Morgunblaðið - 05.08.1987, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUOAGUR 5. ÁGÚST 1987
41
Hermann Gests
son — Minning
Fæddur 7. september 1965
Dáinn 28. júlí 1987
Þegar hugsað er um tilveru
lífsins hér á jörðu er okkur mönnun-
um í mörgum tilfellum lítt skiljan-
legur tilgangur og þýðing þess.
Þeim sem fæðast í þennan heim eru
gefnir misjafnlega langir lífdagar.
Hvort það er ákveðið þá af almætt-
inu hve lengi vistin verður hér á
jarðríki vitum við ekki, en eitt er
víst, að tímalengdin er mislöng. Það
eru því margir ungir að árum sem
eru burt kvaddir héðan. í dag kveðj-
um við hinstu kveðju ungan,
glæsilegan og góðan dreng eftir
erfiðan og þjáningarfullan sjúkdóm.
Guð hefur tekið hann til sín, bund-
ið enda á hans jarðneska líf, og
búið honum stað í eilífðinni. Við
vitum það að þar fór saklaus og
yndislegur drengur yfir landamær-
in. Það er sárt að sjá á eftir honum
svo ungum í blóma lífsins, en við
erum fullviss þess að honum muni
nú líða vel.
Hermann Gestsson var fæddur í
Reykjavík 7. september 1965. Hann
var því á 22. aldursári þegar hann
lést 28. júlí sl. í St. Jósepsspítala í
Hafnarfirði.
Foreldrar hans voru Auður Her-
mannsdóttir og Gestur Valgeir
Gestsson, var hann einn af þremur
bömum þeirra hjóna.
Fyrir tæpum tveimur árum gerði
alvarlegur sjúkdómur vart við sig,
sem mannlegur máttur réð ekki
við. Um tíma gerði hann sér vonir
um bata, en svo tók sjúkdómurinn
sig upp á ný, og þá var ekki spurt
um endalokin. Almættisdómi verður
ekki áfrýjað.
Hermann stundaði hið hefð-
bundna bamaskólanám í Öldutúns-
skóla í Hafnarfirði, og lauk þaðan
prófí á tilsettum tíma með mjög
góðum vitnisburði, bæði fyrir hegð-
un og námsárangur, og var honum
veitt verðlaun f tilefni þess. Síðan
lá leiðin í Menntaskólann í
Reykjavík og síðast í Flensborgar-
skólann í Hafnarfirði. Hermann var
vel greindur og farsæll námsmaður.
Eftir að veikindin ágerðust varð
skólagangan ekki eins samfelld, en
áhuginn á náminu mikill og skólinn
sóttur meðan kraftar leyfðu, og
stutt var því í stúdentsprófið, sem
var markmið hans.
Hermann var sérstaklega góður
í allri umgengni, mikill reglumaður
og einstakt prúðmenni, þægilegur
og gætinn í samræðum, í einu orði
sagt, góðmenni. Kátur og skemmti-
legur í hópi góðra vina, þar sem
nutu sín góðir vitsmunir og minni
á liðnum atburðum. Aldrei heyrðum
við hann hallmæla nokkrum manni,
hann reyndi ætíð að gera gott úr
öllu með sínu jafnaðargeði og góð-
um gáfum. Það var ævinlega
ánægjulegt að vera í návist þessa
elskulega sólargeisla okkar, sem
var tíður gestur á heimili okkar frá
því hann var á fýrsta ári, þá dvaldi
hann hjá okkur um eins árs skeið.
Hermann var góður handverks-
sumrum vann hann við útvarpsvið-
gerðir hjá föður sínum og víðar.
Þar fór saman góður skilningur og
faglegt handbragð, þar unnu vel
saman hugur og hönd. Það blasti
því við honum björt framtíð, þessa
unga manns, áður en veikindin
gerðu vart við sig. Það vaknar því
oft sú spurning, ekki síst þegar
hugsað er til nútímans, hvers vegna
er ungur, efnilegur maður tekinn
svo snemma burtu, þar sem friður,
réttlætiskennd og vöndugheit sátu
í fyrirrúmi, boðskapur sá er Kristur
kenndi. En það er huggun harmi
gegn, að fullvíst er að vel hefur
verið tekið á móti jafn saklausri sál
hinum megin móðunnar miklu, og
honum ætlað annað hlutverk, og
erum við viss um að honum líði nú
vel.
Hermann eignaðist marga
trausta og góða vini og kom það
best fram í veikindum hans. Margir
þessara vina hans heimsóttu hann,
sumir daglega, í margar vikur,
bæði á heimili hans og á sjúkrahús-
ið í Hafnarfirði, þar sem hann
dvaldist síðasta mánuðinn. Það
sýndi að hann valdi sér vini sem
báru mikla virðingu og traust til
hans, og gagnkvæmt. Við sendum
þessu unga fólki bestu kveðjur og
þakkir fýrir það hugarþel og vin-
semd sem það sýndi honum, þó gat
hann ekki mælt síðustu vikumar.
Við vitum að það er í anda þess sem
kvaddur er.
I fýrravor dvaldi Hermann með
§öður sínum í þijár vikur á ír-
landi, þar eignaðist hann marga
aðdáendur, sem héldu mikið uppá
hann, og í fyrrasumar komu nokkr-
ir þeirra hingað upp og dvöldu á
heimili okkar, og þar var Hermann
í góðum vinahóp, hrókur alls fagn-
aðar, enda talaði hann ágæta
ensku. Við höfum verið beðin að
koma á framfæri þökkum og sakn-
aðarkveðjum frá þessum írsku
vinum okkar. Foreldrar og systkini
sakna elskulegs sonar og bróður,
sem var þeim umhyggjusamaur og
bar mikla virðingu fyrir þeim. Fjöl-
skyldan he'fur orðið fyrir miklum
missi, skarð sem verður aldrei bætt.
Systkinin, Gestur Guðmundur, 19
ára nemi í Flensborgarskóla, og
Ragnheiður Kristín, 10 ára, hafa
misst hugljúfan bróður, sem var
þeim mikill styrkur og félagi alla
tíð, en leiðir liggja saman í fyllingu
tímans. Guð styrki þau öll á erfíðri
kveðjustund og ævinlega, og aðra
ástvini hans.
Við söknum bamabams okkar.
Sólargeislinn, sem alltaf var svo
ljúfur og elskulegur, hann hafði
marga þá eiginleika sem prýða ung-
an mann best.
Við þökkum honum allar þær
ánægjulegu og skemmtilegu sam-
verustundir, sem við áttum saman,
og þær okkur ylja um hjartarætum-
ar um ókomin ár. Guðsblessun fylgi
honum á hinu nýja tilverustigi. Við
hittumst bráðum aftur og þá verða
aftur fagnaðarfundir.
Kristín amma og Gestur afi
i Kópavogi
Vinur okkar og frændi, Hermann
Gestsson, er látinn eftir löng og
erfíð veikindi. Erfitt er að skilja
þetta, því ætíð var vonin um bata
yfirsterkari allri hugsun um dauð-
ann. Á svona stund vakna margar
spumingar en fátt verður um svör.
Lífsgleði en þó hógværð voru
stærstu þættir í skapgerð hans og
verður erfítt að sætta sig við frá-
fall hans. En í huga okkkar mun
lifa minning um góðan og glaðvær-
an dreng.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Auður mín. Megi Guð styrkja þig
og þína nánustu f ykkar miklu sorg.
Guð blessi minning hans.
Guðrún Heiður, Laufey,
Baldvin Þór og Andri Örvar.
Harmleikur hefur átt sér stað enn
á ný. Ungur drengur hefur kvatt
okkur og lagt af stað til nýrra heim-
kynna. Hvert leið hans liggur vitum
við ein, en einn dag munum við
samt öll hitta hann.
Margar samverustundir skilja
eftir söknuð og sorg. Minningin
mun áfram lifa.
Við þökkum Hemma kynnin og
samverustundimar.
Aðstandendum vottum við okkar
dýpstu samúð.
Bekkjarfélagar MR
Hvers vegna hann? spyijum við
þegar svona ungir menn deyja í
blóma lífsins.
Hermann hafði allt sem prýða
má ungan mann, hann var glæsileg-
ur, góðum gáfum gæddur og
sérlega elskulegur í viðmóti. Hann
hafði tamið sér fagurt málfar og
átti oft til hnyttin tilsvör. Við emm
svo lánsöm, eins og aðrir sem
kynntust honum, að eiga um hann
góðar minningar og skemmtilegar.
Það er stórt skarð í vinahópi hans,
góðu minningamar eiga þegar fram
líða stundir eftir að yfirskyggja
þungann sem nú hvílir yfir þeim.
Það var mikil lífsreynsla fyrir vini'
hans að fylgjast með lífsbaráttu
Hermanns og vilja helst ekki trúa
því að svo færi sem fór. Við emm
þakklát fyrir þær góðu stundir sem
við áttum með Hermanni og biðjum
góðan Guð að styrkja fjölskyldu
hans í þessari miklu sorg.
Fjölskyldan Ljósabergi 30.
Vér leikum oss, bömin, við lánið valt
og lútum þó dauðans veldi
því áður en varir er allt orðið kalt
og ævinnar dagur að kveldi.
(E. Ben.)
Á þessari stundu streyma minn-
ingar fram. Fyrstu minningar mínar
em þegar Auður vinkona mín var
að koma með Hermann _ lftinn í
vagninum heim til mín. Ég hljóp
út á tröppur að fagna þeim og upp
úr vagninum gægðist lítið, kring-
lótt, engilfagurt andlit með stór ~
augu, sem vom eins og stjömur.
Hermann óx og dafnaði og varð
sérstakur fyrirmyndardrengur.
Honum sóttist námið frábærlega
vel sem nemandi í Menntaskólanum
f Reykjavík og átti rétt ólokið stúd-
entsprófi er hann lést.
Hermann var góðum kostum
búinn og rejmdist traustur og góður
sonur og móður sinni stoð og stytta
þegar erfíðleikar steðjuðu að. Hann
var góður vinur afa síns og nafna,
Hermanns, og ömmu sinnar, Heiðu,
enda launuðu þau honum góð-
mennsku hans og tryggð í hinum
erfíðu veikindum hans sl. tvö ár.
Það má með sanni segja, að Heiða, .
amma hans, hafi vart vikið frá hon-
um í þessu erfiða stríði. Hið sama
gilti um móður hans og bróðúr,
Gest, enda var sérstakt kærleiks-
samband milli þeirra bræðra.
Hermanns er nú sárt saknað af
móður hans og systkinum enda er
nú genginn góður drengur, sem
miklar vonir voru bundnar við. En
vegir almættisins eru að sönnu
órannsakanlegir.
Elsku Auður mín, Gestur og
Ragnheiður, minningamar eru dýr- ,.
mætur §ársjóður, þær ylja um
ókomna tíð.
Hildur
Skoskir skátar grilla
við varðeld í miðri
Reykjavík
ÞRÁTT fyrir þoku og rigningarsudda á fimmtudags-
kvöldið ríkti gleði í herbúðum skáta við Snorrabraut.
Þar stóðu skátar úr félaginu Dalbúar fyrir varðeldi
og grillveislu til heiðurs skoskum félögum sfnum sem
eru staddir hér á landi til þess að ná sér í ákveðinn
áfanga f þjálfun sinni. Skotarnir sögðust mjög sælir
með íslandsdvöl sfna f samtali við blaðamann. Ian
Gibb sem var f forsvari fyrir þeim sagði að þeir sem
eru 34 talsins væru búnir að ganga yfir 200 km hér
á landi og á föstudag héldu þeir af stað f erfiðustu
raun sfna sem er 8 daga hálendisganga og fá einung-
is að gista f tjaldi þijár nætur af þeim átta dögum
en hinar næturnar verða þeir að gista undir berum
himni.
„Nei, við lánuðum Davfð grillið,“ sagði einn Dalbúa-
skáti þegar blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann
hvort risagrillið sem pylsur voru grillaðar á að varð-
eldi loknum hefði verið fengið að láni úr birgðabúri
borgarinnar.
Morgunblaðið/Jón Haukur
f upphafí skal endingu skoða...
Miele heimilistækin frá Vestur-Þýskalandi.
Heimsþekkt fyrir tæknilega fullkomnun,
hönnun og afburða endingu.
Veldu Miele — annað er málamiðlun.
JÓHANN ÓLAFSSON &C0.HF
Sundaborg 13 — sími (91)688588
Miele þvottavélar.
Þvo og vinda vel.
Þvottavélar með níu líf.
Miele þurrkarar.
Nákvæm rakastilling.
Miele uppþvottavélar.
Hljóðlátar.
Skila skínandi hreinu.
Miele ryksugur.
Vandaðar og vinna vel.
Settu gæðin á oddinn,