Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987 5 h Bitíst um íslenzkan fisk á fiskmarkaðinum í Hull Neyðarástand á ferskfiskmörkuðum í Þýskalandi: Ferskur fiskur ill óseljan- legur í kjölfar sjónvarps- þáttar um hringorma NEYÐARASTAND hefur ríkt á ferskfiskmörkuðum í Vestur-Þýska- landi undanfarna daga í kjölfar sjónvarpsþáttar um hringorma, sem sýndur var þar i landi á þriðjudagskvöld í sfðustu viku. Er nú svo komið að ferskur fiskur er nær óseljanlegur, einkum í Suður- Þýskalndi, sem verið hefur stærsta markaðssvæðið fyrir ferskan fisk. Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi islenskra útvegs- manna hafa menn þungar áhyggjur af þróun þessara mála, enda hefur orðið mikið verðfall á ferskfiski á fiskmörkuðum í Bremer- haven og Kuxhaven undanfarna daga. Upphaf þessa máls má rekja til sjónvarpsþáttar þar sem skýrt var frá því að hringormi færi ört fjölg- andi í fiski sem veiddur væri í Norðursjó, vegna aukinnar meng- unar. Var þar jafnframt tekið fram að ormurinn gæti valdið þarma- bólgu, kýlum og illskeyttri maga- kveisu. Þótt þátturinn hafi eingöngu fjallað um físk úr Norð- ursjó virðist almenn hræðsla hafa gripið um sig hvað varðar físk- neyslu og enginn greinarmunur gerður á hvar fískurinn er veiddur. Kemur þetta meðal annars fram í því, að á örfáum dögum hefur fisk- neysla í Þýskalandi dregist saman um allt að 70%. í kjölfarið hefur orðið verðfall á ferskum fiski á físk- mörkuðum í Þýskalandi. Til samanburðar má nefna að Sigluvík SI seldi á miðvikudag í síðustu viku karfa fyrir 52,55 krónur kflóið að meðalverði, en Klakkur VE, sem seldi í Þýskalandi síðastliðinn þriðijudag, fékk aðeins 31,29 króna meðalverð fýrir kflóið af karfa. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins sitja kaupendur aflans nú uppi með fískinn vegna áðumefndr- ar sölutregðu. Eins og áður segir hafa íslenskir útvegsmenn þungar áhyggjur af framvindu þessara mála enda gæti áframhaldandi sölutregða á fersk- físki í Þýskalandi haft ófyrirsjáan- legar afleiðingar fyrir afkomu íslensks sjávarútvegs í framtíðinni. Þá er og óvíst hvort þessi umræða kann að hafa áhrif á freðfiskmark- aðinn er fram líða stundir. Að sögn Sigurðar Markússonar, fram- kvæmdastjóra sjávarafurðadeildar SÍS, eru þar uppi tvær kenningar, sem ganga í sitthvora áttina. Hinir svartsýnu telji að þessi neikvæða umræða kunni að leiða til minnk- andi fiskneyslu almennt, og gildi þá einu hvort um sé að ræða fryst- an físk eða ferskan. Skoðun hinna bjartáynu væri hins vegar sú, að fólk muni í auknum mæli kaupa frystan físk í staðinn fyrir fersk- fískinn. í því sambandi benti Sigurður á grein, sem birt var í þýsku dagblaði nú í vikunni, þar sem rækilega er fjallað um hring- orma í físki og á það bent, að ormamir drepist við frystingu og neysla freðfísks því með öllu hættu- laus. Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, og Magnús Bjarnason virða fyrir sér hluta terrazzo-gólfsins. á að tryggja að snjór og bleyta tolli ekki. Áætlað er að terrazzo-gólfið kosti um 25 milljónir króna og sagði Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, að ákveðið hefði verið að ráðast út í svona dýra framkvæmd vegna þess svona gólf væru mjög þægileg að þrífa og þyrftu lítið viðhald. Einungis þarf að slípa gólfín á 20-30 ára fresti og þau eiga að endast að minnsta kosti jafn lengi og húsið. „Þar að auki eru þau líka mjög falleg," sagði Ragnar Atli að lokum. byrjendanámskeið Fjölbreytt, gagnlegt og skemmtilegt byrjendanámskeið í notkun einkatölva Leiðbeinandi: Dagskrá: • Grundvallaratriði við notkun PC-tölva • Stýrikerfið MS-DOS • Ritvinnslukerfið WordPerfect • Töflureiknirinn Multiplan • Umræður og fyrirspurnir Logi Ragnarsson, tölvufrœðingur Tími: 11., 13., 18. og 20. ágúst kl. 20*23 Innritun í símum 687590 og 686790 .Tölvufræðslan BORQARTÚN! 28 FUJICOLOR SUPER HR langbesta fihnan l og á besta verðinu Okkartakmark: betri myndirjyrirnúmúpening! Austurstræti 6 sími 611788 og Skipholti 31 sími 25177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.