Morgunblaðið - 05.08.1987, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Skrifstofustarf
Innflutningsfyrirtæki leitar að röskum tölu-
glöggum starfskrafti til framtíðarstarfa.
Verksvið:
— Tollskýrslugerð og verðútreikn. (f töivu).
— Tölvuskráning pantana.
— Merking og frágangur skjala.
— Erlendar bréfaskriftir, telex og telefax
Æskilegt er að viðkomandi sé vanur tölvu-
vinnslu svo og enskum bréfaskriftum. Góð
vinnuaðstaða með sérskrifstofu í nýju skrif-
stofuhúsnæði. Mjög góð laun f boði fyrir
traustan og góðan starfskraft, sem unnið
getur sjálfstætt og skipulega.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf
sem fyrst. Farið verður með allar umsókn-
ir sem trúnaðarmál.
Umsóknir með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf sendist auglýsinga-
deild Mbl. fyrir 15. ágúst merktar:
„Framtíðarstarf — 8447“
laun fboði fyrir
áhugasamt
starfsfólk
Axis hf. framleiðir húsgögn og innréttingar
fyrir innanlandsmarkað og til útflutnings.
Við viljum ráða áhugasama og vandvirka
karla og konur í eftirtalin störf:
1. Almenna vinnu við samsetningu og frá-
gang framleiðsluvara.
2. Vélavinnu.
3. Lagerstörf.
Upplýsingar hjá framleiðslustjóra.
AXIS, AXEL EVJÖLFSSON HF.
SMIÐJUVEGUR 9,
200 KÓPAVOGUR, SlMI 43500
AXIS
STEIiSILL
óskar eftir starfskrafti til fjölbreyttra starfa,
sem felast m.a. í afgreiðslu og Ijósritun.
Bíipróf æskilegt.
Upplýsingar veitir Elín milli kl. 13.00-18.00.
3TEMSILL
NÓATÚNI17 SÍMI24250
RAÐGJOF OG RAÐNINGAR
Ertu matreiðslu-
meistari?
Eitt af betri veitingahúsum borgarinnar óskar
að ráða góðan matreiðslumeistara til starfa.
Veitingahúsið er vel staðsett og býður upp
á góða vinnuaðstöðu.
Tekið verður á móti umsóknum til og með
10. ágúst.
Ábendi sf.,
Engjateig 9,
sími 689099.
Ágústa Gunnarsdóttir,
Nanna Christiansen,
Þórunn H. Felixdóttir.
RIKISSPITALAR
LAUSAR STÖÐUR
Kennslumeinatæknar óskast f hálft starf á
rannsóknastofu í blóðmeinafræði á Landspít-
alanum í eitt ár frá 1. september nk.
Upplýsingar veita yfirmeinatæknir og yfir-
læknir, sími 29000-424/415.
Læknaritari óskast í fullt starf á rönntgen-
deild Landspítalans nú þegar.
Upplýsingar veitir skrifstofustjóri, sími
29000-434.
Aðstoðarmaður iðjuþjálfa óskast til starfa
við iðjuþjálfun öldrunarlækningadeildar
Landspítalans í Hátúni.
Upplýsingarveitir yfiriðjuþjálfi, sími 29000-583.
Fóstra óskast á dagheimilið á Vífilsstöðum
í 50% starf (síðdegisvaktir) frá 1. sept. nk.
Fóstra óskast í fullt starf á skóladagheimilið
Vífilsstöðum frá 1. sept. nk.
Upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimil-
isins, sími 42800.
Reykjavík, 5. ágúst 1987.
Fóstrur
Okkur á Foldaborg vantar fóstrur og/eða
starfsstúlkur í hálfar og heilar stöður.
Foldaborg er nýtt þriggja deilda dagvistar-
heimili í mótun.
Ef þú hefur áhuga á að vinna með okkur að
uppbyggingu uppeldisstarfsins hafðu, þá
samband við Guðbjörgu eða Ingibjörgu í síma
673138.
Laus staða
Staða skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu,
greiðslu og eignasviði, er laus til umsóknar.
Askilin er viðskiptafræði-, hagfræði- og/eða
lögfræðimenntun.
Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf,
sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 20. ágúst
1987.
Fjármálaráðuneytið, 31.júlí 1987.
Verkamenn —
byggingavinna
Vantar tvo verkamenn í almenna bygginga-
vinnu strax. Gott kaup í boði fyrir duglega
og reglusama menn.
Upplýsingar gefur Guðjón Pálsson eftir kl.
18.00 í síma 77772.
Guðjón |
Páisson \mnr
byggingameistari,
skrifstofus. 82130, verkstæðiss. 84614.
Framtíðarstarf
Ritfangadeild — gjafavörudeild
JL-húsið óskar að ráða ungt, hresst og
ábyggilegt fólk sem getur og vill vinna sjálf-
stætt.
Umsóknareyðublöð á skrifstofu.
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121
Garðabær
Blaðbera vantar í Flatir og í Lyngmóa.
Upplýsingar í síma 656146.
JMjrcgtuiIribiMft
Innheimtufólk
Okkur vantar innheimtufólk á eftirtöldum
stöðum á landinu: Höfn í Hornafirði, Reyðar-
firði, Dalvík, Blönduósi, Borgarnesi, Garðin-
um og Akranesi.
Upplýsingar veitir Halla í síma 91-82300.
Látið okkur annast
skrifstofuhaldið
Bókhald — áætlunargerð — útreikningur
launa — útborgun launa — erlendar bréfa-
skriftir — telex sendingar — útborgun
reikninga — samningagerð og fleira.
Hagstoð sf.,
Hraunbergi 2, Rvk.,
s. 73366.
Kennara vantar
Kennara vantar að Eskifjarðarskóla. Meðal
annars er um að ræða kennslu í eftirtöldum
greinum:
íslensku, dönsku, líffræði og íþóttum.
Skólinn starfar í nýju húsnaeði og er vinnuað-
staða kennara mjög góð. íbúðarhúsnæði er
útvegað á góðum kjörum og einnig kemur
greiðsla flutningsstyrks til greina.
Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma
97-6182.
Skólanefnd.
Skrifstofustarf
óskast
Karlmaður með mikla alhliða reynslu í skrif-
stofustörfum, óskar eftir áhugaverðu og
krefjandi framtíðarstarfi. Hefur m.a. reynslu
í færslu tölvubókhalds, launaútreikningi, toll-
skýrslugerð, erl. bréfaskriftum o.fl.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„Framtíð — 6051“.
Kona óskast
til að annast heimili og tvö börn, 4ra mánaða
og 4ra ára, í Kópavogi. Um hlutastarf gæti
verið að ræða. Góð laun.
Upplýsingar í síma 46162.
Filmuskeytinga-
maður
Fyrirtækið er prentsmiðja á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu.
Starfið felst í umsjón og rekstri filmudeildar
fyrirtækisins.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi
reynslu af filmuskeytingu og geti starfað
sjálfstætt.
Vinnutími er frá kl. 8.00-17.00.
Umsóknarfrestur ertil og með 7. ágúst nk.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00.
Afleysmga- og radnmgaþionusta
Lidsauki hf.
Skólavördustig la - 101 Reyk/avik - Simi 621355