Morgunblaðið - 05.08.1987, Síða 22

Morgunblaðið - 05.08.1987, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987 10. ágúst -10. september. 13 ára og eldri. Byrjendur - framhaldsnemar. Skrádu þig snarlega! Síminner 687701 -687801 Tímabilið hefst 10. ágfl * Þeir sem voru með fastátíma í vetur fá 2ja daga forskot 4.tíf5. ágúst til að staðfesta gömluiífnana. Pantaðutíma ísíma 689320 Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída Tyrkjarán 1627 — Bentley 1928 Héma í henni Ameríku vilja all- ir, sem vettlingi geta valdið, fara til Evrópu í sumarfrí. Hundruðir þúsunda, sem fara vildu í fyrrasum- ar, hættu við ferðir sínar vegna hryðjuverkafaraldurs og Chemo- byl-slyssins. Hér er fólk mest hrætt við arabana, enda er það ekki eðli- legt, hve þeir eru sólgnir í að sprengja Ameríkana í loft upp. Þótt ég viti vel, að ekkert getur hrætt landann _frá því að ferðast, þá ættum við Islendingar að vera miklu hræddari við arabana heldur en Ameríkanar. Voru það ekki arab- ar frá Alsír, sem myrtu 40 manns og numu á brott 400 á íslandi 1627? Það var ekki verið að taka 2 eða 3 gísla eins og nú gerist í Beirút, nei takk! Ekki minna en 400 manns, og aðeins 40 komu heim aftur, eft- ir að Danakonungur hafði greitt lausnargjald. Það fylgir ekki sög- unni, hvort hann seldi þeim líka vopn. Við, fáfróðir vesalingamir, héldum, að árásarmenn hefðu verið Tyrkir og höfum þess vegna hatast við þá þjóð í 350 ár og kallað fólk- ið Hund-Tyrki. Kannske við ættum nú að biðja þá afsökunar? Það væri ekkert grín að vera farþegi í flugvél, sem hertekin væri af aröbum með söguskyn og mann- kynssögukunnáttu. Þegar þeir myndu sjá mitt íslenska vegabréf, gætu samræðumar orðið háskaleg- ar: Arabi nr. 1: „Hver andskotinn, Islendingur! Hann hefur sloppið þegar við hreinsuðum þar til 1627!“ atímar^- blandaai Hressar og skemmti æfingar. U MEÐ! . r Guðjohnsen 3ja vikna námskeið hefst 10. ágúst 2svar og 3svar í viku. Innritun í síma 46055. -J°sa- 9 gufuböð. Heilsuræktin Sólskin, Furugrund 3, Kópavogi. Arabi nr. 2: „Það var helv. vel heppnuð árás. Við tókum 400 gísla, eiríka og helga; seldum Danakóngi aftur 40 en 360 svo seldir í ánauð með góðum hagnaði." Arabi nr. 1: „Hvað eigum við að gera við hann? Ég veit ekki, hvort nokkur myndi hafa áhuga á að leysa hann út, ef við hnepptum hann í fjötra. Þetta er óskaplega vitlaust og einfalt fólk. Flest af því heldur enn þann dag í dag, að það hafi verið Tyrkir, sem frömdu ránið okk- ar 1627! Ha, ha!“ Semsagt, nú er allt með kyrrum kjörum í Evrópu, og hefir því fólk héðan flykkst þangað. Við slógumst í hópinn og héldum til Sviss og Austurríkis. Ekki fórum við þó í slagtogi með amerískum, heldur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.