Morgunblaðið - 05.08.1987, Side 34

Morgunblaðið - 05.08.1987, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987 Sjálfs- myndin afHitler Sjálfsmyndin af einræðisher- ranum Adolf Hitler hefur verið í athugun hjá vestur-þýska sagnfræðingnum Werner Maser prófessor, og er hann þeirrar skoðunar, að Hitler hafi sjálfur málað myndina. Myndin, sem máluð er í olíu, er frá árinu 1925 og sýnir Hitler berleggjað- an í stuttum leðurbuxum. Að sögn Masers málaði Hitler margar sjálfsmyndir, en þessi er sú eina, sem fundist hefur eftir stríðið. Maser var meðal hinna fyrstu, sem sáu í gegnum fölsuðu Hitlers-dagbækumar, sem vikuritið Stern sagði frá 1983. Bretland: Tony Benn les upp úr „Njósn- araveiðaranum“ St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgpunblaðsins. TONY Benn, einn af leiðtogum vinstriarms Verkamannaflokksins, virti að vettugi bann lávarðadeildarinnar við að ræða opinberlega efni bókarinnar „Njósnaraveiðarinn“ eftir Peter Wright og las upp úr bókinni á Speaker’s Comer í Hyde Park í Lundúnum um helgina. Allir fjölmiðlar eru sammála um, að úrskurður lávarðadeildarinnar sé út í bláinn og geri lögin hlægileg. Speaker’s Comer eða Ræðuhornið er tákn málfrelsis í Bretlandi, og þar safnast menn saman til að hlýða á eða flytja ræður um hugðarefni sín. Tony Benn las upp tíu ítvitnanir í „Njósnaraveiðarann". Hann skoraði á fjölmiðla að skýra frá því, sem hann hefði sagt; hann vildi með þess- um hætti koma í veg fyrir, að Hvalveiðar: Japanir ætla að halda áfram vísindaveiðum — veiða 825 hrefnur og 50 búrhvali í Suður-íshaf i í desember næstkomandi Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðsins i Bandaríkjunum Japönsk stjórnvöld ætla að halda til streitu áformum um hvalveiðar í vísindaskyni, þrátt fyrir mótmæli fjölmargra þjóða og samtaka á alþjóðavettvangi. Japanir féllust í fyrra á hvalveiðibann Alþjóða hval- veiðiráðsins, en áskilja sér óskoraðan rétt til að haga vísindaveiðum að vild og án íhlutunar hvalveiðiráðsins. Japanska ríkisstjómin hefur ákveðið að hvika ekki frá settri stefnu í hvalveiðimálum, sagði Mutsuki Kato ráðherra við umræður í japanska þinginu á þriðjudaginn í síðustu viku, en hann fer með land- búnaðarmál, skógrækt og sjávarút- vegsmál og heyra hvalveiðar undir ráðuneyti hans. Ráðherrann sagði í þinginu að samkvæmt stofnsamn- ingi Alþjóða hvalveiðiráðsins hefði Japan óskoraðan rétt til að láta drepa hvali í rannsóknarskyni. Alþjóða hvalveiðiráðið samþykkti á ársfundi sínum í Boumemouth í júnímánuði áskorun til Japana um að slá á frest áformum um hvalveið- ar í vísindaskyni. Á sama fundi var skorað á íslendinga að heimila ekki hvalveiðar í vísindaskyni fyrr en óvissuatriðum í rannsóknaráætlun stjómvalda hefði verið breytt þannig að vísindanefnd hvalveiðiráðsins gæti fellt_ sig við þær breytingar. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra ræddi við talsmenn jap- anska sendiráðsins í Washington þegar hann var þar til viðræðna við hinn bandaríska starfsbróður sinn, Anthony Calio, á dögunum. Síðastliðinn miðvikudag sam- þykkti ein nefnda japanska þingsins ályktun, þar sem skorað er á ríkis- stjómina að „neyta allra ráða“ til að halda óbreyttri hvalveiðistefnu og vinna henni fylgi á alþjóðavett- vangi. Þær raddir gerast æ háværari í Japan, að það sé engu að tapa, þótt haldið sé áfram hvalveiðum. Svo sem kunnugt er, voru það hótanir Bandaríkjamanna um að skerða fiskveiðikvóta Japana í bandarískri lögsögu, sem ollu því að Japanir féllust á að hætta hvalveið- um í atvinnuskyni. Sá fiskveiðikvóti Japana hefur af öðrum ástæðum minnkað úr 465.000 tonnum árið 1986 í 74.500 tonn í ár. „Sú skoðun hefur komið fram, að við þurfum ekki að óttast refsiaðgerðir,” sagði deildarstjóri sjávarútvegsráðuneyt- isins, Kenitsi Unno, við New York Times. Japanir áforma að veiða 825 hrefnur og 50 búrhvali í Suður- íshafí í desember næstkomandi. Hvalveiðar Japana verða ríkisstyrkt- ar með 2,3 milljónum bandaríkjadoll- ara eða nær 90 milljónum króna. í fyrravetur var hvalveiðikvótinn 1941 hvalur og lauk þá venjubundnum hvalveiðum Japana, sem féllust á bann Alþjóða hvalveiðiráðsins við hvalveiðum í atvinnuskyni. Þeir hættu hvalveiðum í Suður-íshafinu í apríl síðastliðnum og ætla að hætta strandveiðum við Japan í apríl næst- komandi. Þegar hvalveiðibanninu lýkur árið 1990, hyggjast Japanir hefja hval- veiðar að nýju. Þeir benda á að hvalveiðar séu gróinn hluti japan- skrar menningar og hvalastofnamir sem þeir veiða úr séu ekki í útrým- ingarhættu. Rannsóknaveiðarnar eiga að sanna að svo sé, að sögn japanskra embættismanna. Japanir eru þrátt fyrir allt við- kvæmir fyrir almenningsálitinu í heiminum og vilja sem mest þeir mega fyrirbyggja þær ásakanir Bandaríkjamanna að þetta sé raun- verulega framhald hvalveiða í atvinnuskyni," sagði Yasuhiro Nakasone forsætisráðherra síðast- liðið vor. Hann viðhafði þessi orð við japanska embættismenn þegar undirbúningur að opinberri heim- sókn hans til Bandaríkjanna stóð yfir. Nakasone sagðist álíta að hval- veiðikvótinn fyrir vísindaveiðar væri of hár og óskaði eftir að japanska vísindaáætlunin yrði endurskoðuð með það í huga. ráðherrar og dómarar eyðilegðu fom, óvefengjanleg lýðréttindi. Njósnarinn Peter Wright hefði sett fram fjölmargar ásakanir, sém óhjá- kvæmilegt væri, að yrðu rannsakað- ar, því að þær vörðuðu undirstöður stjórnarfars í landinu. Fréttamenn og fjölmiðlar hafa bmgðist hart við þessu banni. Tvö blöð hafa virt bannið að vettugi, frá því að lávarðadeildin birti niðurstöðu sína. í sjónvarpi sjálfstæðu sjón- varpsstöðvarinnar, ITW, er hafður sams konar fyrirvari á fréttum af þessu máli og fréttum frá Suður- Afríku: „Þessi frétt er unnin við þær takmarkanir á fréttaflutningi, sem lávarðadeildin hefur sett.“ Sum blöð hafa birt eyður í fréttafrásögnum sínum, þar sem koma átti efni úr bókinni. Tveir virtir fyrrverandi dómarar hafa gagnrýnt niðurstöðu lávarða- deildarínnar á þeim forsendum deildin hafi ekki tekið tillit til réttar almennings til aðgangs að upplýs- ingum, sem þegar séu orðnar opinberar. Þótt ljóst sé, að Peter Wright hafi ekki haft rétt til að gera þessar upplýsingar opinberar, sé réttur almennings mikilvægari nú, þegar þær séu orðnar opinberar. Ljóst er, að deilur um þetta mál munu halda áfram. Arafat fagn- að í Indlandi Nýju Delhi, Reuter. RAJIV Gandhi, forsætisráðherra . Indlands, hefur ítrekað skilyrðis- lausan stuðning við PLO, Frelsis- samtök Palestínumanna, og gagnrýnt ísraela fyrir óbilgirni og þvergirðingshátt. Í veislu, sem haldin var til heiðurs Yasser Arafat, sem nú er í opin- berri heimsókn í Indlandi, gerði Gandhi sér sérstakt far um að kveða niður orðróm um að Indverjar hygð- ust taka upp vinsamlegri samskipti við ísraela. Kom það orðróminum af stað, að í fyrra mánuði leyfðu Indveijar ísraelsku tennisliði að keppa í landinu en engin slík sam- skipti hafa verið með ríkjunum í langan tíma. I ræðu sinni kallaði Gandhi Ara- fat bróður og vin og kenndi ísraelum um, að ekki hefði fundist lausn á Palestínuvandamálinu. Sagði hann, að alþjóðleg ráðstefna um frið í Mið- austurlöndum væri nauðsynleg og þá með þátttöku PLO og allra ann- arra, sem málið snerti. Þótt Indverj- ar séu í miklum vinskap við Sovétmenn minntist Gandhi ekki á, að þeir ættu að sitja ráðstefnuna. Kvennahreyfing í Kína: Kynjaimsrétti fer vaxandi í landinu Peking. Reuter. EINN af leiðtogum hinnar op- inberu kvennahreyfingar í Kína sagði í gær, að mismunun gagnvart konum með fram- haldsmenntun færi vaxandi í landinu og þess væri vænst af kínverskum konum, að þær væru „fullkomnari" en karlar. „Æ fleiri störf hafa lokast kon- um með framhaldsmenntun," hafði fréttastofan Nýja Kína eftir Zhang Guoying, varaforseta Landssambands kínverskra kvenna. Zhang sagði, að 80% þeirra kvenna, sem lokið hefðu námi í blaðamennsku frá einum háskól- anum, hefði ekki tekist að verða sér úti um vinnu, og forráðamenn fyrirtækja réðu oft vanhæfa karla fremur en hæfar konur. Zhang sagði enn fremur, að ætlast væri til þess, að kínverskar konur væru góðar eiginkonur og mæður og jafnvel betri starfs- kraftar en karlar, sem þær ynnu með. Forráðamenn fyrirtækja segja, að karlar séu ákjósanlegri vinnu- kraftur en konur; ekki sé unnt eða a.m.k. auðvelt að senda þær í viðskiptaferðir og bömin hafí truflandi áhrif á störf þeirra. Vaxandi kynjamisrétti í Kína hefur verið skýrt með því, að fyrr á tíð — þegar færri útskrifuðust úr framhaldsskólum, hafi fyrir- tæki tekið fagnandi hverjum þeim, sem hafði aflað sér fram- haldsmenntunar, körlum sem konum, en nú sé öldin önnur og vandfysnin meiri. Miklir fagnafundir urðu með þeim Gandhi þegar Arafat kom til Indlands i þriggja daga heimsókn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.