Morgunblaðið - 05.08.1987, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987
r
Jóhann er efstur á
millisvæðamótinu
Skáik
Margeir Pétursson
Jóhann Hjartarson vann mikil-
væjfan sigur á júgóslavneska
stórmeistaranum Ljubomir
Ljubojevic í tólftu umferð milli-
svæðamótsins i Szirak. Með
þeim sigri komst Jóhann í efsta
sætið og nú má heita að
Ljubojevic sé úr leik f barát-
tunni um þijú efstu sætin á
mótinu sem veita rétt til þátt-
töku f áskorendakeppninni.
Jóhann stendur nú mjög vel að
vigi, hann hefur nfu vinninga
af tólf mögulegum ásamt Eng-
lendingnum Nunn. Næstir
koma síðan Sovétmennirnir
Beljavsky og Salov með átta
og hálfan vinning og Portisch
hefur átta vinninga. Svíinn
Andersson hefur sjö og hálfan
vinning, en Ljubojevic er fall-
inn niður f sjöunda sæti með
sjö vinninga.
Framan af skákinni við
Ljubojevic leit ekki út fyrir að
Jóhann ætti möguleika á sigri, en
í miðtaflinu brást Júgóslavanum
bogalistin og hann eyddi dýrmæt-
um tíma í tilgangslaust riddara-
flan. Á meðan náði Jóhann að
bæta stöðu sína og síðan að ná
frumkvæðinu. Eftir það var um
hreina einstefnu að ræða, staða
hvíts versnaði stöðugt og hann
hefði getað gefíst upp strax eftir
45 leiki.
Það verður gífurleg spenna í
síðustu umferðunum í Szirak,
margir af efstu mönnum eiga eft-
ir að tefla saman. í þrettándu
umferðinni sem tefla átti í gær,
þriðjudag, mættust Nunn og
Salov og í dag tefla saman Beljav-
sky og Portisch. í flmmtándu
umferðinni má einnig búast við
miklu uppgjöri, þá teflir Jóhann
við Salov og Nunn við Beljavsky.
Það getur sem sagt allt gerst í
lokaumferðunum.
Ljubojevic hefur um árabil ver-
ið einn af stigahæstu skákmönn-
um í heimi og landar hans hafa
bundið miklar vonir við þátttöku
hans í heimsmeistarakeppninni,
ekki sízt nú eftir sigur hans og
Kasparovs á stórmótinu í Brussel
í vor. Fram að þessu hefur hins
vegar fádæma klúður og óheppni
fylgt honum á millisvæðamótun-
um allt frá árinu 1973. Eftir níu
umferðir í Szirak var hann í efsta
sæti með sex og hálfan vinning,
en síðan hefur hann aðeins fengið
eitt jafntefli. Tap hans í tíundu
umferð hefði dugað til að setja
jafnvel hina taugasterkustu úr
jafnvægi, útreiðin var hrikaleg;
Hvítt: Ljubojevic (Júgóslaviu)
Svart: Nunn (Englandi)
Spánski leikurinn.
1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5
- a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - Be7
6. Hel - b5 7. Bb3 - 0-0 8. c3
- d5!?
Bandaríkjamaðurinn Paul
Marshall kom fyrstur með þessa
peðsfóm í kringum síðustu alda-
mót. Síðan hefur hún verið tefld
í þúsundum skáka og hin síðustu
ár hefur nokkuð hallað á svart,
því hvítur er talinn eiga ýmsar
góðar leiðir til að mæta henni,
þar á meðal þá sem Ljubojevic
velur.
9. exd5 — Rxd5 10. Rxe5 —
Rxe5 11. Hxe5 — c6 12. d4 —
Bd6 13. He2!?
Þessi leikur hefur gefist nokkuð
vel upp á síðkastið, en 13. Hel
er að sjálfsögðu miklu algengari.
13. - Dh4 14. g3 - Dh3
Hér hefur áður verið leikið 14.
- Dh5. Framhaldið í skákinni
T ir- ILL STIG- 1 2. 3 V s 7 8 1 10 H n 13 IV 15 16 17 18 VINft.
1 TODORCEVlCCMénaii) ft mss y/a Zi 0 i i i 0 0 0 o o i O ZZx
1 LTUQOJEVlC CTú„J) S Zl>20 Zx m i Zx % i Zx i 0 Zx o i Zx T
3 MILOS (Qras,/íu) ft 2</i r 1 0 >/// /7/ i Zx 1 0 0 o Zx Zx Zz i (o
<i (3EN7fíMlU(3a~Lr) S 2s(>5 0 •k o vfw Zx i Zx o o i Zx Zx Zí S
5 SALOVCSovi tnkiwm) s 25SO 0 1x Zi Zx w l i Zx i i Zx i i V/x
( ALLfíN (Kar\aJa) ft 2210 o o 0 o w 0 Zx o Zx o o o 1
7 QELJfíVSKY (Sováir.) s zsts i Zx 1 Zi 0 1 yy/. y//( i i Zx Zx Zx i SZz
8 POfí T/S CH (Un<,vtjHj s 2UO 1 0 1 i Zx m // Zx Zt Zx Zx i i Zx 8
8 NUNN (EnqJanct;) s 2SH5 i i i 1 W/ i Zx i i o Zx 1 o 9
10 VE LIMIKOVIC (Jiíaósj) s 2535 i Zu Zl o p 0 1 Zx 1 o i 0 &
11 JÓUfíNN HTfíR7ft«S0H 5 2SSS 1 1 Zx Zx m i i Zz 0 1 i i 9
12 l>£ Lft VIUft(Sf>i.ni) A 2150 0 0 Zx 0 i 0 0 Zx Zi Zx Zx Zx y
13 BGUfti/2 (Túnis) A 2310 Zx 0 Zz o o o 1 "/< Zx o Zx o o 3
fy fíNÞEKSSÖN (SV.{>;í&) S 2(00 0 1 '/« Zx i •A Zx Zx Zz 77?7 i Zx 1 7Zx
15 ftÞOKJftN (Uo*vt'j4) s 25é>0 0 0 Zx Zx 0 Zx o i Zx 1 0 % o 9
1( MftdtN (Kv/mta'iu) A 21(5 Zx Zx Zx 1 Zl o o 1 0 Zx Zx Zi y/, 5‘Zx
1? FLEfíR CE^IaoJ.) S 2MS 0 Zx Zx o 1 o Zx i 0 o Zx 1 y//> V///. 5
18 CHR/ST/fíNSC/V (ftandar) s 2575 1 Zz n Zl o 1 i o Zx 1 Q i y/í éZx
Beljavsky-Malanjuk, á sovézka
meistaramótinu í vor, varð 15.
Rd2 - Bh3 16. f3 - Bc7 17.
Re4! - Hae8 18. Dd3 - He6 19.
Bd2 — Hg6 20. g4! — Bxg4 21.
fxg4 - Hxg4+ 22. Rg3 - f5 23.
Hg2 - Dh3 24. Hfl - Hf6 25.
Hf3 - h5 26. De2 - Hfg6 27.
Bc2 og svartur gafst upp.
15. Rd2 - Bf5 16. Bc2 - Bxc2
17. Dxc2 - f5 18. c4?
Sennilega hefur Ljubojevic
yflrsézt næsti leikur svarts, sem
felur í sér mannsfóm, en eftir
hana virðist allt ganga upp hjá
svarti. í stöðunni hótar svartur
að leika f-peði sínu áfram og
hvítur á ekki auðvelt með að verj-
ast því, t.d. 18. Rfl? - f4 19.
De4 - Hae8! eða 18. Rf3 - f4
19. De4 — fxg3 20. fxg3 — Bxg3
21. Bd2 — Bf4! og svartur stend-
ur sízt lakar. Það kann því að
vera að skella eigi skuldinni á 16.
leik hvíts sem var fullhægfara.
18. - Dg4! 19. He6 - Rf4 20.
Hxd6 — Hae8 21. cxb5.
Með þessu fær hvítur altént
möguleika á að valda fl-reitinn
með drottningu. En eftir geysilega
öflugt svar svarts verður ekki um
frekari mótstöðu að ræða:
21. - He2!! 22. Dc4+ - Kh8
23. Dxe2 — Rxe2+ 24. Kg2 —
f4 25. bxc6 - fxg3 26. hxg3 -
Rf4+ og hvítur gafst upp.
Hræðilega slæmur ósigur hjá
Ljubojevic og það á versta tíma í
mótinu. Líklega hefur hann ætlað
að vinna upp tapið gegn Jóhanni
í tólftu umferð:
Hvitt: Ljubojevic (Júgóslaviu)
Svart: Jóhann Hjartarson
Spánski leikurinn
1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5
- a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - Be7
6. Hel - b5 7. Bb3 - d6 8. c3
- 0-0 9. a4!?
Hér er að sjálfsögðu miklu oft-
ar leikið 9. h3. Leik Ljubojevic
er yfirleitt svarað með 9. — b4
eða 9. — Bg4, en Jóhann velur
mjög rólega leið.
9. - Bd7 10. d4 - h6 11. Rbd2
- He8 12. d5 - Ra5 13. Bc2 -
c6 14. b4 - Rc4 16. Rxc4 -
bxc4 16. dxc6 — Bxc6
Hvítur má nokkuð vel við una
eftir byijunina, hann hefur heil-
steyptari peðastöðu og svartur á
í erflðleikum með að valda peðið
á c4. En Ljubojevic tekst ekki að
finna neina áætlun í miðtaflinu á
meðan Jóhann bætir stöðu sína
smátt og smátt.
17. De2 - Hc8 18. Bd2 - Bf8
19. Hadl - Bb7 20. Rh4?
Það hlýtur a.m.k. að hafa verið
skárra að leika strax 20. a5 —
g6 21. Be3!, því 21. — Rxe4 má
svara með 22. Bb6 — Rxc3 23.
Dd2 og vinnur mann. í staðinn
fer dýrmætur tími í tilgangslaust
riddaraflan á kóngsvæng.
20. - g6 21. a5 - Bg7 22. Rf3
- Dc7 23. Be3
23. - d5!
Svartur hefur undirbúið þessa
sprenginu vel og fær mjög öflugt
frumkvæði.
24. Bb6 - Dc6 26. Rd2 - d4!
26. cxd4 — exd4 27. Bxd4 — c3
28. Rfl - Rxe4 29. Df3 - Rd2!
Stofnar til mikilla uppskipta og
á endanum situr hvítur uppi með
tapað endatafl, þar sem það verð-
ur honum að falli að hafa ekki
loftað út fyrir kónginn. Líklega
hefur Júgóslavinn nú nagað sig í
handarbökin fyrir að hafa sparað
sér ieikinn 9. h3.
30. Hxe8+ — Hxe8 31. Dxc6 —
Bxc6 32. Bxg7 - Kxg7 33. Re3
- Hb8 34. Hcl - Hxb4 35. Rdl
- Hg4! 36. g3
Hvítur lendir nú í vonlausu
hróksendatafli, en 36. Re3 — Hg5
var sízt betra.
36. - Rf3+ 37. Kfl - Bb5+ 38.
Kg2 — Rel+ 39. Kgl - Rxc2
40. Hxc2 - Ba4 41. Hcl - Bxdl
42. Hxdl - c2 43. Hcl - Hc4
44. Kfl - Kf6 45. Ke2 - Ke5
46. Kd3 - Kd5 47. h4 - h5 48.
f3 — f6 49. Hxc2 - Hxc2 50.
Kxc2 - Kc4 51. g4 - f5 52.
gxh5 — gxhð 53. Kd2 — f4 54.
Kc2 - Kb4 55. Kd3 - Kxa5 56.
Ke4 - Kb4 57. Kxf4 - a5 og
nú loks gafst hvítur upp.
Hreppsnefnd Hvalfjarðarstrandarhrepps um hvalveiðimálið:
Mótmælt síendurteknum
afskiptum Bandaríkjamanna
HREPPSNEFND Hvalfjarðar-
strandarhrepps samþykkti eftir-
farandi einróma á fundi sfnum
fyrir skömmu:
„Hreppsnefnd Hvalfjarðar-
strandarhrepps ítrekar ályktun sína
frá 29. júlí 1986 vegna afskipta
2
■ja vikna sumarauki fyrir 7-12 ára
börn að SUMARDVALARHEIMILINU
KJARNHOLTUM, BISKUPSTUNGUM.
Vegna mikillar aösóknar veróur haldiö
aukanámskeið 16-28 ágúst.
Reiónámskeió, heyskapur, íþrótta og leikjanámskeió,
feröalög, sund, kvöldvökur o.fl.
Upplýsingar í síma 687787.
SUMARDVALARHEIMILIÐ
KJARNHOLTUM, BISKUPSTUNGUM.
Bandaríkjanna af hvalveiðum ís-
lendinga. Hreppsnefndin mótmælir
harðlega síendurteknum afskiptum
Bandaríkjanna af hvalveiðum í
vísindaskyni innan fiskveiðilögsögu
íslands. Hreppsnefndin telur, að
hótanir, yflrganguur og óvinveitt
afstaða Bandaríkjamanna í þessu
máli sýni ljóslega, að Bandaríkin
eru ekki sú vinaþjóð íslendinga sem
álitið hefur verið og sem sæmir í
samskiptum bræðraþjóða. Því telur
hreppsnefndin, að nú þegar beri að
taka til athugunar og endurskoðun-
ar öll samskipti íslands við Banda-
ríkin, þar á meðal vamarsamning-
inn. Hreppsnefndin telur með öllu
óþolandi, að starfsemi og mannvirki
hers Bandaríkjanna og NATO á
íslandi skuli ekki lúta íslenzkum
lögum, en svo er t.d. ekki um mann-
virki og starfsemi þessara aðila í
Hvalfírði.
Hreppsnefndin lýsir fyllsta
stuðningi við atvinnustarfsemi
Hvals hf. og harmar árásir á fyrir-
tækið og forystumenn þess.
Hreppsnefndin minnir á, að veiðar
Hvals hf. hafa ávallt verið undir
stjómun og ströngu eftirliti. Þess
hefur jafnan verið gætt að nýta þá
auðlind sem hvalurinn er á skyn-
samlegan hátt, enda ósannað með
öllu, að gengið hafl verið á hvala-
stoftiana. Sem sjálfstæð þjóð hljóta
íslendingar einir að ákveða, hvemig
þeir nýta auðlindir fiskveiðilögsögu
sinnar á sem skynsamlegastan hátt
og til sem mestra hagsbóta fyrir
íslendinga sjálfa.
Hreppsnefndin þakkar sjávarút-
vegsráðherra ötula og eindregna
afstöðu hans í hvalveiðimálum og
skorar á ríkisstjómina að fylgja
stefnu hans fast eftir og láta hvergi
undan síga fyrir hótunum og yflr-
gangi. Geflst íslendingar upp fyrir
hótunum, er sjálfstæði og sjálfs-
ákvörðunarréttur þjóðarinnar í
hættu.
Hreppsnefndin átelur hlutdræga
afstöðu sjónvarpsins í hvalveiðimál-
inu, en sjónvarpið hefur þrásinnis
átt viðtöl við andstæðinga íslands
í þessu máli, jafnvel menn, sem
stuðlað hafa að skemmdar- og of-
beldisverkum á eignum Hvals hf.“