Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987 Sr. Jón Skagan - Afmæliskveðja „Þá fyrst þegar sjóndeildarhringurinn hefur hafíð bæn þína ofar orðum verðurhúnheyrð." (Maria Skagan) Er unnt að hugsa sér sjónhring, sem fremur gæti hafið bæn af vör- um ofar orðum en útsýnið af Hálogalandshæð um sólarlag í ágústmánuði, þegar Ljósufjöli laug- ast dýrð himins í vestri? Einmitt á slíku kvöldi er afmælis- dagur (3. ágúst s.l.) eins af drengj- unum sem þrátt fýrir 90 ár að baki fetar léttstígur um Sólheimana á hveijum einasta degi. Hann ber með sér birtuna, sem nafn hans táknar, þótt fáir geri sér þess grein hve fagurt nafn það er. Hann heitir Jón — en það mfn er upprunalega runnið af gnsku myndinni af nafninu Jóhannes og Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir í gömlum „viskubrunni“ íslenskum stendur: „Aldrei er svo mögur steik, að ei drjúpi nokkuð af." Meðfýlgjandi steik sannar það þó að úr físki sé. Mer kæmi ekki á óvart þó það spyrðist eins og flest annað í þessu ágæta landi! Tilefnið er að þessu sinni verðugt, það eru góðar og fljótlagaðar: Karrýfisk- steikur með sveppum 800 gr fískur, smálúða, þorskur eða ýsa 1 bolli vatn 1—V/i tsk. karrý 'h sítróna, safínn 1 tsk. salt malaður pipar 'h laukur 3 matsk. smjörlíki 2 matsk. hveiti lh bolli mjólk eða undanrenna 3A bolli fisksoð (1 teningur kjúklingakraftur) 1 lítil dós sveppir (200 gr) 1. Fiskurinn með eða án roðs er skorinn í hæfílega stór stykki. 2. Vatnið er hitað að suðu í breið- botna potti eða pönnu og er sítrónu- safanum bætt út í. Fiskstykkin eru látin krauma í vökvanum í 5 mínút- ur eða þar til þau eru rétt soðin í gegfn. A meðan fískstykkin eru í suðu er stráð yfír þau karrý, salti og pipar. 3. Fiskurinn er síðan færður upp á disk eða fat og haldið heitum, en soðið látið krauma áfram þar til það er orðið um 8/< bolli. Það er síðan notað í sósuna. 4. Smjörlíkið er brætt í potti. Laukurinn er saxaður fremur smátt og er hann látinn mýkjast upp í heitri feitinni. Hveiti er bætt út í feitina og hrært út með fisksoðinu og undanrennu (eða mjólk). Kjúkl- ingakrafti er bætt út í sósuna til bragðauka. Að síðustu eru sveppim- ir settir í sósuna og hitaðir. 5. Sósunni er síðan hellt yfir físk- inn og hann borinn fram með soðnum grjónum og gjaman niður- skomu fersku grænmeti. yerð á hráefni: Ýsa800gr ........ kr. 192,00 1 sítróna ....... kr. 15,00 1 lítil d. sveppir kr. 66,00 kr. 273,00 Jesús, sem þýðir þráðurinn, sem tengir himinn og jörð, Guð og mannsál — sjálfan geisla lífsins af vömm og augum sólarföður. Frá því fýrsta sem ég hafði kynni af þessum síunga, en þó djúpt hugs- andi nágranna mínum hér í Sól- heimahverfi við sundin, sem ber fegri götunöfn en finnast munu á nokkurri borg, fannst mér hann einn af geislum, sendan af Sólarföð- ur til að hýsa og breyta dimmri nótt í dag. Hann hefur skrifað margar bækur, sem sanna það. Þannig er fijálslyndi hans og ást til alls, sem lifír ofar öllum fræðileg- um fjötrum og bókstafsblindu, sem hefur svo mörgum prestum vikið af vegi sólar um sinn. Hugsið ykkur þennan einbúa í Sólheimum 23, sem þrátt fýrir ald- ur og einsemd getur sótt afl og kraft í útivist á hvetjum degi, til að geta flutt skáldkonunni Maríu Skagan, dóttur sinni Jennýju fal- legu konunni sinni sólskin með heimsóknum hvem einasta dag, án þess að eiga bifreið til ferðar. Þær dvelja á sjúkrahúsum. Árum saman hefur sjúkleiki hijáð þær, þrátt fýrir andlegan kraft þeirra til að breyta hveijum geisla hins guðlega kærleika í sum- ar, frið og fegurð. Samt þarf hann ekki neinn til hjálpar við húsverk og matreiðslu, að því er virðist. Vill enga hjálp né aðstoð. Sjálfstæður maður. Fijáls maður, einn af vökumönnum íslenskrar menningar. Alltaf þegar sr. Jón Skagan, sem einu sinni var prestur á einu fræg- asta setri Suðurlands, Bergþórs- hvoli, mætir manni á götu, hefur hann einmitt einhver orð að segja, sem bera með sér eilífðarblæ þess fijálslyndis og þeirra hugsjóna, sem ríkti og gagntók íslensku þjóðkirkj- una um og eftir síðustu aldamót. Það hugsjónafrelsi og víðsýni varð hin sanna Hálogalandshæð, sem skóp og mótaði kynslóð alda- mótanna á þann hátt að vart mun nokkur þjóðkirkja í veröld allri með jafnfáu fólki hafa skapað kær- leiksríkara samfélag. Byggt fleiri kirkjur, eflt fleiri félög ekki síst kvenfélög og æskulýðssamtök til gróandi þjóðlífs á guðsríkisbraut á sama tíma. Sr. Jón — sólargeislinn af Skag- anum fyrir norðan er sannarlega einn af fulltrúum þessara síungu- drengja fyrir nærri heilli öld. Þökkum því æsku hans allt fram á þennan dag, sem lagt hefur ljós og orku trúar og elsku yfír brautir sínar, svo að harmur og heilsuleysi urðu að víkja og verða til eflingar andlegum auði íjölskyldunnar að vitnisburði þeirra sem best þekkja og skilja. Sannarlega hefur sjón- deildarhringurinn af Hálogalands- hæð trúar, vonar og ástar hafíð bænir þeirra öllum orðum ofar, svo að þær verða heyrðar, þótt fáir veiti því athygli. Þeir, sem sjá sr. Jón á fögrum, heilögum morgni á göngu til must- erisins okkar, sem nú er farið að kenna við Guðbrand biskup — og er það vél — ættu að vita, að ekk- ert yrði þessum norðlenska dreng og fyrrverandi presti á Bergþórs- hvoli, æðri afmælisgjöf að 90 æviárum kvöddum, en sú orka frels- is og friðar, víðsýnis og visku, sem við upphaf þessarar aldar og raunar allt fram á þennan dag er helsta hnoss íslensku kirkjunnar ofar öll- um orðum. Nú sveipar hnígandi sól yfir Ljósufjöllum geisladýrð kveðjandi hásumardags. Sund og Voga, en ekki síst safnaðarheimilið og kirkj- una, sem eiga að verða sístreymandi lind eilífrar æsku mannsálnanna til að skerpa guðsríki í borginni okkar um ókomnar aldir og um leið Há- logaland æðstu hugsjóna. Megi alfaðir signa níræða dreng- inn þeim ljóma í afmælisgjöf okkur öllum til blessunar. Heill hveiju afmælisbami íslenskrar hásumardýrðar, friðar, frelsis og bræðralags. Arelíus Sr. Jón Skagan er orðinn níræð- ur, elstur vígðra manna í hinni prúðu fylkingu prestastéttar okkar. Hann ber aldurinn vel, beinn í baki, léttur á fæti og glaður í lund. Jón Skagan er fæddur 3. ágúst 1897 á Þangskálum á Skaga. Voru foreldrar hans Jón Vilhjálmur Aðai- pétur Sveinsson frá Hólakoti á Reykjaströnd, Gíslason og kona hans, María Jóhanna Sveinsdóttir bónda á Hrauni á Skaga, Jónatans- sonar. Var þetta Hraunsfólk hávaxið og orkumikið. Jón Vil- hjálmur var lágvaxinn en kvikur í hreyfíngum og stundaði sjó með búskapnum. — Þangskáli er næsti bær við Hraun. Þó hann sé ekki stór er hann notadijúgur því þar er reka- og fískisælt. Jón Vilhjálm- ur var vel hagmæltur, var bama- kennari í áratugi. Hann var maður kirkjurækinn, jafnan meðhjálpari og forsöngvari því hann lærði söng 1886 hjá Lárusi Tómassyni á Sauð- árkróki. — Þau Jón Vilhjálmur og María áttu margt bama, níu kom- ust upp. Jón, sonur þeirra hjóna, var snemma efnilegur til starfa og bók- HAÞi Drifbúnaður fyrir spil o.f I. = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER ar. Varð það til þess að honum var komið til Lúðvíks Kemps bónda á Illugastöðum og konu hans, Elísa- betar Stefánsdóttur, er áttu gott myndarheimili. Þar leið Jóni vel í Laxárdalnum. — Lúðvík Kemp var vel að sér, hafði gagnfræða- og kennarapróf frá Flensborg og próf frá Verslunarskóla íslands. — Lúðvík fór nú að kenna Jóni og tók hann miklum framfömm í lærdómi því hann var bæði skilningsgóður og iðinn. Jón hóf nám við Gagnfræðaskól- ann á Akureyri og lauk þaðan prófí 1916. Settist hann síðan í 4. bekk Menntaskólans í Reykjavík. Lauk hann stúdentsprófí 1919. Vom 29 er útskrifuðust, margt þjóðkunnra manna, em nú flestir fallnir frá. Jón stundaði kennslu í Skagafirði 1919—1920 til að afla sér skotsilf- urs, en 1920 settist hann í guð- fræðideild háskólans. Hann var alinn upp við trúrækni og var vel hugsandi, trúhneigður og átti gott með að semja ræður og kennsla féll honum vel, er hann stundaði með náminu. Hann útskrifaðist 1924 með góðri fyrstu einkunn. Hann fékk Landeyjarþing með bú- setu á Bergþórshvoli. Þaðan er fallegt að líta yfir að húsahlaði Njáls Þorgeirssonar og Bergþóm Skarphéðinsdóttur eins og í fyrri daga. Landið grasi vafíð, tigulegt að líta til Eyjafjallajökuls og fyrir landi Vestmannaeyjar. Hér undi sr. Jón sér vel enda minnti nokkuð á æskuhaga hans útsýnið á Þangskál- um, Fljótafjöll í fjarska og eyjar á Skagafírði. Sr. Jón Skagan kvæntist 28. júní 1924 Jennýju Gunnarsdóttur, bónda á Selnesi á Skaga, Eggerts- sonar. Þau eignuðusý tvær dætur, Maríu rithöfund og Ástríði, er þó uppkomin. Á fyrstu prestsskaparárum sr. Jóns var byggður upp bærinn á Bergþórshvoli úr steinsteypu, burstabær, en þá vildu menn líkja eftir gömlu torfbæjunum. Þeim séra Jóni og Jennýju vegn- aði vel á Bergþórshvoli, söfnuðinum 41! féll vel við þau hjón, hann var fé- lagslyndur, lundgóður en hélt vel á sínum skoðunum og var mælskur. Hann var því í Landeyjunum sáttur við Guð og menn. Vitnar þar um að er honum var veitt Viðvík 1937, nálægt átthögum þeirra hjóna, var skorað á hann af söfnuðinum að sitja kyrr á Bergþórshvoli. Sr. Jón fékk lausn frá prestsskap 1944 og fékk starf hjá ríkisféhirði og starfaði þar frá 1945—57. Þá varð hann æviskrárritari á Þjóð- skjalasafninu. Þetta var nýstofnað embætti og starfaði hann við það til 1967 er það var lagt niður. Sýnir það að sr. Jón var fjöl- hæfur maður til orðs og æðis. Hann stundaði ávallt nokkuð kennslu er honum veittist létt, því hann var gæddur góðri frásagnargáfu. Sr. Jón hefur ritað margar greinar í blöð og tímarit. Einnig hefur komið eftir hann Saga Hlíðarenda í Fljótshlíð og Saga Magnúsar á Skúmstöðum auk þriggja minn- ingabóka. Afmælisbók með Orðs- kviðum Salómons 1947. Bókum þessum hefur verið vel tekið. Þegar sr. Jón settist að í Reykjavík hafði Félag fyrrverandi sóknarpresta verið stofnað 1939 og starfað við góðan orðstír. Fljótlega mun sr. Jón hafa gengið í það og verið starfsamur meðlimur enda á góðum aldri. Var um árabil í stjórn þess og formaður í fimm ár. Hann hefur lengst presta starfað í félag- inu og er elsti félagi þess nú og furðu em. Hann sækir fundi þegar heilsa leyfír, enda mun hann hafa verið reglusamur um ævina og stundað Möllers-æfíngar frá skóla- árum og fram á þennan dag. Sr. Jón Skagan og Jenný Guð- mundsdóttir, kona hans, hafa verið í hjónbandi í 63 ár og famast vel. Kona hans hefur átt við heiláubrest að stríða og dvelur nú Hafnarbúð- um. Sr. Jón vitjar hennar daglega að kalla má. Félagsbræður hans og vinir í prestastétt ósk honum allrar blessunar og við þökkum honum liðna tíð. Pétur Þ. Ingjaldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.