Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987 13 Með Kristiáni og hvalnum eftir Óskar Guðmundsson Það vakti athygli mína í sjón- varpsþætti á dögunum, þar sem fram komu þeir hvalvinimir Helgi Kristbjamarson læknir og Halldór Ásgrímsson ráðherra, að báðir virt- ust sammála um ákveðna túlkun á hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Túlkunin var sú að sáttmálinn byggist á því grundvallaratriði, að allir hvalir væru sameign mann- kyns. Það þýðir að nýting hvala er sameiginlegt mál þjóðanna, öfugt við t.d. nýtingu fiskstofna, sem við höfum einkarétt á í okkar fiskveiði- landhelgi. Hafréttarsáttmálinn er okkur sem þjóð eins og stjómar- skrá, allt okkar efnahagslíf byggist á þeim rétti, sem okkur er tryggður í sáttmála þessum. Enda hafa ís- lendingar eins og alþjóð veit haft forgöngu um þennan sáttmála og réttindi þau sem hann tryggir. Nú höfum við, íslenska þjóðin, ákveðið okkar skammt af um- ræddri sameign mannkyns, í þágu vísindanna 120 hvaldýr á ári. Mann- kynið telst vera rúmlega 5 milljarð- ar, en við íslendingar erum í stórri einingu taldir 0,24 milljónir. Ef aðrar þjóðir, sem byggja kringlu heimsins, færu að dæmi okkar í þágu vísindanna og veiddu sam- svarandi magn hvaldýra, væri vísindakvóti mannkyns 2,4 milljónir hvaldýra. Sá fjöldi er ekki til í sjón- um. A einni viku myndi hvaldýrum verða eytt á þvílíkum vísindaveið- um. Eftir það þyrfti hvalurinn enga hvalfriðunarmenn og enginn sjávar- útvegsráðherra þyrfti að verða ergilegur við granna sína. Svona verður þetta auðvitað ekki, þó töl- umar tali alltaf skringilega þegar þeim er beitt svona illkvitnislega. Það er ekki meiningin. Hvalkjöt til ársins 2014 Aðrar tölur eru jafnvei enn for- vitnilegri og þær snúa að iðrum vorum og afkomenda vorra. Þannig er að íslendingar hafa fallist á að neyta 51% af því kjeti sem til fellur af hvölum. Með öðrum orðum má ekki flytja út nema 49% hvalkjets á ári hveiju. Samningar skuldbinda okkur til þessarar innanlandsnotk- unar. Af þessum ástæðum höfum við kappkostað að borða sem mest af hvalkjöti, því þjóðníðingar viljum við engir vera. í bjnjun febrúar höfðum við torgað 130 tonnum á einu ári og þótti afrek. En verðlagn- ing hefur verið okkur neytendum býsna hagstæð a.m.k. í samanburði við lúxusverðið á lambakjeti, en það er talið borga sig þjóðhagslega frek- ar að henda því á haugana en selja okkur svöngum á skikkanlegu verði. 130 tonn er ekki svo lítið, og þó. resiö af meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er2 Óskar Guðmundsson „Oft hafa ýmis kykvendi orðið til þess að sundra þessari ann- ars einhug’a þjóð. Einu sinni var það lús, svo hundar og nú hvalur- inn. Mál er að linni.“ Einhvers staðar las ég að heildar- framleiðsla kjötsins í fyrra hefði verið um 4.000 tonn. I ár mætti gera ráð fyrir um 3.000 tonnum, þökk sé vísindunum. Þar sem við eigum að eta yfir helminginn af þessu, þ.e. um 3.500 tonn eftir tveggja missera vísindaveiðar, en borðum árlega 130 tonn, þá eigum við eftir sumarið 1987 í geymslu nægar birgðir til ársins 2014. Um tíma olli það mér nokkurri gremju í garð Amríkana, að bama- bömin mín fengju e.t.v. aldrei að verða þeirrar lífsreynslu aðnjótandi að smakka hvalkjet. En samkvæmt tölfræðinni, sem hér hefur verið notast við, þarf ekki að óttast þá smán. Hvalurinn verður djúpfrystur eins og Disney og þíddur í fyllingu tímans og settur á pönnu! Þetta á aðeins við ef við hættum að veiða strax, ef við höldum hins vegar áfram þessum vísindaveiðum mun- um við á næsta ári framleiða hvalkjet fyrir afkomendur núlifandi manna í 4. og 5. lið. Þetta væri eitthvað svipað því að fara og panta á morgun geirfuglslq'et í „american style", og umsvifalaust seildist af- greiðslumaðurinn í frystikistuna og setti þennan útdauða fogl á grillið. Þorskurinn blífur Annars lifum við af þorski. Við seljum þann fisk á Amríkumarkaði og Evrópumarkaði. Hvalvemdar- menn eru áhrifamiklir á þessum mörkuðum og á öðrum jarðarpört- um hyllast landstjómendur til að hlusta á umhverfisvemdarmenn og hvalvini. í þeim plássum em hval- veiðasinnar öfgamenn og ekkert hvalkjet að fá í kjetborðum versl- ana. Burtséð frá alþjóðasáttmálum og túlkunum á þeim er hætta á að markaðir okkar og orðspor bíði hnekki á alþjóðavettvangi ef ein- hveijum dytti í hug að halda áfram þessum hvalveiðum. Þeir sem þekkja markaði þessa og þjóðlönd, sem við eigum viðskipti við, vita flestir og viðurkenna þetta. í öllum framtíðarspám og vonum er byggt á útflutningsmöguleikum okkar og þeim mörkuðum sem fiskurinn okk- ar er seldur á. Við megum ekki vísvitandi stefna þeim I hættu. í sjálfu sér er ekkert eðlilegra en smáþjóð vilji beita sér gegn stór- þjóð, sem beitir hana þvingunum, en það á ekki við í þessu máli, þar sem sjaldgæf sjávarspendýr eiga einnig hlut að máli. Til þess eru veiku hlekkimir í málsvöm íslensku ríkisstjómarinnar of slappir. Ef menn vilja endilega beija á banda- rískum stjómvöldum, þá er her þeirra á Miðnesheiði og það er hægt að stríða þeim í atkvæða- greiðslum hjá Sameinuðu þjóðunum og NATÓ. Stríðsskaðabætur Oft hafa ýmis kykvendi orðið til þess að sundra þessari annars ein- huga þjóð. Einu sinni var það lús, svo hundar og nú hvalurinn. Mál er að linni. Hvalurinn má ekki leng- ur vera eins og Berlfnarmúr í miðju þjóðlífsins; kljúfandi þjóð, rífandi flokka og truflandi kaffiboð. Ljúft er að játa, að sá sem hér skrifar hefur haft mikla samúð með málstað allra aðila; hvalvemdar- manna, hvalsins, Halldórs og Kristjáns Loftssonar. Nú er komið að þeim tímapunkti sem íslenska þjóðin verður að fara gera gott úr þessu máli. Halldór er orðinn þreyttur á því, Krístján blankur og hvalvemdarmenn þurfa að fara að snúa sér að öðmm skepnum. Kristján Loftsson hefur haldið vel og drengilega á málinu og jafn- framt sýnt að hann lætur ekki hlut sinn fyrir neinum hálftröllum. Slíkir menn verða ekki settir á knén svo auðveldlega. Hann er líka hygginn, sem sést best á því að hann er kominn á fleygiferð í framtíðarat- vinnuveginn; þorskveiðum. Og gott ef hann er ekki að kaupa nýjan togara. Hitt er ljóst að Kristján og fyrir- tæki hans, Hvalur hf., vérða fyrir miklu fjárhagslegu áfalli. Og engin ástæða er til að fyrirtækið beri bótalaust skaðann af því, að við hættum veiðunum og því stríði sem háð hefur verið of lengi. Starfs- mennimir þurfa að fá atvinnutrygg- ingu og bætur. Hver á að borga? Mér dettur fyrst f hug, að þau fyrirtæki, sem hættast er við áföll- um ef veiðunum yrði haldið áfram, greiði þessar stríðsskaðabætur. Þá á ég við að þau fyrirtæki, sem nán- ust hafa viðskiptin við Bandaríkin og er því hættast við að verða fyr- ir neikvæðni bandarískra stjóm- valda og almennings greiði bætumar. Þannig gætu t.d. verið á skaðabótalistanum íslenskir aðal- verktakar, Flugleiðir, SH, SÍS, SÍF og fleiri slík kostafyrirtæki. Auðvit- að á ríkið að hafa hér forgöngu og efna til viðræðna um málið. Þannig er líka hægt að standa með þorskin- um, útflutningsfyrirtækjunum, Halldórí, vinaþjóðunum, hvalnum og Kristjáni. Allir eiga þessir gott skilið og gætu unað glaðir við sitt. Og þjóðin í heilu lagi. Höfundur er blaðamaður. 3* SUMARFERÐ '87 c/f Laugardaginn 8. ágúst nk. FJALLABAKSLEŒ) SYÐRI upp úr Fljótshlíð um Emstrur og Mælifellssand komið niður í Skaftártungu _ Ávörp flytja: Guðmundur G. Þórarinsson og Jón Helgason Lagt af stað frá Nóatúni 21 klukkan 8. Verðkr. 1.200,-fyrirfullorðna, Mætið stundvíslega kr. 700,- fyrir 7-15 ára og og munið eftir að ókeypis fyrir þá yngstu. taka með ykkur nesti Nánari upplýsingar og skráning í síma 24480. FRAMSÓKNARFÉLÖGIN ÍREYKJAVÍK 1 UT OC SUÐUR ] RSÍ HÓPFERDABÍLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.