Morgunblaðið - 05.08.1987, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 05.08.1987, Qupperneq 72
SKOLAVELTA LEIÐIN AÐ FARSCLLl SKÓLAGÖNGU é SAMVINNUBANKI ÍSLANDSHF. 8DAGAR KRINGWN K15IM0NM MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. > Alafoss og Sambandið: Sameining* ullar- *þvottastöðvanna dregst á langinn ÁLAFOSS hefur ekki tekið á móti ull frá bændum frá því í júní síðastliðnum. Viðræður hafa staðið yfir milli Álafoss og Sambands islenskra sam- vinnufélaga meðal annars um sameiginlega ullarþvottastöð fyrirtækjanna. Fyrirhugað var að ganga frá samningum um * þvottastöðina í júní en viðræður hafa dregist á langinn meðal annars vegna sumarieyfa starfsmanna Sambandsins. Að sögn Gunnlaugs Þráinssonar framkvæmdastjóra Álafoss er ljóst að þetta ástand mun vara um stundarsakir og ekki er vitað hven- ær móttaka á ull hefst aftur hjá fyrirtækinu. „Ástæðan fyrir þessu er sú að við komumst að raun um það síðastliðinn vetur að hag- kvæmara væri að reka eina ullar- þvottastöð í landinu, en ekki tvær eins og verið hefur um langt ára- bil. Ullarþvottastöðvar Álafoss og Sambandsins myndu hvor um sig anna öllu ullarmagni sem til er í landinu. Við höfum rætt þetta mik- ið við Sambandsmenn í vetur og komumst að þeirri niðurstöðu, sem var heldur auðvelt að sjá, að þvottastöð þeirra var mun hag- kvæmari en okkar. Hún er í nýrra og hentugra húsnæði og þar að auki nota þeir mun ódýrari orku en við. Við vildum gjaman samein- ast um rekstur á þvottastöð Sambandsins í Hveragerði og eiga ■'helming á móti Sambandinu. En það hefur dregist að afgreiða mál- ið frá hendi Sambandsins. Ráðgert hafði verið að ganga frá samning- um í júní, en þessi tregða hjá Sambandinu hefur tafíð það,“ sagði Gunnlaugur. Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambandsins sagði að viðræður væru enn í gangi við Álafoss um samvinnu og hugsanlegan sam- runa fyrirtækjanna. Sameiginleg ullarþvottastöð væri liður í þessum umræðum. Guðjón sagði að verið væri að vinna að þessum málum með upplýsingasöfnun og öðru. Aðspurður að því hvort ekki hefði verið áætlað að niðurstöður viðræðnanna lægju fyrir í byijun sumars sagði Guðjón að svo hefði verið við upphaf viðræðnanna í vetur. Nú væri hins vegar gert ráð fyrir að þeim lyki í september. Þetta hefði tekið langan tíma með- al annars vegna sumarleyfa og fjarveru ýmissa starfsmanna Sam- bandsins. Hann sagði að málið væri stórt í sniðum því jafnframt væri verið að reyna að gera sér grein fyrir stöðu og framtíð ullar- iðnaðarins almennt. Morgunblaðið/Ól.K.M. Bryggja við Viðey Bryggjusmíði við Viðey er í fullum gangi um þessar mundir en í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1987 er gert ráð fyrir 6 til 8 milljónum til verksins. Að sögn Þórðar Þ. Þorbjarnar- sonar borgarverkfræðings er áætlaðað verkinu ljúki um miðjan ágústmánuð. SSeignast Nýjabæ að fullu Óli Kr. Sigurðs- son seldi sinn hlut SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur fest kaup á hlut Óla Kr. Sigurðssonar í félaginu Vöruhús- ið við Eiðistorg sem rekur versiunina Nýjabæ. Félagið var stofnað síðastliðið haust og keypti þá hluta eignar Vöru- markaðarins. Óli Kr. átti ásamt öðrum smærri hluthöfum 40% í félaginu, en Sláturfélagið 60%. Innborgað hlutafé er alls 20 milljónir króna. Að sögn Jóns H. Bergs forstjóra Sláturfélagsins var gengið frá kaupunum fyrir rúmri viku. „Ég geri ráð fyrir því að meðeigandi okkar hafi ákveðið að selja hlut sinn vegna þess að hann hefur fengið önnur verkefni við að glíma frá því að Vöruhúsið var stofnað," sagði Jón. Hann kvað engar breytingar fyr- irhugaðar á rekstri félagsins. Sláturfélagið rekur nú fímm mat- vöruverslanir á höfuðborgarsvæð- inu auk Nýjabæjar, í Hafnarstræti, Glæsibæ, Austurveri, við Skóla- vörðustíg og Hlemm. Álit Verslunarráðsins á stefnu ríkisstjórnarinnar: 20-30% verðbólga næstii miss- eri og gengissig eftir áramót VERSLUNARRÁÐ islands hefur sent frá sér álit á stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar. Þar kemur m.a. fram að líklega verð- Eldur í sjúkrahúsinu á Akureyri Allt tiltækt slökkvilið á Akureyri var kvatt að Fjórðungssjúkra- húsinu síðdegis í gær. Var eldur laus á efstu hæð sjúkrahússins. Talsverðan reyk lagði um allar hæðir hússins og urðu miklar skemmdir af völdum hans. Talið er að kviknað hafi í þegar ver- ið var að lagfæra pappa á þaki hússins. Sjá nánar á Akureyrarsíðu, bls. 39. ur verðbólgan á bilinu 20—30% næstu misseri og jafnvel meiri ef ytri aðstæður versna. Einnig megi vænta gengissigs eftir næstu áramót. Varla er grund- völlur fyrir sameiginlegu átaki stjómarinnar og aðila vinnu- markaðarins til að ná niður verðbólgu enda náist tæplega þjóðarsátt um skattahækkanir. Þvert á móti bendir flest til þess að skattahækkanir stjórnarinnar verði hvati að auknu víxlgengi kauplags og verðlags. Fýrstu aðgerðir ríkisstjómarinn- ar sem aðallega felast í skatta- hækkunum eru í heild fyrsta skrefíð á markaðri braut. En einstakar skattahækkanir gera flestar ríkis- stjóminni erfíðara fyrir að ná markmiðum sínum og ganga þvert á meginstefnu hennar í skattamál- um um hlutleysi skatta og einföldun skattkerfísins, segir í áliti Verslun- arráðsins. Verslunarráðið telur að búast megi við að næstu ár verði átaka- tími í þjóðfélaginu. Væntingar um betri kjör verði miklar en upp- gangur að líkindum ekki jafn mikill og á síðustu þremur ámm. Takist ríkisstjóminni að stjóma landinu með þeim hætti að jafnvægi náist í ríkisbúskapnum, verðbólgan lækki og erlend skuldasöfnun stöðvist nái hún meiri árangri en bjartsýnustu spádómar gerðu ráð fyrir. Þá er talið að ríkisstjóminni muni ekki takast að standa við áform sín um hlutfallslega óbreytt ríkisumsvif nema að fram fari gagngerð uppstokkun á útgjöldum ríkisins til landbúnaðarmála, hús- næðismála, menntamála, heilbrigð- ismála, almannatrygginga og vaxtagreiðslna af lánum ríkissjóðs, en miklar kröfur em gerðar um aukin útgjöld til þessara mála. Mestu máli skiptir fyrir ríkis- stjómina að hagvöxtur haldi áfram. Með hagvexti geta kjör almennings batnað og auðveldara verður að standa gegn skattahækkunum. Til- raunir til þess að ná auknum skatttekjum með þyngri álögum í stað þess að treysta á stærri skatt- stofna draga úr verðmætasköpun og auka sundmng í þjóðfélaginu. Kaupskip hf. kaupir Isafold Gríndavik KAUPSKIPIÐ ísafold sem legið hefur í Goole í Bretlandi síðan í maí hefur verið selt skipafélag- inu Kaupskip á Akureyri. Skipafélagið Kæliskip hf. keypti skipið fyrir tæpu ári fyrir um 14 milljónir króna og vom eigendur þess Icescot og nokkrir af skip- veijum. Skipið var í siglingum milli íslands og skoska bæjarins Mallia með ferskan físk sem fyrirtækið Icescot sá um að kaupa. Vegna óánægju fór skipið í síðustu ferð sinni til Hull en þá var það kyrr- sett af skosku eignaraðilunum í Icescot. Lögðu þeir fram kröfur í skipið vegna skulda Kæliskips hf. að upphæð 70 þúsund pund eða tæpar 4,5 milljóir króna. Nú fyrir stuttu var lögð fram trygging gegn skuldunum og átti skipið að sigla heim síðastliðinn laugardag þar sem Kaupskip hf. á Akureyri hefur keypt það. Skipið mun koma við á Homafírði og losa 400 fískikör, sem einn fískútflytj- andinn þar á, en þau urðu innlyksa þar þegar skipið var stöðvað úti í Goole. Kaupskip hf. á Akureyri mun þegar vera byijað að kanna áhuga á flutningi á físki, einkum frostnum físki. Á þessu ári hefur það haft á leigu norska flutningaskipið Fjell- bris, sem hefur verið í saltfiskflutn- ingum á vegum Sölusambands íslenskra fískframleiðenda. Kr.Ben.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.