Morgunblaðið - 05.08.1987, Page 26

Morgunblaðið - 05.08.1987, Page 26
Stjóm Félags ráðgjafarverkfræðinga: BUI®ARÞOL HIJSA Nokkuð er umliðið síðan Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins (Rb) sendi frá sér skýrslu til félags- málaráðherra um burðarþol húsa í Reykjavík. Skýrsla þessi var kynnt fjölmiðlum og um hana hafa spunn- ist miklar umræður. Stjóm Félags ráðgjafarverkfræðinga hefur fylgst grannt með framvindu mála og það löngu áður en skýrslan var birt, enda er hér um mál að ræða sem snertir stéttina mjög. Stjómin hefur ekki talið ástæðu til að tjá sig opin- berlega um málið til þessa en telur nú tímabært að leggja orð í belg hinnar almennu umræðu ef verða mætti til að beina henni inn á nýjar brautir. Svört skýrsla Vissulega má segja að skýrsla Rannsóknastofnunar byggingariðn- aðarins hafi verið svört skýrsla. Hins vegar ber að hafa í huga að tilgangur með skýrslunni var ekki sá að gera almenna úttekt á húsum hvað varðar burðarþol þeirra heldur sá einn að kanna þær fullyrðingar að til væm hús, og það nýleg hús, hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem burðarþolshönnun væri áfátt. Með hliðsjón af þessu voru valin nokkur hús sem sýnilega virtust veikbyggð burðarþolslega séð og auk þess til samanburðar önnur sem talin vom mundu standast kröfur. Mat á burðarþoli húsanna var gert út frá kröfum sem Rb og þeir sérfræðingar sem stofnunin kvaddi sér til fulltingis töldu eðlilegar. Kröfur varðandi jarðskjálftahönnun em t.d. í samræmi við meðmæli höfunda hins íslenska jarðskjálfta- staðals, en þær era nokkru strang- ari en gildandi lágmarksákvæði staðalsins. Byggingar geta því hæglega uppfyllt kröfur byggingar- yfirvalda (z=0,5) þótt þær uppfylli ekki þær kröfur sem eðlilegt væri að gera að mati skýrsluhöfunda (z=0,75). Þegar af þessari ástæðu hlýtur framsetning skýrslunnar að orka tvímælis og gera hana lítt hæfa til opinberrar umfjöllunar. Skýrslan hefur því valdið marg- háttuðum misskilningi sem kallað hefur á frekari skýringar af hálfu skýrsluhöfunda. Stjóm FRV harmar hvemig skýrsian hefur orðið til þess að gera nafngreinda einstaklinga tor- tryggilega í augum almennings og bakað þeim og viðskiptavinum þeirra óþægindi. Óhögguð stendur hins vegar sú meginniðurstaða skýrslunnar, að sá gmnur er á rök- um reistur að til em nýbyggingar sem hvorki standast „eðlilegar" né lágmarkskröfur um burðarþol. Auk þess kom í ljós að alvarlegur mis- brestur er á því að byggingarfull- trúa berist þau gögn sem tilskilin em í byggingarreglugerð. Hverju er áfátt? Það er umhugsunarefni hve íslenskum byggingariðnaði er enn í mörgu áfátt og hve hægt miðar á leið. Burðarþolshönnun er aðeins einn þáttur þessa máls, húsahönnun annar, ófullnægjandi eða ekkert gæðaeftirlit hinn þriðji, ónógar rannsóknir sá fjórði, mistraust eftir- lit af hálfu byggingaryfirvalda hinn fímmti og svo má enn telja. Hér verður þó eingöngu fjallað um burð- arþolshönnun og varpað fram nokkmm hugsanlegum orsakavöld- um. Á seinni ámm hefur í vaxandi mæli verið boðið upp á styttra nám á háskólastigi samfara auknu val- frelsi. Á þessu virðast yfirvöld byggingarmála ekki hafa áttað sig sem skyldi og ástæða er til að ætla að hér starfi i dag nokkur hópur manna að burðarþolshönnun sem hvorki hefur hlotið þá menntun né reynslu sem nauðsynleg er til að hanna flókin burðarvirki. íslenskum reglugerðum og stöðl- um um burðarþol húsa er áfátt eða skortir með öllu. Staðlar um burðar- þol em einkum tvenns konar: a. Álagsstaðlar er mæla fyrir um áraun á mannvirki, svo sem not- álag, vindálag, snjóálag, jarð- skjálftaálag o.fl. b. Hönnunarstaðlar er segja fyrir um það hve mikla áraun megi leggja á hin ýmsu byggingarefni, svo sem steinsteypu, stál og timbur, við hin- ar ýmsu aðstæður, hve mikils öryggis gagnvart broti skuli gætt, hve mikla svignun megi leyfa o.s.frv. ásamt ýmsum reglum um útfærslu einstakra mannvirkja. Til em íslenskir álagsstaðlar um notálag, vind, snjó og jarðskjálfta. Þeir em flestir fmmsmíð og hafa ekki verið endurskoðaðir um langt árabil. Engir íslenskir hönnunar- staðlar em til, ekki einu sinni fynr hönnun úr aðalbyggingarefnum ís- lendinga, stáli og steinsteypu. Hönnuðir styðjast yfirleitt við er- lenda staðla og er þeim nánast í sjálfsvald sett hvaða staðla þeir nota. Þessir erlendu staðlar em yfirleitt vandaðir en em að sjálf- sögðu ekki sniðnir að íslenskum séraðstæðum. Þannig skortir með öliu fyrirmæli um nokkur veigamik- il atriði varðandi byggingar á íslandi og reynir þar á þekkingu og samviskusemi hvers hönnuðar um sig. Þetta ástand gerir hönnuð- um erfitt fyrir og byggingarfulltrú- um að hluta ókleift að sinna eftirlitsskyldu sinni. Það eykur að sama skapi svigrúm þeirra sem selja vilja ódýra hönnun og hinna sem byggja vilja ódýrt. Þetta ástand er að mati stjómar FRV óviðunandi með öllu og ekki sæmandi. Embættum byggingarfulltrúa er ætlað veigamikið eftirlitshlutverk „Sú skoðun virðist út- breidd meðal húsbyggj- enda enn í dag að verkfræðiþjónusta sé hálfgildings óþarf i sem þeir verði að kaupa nauðugir viljugir vegna ákvæða í reglugerð. Þeir leita því gjarnan uppi þá sem selja ódýra þjónustu án þess að gera sér grein fyrir að með því geta þeir verið að bjóða hættunni heim, þ.e. að þjónustan sé í samræmi við verðið.“ með hönnun mannvirkja og þeim ætlað að tryggja það að byggt sé í samræmi við uppdrætti. Embætt- um byggingarfulltrúa er þannig ætlað að veita hinum almenna hús- byggjanda visst öryggi. Stjómin getur ekki varist þeirri hugsun að mikilvægi byggingarfulltrúa sé oft vanmetið og lítið samræmi sé'milli fjárveitinga til þessara embætta og þeirra verkefna sem þeim em ætluð. Sú skoðun virðist útbreidd meðal húsbyggjenda enn í dag að verk- fræðiþjónusta sé hálfgildings óþarfí sem þeir verði að kaupa nauðugir viljugir vegna ákvæða í reglugerð. Þeir leita því gjaman uppi þá sem selja ódýra þjónustu , án þess að gera sér grein fyrir að með því geta þeir verið að bjóða hættunni heim, þ.e. að þjónustan sé í sam- ræmi við verðið. Hinn almenni húsbyggjandi er heldur ekki reiðubúinn til að kaupa daglegt gæðaeftirlit með fram- kvæmdum sínum, enda er honum mikilvægi þess gjama ekki ljóst. Allt getur þetta valdið húseigendum ómældum útgjöldum síðar. Þorri hönnuða, byggingarmeistara og byggingarmanna vinna sín störf af þekkingu og kostgæfni. Hið gagn- stæða er þó að mati stjómar FRV því miður alltof algengt. Á hvetju sumri má sjá flokka manna utan á húsum á höfuðborgarsvæðinu vera að þétta spmngur, höggva utan af ryðguðum járnum eða gera við aðra galla sem em bein afleiðing af skorti á rannsóknum, óvandaðri hönnun, lélegum vinnubrögðum eða vöntun á faglegu eftirliti á vinnu- stað. íslensk veðrátta er húseigend- um nægilega þung í skauti þótt ekki sé aukið á erfiðleika þeirra með óvönduðum undirbúningi fram- kvæmda og kæmleysi í fram- kvæmd. Hér sannast hið fom- kveðna að lengi býr að fyrstu gerð. Tillögur til útbóta Stjóm Félags ráðgjafarverk- fræðinga telur ástæðu til að fagna fmmkvæði félagsmálaráðherra í máli þessu og viðbrögðum borgar- yfirvalda í Reykjavík í kjölfar skýrslu Rannsóknastofnunar bygg- ingariðnaðarins. Ljóst er þó að hér er aðeins um fyrstu aðgerðir að ræða og að ýmissa gmndvallar- breytinga er þörf ef bæta á til muna ríkjandi ástand. Stjórnin telur rétt að benda á eftirtalin atriði sem æskileg markmið aðgerða. Gerð verði gangskör að því að koma staðalmálum í viðunandi horf hvað varðar hönnun burðarvirkja. Áríðandi er að álagsforsendur verði bundnar í reglugerð með ótvíræðum hætti og auk þess séð til þess að rannsóknir á íslenskum aðstæðum verði efldar þannig að þessar for- sendur styðjist við bestu þekkingu á hveijum tíma. Vöntu á hönnunar- stöðlum má leysa tímabundið með því að ákveða að láta danska hönn- unarstaðla gilda á íslandi með viðaukum og breytingum sem taka til íslenskra aðstæðna, svo sem jarð- skjálfta o.fl. Félag ráðgjafarverk- fræðinga hefur fullan hug á að skoða málið út frá þessu sjónar- miði, enda er þessi leið í senn fljótvirk og ódýr. Tæknilegt eftirlit með smíði húsa verði stóraukið. Hér er einkum átt við að almennt sé gerð sama krafa um faglegt eftirlit með allri húsa- smíði og nú tíðkast við smíði opinberra bygginga. Eðlilegt væri að leggja þá kvöð á hönnuði húsa að þeir fylgist með smíði þeirra húsa sem þeir hanna og verði iðnað- armönnum og öðmm þeim sem vinna eftir gögnum þeirra til ráðu- neytis. Með þessu vinnst ýmislegt. Betur verður tryggt að farið sé eft- ir þeim hugmyndum sem að baki hönnun liggja og hönnuðir fái sjálf- krafa vitneskju um hvemig hugmyndir þeirra reynast í fram- kvæmd. Aukin samskipti auðvelda líka að samræma kröfur hönnuða þeirri tækni sem viðkomandi verk- takar ráða yfír og öfugt. Einnig má fela faglegt eftirlit þar til hæf- um eftirlitsmönnum eins og nú tíðkast við margar byggingar. Hönnuðir ættu þó að jafnaði að vera viðstaddir ýmsar þær úttektir sem nú-em-á hendi byggingarfull- trúa samkvæmt reglugerð. Það verði á valdi húseiganda að ákveða hvort hann felur hönnuðum faglegt eftirlit eða felur það öðmm hæfum aðilum. Starfssvið byggingarfulltrúa verði skilgreint að nýju jafnframt því að embættin fái nægjanlegt fé til að standa undir kostnaði við þau verkefni sem þeim em falin. Hér er einkum haft í huga að auka eftir- lit með hönnun og útreikningum en færa eftirlitsskyldu með fram- kvæmdum að einhveiju leyti yfir á hönnuði eða sérstaklega ráðna eft- irlitsmenn, sbr. það sem áður segir. Til álita kæmi að löggilda að þýskri fyrirmynd sérstaka prófhönnuði er byggingarfulltrúar geti leitað til varðandi endurskoðun á flóknum mannvirkjum. Byggingarnefnd taki þá fyrst afstöðu til aðalteikninga að húsi þegar fyrir liggur greinargerð frá hönnuði um burðarþol þess. Bygg- ingarleyfí verði þá fyrst veitt þegar hönnuður hefur skilað inn burðar- þoisútreikningum. Kröfur um menntun hönnuða verði skilgreindar betur og ákvæði um löggildingu hönnuða endurskoð- uð með það fyrir augum að tryggja húsbyggjendum hæfa hönnuði. Raunar virðist þurfa að taka menntamál byggingariðnaðarins í heild til endurskoðunar með hliðsjón af sífellt nýrri tækni og nýjum efn- um. Besta vömin gegn hvers kyns ágöllum og tjóni er haldgóð mennt- un og staðgóð þekking allra þeirra, sem að mannvirkinu vinna, á eigin- leikum þess og þess efnis sem notað er. Niðurstöður: Stjórn Félags ráðgjafarverk- fræðinga hefur með bréfí til félags- málaráðherra m.a. sett fram eftirfarandi tillögur: 1. íslenskir álagsstaðlar verði endurskoðaðir og fé varið til þeirra rannsókna sem nauðsynlegar em til að tryggja að þeir hvíli á bestu fáanlegri þekkingu. 2. Danskir hönnunarstaðlar verði staðfestir strax ásamt viðaukum fyrir íslenskar aðstæður. 3. Burðarþolsútreikningar fylgi burðarþolsuppdráttum á stöðluðu formi. 4. Faglegt eftirlit á vinnustöðum verði tryggt, annaðhvort frá hönn- uðum eða öðmm hæfum eftirlits- mönnum. 5. Embætti byggingarfulltrúa verði efld og þeim gert íjárhagslega kleift að sinna lögboðnum skyldum sínum. Löggiltir verði sérstakir prófhönnuðir er byggingarfulltrúar geti leitað til varðandi endurskoðun flókinna mannvirkja. Byggingar- fulltrúum og starfsmönnum þeirra verði ekki heimilað að taka að sér hönnun í sínu umdæmi. Stjórn Félags ráðgjafarverk- fræðinga er ljóst að það er ekki áhlaupaverk að bæta úr öllu sem betur mætti fara í íslenskum bygg- ingariðnaði. Stjórnin er hins vegar sannfærð um að langt má ná í því efni með góðum vilja og góðri sam- vinnu hlutaðeigandi og vill fyrir sitt leyti gjaman leggja lóð á þá vogar- skál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.