Morgunblaðið - 05.08.1987, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 05.08.1987, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKU0AGUR '5: 'ÁGÚST 1987 45 Ingólfur Falsson framkvæmdastjóri Aðalstöðvarinnar við nýju bíla- þvottastöðfina ásamt Óskari Þórhallssyni starfsmanni. Keflavík: Aðalstöðin opnar bílaþvottastöð Keflavík. AÐALSTÖÐIN í Keflavík tók nýlega í notkun bifreiðaþvotta- stöð sem er algjörlega sjálfvirk og er þetta fyrsta þvottastöðin sem opnuð er á Suðurnesjum. Ingólfur Falsson framkvæmdar- stjóri Aðalstöðvarinnar sagði að nýja stöðin væri ákaflega full- komin og væri hún enn einn liðurinn hjá þeim í þjónustu við bifreiðaeigendur. Að sögn Ingólfs er nýja stöðin með 13 þvottakerfí sem velja má um, allt eftir því hve bifreiðin er óhrein. Á minnsta kerfínu tekur þvotturinn 2—3 mínútur, en á því lengsta 8—10 mínútur og þá notar vélin 1320 lítra af vatni. Hægt er að fá undirvagnsþvott sem er nýj- ung. Sérstakur 8 tonna vatnstankur er í stöðinni þar sem affallsvatn hitaveitunnar er nýtt. En yfír vetr- armánuðina þegar frost er verður vatnið sem notað er við þvottinn 12 gráður. Ingólfur sagði að stöðin sem er vestur-þýsk hefði reynst ákaflega vel á Norðurlöndunum. Sambærileg stöð væri í Hafnarfírði og í ljós hefði komið að mun meiri tjara kæmi á bifreiðar hér á landi en í Evrópu og þyrftum við því að nota sterkari efni til að ná tjörunni af. Sérstök aðstaða er jafnframt fyrir viðskiptavini til að hreinsa bflana að innan í þvottastöðinni. Þvottastöðin er í nýbyggðu hús- næði og sagði Ingólfur að kostnaður Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Ingólfur Falsson við vatnstank- inn sem notaður verður til að blanda heitt vatn, en í hann renn- ur affallsvatn hitaveitunnar. væri um 10 milljónir og hefði þvottavélin kostað rúmar 5 milljón- ir. „Við höfum nú nýtt allt það 4.700 fermetra svæði sem Aðalstöðin hef- ur til umráða. Hér er fyrir, bensín- og smurstöð, leigu og sendibifreið- ar, hjólbarðaþjónusta, varahluta- verslun og svo geta menn komið og þvegið hjá okkur hvort sem þeir vilja gera það sjálfir eða nota til þess nýjustu tækni", sagði Ingólfur ennfremur. BB Eyrarkirkja á ísafirði eyðilagðist í eldi fyrir skömmu. Söfnun í kirkjubygg- ingasjóð Isfirðinga MORGUNBLAÐINU hefur borist áskorun vegna bruna ísafjarðar- kirkju frá „gömlum ísfirðing- um“. Áskorunin er svohljóðandi: „Allir þeir mörgu sem átt hafa gleði- og hátíðarstundir í ísafjarðar- kirkju, svo sem við skím, fermingu eða giftingu, eða þeir sem vildu minnast látinna ættingja, sem jarðsungnir hafa verið frá kirkj- unni, ættu nú að taka höndum saman og aðstoða við endurbygg- ingu kirkjunnar eða byggingu nýrrar. Sýnum samhug okkar í verki með því að leggja nokkurt fé af mörkum til kirkjubyggingarsjóðs og sendum með því kveðju heim til safnaðarins. Framlögum má koma á framfæri með greiðslu inn á gíróreikning sóknamefndar nr. 156-26-551 við Landsbankann á ísafírði eða með símgreiðslu með VISA í síma 91-83436. Rauðarárstig 1 Sími 15077 DANSARAR! Stofnun íslenska jazz- ballettflokksins stendur fyrir dyrum. Hafið samband í síma 40947 frá kl. 17-19 þessa viku og fáið allar upplýsingar. ■k- Á. - Undirbúningsnefndin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.