir munu menn og konur tæpast eiga á hættu að tapa mannorði sínu eða heilsu. Þar var sem sé verið að flytja verk eftir Bach og þar sem hann fæddist fyrir þijú hundruð árum, hef- ur slíkt tilstand trúlega ekki mikið fréttagildi. Svo virðist sem ekki þurfí að marg segja því fólki til, er telur sig eiga erindi við klassíska tónlist, því Skálholtskirkja var fullsetin. Á efnisskrá sjöundu sumartónleik- anna í Skálholti voru þijú verk eftir J.S. Bach. Eitt verkanna hefur veirð tekið út af skrá yfír verk meistarans og talið.eftir M. Hoffmann. Þær leið- réttingar sem gerðar hafa verið á síðari árum varðandi verk eignuð Bach, hafa ekki enn náð til útgáfu verka hans, enda þegar búið að prenta slík fím að erfiðlega mun ganga að gera þar á nokkra bót. Um það bil 13 kantötur eru ranglega eignaðar J.S. Bach og þar á meðal eru tvær taldar vera eftir umræddan Hoff- mann. Kantatan Meine Seele riihmt und preist, sem var fyrst á efnis- skránni, ber ekki önnur einkenni en sem eru sérstæð fyrir barokkina og er þar margt að heyra ótrúlega ólíkt því sem gerist hjá meistaranum. Þessi kantata eftir Hoffmann var sungin af Michael John Clarke tenor og var söngur hans í heild vel út- færður, einkum þó í fyrri hluta úr skák þegar handritið er illa skrifað og stundum svo að maður skellir uppúr á ólíklegustu stöðum. Sem er hálfgerð synd í þessu tilviki því rauði þráðurinn í sög- unni hefur margt til að bera sem sómt gæti sér í góðum hrylli. Ann- ar plús við þessa mynd er að það leikur ekki einn einasti unglingur í henni. Sjaldséðar slíkar hrollvekj- ur nú á dögum. Andaborð (Withchboard), sem sýnd er í Laugarásbíói, segir með öllum sínum göllum frá ungri konu sem kemst í samband við illan anda í gegnum leikinn andaglas og andinn tekur sér bólfestu í henni eða hún verður fyrir „vax- andi vélun" hans eins og það er sinnar. Verkið er sérlega fallegt og var mjög vel flutt af Ann Wallström og Lilju Hjaltadóttur, auk Helgu In- gólfsdóttur og Ólöfu S. Óskarsdóttur, er sáu um „basso continue". Síðasta verkið var ellefti konsertinn í óp. 6, en sá konsert er saminn 30. október 1739 og á sér samstæðu í orgelkon- sert er var frumfluttur nokkru fyrr, eða 20. mars sama ár. Þrátt fyrir þetta samkrull er konsertinn ákaflega skemmtilegur, leikrænn og áhrifamik- ill í gerð. í heild voru tónleikamir hreint afbragð og flutningur tríósónö- tunnar þó sérstaklega, enda er tónmál verksins sérlega fallegt og ljúft. Þeir sem hafa staðið fyrir tónleika- haldi í Skálholtskirkju í rúman áratug hafa nú stofnað með sér félagsskap er þeir nefna „Collegium Musicum". Takist að gera þennan félagsskap vel virkan mætti þama verða vísir að háskóla, þar sem lögð yrði áhersla á flutning eldri tónlistar og ekki síst kirkjutónlistar, er gæfí kirkjustarfínu í Skálholti nýtt inntak, sem siðar mætti færa til samstarfs við skóla- hald staðarins með flutningi stærri verka í samvinnu tónlistarmanna hvaðanæva úr heiminum. íslenska þjóðkirkjan hefur ekki fyllilega skilið það hversu mikið sameiningarafl tón- listariðkun er og að vel flutt góð tónlist dregur til sín fólk, sem hefui þörf fyrir eitthvað mótvegandi þeirri mögnuðu „skemmti“-fjölmiðlun sem typpt er fyrir vit fólks, eins og heypok- ar á hesta. Vonandi að „Collegium Musicum" takist vel í starfi og fái sem flesta til að líta upp úr heypokum fjöl- miðlunarinnar um stund, þeim sjálfum til blessunar og gleði. verksins. Annað verkið á efnisskránm var sónata fyrir fiðlu og sembal (BWV 1014), sú fyrsta af sex fíðlusónötum er Bach samdi á árunum 1717—23 1 Cöthen. Það sem er sögulega merki- legt við þessi verk, er að semballinn er ekki notaður sem undirleikshljóð- færi (eontiue með cellói), en hefui jafna stöðu gagnvart einleikshljóð- færinu, eins og tíðkaðist síðar i samleikssónötum. Verk þetta var fal- lega flutt af Michael Sheldon og Helgu Ingólfsdóttur. Síðasta verkið var kantatan Meir Herze schwimmt im Blut (BWV 199) og fór Margrét Bóasdóttir með söng- hlutverkið. I þessu verki má glögglegs heyra leikræna túlkun Bachs, serr Margrét náði að túlka á sannfærand máta. í heild var flutningurinn góðui þó nokkuð mætti merkja þreytu hjá flytjendum undir það síðasta. Þeir sem áttu hlut að þessum tón- leikum auk fyrrgreindra, voru Guðrúr Skarphéðinsdóttir, er Iék á blokk- flautu, Sverrir Guðmundsson á óbó, en hljóðfærið, sem er eftirgerð ai barokkóbói, er hans eigin smíð. Þriðji blásarinn var Rúnar H. Vilbergssor er lék á fagott, en strengjamenn voru Lilja Hjaltadóttir, Michael Sheldon, Svava Bernharðsdóttir, Ólöf S. Óskarsdóttir, Páll Hannesson og Anr Wallström, sænskur fiðluleikari og sérfræðingur í flutningi barokktón- listar. Stjórnandi tónleikanna vai Helga Ingólfsdóttir, sem að hætti barokkmeistaranna stjórnaði frá sembalnum. / / þýtt. Tveir kærastar hennar reyna * * svo að finna út hver hinn illi draug- ur sé og losa konuna við hann. Konan heitir Linda (þó ekki Linda Blair) og leikkona að nafni Tawny Kitaen leikur hana svo ámátlega að það liggur við að maður heyri leikstjórann stynja bak við mynda- vélina. Hún er þó ekki verst. Leikstjórinn hefur enn minni tök á Todd Allen, sem leikur annan kærastann, og er allt að því óborg- anlegur í hallærislegri túlkun sinni á vantrúuðum húsasmið í fyrstu en einbeittum bjargvætti í lokin. Þar fer maður sem með sama áframhaldi á aldrei eftir að leika neitt nema aukahlutverk í sápu- óperum. Það örlar einstaka sinnum á spennu og stundum hryllir mann við því sem fyrir augu ber. En það er langtum oftar sem maður glott- ir að hallærinu. „Vaxandi vélun Bach-hátíð í Skálholtí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.