Morgunblaðið - 05.08.1987, Page 51

Morgunblaðið - 05.08.1987, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987 51 RAFMÓTORAR = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 5 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER < Úr byggðasafninu á Reykjatanga. Morgunblaðið/Magnús Gíslason Hrútafjörður: Fjölsótt byggðasafn í 20 ár Stað í Hrútafirði. BYGGÐASAFN Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði er fjölsótt af vegfar- endum um Hrútafjörð því um þessar mundir eru tuttugu ár lið- in frá opnun safnsins. Gagngerar endurbætur hafa ver- ið gerðar á safninu. Tekinn hefur verið í notkun nýr 160 fm. sýningar- salur svo að nú er grunnflötur safnsins alls um 700 fm. Margt góðra muna er í safninu. Ber þar hæst hákarlaskipið Ófeig sem flutt var frá Ófeigsfírði í Strandasýslu árið 1961 en sfðasta hákarlalegan var farin á því skipi frá Ófeigsfirði árið 1915. Auk Ófeigs eru fjórir smærri bátar og ýmsir munir er tilheyrðu sjósókn og veiðum á liðnum árum. í safninu er meðal annars stofa frá Svínavatni í Austur-Húnavatns- sýslu og baðstofa frá Syðsta- Hvammi í Vestur-Húnavatnssýslu sem voru endurbyggðar í safninu. Áhugamönnum um gamla bíla skal bent á þennan stað. Þeir eru fallegir gömlu rennihestamir sem eru komnir fast að sextugu. Safnverðir eru hjónin Guðrún Jósefsdóttir og Einar Jónsson sem um áraraðir bjuggu á Tannstaða- bakka. Þau hafa fylgst með uppbyggingu safnsins frá byijun og eru staðnum mikils virði meðan gestir fá að njóta leiðsagnar þeirra. Safnið er opið í júní, júlí og ágúst frá kl. 9 til 12 og 13 til 18 alla daga vikunnar. m.g. Skyndibitastaðir SKANDINAVIA 38 sinnum í hveni viku Danmörk, Noregur og Svíþjóð taka þér ávallt opnum örmum, allt árið um kring. Þegar um er að ræða menningarlíf, náttúrufegurð og vinalegt andrúmsloft eru fá Iönd sem taka Norðurlöndunum fram - svo mikið er víst. Taktu þér ferð á hendur, til góðra granna, og þú munt njóta þess. Einar Jónsson safnvörður ásamt sonarsyni sinum Einari Jónssyni. .terkurog . J hagkvæmur auglýsingamiðill! Flugleiðir halda uppi reglubundnu áætlunarflugi til fimm borga í Skandinavíu, 38 sinnum í viku. 3 x BERGEN PEX kr. 15.850 3xGAUTAB0RG PEX kr. 17.200 17 x KAUPMANNAHÖFN PEXkr. 17.010, 8x0SL0 PEX kr. 15.850 7xST0KKHÓLMUR PEX kr. 19.820 * Miðað er við háannatíma, júní, júlí, ágúst. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, M 11*> hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. rLUuLLlL/lA FLUGLEIDIR ---fyrir þig__ Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Álfabakka 10. Upplýsingasími 25100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.