Morgunblaðið - 05.08.1987, Side 59

Morgunblaðið - 05.08.1987, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987 . 59 hann tók sér fyrir hendur, starfs- saga Páls verður ekki rakin hér, en hann var sívinnandi heiman sem heima. Það var gaman að koma heim til Páls og Sesselju, það fór ekkert á milli mála að gesturinn var velkominn og margra góðra stunda minnist ég, granni þessara gestrisnu og glaðlyndu hjóna. En aldurinn færðist yfir og svo fór að flutt var frá Reyðarfirði suð- ur til Reykjavikur, enda bömin þar. Til Reykjavíkur fluttu þau 1974, en ekki settist Páll í helgan stein, því þá fór hann að starfa við fyrir- tæki Guðjóns sonar síns og vann þar meðan þrek entist. Heima hnýtti hann á tauma, því auðum höndum var ekki unnt að sitja og það gerði hann allt fram- undir það síðasta. Páll andaðist á Borgarspítalanum aðfaranótt 28. júlí sl. og átti þá innan við mánuð í nírætt. Við í fjölskyldunni kveðjum Pál frá Sléttu með klökkum hug og þakklæti fyrir marga, mæta stund. Ekki síst þakka foreldrar mínir, jafnaldri hans og frændi og kona hans fyrir góða tíð, sem gaf svo margt í minninganna sjóð. Farsæld fylgdi Páli ævigötu alla, einlægur og heill í allri gerð, við- mótið var fullt af hlýju og gróm- lausri gleði. Gott var að eiga hann að góðum vini. Við sendum fjölskyldu hans, eiginkonu, bömum og öðmm ást- vinum einlægar samúðarkveðjur. Eins og annað var trú hans einlæg og sönn. Vegmóðum hefur því orðið heimkoman góð. Eftir lifir ágæt minning okkar, sem áttum hann að vini lengri eða skemmri leið. Blessuð sé sú minning. Helgi Seljan að hefjast í Suðurveri Síðustu sumarnámskeið, Innritun stenduryfir. LíkamsræktJSB fe sími 83730. ^ I ESAB RAFSUDUVÉLAR vír og fylgihlutir = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SlMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER 15/. Hressi/ega skemmtun! SÓL Þverholti 17-21, Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.