Morgunblaðið - 05.08.1987, Page 55

Morgunblaðið - 05.08.1987, Page 55
55 urðum við ekki aðeins frænkur heldur vinir og jafningjar. Ef henni leið illa trúði hún mér fyrir því og ef mig vantaði góð ráð fór ég til Sellu. Hún átti alltaf til holl ráð, sherry-glas og víðsýni til þess að skilja þau vandamál sem bera að garði í dagsins önn og var þar að auki bráðskemmtileg. Það átti illa við Sellu að vera öðrum háð fyrir elli sakir og geta ekki tekið þátt í því að framkvæma verk í þágu góðs málstaðar. Sú vitn- eskja mildar þann söknuð sem hellist yfir nú þegar þessi góða kona er öll. Guð geymi elsku Sellu. Hennar verður mikið saknað. Sigrún Stefánsdóttir Að koma til Akureyrar var að koma til Imbu og Sellu, afasystra minna í Þingvallastræti. Ungur far- þegi með næturrútunni að sunnan knúði dyra snemma morguns og hlaut ævinlega sömu móttökur: Sella kom til dyra með útbreiddan faðm, hló sínum stóra hlátri kennd- um við Skinnastað og sagði: „Komdu nú marg- marg- marg- marg- margblessaður og sæll.“ Eft- ir hvert „marg“ var gesturinn kysstur og faðmaður, og barst síðan inn fyrir þröskuld þar sem Imba beið álengdar í tröppunum og gerði honum sömu skil meðan Sella hélt áfram: „Heimsins, heimsins, lifand- is ósköp og skelfing er gaman að sjá þig.“ Þær voru eins ólíkar og dagur og nótt systumar, Sella ör og aðsópsmikil, Imba hæggerð og lítillát, en hjartahlýjan og óendan- leg umhyggjan var þeim sameigin- MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987 . leg. Á heimili þeirra ríkti andrúmsloft kyrrðar og friðar, út- saumaðir púðar í öllum hornum og mikið safn fjölskyldumynda á kommóðum og veggjum. Sjálfar eignuðust þær þó eigin böm, en litu á afkomendur systkina sinna sem sín eigin. Allt til hinstu stundar hélt Sella áfram að fylgjast með vexti og viðgangi ættmenna sinna um leið og hún ræktaði minningu foreldra sinna og forfeðra. En það vom ekki aðeins ættingj- amir sem hlutu pláss á veggjum og í albúmum, vinahópur þeirra systra var stór, í þeim hópi vom meðal annarra fjölmargir kostgangarar þeirra frá þeim tíma er þær ráku um áraraðir matsölu og pensjónat á Akureyri, lengst af á Brekkugötu 9, allt fram til ársins 1949, og vom það ekki síst skólanemendur er áttu skjól hjá þeim. Þetta fýrirtæki þeirra mun hafa verið allsérstætt og áreiðanlega ekki rekið sam- kvæmt ýtmstu kröfum gróðahyggj- unnar. Imba lést 1966, Sella bjó eftir það ein í Þingvallastræti þar til hún fluttist á Hrafnistu í Reykjavík 1973. Sesselja Guðrún hét hún og var yngst bama sr. Kristjáns Eldjáms Þórarinssonar á Tjöm í Svarfaðar- dal og konu hans, Petrínu Soffíu Hjörleifsdóttur frá Skinnastað. Nú þegar Sella frænka er látin í hárri elli, hvíldinni fegin, verða óneitan- lega þáttaskil sem við ættingjar hennar fínnum fyrir um leið og við þökkum allt sem hún gaf okkur. Samband okkar við fyrri öld og gamla Tjarnarheimilið er ekki leng- ur beint, hlekkurinn sem tengdi nútíð og fortíð er brostinn. Þórarinn Eldjárn Lokað Lokað vegna jarðarfarar SIGURBERGS ÁRNASONAR í dag fimmtudaginn 6. ágúst. Hljóðfæraverslun Pálmars Árna hf., Ármúla 38. Lokað Lokað eftir hádegi í dag 5. ágúst vegna jarðarfarar ÁRNA SIGURÐAR GUNNARSSONAR. Helgi Sigurðsson úrsmiður, Skólavörðustíg 3. Radial stimpildælur = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 3 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER < NÚER TÍMISUMAR UPPSKERUNNAR 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.