Morgunblaðið - 05.08.1987, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987
71
Evrópumótið í bridge:
Skiptast á skin og skúr-
ir í fyrstu umferðunum
Brighton, frá Guðmundi Hermannssyni blaðamanni Morgunblaðsins
SKIN og skúrir hafa skipst á hjá
íslenska liðinu á Evrópumótinu í
bridge eins og í veðrinu hér í
Bretlandi i sumar. Eftir að hafa
unnið Hollendinga þrátt fyrir að
vera undir í hálfleik, töpuðu ís-
lendingar stórt fyrir Þjóðverjum
í fimmtu umferð mótsins og voru
þá í 15. sæti af 23 þátttökuþjóð-
um. í gærkvöldi spilaði ísland við
Búlgaríu í 6. umferð og hafði í
hálfleik yfir 48—32.
íslenska liðið byijaði vel á mótinu
sem hófst hér á sunnudag og vann
það svissneska í fyrsta leiknum,
18—12. Sviss er gamalt stórveldi í
bridge en nú er ljóminn að mestu
farinn. í liðinu er aðeins einn spilari
frá gömlu góðu dögunum, Georg
Catzeflis. Guðlaugur Jóhannsson og
Om Amþórsson og Jón Baldursson
og Sigurður Sverrisson unnu fyrri
hálfleikinn 54—40 meðal annars eft-
ir mislukkaða blekkisögn Catzeflis.
Aðalsteinn Jörgensen og Ásgeir Ás-
bjömsson, sem nú spilar á sínu
fýrsta alþjóðamóti, komu í seinni
hálfleik fyrir Jon og Sigurð. Leikur-
inn endaði 108—87 eða 18—12 í
vinningsstigum.
Í annari umferð spilaði ísland við
Finna sem eru með mjög ungt lið.
Ásgeir, Aðalsteinn, Jón og Sigurður
spiluðu fyrri hálfleik og töpuðu hon-
um 41—24. Guðlaugur og Óm komu
í stað Ásgeirs og Aðalsteins í seinni
hálfleik og unnu hann 48—37 en
leikurinn tapaðist 14—16. Eitt
finnska parið spilar passkerfi, sem
byggist á að passað er i upphafí
með allar opnanir en sagt á hund-
ana. Guðlaugur hafði fyrir mótið
undirbúið vel vöm gegn slíkum kerf-
um. Hann uppskar launin í þessum
leik þegar hann og Öm dobluðu
Finnana eftir veika opnun og fengu
1100. Það sáust þó stærri tölur í
þessum leik. Þannig fóru Jón og
Sigurður 1400 niður í saklausu spili
og leist ekki á blikuna. Aðalsteinn
og Ásgeir fengu hinsvegar 1700 við
hitt borðið!
ísland spilaði við íra í þriðju um-
ferð. írar hafa stundum átt góða
spilara en liðið hér er ekki sterkt.
Ásgeir, Aðalsteinn, Jón og Sigurður
voru þó aðeins þremur impum yfír
í hálfleik eða 38—35, en í seinni
hálfleik komu Guðlaugur og Öm
fyrir Ásgeir og Aðalstein og höluðu
inn 44 impa, meðan íramir fengu
aðeins þijá. Leikurinn vannst í
20—10 og ísland var komið í sjötta
sæti.
Seinni leikurinn á mánudag var
gegn Hollandi. Í hollenska liðinu em
nú þrír heimsmeistarar: Hans
Kreyns sem var heimsmeistari í
tvímenning árið 1966 og Leufkens
og Vestra sem em nýbakaðir heims-
meistarar yngri spilara. Guðlaugur,
Öm, Aðalsteinn og Ásgeir spiluðu
fyrri hálfleik og vom undir 23—46.
Þetta var ekki góð staða gegn þessu
sterka liði en Ásgeir og Aðalsteinn
komu tvíefldir í seinni hálfíeikinn
ásamt Jóni og Sigurði og unnu hann
43—13. Þessi hálfleikur var sérstak-
lega vel spilaður af hálfu íslending-
anna og þeir áttu 16—14 sigurinn
skilinn.
Spilamennskan var hinsvegar
ekki til fyrirmyndar í fimmta leikn-
um sem var gegn Þjóðveijum.
Guðlaugur, Örn, Sigurður og Jón
áttu slakan fyrri hálfleik og vom
undir 54—27. Aðalsteinn og Ásgeir
komu í seinni hálfleikinn fyrir Guð-
laug og Öm en þá tók ekki betra
við og sá hálfleikur tapaðist með
sama mun og hinn fyrri og leikurinn
23-7.
Eftir fimmtu umferð var ísland í
15. sæti með 75 stig. Pólveijar vom
í fyrsta sæti með 95 stig, Þjóðveijar
í öðm sæti með 94 stig og Danir í
þriðja sæti með 90 stig. Þessi röð
gæti hafa breyst í gærkvöldi því í
hálfleik vom Þjóðveijar 32 impum
undir gegn Svíum sem vom með 87
stig. Danir vom 55 impum undir
gegn Evrópumeistumm Áusturríkis
sem fram að þessu hefur gengið illa.
Bretar sem höfðu 88 stig vom yfír
gegn Norðmönnum en Pólveijar
vom 3 impum yfír gegn Ítalíu.
Islenska liðið hefur verið að spila
þokkalega ef frá er talinn leikur
gegn Þjóðveijum. Það er til marks
um styrkleika mótsins að meðalskor-
ið, 75, dugar aðeins í 15. sæti af
23. Fimm þjóðir hafa þegar markað
sér bás í neðstu sætunum og af því
skapast þetta misvægi.
Keppni í kvennaflokki hefst í dag.
Þar verða spilaðir átján leikir án
hvíldar. Fyrstu þijá dagana fór fram
Evrópumót í tvímenning kvenna í
fyrsta skipti. Þar sigmðu tvær
óþekktar konur frá Búlgaríu, sem
heita Lorer og Delava. íslensku kon-
umar tóku ekki þátt í tvímenningn-
um og em því að vonum orðnar
óþreyjufullar eftir að handleika spil-
in.
Karl Þorsteins:
Keppir á minningarmóti
um Rubenstein í Póllandi
KARL Þorsteins skákmaður hefur
þegið boð um að keppa á alþjóð-
legu móti í Póllandi sem hefst
miðvikudaginn 4. ágúst. Mótið er
haldið árlega til minningar um
skákmeistarann Rubenstein og
nefnt Polanika Zdroj. Keppendur
eru allir frá austantjaldslöndum
utan Karls og Greenfeld frá ísra-
el.Karl hljóp í skarðið fyrir Jón
L.Amason ,sem hafði verið boðið
á mótið’.
„Ég geri mér nú litlar vonir um
árangur á þessu móti. Það er talið í
9. styrkleikaflokki FIDE en styrk-
leiki keppendanna er mun meiri en
stigafjöldi þeirra segir til um. Einir
sjö stórmeistarar verða í keppninni,"
sagði Karl og bætti við að til þess
að ná áfanga að stórmeistaratitli
þyrfti hann að hljóta 10 'U vinning.
Það jafngilti sigri á mótinu. „Slíkt
er varla raunhæfur möguleiki, því
ég er fyrir neðan meðalstigafjölda
keppenda. Maður fer á svona mót
til þess að öðlast reynslu og algeng-
ara er að maður tapi ELO-stigum
fyrir austan jámtjald en að fjölga
þeim.“
Karl Th. Birgisson
upplýsingafulltrúi
fjármálaráðuneytísins
KARL Th. Birgisson hefur verið
ráðinn upplýsingafulltrúi fjár-
málaráðuneytisins. Hann hefur
störf 17. ágúst næstkomandi.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Karl starf sitt, sem er nýtt af nál-
inni, í grófum dráttum felast í því
að sjá um tengsl ráðuneytisins við
þær stofnanir sem við það skipta
og sjá til þess að þingmenn viti
hvað er um að vera. Einnig mun
upplýsingafulltrúinn sjá um þau
tengsl við fjölmiðla sem ekki er
þörf á að ráðherra sjái sjálfur um
og svara fyrirspumum er berast
ráðuneytinu.
Karl lauk BA-prófi í heimspeki
og stjómmálafræði frá DePauw-
University í Indiana í Bandaríkjun-
um á síðasta ári. Meðfram námi
starfaði Karl í öldungadeild banda-
ríska þingsins í Washington. Var
hann aðstoðarmaður Donald Riegle
eins þingmanna demókrata frá
Michigan. Hann hefur síðan starfað
sem framkvæmdastjóri hjá þing-
flokki Bandalags jafnaðarmanna og
síðar Alþýðuflokksins. Karl hefur
Karl Th. Birgisson Morgunblaíið/BAR
einnig unnið við ritstörf hjá Frjálsu
framtaki.
Karl Th. Birgisson er kvæntur
Susanne Moore og eiga þau saman
einn son.
UTSALA - UTSALA
Mikil verðlækkun
Glugginn,
Laugavegi 40, Kúnsthúsinu.
Á leið í bæinn Morgunblaðið/Þorkell
V erslunarmannahelgin:
Umferðin meirí en áður
NIÐURSTÖÐUR talningar
Vegagerðar rikisins benda til
meiri umferðar um verslunar-
mannahelgina í ár en nokkru
sinni áður.
Vegagerðin taldi bifreiðir á
fjórum stöðum: Á Vesturlands-
vegi við Esjuberg, á Þingvallavegi
við Helgafellsmel, á Suðurlands-
vegi vestan Biskupstungnavega-
móta, undir Ingólfsfjalli og
Biskupstungnabraut. Talningin
náði frá þriðjudegi fyrir verslunar-
mannahelgi til þriðjudags eftir
verslunarmannahelgi. Taldir vom
bflar, sem fóm í báðar áttir.
Taldir vom 25.936 bflar við
Esjuberg, en á sama tíma í fyrra
vom þeir 22.085, sem þá var
met. 14.955 bflar vom taldir við
Helgafellsmel, sem er rúmlega
þúsund bflum minna en í fyrra. Á
Biskupstungnavegamótum vom
taldir 43.324 bflar, en í fyrra voru
þeir 41.015, sem þá var met. Á
Biskupstungnabraut vom taldir
18.122 bflar; í fyrra vom þeir,
17.509, sem þá var hið mesta.
Samtals vom á þessum fjómm
stöðum taldir 102.337 bflar, sem
er meira en öll árin á undan.
(Talning hófst 1978). Heildamm-
ferðin á þessum stöðum í fyrra
var 96.769 og hefur því orðið 5,7%
aukning frá fyrra ári. Meðal bíla-
fjöldinn frá 1978 er 72.925,
þannig að um 40,3% aukningu er
að ræða miðað við meðaltal.
PHILIPS
Aðeinsþað besta
er nógu gott!
í myndinni „The Living
Daylights" hafa framleiöendur
aöeins valið PHILIPS tæki fyrir
James Bond - en þau eru yfir
eitt hundraö.
PHILIPS - 007 - GETRAUN
Við bjóðum áhorfendur James Bond í getraun - leikurinn er í því
fólginn að í Bíóhöllinni liggja frammi miðar þar sem þú segir til
um fjölda PHILIPS tækja í myndinni. - Glæsileg verðlaun:
Geislaspilari frá PHILIPS að verðmæti kr. 28.000.-
■ ■■