Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987 46 Minning: * Sigurbergur Ama- son verslunarmaður Fæddur 27. febrúar 1910 Dáinn 28. júlí 1987 „Lofaður sé Guð og faðir Drott- ins vors Jesú Krists, sem eftir mikilli miskunn sinni hefur endur- fætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum, til óforgengilegrar, flekklausrar og ófölnandi arfleifðar, sem yður er geymd á himnum. Kraftur Guðs varðveitir yður fyrir trúna til þess að þér getið öðlast hjálpræðið, sem er þess albúið að opinberast á síðasta tíma. Fagnið því, þótt þér nú um skamma stund hafíð orðið að hryggjast í margs konar raunum. Það er til þess að trúarstaðfesta yðar, langtum dýrmætari en for- gengilegt gull, sem þó stenst eldraunina, geti orðið yður til lofs og dýrðar og heiðurs við opinberun Jesú Krists. Þér hafið ekki séð hann, en elskið hann þó. Þér hafið hann ekki nú fyrir augum yðar, en trúið samt á hann og fagnið með óumræðilegri og dýrlegri gleði, þegar þér eruð að ná takmarki trúar yðar, frelsun sálna yðar.“ (1. Pét. 1,3-9). Þessi undursamlegu orð Ritning- arinnar um hina lifandi von eru mér efst í huga, er ég hugsa til hins kristna bróður míns og vinar, Sigurbergs Ámasonar, sem nú hef- ur fullnað skeið sitt og náð takmarki trúarinnar. Hann las þessi orð endur fyrir löngu fyrir okkur foringja í sumar- búðum í Vatnaskógi í upphafi bænastundar. Það var byijunin á langri, góðri samfylgd okkar í kristilegu starfí innan kirkjunnar. Ég man að mér fannst þessi lof- gjörðarorð fara vel í munni þessa einlæga og hógværa manns. Þau urðu mér kær og maðurinn einnig. Bræðrum hans, Ingvari og Hró- bjarti, hafði ég kynnst á æsku- og unglingsárum í Kristilegu félagi ungra manna og leit upp til þeirra og hafði mætur á þeim. Guðlaugu, systur þeirra, kynntist ég síðar í sunnudagaskólastarfinu. Hún er þeirrar sömu, góðu gerðar og hinir látnu bræður hennar. Eftir góða samveru í Vatnaskógi lágu leiðir okkar Sigurbergs líklega næst saman við stofnun Gídeonfé- lagsins 1945. Þar höfum við átt saman ótaldar góðar samveru- stundir í „Drottins bræðrasveit" í yfír 40 ár. Verkefnið þar var og er að útbreiða Guðs heilaga orð. Og það hefur vissulega verið gert í ríkum mæli. Hólmveijar, utanfarar KFUM 1953, var hópur 47 drengja, sem markaði spor á sínum tíma. Þar var með Pálmar, einn af sonum þeirra hjóna, Sigurbergs og Lydíu. Þessi hópur kynntist í Danmörku Park- drengekoret, drengjakór KFUM í Kaupmannahöfn, sem kom í endur- teknar söngferðir til íslands á vegum Hólmveija. Þá varð hið myndarlega heimili foreldra Pálm- ars dvalarstaður danska söngstjór- ans og konu hans. Á glöðum og góðum dögum knýttust þá mörg góð vináttubönd milli íslands og Danmerkur. Svo kom samstarfíð í sunnudaga- skóla KFUM. Þangað kom Sigur- bergur með syni sína og lék á hljóðfæri undir glaðan söng bam- anna. Árið 1962 urðum við samverka- menn í Hallgrímskirkju, er hann var kjörinn þar í sóknamefnd. Hann var þar lengi ritari og geyma fund- argerðarbækur kirkjunnar fagra rithönd hans. Oft hefur reynt á í störfum fyrir Hallgrímskirkju og ljúft er nú að minnast þess hve hollur og góðviljaður Sigurbergur var þar frá fyrstu tíð. Og ánægju- legt var að hann skyldi vera með í að fullna verkið við byggingu Hallgrímskirkju og upplifa vígslu hennar 1986. Það var stór stund sem eiginkona Sigurbergs, Lydía, formaður Kvenfélags Hallgríms- kirkju, átti góðan þátt í að gera sérstaklega minnisstæða og litríka. Og enn mættust leiðir okkar á nýjum starfsvettvangi kirkjunnar, er ég árið 1967 gerðist fram- kvæmdastjóri elsta starfandi félags á íslandi, Hins íslenska biblíufé- lags, er stofnað var 1815. Þar var Sigurbergur fyrir, sem annar aðal- fundarkjörinn endurskoðandi fé- lagsins. Það var gott að njóta ábendinga og leiðsagnar hins frá- bæra bókhaldsmanns við gerð og frágang reikninga. Það voru fag- mannleg og vönduð vinnubrögð hans við skoðun og áritun ársreikn- inga til hins síðasta. Að eiga Sigurberg að vini og samverkamanni í áratugi í hinu kristn starfí hefur orðið mér til mikillar blessunar og fjölmörgum öðrum veit ég. Fyrir allt þetta vil ég þakka nú er leiðir skiljast um sinn. Hin góða von sameinaði okkur og auðgaði líf okkar ríkulega. Með það í huga og lofgerðarorðin fram- anskráðu, sendum við, samverka- mennimir f Hallgrímskirkju, öllum ástvinum Sigurbergs hlýjar kveðjur og biðjum þeim ástar og náðar Guðs í nútíð og framtíð, Hins hug- ljúfa bróður, Sigurbergs, munum við minnast með þökk og mikilli virðingu. Hermann Þorsteinsson Vinur minn, Sigurbergur Áma- son, verður í dag til moldar borinn. Sé ég þar á eftir góðum dreng og traustri hjálparhellu. Fundum okk- ar bar fyrst saman í KFUM; þá var ég í yngsta hópnum, en Sigurberg- ur var þá þegar einn þeirra sem tóku þátt í starfínu af alúð og áhuga. Minningar mínar um Sigur- berg á þessum árum eru einna skýrastar frá dvölinni í Vatnaskógi sumarið 1929. Þar kom svo greini- lega fram, hve Sigurbergur var viljugur að hjálpa til, svo dvölin þar yrði sem ánægjulegust. Eftir nám í Verslunarskólanum fór Sigurbergur til framhaldsnáms í Bretlandi. Eg var einnig við nám erlendis og því fór svo, að við sáumst ekki aftur fyrr en eftir stríðið. Þá var Sigurbergur kvæntur hinni mætu konu sinni Lydíu Pálm- arsdóttur, sem ég þekkti vel úr unglingahópi reykvískrar skóla- æsku. Þau áttu þá þegar þijá drengi og síðar bættist einn við; allir hinir mannvænlegustu menn, sem fyrir löngu hafa stofnað sín eigin heimili. Ég hafði einnig kvænst í Dan- mörku meðan stríðið geisaði og kom heim með konu sem ekki þekkti mikið til íslands. Sigurbergur og Lydía hjálpuðu okkur þá yfír erfíða byijunartíma hér heima, og þróuð- ust kynni okkar í fjölskylduvináttu. Við gleymum ekki þeirri útréttu vinarhendi. Það reyndi á vináttuna þegar ég fékk möguleika á að stofna fyrir- tæki, sem sérhæfði sig í myndmæl- ingum og kortagerð. Eg þurfti varla að spyija: Sigurbergur var strax tilbúinn að standa á bak við mig með ráðum, dáð og fjármunum og hann fékk vin sinn Ólaf Guðjónsson til liðs við sig. Þremur árum síðar, þegar þeir Sigurbergur og Ólafur settu á stofn sitt fyrirtæki var hægt að styðja þá og jafna metin. Sigurbergur hafði sérlega næmt auga fyrir nýjungum og þróun í iðnaði. Þetta kom svo vel_ í ljós við stofnun fyrirtækis þeirra Ólafs, sem sérhæfði sig í smáílátum úr kartoni og síðar úr plasti. Síðari ár Sigurbergs eignuðust hann og kona hans sameiginlegt áhugamál, sem var bygging Hall- grímskirkju. Það var þess vegna mikið gleðiefni að hann gat verið viðstaddur vígslu kirkjunnar, þó hann þá væri langt leiddur af þeim sjúkdómi sem dró hann til dauða. Á þessum erfiða degi sendum við samúðarkveðju til Lydíu, sona og fjölskyldna þeirra. Minnist þess að þrátt fyrir mörg áhugamál þá var ætíð efst í huga Sigurbergs kona hans og synir. Og Sigurbergi þakka ég fyrir vináttuna. Friður Guðs fylgi þér ætíð. K. í dag er kvaddur í Hallgríms- kirlq'u Sigurbergur Ámason, fyrr- verandi framkvæmdastjóri. I Hallgrímskirkju hittumst við síðast við messugjörð á björtum sunnu- dagsmorgni, eins og svo oft áður. Hallgrímskirkja var Sigurbergi hjartfólgin og guðsþjónusta helgi- dagsins gleði og yndi. Mér er í bamsminni þessi fallegu hjón, Sig- urbergur og Lýdía, sem áttu sitt fasta sæti undir prédikunarstól Hallgrímskirkju, og mér fannst eins og ómissandi partur af prýði þess húss og helgrar þjónustu þar. Síðar átti ég eftir að kynnast því að þetta var ekki bara bamaleg ímyndun. Hallgrímskrikju var Sigurbergur ómetanlegur liðsmaður, og þau hjónin bæði, því annað verður ekki nefnt án hins, svo einstaklega sam- rýmd og samhent vom þau í því að hlynna að og styðja kirkju sína og söfnuð. Hann sat í sóknamefnd Hallgrímssafnaðar í áraraðir og var ritari hennar hin síðari árin, hún formaður Kvenfélags Hallgríms- kirkju. Margar og hjartfólgnar era minningamar um samskipti við hann og þau hjón í kirkju og utan. Ungum prestshjónum var gott að njóta þeirra að, uppörvunar og holl- ráða hans og margvíslegs stuðnings í starfí, svo og einlægrar vináttu þessa glaðlynda ljúfmennis og hans góðu og mikilhæfu konu. Góður Guð launi það allt og blessi minningamar björtu. Ungur gafst Sigurbergur Drottni. Hann var einn af „drengjunum hans sr. Friðriks" og mótaðist af karlmannlegri og fagnandi trúargleði hans, og oft vitnaði hann í ljóð og söngva sr. Friðriks, sem vora honum hugstæð- ir. KFUM átti í honum traustan liðsmann, og kristniboðið studdi hann með ráðum og dáð. Sigurbergur Ámason var gæfu- maður og horfði á ævikvöldi sáttur og þakklátur yfír farinn veg. Þar var þakkarefnið mest og stærst að sjálfsögðu Lýdía. Engum duldist sú gagnkvæma virðing og ást sem ríkti í sambúð þeirra og mótaði heimili þeirra, og með stolti og gleði bar hann fyrir bijósti lífsgæfu drengj- anna sinna og niðjahópsins stóra. Síðustu árin vora honum ólýsanlega erfið, og byrði ellinnar honum afar þungbær. Kærkomin var hvíldin þá svefn dauðans seig á brá. En hvfldin hjá Drottni er líf. Líf í fylling sinni og fölskvalausri gleði í morgun- ljóma upprisudagsins. Mættum við öll mætast í gleði endurfunda á þeim bjarta morgni í tilbeiðslunni eilífu frammmi fyrir hástóli hins upprisna Drottins. Við Kristín send- um Lýdíu og ástvinum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Karl Sigurbjörnsson. Mig langar til að minnast hjart- kærs föðurbróður míns fáeinum orðum. Geri ég það i nafni móður minnar og systkina og viljum við öll fá að tjá þakklæti okkar og virð- ingu fyrir þessum góða frænda okkar og mági, sem reyndist okkur ætíð sem besti faðir og bróðir. Móöir okkar, UNNUR SIGURJÓNSDÓTTIR, Austurbrún 6, Reykjavik, lést 4. ágúst á gjörgæsludeild Borgarspítalans. Fyrir hönd tengdabarna og barnabarna, Slgrún Stella Guðmundsdóttir, Kristín Bjarney Guðmundsdóttir, Sigurjón Guðmundsson. t Eiginmaður minn og faðir, MAGNÚS BRYNJÓLFSSON, bókbandsmelstari, Lynghaga 2, er látinn. Svanfriður Jóhannsdóttir, Brynjólfur Magnússon. t Elskuleg eiginkona min, móðir okkar, dóttir og stjúpdóttir, GUÐLAUG RAGNHILDUR ÚLFARSDÓTTIR, Seljabraut 38, Reykjavík, lést á Landspítalanum 4. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Hinrik Sigurjónsson, Úlfar Hinriksson, Ruth Hinriksdóttir, Hrefna Svava Þorsteinsdóttir, Eyjólfur Arthursson. t Þökkum vinsemd og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNLAUGS PÉTURSSONAR fyrrverandi borgarritara. Reykjavíkurborg eru færðar þakkir fyrir auðsýnda virðingu við minningu hins látna. Kristín Bernhöft Pótursson, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, Guðný Aðalsteinsdóttir, Kristfn Katrín Gunnlaugsdóttir, Erlendur Guðmundsson, Pétur Gunnlaugsson, Ólafur Gunnlaugsson og barnabörn. Beggi frændi var yngstur sinna systkina, sem vora sex að tölu, þau Ingvar, Guðlaug, Hróbjartur, Run- ólfur, Helgi og Sigurbergur. Guðlaug ein er enn á lífi, komin á tíræðisaldur. Foreldrar þeirra vora Árni Runólfsson, bóndi í Áshóli í Holtum, síðar starfandi í Reykjavík og Margrét Hróbjartsdóttir, hús- freyja. Sigurbergur ólst upp á kristnu heimili, þar sem trúin á Guð var í hávegum höfð og mótaði allt lífíð þar. Trúin á Jesúm Krist mótaði líf Sigurbergs allt til hinstu stundar og var honum það dýrmætasta, sem hann átti. Snemma lágu spor hans í KFUM og þar var hann virkur félagi alla tíð. Þar eignaðist hann marga góða vini, og má þar fyrstan nefna sr. Friðrik Friðriksson, stofn- anda KFUM og K á íslandi. Sr. Friðrik var heimilsvinur hjá Sigur- bergi og Lydíu konu hans og minnist ég þess á mínum æskuáram er sr. Friðrik kom vikulega á heim- ili þeirra hjóna til að tala inn á segulband ýmislegt af því, sem á daga hans hafði drifíð. Þessir þætt- ir vora bæði fróðlegir og skemmti- legir eins og maðurinn sjálfur og var mörgum boðið að koma og hlusta á, m.a. okkur systkinunum og móður okkar. Var það einkenn- andi fyrir Sigurberg og Lydíu, að þau vildu leyfa fleiram að njóta gæðanna með sér í þessu sem svo mörgu öðru. Ógleymanlegar og helgar vora þessar stundir, þegar þessi guðsmaður og virðulegi öld- ungur sagði frá og_ svaraði spum- ingum Sigurbergs. Ég man líka svo vel gleði Sigurbergs á þessum stundum. Þær vora honum mjög dýrmætar, ekki síst vegna nærvera þessa aldna vinar síns, en einnig vegna okkar hinna, sem komum. Sigurbergur vr mikill heimilis- maður og gerði allt, sem hans valdi stóð til að prýða heimili sitt, ásamt sinni ágætu og dýrmætu eiginkonu, Lydíu. Það var alltaf hátíð að kom inn á heimili þeirra. Alltaf var manni tekið opnum örmum og af slíkri alúð og reisn, að manni fannst maður vera í hávegum hafður. Allt það besta var á borð borið og sjálf- ur var Sigurbergur glaður og reifur og lagði sig fram um að gera sam- verastundina sem ánægjulegasta. Hann var alltaf ljúfur og gaman- samur og uppörvaði alla með góðum orðum og háttprúðri framgöngu. Ég minnist þess líka, hvað Sigur- bergur var alla tíð hrifinn af sinni konu. Það var í rauninni óvenjulegt að sjá mann sýna það svona augjós- lega, hve ástfanginn hann var og hversu mikils hann mat eiginkonu sina. Þetta hafði djúp áhrif ámig sem bam og ungling og ég hugsaði oft, að Lydía hlyti að vera alveg einstök kona, sem ég sá auðvitað líka, að hún var og er. Fram á síðustu stundu hélst hrifning Sigur- bergs á henni og þrátt fyrir alvarleg veikindi, sem ollu mikilli gleymsku, þá gleymdi hann aldrei að tjá þakk- læti sitt fyrir þá dýrmætu perlu, sem kona hans var honum. Þetta segir líka mikið um hann sjálfan. Ógleymanlegar era jólaveislum- ar heima hjá þeim, þegar við voram böm. Á 2. jóíadag var okkur alltaf boðið til þeirra, og var það feiknar- lega mikið tilhlökkunarefni. Það vora mörg önnur böm boðin, ásamt foreldram sínum og þama var glatt á hjalla og yndislegt að vera. Á þessum tíma vora drengimir þeirra þrír, nokkuð yngri en við systkinin, flest okkar. Það vora þeir Pálmar Ámi, Ólafur Viggó og Grétar. Seinna kom Friðrik, en hann er um 10 áram yngri en Grétar. Pálmar Ámi er hljóðfærasmiður, Ólafur Viggó löggiltur endurskoðandi, Grétar og Friðrik báðir læknar. Sig- urbergur talaði oft um þá miklu gjöf, sem Guð hafði gefíð þeim hjón- um í mannvænlegum og góðum sonum, og einnig í góðum tengda- dætram, barnabömum og bama- bamabömum. Það var honum mikið gleðiefni, að synir hans allir fengu þá menntun, sem hugur þeirra stefndi að. Sjálfur hafði hann hlotið góða menntun á æskuáram sínum. Það þótti ekki eins sjálfsagt þá og það er nú. Hann lauk námi úr Versl- unarskóla íslands 1930. Fór síðan til framhaldsnáms við ýmsa skóla í Englandi og nam bókhald og end-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.