Morgunblaðið - 05.08.1987, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 05.08.1987, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987 23 áttum við erindi og ætluðum að fara eigin leiðir. Veðrið á megin- landinu hafði verið heldur leiðinlegt, en það breyttist auðvitað, þegar við komum með Flórida-sólina! Skömmu eftir komuna gafst okk- ur tækifæri á því að slást í för með fólki, sem var að fara á sýningu og kappakstur fyrir sígilda bíla í Eysins prés Nyon, sem er skammt frá Genf. Hér var um að ræða bíla, af ýmsum tegundum, frá 1920 til 1960. Fyrirliði okkar var sænsk- fæddur Ameríkani, sem býr í Sviss, James-Berggren. Hann á tvo glæsi- vagna, sem taka áttu þátt í sýning- unni, opinn Bentley, 1928 og Mercedes-Benz 300 SL, 1955, svo- kallaðan fiðrildis-Benz, sem svo er kallaður vegna þess, að hurðirnar opnast upp og líta út eins og væng- ir á bílnum. Hvorki hefí ég verið mikill áhuga- maður um eldri bíla eða sérfróður á því sviði, en erfítt er að verða ekki hrifinn, þegar maður skyndi- lega er í návist slíkra listigripa og hefír tækifæri á að sjá þá í akstri, skoða þá og snerta. Sá ég hér tæki- færi til að útvíkka minn eigin sjóndeildarhring og jafnvel miðla lesendum blaðsins, en ég veit, að margir þeirra hafa mikinn áhuga á bifreiðum á öllum aldri. Mótið var haldið á laugardegi og var mikið um dýrðir í þessu frið- sæla fjallaþorpi á sólfögrum degi í júnílok. Bærinn var blómum og fán- um skrýddur, veitingatjöld höfðu verið reist og auðvitað voru líka veitingastofur og krár opnar að vanda. Allir voru í hátíðaskapi. Akbrautin var 800 metra ferhym- ingur, sem lá í gegnum þorpið. Mættir voru til leiks um 80 sígild- ir bílar frá 32 framleiðendum og til viðbótar slangur af mótorhjólum og kappakstursbílum. Kannaðist ég við mörg bflanöfn, svo sem Alfa Romeo, Austin-Healey, Bentley, BMW, Ferrari, Mercedes-Benz, MG og fleiri. Hér voru líka margar aðr- ar tegundir, sem ég hafði aldrei áður komist í kynni við, svo sem Amilcar, Benjamin, Bugatti, GAR, Salmson, Tecno og Veritas. Bflamir hans Berggrens eru feiknarlega fallegir vagnar og báðir í toppstandi. Hann og kona hans hafa tekið þátt í mörgum kapp- ökstrum (rallys) fýrir sígilda bíla. Meðal annars fóru þau á Mercedes- bílnum í Monte Carlo-keppnina 1985, en á Bentleynum hefír hann farið nokkmm sinnum í hina frægu Mille Miglia-keppni, sem er 1000 mílna þolakstur um Italíu. Á mótinu í Eysins vom bifreið- arnar flokkaðar eftir tegundum og stærð og látnar keppa í 10 hringja akstri. Berggren bauð fréttamanni ykkar að sitja í Bentleynum og var það mikill heiður. Þótt þetta hafi ekki verið alvöru hraðakeppni, tóku ökumenn hana alvarlega og stigu benzínið í botn. Varð af mikill gnýr. Hraðinn kom á óvart og amerísku sólgleraugu frásögumanns þoldu ekki þrýstinginn, svo annað glerið hrökk úr umgjörðinni og þrýstist í augntóftina. Mikill léttir var fýrir hann að finna, að hann hafði ekki skyndilega orðið blindur á öðm auganu. Á þessum feiknar hraða fækkaði víst ábyggilega eitthvað af hámm hans. Mátti hann illa við því. Þetta var dásamlegur dagur, nýr heimur sígildra lystivagna, nýtt umhverfí, nýjar lyktir, ný hljóð, nýtt fólk, algerlega ný upplifun. Þegar mótinu var lokið, var Berg- gren og okkur í fylgdarliði hans boðið heim til eins af fyrirmönnum bæjarins. Þáðum við þar veitingar á svölum og í garði fagurrar villu. í góðu yfirlæti borðuðum við kökur og sötmðum hvítt, svissneskt vín úr litlum glösum, sem tíðkast þar um slóðir. Svissarar em varkárt fólk og fara að öllu með gát. Á íslandi myndu slík glös vera notuð til að mæla sterka drykki. Sinn er siður í landi hveiju. Höfundur er ræðismaður íslands íSuður-Flórida og framkvæmda- stjóri hjá fisksölufyrirtæki á Miami. jSAbu Garcia Með Ambassadeur800 línunni sannarAbu Garcia að þeir standa öðrum framar í hönnun og smíði kasthjóla. Ambassadeur 800 hjólin eru ótrúlega Með einu handtaki er hfegt að skipta ttm spólu, en hún er rennd úr áli sem tryggir styrk og léttleika. Ambassadeur 800 létt og sterk en samt gœdd einstökum eiginleikum. Tœknileg hönnun Abu Garcia kasthjólanna eykur þœgindi og öryggi við veiðarnar. Hjá okkur fást Abu Garcia veiðihjól við allra hæfi. HAFNARSTRÆTI 5 SlMAR 16760 og 14800 TOSHIBA er 7700 með DELTAWAVE Nýtt útlit, nýir möguleikar, fleiri kostir. Þetta er nýtt og glæsilegt útlit á örbylgjuofnum. Stílhreinn, auðveldur í þrifum og leikandi léttur í notkun. Ofninn er ekki aöeins stílhreinn að utan heldur er innrabyrði slótt og úr póleruðu hágæðastáli. Léttari þrif en áður. Ofninn helst skínandi hreinn þrátt fyrir mikla notkun. Þessi glæsilegi ofn er búinn Toshiba Deltawave örbylgjudreifingu, sem skilar besta árangri við matreiðslu. Styrkstillirinn er með 9 þrepum, frá 110 wöttum til 650 wött. Ofninn er búinn snúningsdiski. Tímastillirinn er frá 10 sekúndum upp í 95 minútur. Þetta er ofninn sem gefur þór góðan árangur. Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28, símar 91 -16995,91 -622900. Samþykktur af Rafmagnseftirliti ríkisins. 10 gerðir- verð við allra hæfi. Deltawave dreifingin og hraðviftan (einkaleyfisvernduð uppfinning af Toshiba) gera það að verkum, að ör- bylgjurnar vinna þar sem þeirra er þörf og matreiðslan verður jöfn og góð. Upphitaður matur bragðast jafnvel og nýlagaður og bakstur verður léttur og fallegur. Þetta er ofninn, sem hæfir nútíma eldhúsi, þar sem kröfur eru gerðar um fljóta, góða og heilsusamlega matseld. Toshiba er 7700 gefur matreiðslunni nýtt líf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.