Morgunblaðið - 05.08.1987, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 05.08.1987, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987 * Oeirðirnar í Mekka: Saudi-Arabar og Iranir skiptast á ókvæðisorðum íranir segja Saudi-Araba neita að afhenda lík fallinna írana London, Washington, Genf, Bahrain, SÞ. ÍRANIR ásökuðu í gær stjóm Saudi-Arabíu um að neita að af- henda rönskum yfirvöldum lík þeirra írönsku pílagríma sem lét- ust í óeirðunum á föstudaginn. Yfirvöld í Saudi-Arabíu segja að alls 402 pílagrímar hafj fallið, þar af 275 Íranar og hafi íranirn- ir átt upptökin að óeirðunum. íranir segja meira en 600 manns hafa fallið. Rauði hálfmáninn í íran hefur farið fram á aðstoð Alþjóða rauða krossins í Genf til að rannsaka atburðina í Mekka. Fulltrúi írans hjá Sameinuðu þjóðunum, Said Rajaie Khorassani, sagði í gær að margir pílagrímanna hefðu látist af völdum eiturgass en aðrir hefðu verið fluttir á sjúkrahús og síðan myrtir þar. „Okkur hafa verið afhent lík fjöl- margra írana og við höfum fregnað að þeir hafl í mörgum tilvikum ver- ið myrtir á sjúkrahúsum til að hækka tölu fallinna írana og gefa þannig til kynna að íranir hafí átt mestan þátt í óeirðunum" sagði sendiherrann við fréttamenn. Hann sagði að óeirðirnar hefðu verið skipulagðar af saudi-arabískum stjórnvöldum. Sendiherrann bætti því við að saudi-arabískum yfirvöld- um hefði verið í lófa lagið að koma í veg fyrir óeirðirnar með því ein- faldlega að opna hliðargöturnar svo Vopna- sölunum fjölgar stöðugt Bonn, Reuter. ÞEIM þjóðum, sem selja styijald- arþjóðunum við Persaflóa vopn, hefur fjölgað mjög á síðustu þremur árum en þó þannig, að nú selja miklu fleiri Irönum en færri Irökum. Walter Stiitzle, forstöðumaður SIPRI, alþjóðlegrar friðarrann- sóknastofnunar í Stokkhólmi, sagði í gær, að vegna þess hve vopnasöl- unum hefði fjölgað væri ólíklegt, að vopnasölubann á vegum Sam- einuðu þjóðanna hefði nokkur áhrif. „Vopnasalan er blómleg atvinnu- grein eins og sjá má af þróuninni frá 1984. Þá seldu 40 aðilar báðum þjóðunum en nú eru þeir 53,“ sagði Stiitzle í viðtali við vestur-þýska ríkisútvarpið. Meðal þeirra landa, sem aðeins dollara. Samkvæmt bandarískum heimildum hafa íranir frá upphafi stríðsins keypt vopn fyrir fimm milljarða dollara en frá 1980 hafa Frakkar selt írökum vopn fyrir fímm til níu milljarða dollara. að aðrir vegfarendur kæmust burt. Þeim hefði þvert á móti verið lok- að. Einnig hefðu vopnaðir menn verið uppi á húsaþökum, hópar grímuklæddra manna með kylfur og gijóthrúgur verið á efri hæðum bygginga, viðbúnir átökum, og sér- stakar , vopnaðar sveitir í grennd við svæðið hefðu skotið á fólk. Saudi-Arabar vísa þessum ásökun- um á bug. Forsætisráðherra Irans, Mir- Hossein Musavi, sagði í gær að íranir hefðu sent flugvélar til Mekka til að sækja lík íranskra borgara en vélamar hefðu verið umkringdar og flugmönnunum neitað um brottfararleyfi. í viðtali við bandaríska sjón- varpsstöð sagði sendiherra Saudi- Arabíu í Bandaríkjunum að félagar í íranska Byltingarverðinum hefðu staðið á bak við óeirðimar. Aróðurs- menn í hópi írönsku pílagrímanna hefðu reynt að leggja undir sig Stóra moskuna og ráðist á aðra pílagríma með hnífum, glerbrotum og bareflum. Er áróðursmennimir réðust á lögregluna snerist hún til vamar og á undanhaldinu tróðu upphafsmennimir marga af eigin mönnum undir að sögn sendiher- rans, Bandar bin Sultan. Hann bætti því við að í miðri þröng írananna hefðu verið konur og aldrað fólk og afleiðingar troðn- ingsins orðið eftir því. Iranir segja að það hafi átt að sýna friðsemdarhug írönsku pílagrí- manna er aldraðir og fatlaðir vora hafðir í fararbroddi göngunnnar. íranska fréttastofan IRNAsagði í gær að aðstoðaratanríkisráðherra Sovétríkjanna, Yuli Vorontsov, sem nú er í opinberri heimsókn í Teher- an, hefði fordæmt þær ríkisstjómir sem hefðu átt þátt í dauða írönsku pílagrímanna. Að sögn fréttastof- unnar bætti Vorontsov við:„Hlut- verk Irans og Sovétríkjanna á alþjóðavettvangi tryggir að sam- vinna ríkjanna tveggja mun verða aukin". Þess má einnig geta að Kabúl-stjómin í Afganistan, sem nýtur stuðnings Sovétmanna, lýsti yfir samúð í garð írana vegna mannfallsins á föstudaginn og tók ráðherra í stjóminni þátt í minning- arathöfn í íranska sendiráðinu í Kabúl í gær. íranskir mótmælendur hertóku sendiráð Saudi-Arabíu og Kuwait í Teheran þegar er fréttist um vígin í Mekka. í Bagdað sagði Saddam Hussein, forseti íraks, að viðbrögð annarra ríkja araba og múslima við „skemmdarverkum og árásum út- sendara" Khomeinis erkiklerks hefðu til þessa verið of væg. Mubar- ak Egyptalandsforseti hefur farið fram á skyndifund ríkja múslima og dagblöð í mörgum arabalöndum hvetja til aðgerða gegn klerka- stjóminni í Teheran. Reuter íranskur heittrúarmúslimi í fararbroddi mótmælenda er réðust inn í sendiráð Saudi-Arabíu i Teheran á föstudaginn. í annarri hendi heldur hann á hinni helgu bók múslima, kóraninum, en í hinni mynd af Fahd, konungi Saudi-Arabíu, og hafa augun verið stungin úr myndinni. Ítalía: Óeining innan stjórnarinnar Róm, Reuter. Ágreiningur er kominn upp innan ítölsku ríkisstjórnarinnar um þá afstöðu hennar að neita að aðstoða Bandaríkjamenn við tundurduflaslæðingu á Persa- flóa. Þykir þessi óeining ekki boða gott um framhaldið þótt þingið hafi i gær samþykkt traustsyfirlýsingu á stjórnina. Talsmenn repúblikana og sósíal- demókrata, sem aðild eiga að stjóminni, gagnrýndu á laugardag þá ákvörðun að verða ekki við beiðni Bandaríkjastjómar um aðstoð við tundurduflaslæðinguna og Bettino Craxi, fyrrum forsætisráðherra og leiðtogi Sósíalistaflokksins, næst- stærsta stjómarflokksins, tók undir hana og sagði, að Evrópuríkin gætu ekki skotið sér undan skyldum sfnum. Giulio Andreotti, utanríkisráð- herra, og Valerio Zanone, vamar- málaráðherra, hafa varið ákvörðunina og sagði sá síðar- nefndi, að stjómin hefði tekið þann kostinn, sem skynsamlegri var. í flokksmálgögnum repúblikana og sósíaldemókrata hefur verið var- að við því, að Evrópuþjóðimar skytu sér á bak samþykktir og ályktanir Sameinuðu þjóðanna,' með því væru þær aðeins að koma sér hjá að taka ákvarðanir. Craxi sagði, að fijálsar siglingar um Persaflóa væra lífsnauðsynlegar fyrir Evrópu og því hefðu þær skyldum að gegna, sem þær mættu ekki bregðast. ERLENT Starfsemi KGB í Noregi: Víðtækur áhugi á vísind- um o g tækni Vesturlanda í SÍÐUSTU viku var það upp- lýst að fjórum KGB-mönnum hefði verið vísað úr landi í Noregi fyrr í júlí-mánuði. Ut- anríkisráðherra Noregs, Thorvald Stoltenberg, skýrði frá þessu á blaðamannafundi á fimmtudag eftir að Sovétmenn tilkynntu að tveir norskir stjórnarerindrekar yrðu í framtiðinni óvelkomnir í Sov- étríkjunum. Þar sagði Stolten- berg að Norðmenn gætu á engan hátt liðið athafnir KGB- manna á norskri grund — hvort heldur þeir sæktust eftir há- tæknibúnaði eða snuðruðu um einkahagi manna. Hann sagði þó að mál þetta væri á engan hátt tengt Kongsberg-hneyksl- inu, né væru norsk yfirvöld að reyna að blíðka Bandaríkja- menn vegna þess. „Mennirnir fjórir eru ekki velkomnir hér einfaldlega vegna ólöglegrar upplýsingaöflunar," sagði ráð- herrann. Utanríkisráðherrann kallaði sovéska sendiherrann, Alexander V. Teterins, á sinn fund þegar hinn 15. síðastliðinn og tilkynnti honum að mennimir væra óvel- komnir í Noregi vegna starfa, sem ekki samræmdust stöðu þeirra. Til þess að skaða ekki sambúð ríkjanna hafði stjómin þó ákveðið að brottreksturinn færi fram með leynd og létu Sovétmennimir sér það vel líka. Dagblaðið Verdens Gang komst þó á snoðir um að ekki væri allt með felldu og birti hinn 22. júlí frétt þess efnis að einn verslunarfulltrúa Sovétríkj- anna hefði verið vísað úr landi. Þá urðu Sovétmenn þess áskynja að málinu yrði ekki haldið leyndu öllu lengur og ákváðu að vísa tveimur Norðmönnum úr landi. Þá loksins ákvað norska ríkis- stjómin að skýra frá málavöxtum. KGB-mennimir, þeir Valentin V. Korpusov, Valeri I. Rechetn- ikov, Alexander I. Sergienko og Vladimir M. Vetrov, era allir verk- fræðimenntaðir og á fertugsaldri, en hafa auk þess menntun á sviði utanríkisverslunar. Að sögn Helen Bosterad, dómsmálaráðherra Noregs, hafa mennimir ítrekað reynt að kaupa hátæknibúnað og flytja hann úr landi undanfarin ár. Norska öryggislögreglan upp- lýsti að þeir hefðu haft samband við §ölda norskra smáfyrirtækja og einstaklinga, en sagði að í þann tíma sem þeir hefðu verið undir eftirliti, hefði enginn Norð- maður gert neitt ólöglegt. Þvert á móti hefðu viðkomandi haft samband við yfírvöld og verið mjög samvinnufúsir. Eftir hverju sækjast Sovétmenn? Áhugasvið Sovétmann er mjög breytt þetta vísindi og tækni Vest- urlanda er annars vegar. Hér á eftir fer listi yfir það helsta: Tölvubúnaður Tölvur tölvustýrð hönnunar- og fram- leiðslutæki; örgjörfar og minniskubbar úr gallíumarseníði; hefðbundnir örgjörfar og minniskubbar; Rafeindabúnaður Stýrikerfi; ratsjártækni; siglingafræðibúnaður; leysibúnaður; ljósleiðarar; Orkutækni Neðansjávarbúnaður; efnatækni háspennutækni; Lífefnatækni Læknisfræði; Thorvald Stoltenberg á blaða- mannafundinum. lækningatæki; Lífefnafræði; Framleiðslutækni Sjálfvirk framleiðslutæki; vélmenni; verkfærasmíði; Ýmislegt Skógarhöggstæki; landbúnaðartæki; eldflaugatækni; vígbúnaðarkerfi. Eins og sjá má á listanum er ofanskráð ekki nærri því allt þess eðlis að það teljist til leyndar- mála, en Sovétmenn vilja gjaman koma höndum yfir þaið til þess að geta stælt tæknina og notfært sér, án þess að þurfa að gjalda fyrir einkaleyfi og eyða dýrmæt- um gjaldeyri í innflutning.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.