Morgunblaðið - 05.08.1987, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 05.08.1987, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987 Útihátíðir um verslunarmannhelgina Ölvun í Húsafelli var mun meiri en forráðamenn hátíðarinnar höfðu búist við. Tæplega 30 þúsund manns á útihátíðum Verslunarmannahelgin fór að mestu vel fram og að sögn forráðamanna nok- kurra útihátíða var lítið sem ekkert um slys á mönnum þótt mikið væri um minni- háttar meiðsl. Morgunblaðið hafði sam- band við forsvarsmenn nokkurra útihátíða og spurði þá hvernig til tókst. Meiri ölvun en við áttum von á - sagði Þorvaldur Jóns- son framkvæmdastjóri Húsaf ellshátíðarinnar Hátíðin í Húsafelli var sú flöl- mennasta í ár en þar voru á milli 8 og 10 þúsund manns þegar mest var. Margir hafa velt fyrir sér hagn- aði slíkrar hátíðar og var Þorvaldur Jónsson framkvæmdastjóri hátíðar- innar spurður hvort það væri rétt að hagnaðurinn væri um 17 milljón- ir. „Þetta er auðvitað algjör della. Þessi upphæð kom fram í fréttum einnar útvarpsstöðvarinnar og er slitin úr öllu samhengi. Það er stundum eins og það skipti ekki máli hvað maður segir fjölmiðlum þeir virðast oft búa fréttir til eftir sínu eigin höfði" sagði Þorvaldur. Hann sagði að kostnaður við uppbyggingu svæðisins næmi 5 til 6 milljónum króna auk kostnaðar við mótshaldið sjálft, skemmti- krafta og fleira. „Stuðmenn sáu um skipulagninu dagskrár og var samið við þá um ákveðna prósentu af því sem kæmi inn í aðgangseyri. Ég sé enga ástæðu til þess að gefa upp hversu há prósenta það er“ sagði Útvarps- stöðva- fárið reið bagga- muninn - segir Þórir Haralds- son framkvæmda- stjóri Gauksins '87 Eins og undanfarin ár stóð til að halda Gauk '87 í Þjórsárdal um verslunarmannahelgina. Að sögn Þóris Haraldssonar varð ljóst á miðnætti á föstu- dagskvöldið að aflýsa yrði hátíðinni sökum þátttökuleys- is. „Mótsgestir voru þá innan við hundrað' talsins og ekkert annað hægt að gera en að aflýsa mót- inu. Við höfðum auðvitað gert okkur grein fyrir því að þátttaka yrði ekki mjög mikil vegna sam- keppninnar en okkur grunaði aldrei að þessi staða gæti komið upp“ sagði Þórir. Aðspurður kvaðst Þórir geta nefnt ótal ástæður fyrir þessu en umfjöllun fjölmiðla, aðallega útvarpsstöðva, hefði gert útslag- ið. „Umfjöllun fjölmiðla um Gaukshátíðamar hefur verið nei- kvæð alveg frá upphafí en Húsafellshátíðin fékk mjög góða og jákvæða umfjöllun. Einnig hafði það áhrif að nokkrum dög- um fyrir helgi voru allar útvarps- stöðvar famar að tilkynna hlustendum sínum það að straumurinn lægi í Húsafell". „Við höfðum staðið í samning- um við Bubba og MX21 og Stuðkompaníið en þeir ákváðu á síðustu stundu að vera frekar í Húsafelli. Það var greinilegt að kippt var í spotta á ákveðnum stöðum “ sagði Þórir. Hann kvaðst þess líka fullviss að það hefði verið ætlun forráða- manna Húsafellshátíðarinnar að binda endi á aðrar hátíðir í þess- um landshluta. Þórir sagði að tveggja milljón króna tap væri á fyrirtækinu og starfsemi HSK því lömuð sem stendur. „Við verðum að hugsa upp nýjar ijáröflunarleiðir hið fyrsta og reyna að koma félaginu aftur á réttan kjöl eftir þessar ófarir" sagði Þórir að lokum. V erslunarmannahelgin: Svipaður fjöldi umferð- aróhappa og í fyrra Sjö manns hlutu meiriháttar meiðsl SJÖTÍU og eitt umferðaróhapp varð á þjóðvegnm landsins um verslunarmannahelgina, sam- kvæmt upplýsingum Umferðar- ráðs. Er það einu óhappi færra en í fyrra. Sjö manns slösuðust mikið og 16 lítillega. 58 ökumenn voru teknir fyrir ölvun við akstur og nokkuð var um of hraðan akstur. Á föstudag urðu tvö alvarleg slys. Annað varð í Vatnsdal og gerðist með þeim hætti að bifhjól var að mæta bifreið þegar önnur bifreið fór fram úr henni. Við þetta fór bifhjólið í vegarkantinn og missti ökumaður hjóisins stjóm á þvf í lausamöl. Hjólið stefndi út í skurð, en áður en þangað var kom- ið stökk ökumaðurinn af hjólinu. Hann slasaðist nokkuð og var flutt- ur á Borgarspítalann. Líðan hans er sæmileg. Hitt slysið varð skammt utan við Bakkafjörð. Skullu þar saman tveir bílar með þeim afleið-’ ingum að sjö manns slösuðust. Einn þeirra var fluttur á Borgarspítalann með flugvél Flugmálastjómar en hinn á Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri, með vél Flugfélags Austur- lands. Hvorugur þessara manna slasaðist þó stórvægilega. Á laugardaginn varð það óhapp á Hvítársíðu við Samstaðargil, að bíli ók þar út af veginum. Fólk í framsætunum slasaðist ekki, en maður í aftursæti kastaðist út um afturrúðu og slasaðist talsvert; þó ekki lífshættulega. Á sunnudag varð bflvelta í Gaul- veijabæjarhreppi. Einn maður slasaðist nokkuð og var keyrt með hann á Borgarspítalann. Reyndist hann brákaður á hryggjarlið, en líðan hans er ágæt. Skammt austan við Sturlureyki í Reykholtsdal varð það óhapp að morgni sunnudags, að bifhjóli var ekið á gangandi vegfaranda. Reyndist hann hafa gengið í veg fyrir hjólið. Hann hlaut nokkra höf- uðáverka og var fluttur á sjúkrahús á Akranesi, en þaðan með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Borgarspít- alann. Hann er ekki í lífshættu og er líðan hans eftir atvikum. Oku- maður vélhjólsins meiddist nokkuð. Af hinu 71 umferðaróhappi urðu þrjár bflveltur, 19 sinnum var ekið út af vegi, 40 árekstrar, þrisvar ekið á gangandi vegafarendur og sjö sinnum á skepnur. Morgnnblaðið/Einar Falur Frá slysstað S Reykholtsdal, þar sem gangandi vegafarandi varð fyrir bifhjóli. í tilkynningu frá Umferðarráði segir að langflestir vegfarendur hafi ekið eins og menn. Þrátt fyrir gífurlega umferð hafi orðið tiltölu- lega fá slys og lítið um meiðsl á fólki. Umferðarráð telur bflbelta- notkun hafa verið nokkuð almenna. Notkun ökuljósa hafi verið lítil í byijun helgarinnar, en verið orðin nokkuð góð er yfír lauk. Umferðar- ráð vildi koma á framfæri þakklæti til vegfarenda fyrir gott samstarf um helgina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.