Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987 Suður-Kórea: Reuter Jaffna, Reuter. SKÆRULIÐAR tamila, „Tígrarnir", á Sri Lanka lögðu Ítalía: Goria fær trausts- yfirlýsingu Rómarborg, Reuter. RÍKISSTJÓRN Giovanni Goria, 47. stjórn Ítalíu frá stríðslokum, fékk traustsyfirlýsingu þingsins f gær og hefur þennig treyst sig f sessi. Með þessari traustsjrfirlýsingu neðri deildar þingsins lýkur fimm mánaða langri syórnarkreppu ítala. Öldungadeiidin samþykkti trausts- yfirlýsingu sína í liðinni viku. 371 þingmaður var yfirlýsingunni sammála, en 237 á móti. Hefð er fyrir því 'aítalfu að nýmynduð stjóm leiti trausts þingsins áður en hún telst að fullu tekin starfa. Roh Tae Woo kjörinn forseti stjórnarflokksins Indverskir hermenn standa vörð um vopn, sem tamílskir skæruliðar afhentu í gær. Sri Lanka: Formleg upp- gjöf „Tígranna“ Seoul, Reuter. LÝÐRÆÐISLEGI réttlætisflokk- urinn, stjórnarflokkur Suður- Kóreu, kaus sér nýjan forseta í gær. Roh Tae Woo varð fyrir valinu sem eftirmaður Chuns Doo Hwan, sem sagði af sér embætti í sfðasta mánuði eftir margra vikna óeirðir og mót- mæli gegn stjórninni. Roh er frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum, sem fram munu fara síðar á þessu ári. Hann var kjörinn í ieynilegri atkvæða- greiðslu 600 flokksfulltrúa. Stjómarflokkurinn og helsti stjómarandstöðuflokkurinn, Lýð- ræðislegi sameiningarflokkurinn, hafa undanfarið fundað um stjóm- arskrárbreytingar, sem tryggja eiga að forsetinn verði kosinn beinni, lýðræðislegri kosningu. í ræðu sinni í gær sagði Roh: „Ég mun gera mitt ýtrasta til þess að gera komandi kosningar sem réttlátastar og frjálsastar og mun framfylgja kröfum stjómarandstöð- Reuter Roh veifar hér flokksfánanum eftir að hann var kjörinn forseti flokks síns í gær. unnar um umbætur eins og unnt er.“ Roh var áður næstráðandi flokksins. í júní kom hann þjóðinni á óvart er hann féllst á kröfur stjómarandstöðunnar um beinar forsetakosningar og fékk Chun for- seta til þess að samþykkja tillöguna. Talsmaður stjómarandstöðunnar fagnaði iqori Rohs og sagði hann hafa tekið við raunverulegri stjóm flokksins af Chun. Chun var út- nefiidur heiðursforseti flokksins. í gær ræddu fulltrúar stjómar og stjómarandstöðu um afnám rit- skoðunar kvikmynda og réttar lögreglu til að fangelsa menn án dóms. Viðræðumar eru liður í samningu nýju stjómarskrárinnar. Báðir aðilar hafa komið sér sam- an um að semja fyrst um mál, þar sem lítið ber í milli, áður en tekist verður á við alvarleg ágreiningsmál á borð við kosningaaldur. Stjómar- andstaðan vill kosningaaldur lækkaðan í 18 ár úr 20, þar sem hún þykist viss um stuðning æsk- unnar. Stjómarflokkurinn er hins vegar á móti lækkuninni. Viðræð- unum á að ljúka 20. ágúst. niður vopn við formlega athöfn í gær á herflugvellinum á Palaly á Jaffna-skaga. Athöfnin tók aðeins um fimm mínútur. Einn af foringjum skæm- liðanna, Dilip Yogi, rétti vamar- málaráðherra eyjarinnar, Sepala Attygalle, skammbyssu sína. Skæmliðar, sem viðstaddir vom, mæltu ekki orð frá vömm allan tímann og Dilip Yogi var fluttur á brott í skyndi af indverskum her- mönnum og talaði ekki við frétta- menn. Prabhakaran, æðsti foringi „Tígranna" var ekki viðstaddur at- höfnina. Attygalle sagði þennan dag „sögulegan fyrir framtíð Sri Lanka" og afhenti skæmliðunum skjal frá Jayewardene forseta, þar sem þeim er tryggð almenn friðhelgi. Harkirat Singh majór, yfirmaður indversku friðargæslusveitanna á eynni, sagði að uppgjöfin myndi taka um §órá daga í framkvæmd. Hann bjóst við að aðrar minni skæmliðahreyfingar, sem barist hafa við hlið „Tígranna" muni einn- ig gefast upp. Reuter Slökkviliðsmenn berjast við eldinn nálægt bænum Aljezur, um 100 kílómetra norðvestur af Albufeira. Skógareldar í Algarve Hefur ekki valdið íslenskum sólar- landaf örum óþægindum Lissabon, Reuter. SKÓGARELDAR hafa undanfar- ið geisað í héraðinu Algarve í Suður-Portúgal. Á mánudaginn neyddist lögregla til þess að stöðva alla umferð um aðalveg- inn frá Lissabon til suðurhluta héraðsins vegna þess að útsýni Lesendabréf í Prövdu: Stríðskempur hunds- aðar við heimkomuna Villandi fréttir af stríðinu í Afganistan Moftkvu, Reuter. PRAVDA, málgagn sovéska IrnmmóniataflrtkkninB, birti í gær lesendabréf frá ættingjum sovéskra hermanna sem barist hafa í Afganistan. Kvörtuðu lesendur yfir fréttaflutningi sovéskra fjölmiðla af gangi stríðsins og þeirri meðferð sem stríðskempur sættu er þær sneru heim. Anatoly Shevchenko, sem missti son sinn (Afganistan, sagði í bréfí sínu að fréttaflutningur sovéskra fjölmiðla af bardögum frelsissveita afganskra skæruliða og hermanna Sovétríkjanna, sem beijast við hlið afganskra stjóm- arhermanna, væri oft á tíðum í engu samræmi við raunveruleik- ann. „Það er sláandi hversu yfirborðskenndar og óraunsæjar fréttir eru birtar af atburðum í Afganistan auk þess sem þær birtast með höppum og glöppum. Ég veit ekki um aðra en þetta veldur mér þungum áhyggjum," sagði í bréfi hans. Blaðið birti útdrátt úr nokkrum lesendabréfum og sagði P. Stud- enikin, einn fréttaskýrandi blaðs- ins, að fjölmiðlar hefðu ekki verið búnir undir langvarandi dvöl so- véska herliðsins (Afganistan, sem réðst inn í landið árið 1979. „Þá birtum við fréttir af vinar- þeli sovéskra hermanna ( garð Afgana, aðstoð iækna okkar við bamshafandi konur og glæstum sigrum afganska stjómarhers- ins,“ ritaði Studenikin í málgag- nið. Sovéskir Qölmiðlar skýra öðru hvoru frá hemaðaraðgerðum innrásarliðsins og afganska stjómarhersins en fréttir af mann- falii em ekki birtar. Talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins skýrði hins vegar frá því (síðasta mánuði að mannfall hefði aukist á þessu ári. Studenikin sagði að Prövdu hefði borist mikill fjöldi bréfa þar sem lesendur létu í ljós vonbrigði sín yfír hlutskipti þeirra sem snem heim úr stríðinu. Embættismenn vildu ekkert fyrir þá gera og stjómvöld hundsuðu þá. Bréfritari einn sagði frá hermanni sem ekki hefði fengið vinnu er hann lauk herþjónustu í Afganist- an. í öðm bréfi sagði frá hermanni sem misst hafði fótinn í bardögum í Afgani8tan og þyrfti nú að gera sér að góðu að búa ( hlöðu. var ekkert fyrir reykjarmekki. Um 140 íslendingar eru nú í Alg- arve í sumarleyfi, en þeir búa fjarri eldunum og hafa ekki orð- ið fyrir neinum óþægindum. Hundmðir slökk\iliðsmanna og sjálfboðaliða hafa barist við eldinn, sem hefur brennt nokkra sveitabæi. Enginn hefur þó slasast og embætt- ismenn I nágrenni eldanna sögðu að slökkviliðið hefði stjóm á þeim. íslendingamir í Algarve em á vegum ferðaskrifstofunnar Útsýn- ar. Þeir em staðsettir í bænum Albufeira og nágrenni hans, um 100 kílómetra frá eldunum. Morgun- blaðið hafði í gær samband við fararstjóra hópsins, Jens Einarsson. Hann sagði að íslendingamir hefðu aðeins frétt af eldunum í sjónvarpi og ekki orðið fyrir neinum óþægind- um vegna þeirra. Umferðarstöðvun- in á mánudag hefði heldur ekki orðið neinum til trafala, þótt flöl- margir úr hópnum hefðu bfla á leigu. Skógareldar koma upp á hveiju sumri í Portúgal og eyða þúsundir hektara skóglendis árlega. í fyrra- sumar létust 15 sjálfboðaliðar, sem börðust við skógareld og árið áður 14. Pentagon: Vopnað- ur maður skotinn Washington, Reuter. VÖRÐUR í bandaríska varaar- málaráðuneytinu, öðru nafni Pentagon, skaut i gær til bana mann, sem dró fram skammbyssu þegar hann hugðist leita inn- göngu. Að sögn embættismanna krafðist maðurinn þess að fá að ræða um kjamorkuflaugar og ruddist fram hjá öryggisvörðum í átt að skrifstofum starfsmanna- stjóra ráðuneytisins. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) bar kennsl á manninn og sagði að hann hefði borið nafnið Dwain Wallace. Að sögn embættismanna er talið víst að hann hafi átt við geðræn vandamál að stríða og hafði hann ieitað sér geðhjálpar í heimafylki sinu, Ohio. Ekki er vitað til þess að óboðnir gestir hafi áður verið skotnir í vamar- málaráðuneytinu. Þar hefur styijöld- um aftur á móti oft verið mótmælt með friðsamlegum hætti. Svíþjóð: Hafnarverk- falli lokið Frá Erík Liden, fréttaritara Morgun- bladsins í Stokkhólmi. SÆNSKA hafnarverkfallinu lauk í gær, er sáttasemjara tókst að jafna deilur innan sænska al- þýðusambandsins um það í hvaða verkalýðsfélagi kranastjórar eigi að vera. Kranastjórarnir snúa nú aftur til starfa eftir að hafa verið I verkfalli i mánuð. Deilan hófst í bænum Köping við Löginn. Þar hafa fyrirtæki ( bænum tekið við skipulagningu hafnarstarf- seminnar af bæjarfélaginu sjálfu. Sænska alþýðusambandið taldi að kranastjóramir við höfnina ættu ekki að vera í verkalýðsfélagi bæjarstarfs- manna, heldur félagi flutninga- manna. Það vildu bæjaryfirvöld, með bæjarstjómarforsetann Sigvard Maijasin í fararbroddi, ekki sam- þykkja og þá fóru kranastjórar ( verkfall. Sjálfur forsætisráðherrann, Ingvar Carlsson, hvatti Maijasin til þess að bijóta odd af oflæti sínu og semja við alþýðusambandið. í gærmorgun báru svo samningaviðræðumar þann árangur að hafnarkranastjórar skiptu um verkalýðsfélag og snem aftur til starfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.