Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987 49 Glaumgosi í hjónasængina Nú mun í bígerð að Philippe Junot, sem áður var kvæntur Karólínu Mónakóprinsessu, og hin sænska Nina Wendelboe gifti sig í sumar. Hann er 47 ára en hún ekki nema 24 ára gömul. Þau hittust í fyrsta skipti fyrir tveimur árum í veislu í New York og hafa verið miklir kærleikar með þeim siðan. Nina þessi er hávaxin, ljóshærð og að sögn vel gefín stúlka. Hún nam á sínum tíma hag- fræði, stærðfræði og efnafræði í Georgetown haákóla í Washington. Hún hefur verið búsett í Banda- ríkjunum í fímm ár og er nýlega flutt frá Washington til New York, en þar á Philippe einn af mörgum dvalarstöðum sínum. Fjölskylda hennar mun hafa fallið fyrir töftnjm hans og er mjög ánægð með ráða- haginn. Foreldrar hennar eru sestir í helgan stein og búa nú í Dan- mörku. Nína er ekki hið minnsta bangin við kvensama fortíð eigin- mannsins tilvonandi og mun hafa sagt við eitt tækifæri að pabbi hennar, Erik Wendelboe, hafí verið einn af mestu glaumgosum Svíþjóð- ar - þangað til að hann hafí gift sig. „Við höfum ákveðið að gifta okk- ur í Danmörku,“ segir Philippe, „því að foreldrar Nínu búa þar. Við höfum enn ekki ákveðið giftingar- daginn, en hann verður í sumar." Hin tilvonandi ektahjón ætla að búa helming ársins í Madrid og hinn í New York. Þau eru að hugsa um að reyna að koma á fót tölvufyrir- tæki í Madrid, en hún hefur unnið á því sviði í Bandaríkjunum og hann talar spænsku reiprennandi. Philippe Junot horfir íbygginn á verðandi ektakvinnu sína, Ninu Wendelboe frá Svíþjóð. Sarah hin líflega og mamman Sarah prinsessa hin breska er geysimikill áhugamaður um tenn- is. Það er líka móðir hennar Susan. En móðirin er gift og búsett í Argentínu þannig að þeim gefst ekki oft tími til að fara á tennis- leiki saman. Þegar Wimnbledon-keppnin í tennis var haldin í ár gat mamman þó ekki á sér setið heldur fór heim til Bretlands í heim- sókn og mæðgumar fylgdust að sjálfsögðu gaumgæfílega með framvindu mála á vellinum. Sarah er alveg sérlega lifandi persóna og eru svipbrigði hennar fréttaljósmyndumm um heim allan óþrjót- andi myndefni. Móðir hennar virðist ekki heldur tiltakanlega stirð í andliti og er að sjá af svip mæðgnanna á þessari mynd, sem tekin var á Wimbledon, að eitthvað stórfurðulegt hafí gerst á tennisvellinum. George Michael og kærastan hans, Kathy Jeung förðunar- meistari í Hollywood, setja öryggi á oddinn. Köllunarraunir poppara George Michael, fyrmrn helming- ur WHAM-dúettsins, hefur nú um nokkra hríð verið á bannlista margra útvarps- og sjónavarpsstöðva með lagið sitt, I Want Your Sex. Útvarp BBC spilar lagið aðeins eftir klukkan níu á kvöldin og sjónvarp BBC hefur alfaríð neitað að sýna myndbandið með laginu. í Banda- ríkjunum hefur MTV sjónvarpsstöðin sem sýnir svo til eingöngu músík- myndbönd og er ýmsu vön, neitað að sýna myndbandið í upprunalegri útgáfu og beðið George Michael að breyta því í þriðja skipti, en fyrri tvær breytingamar vom ekki nógu gagngerar að mati sjónvarpsstöðvar- innar. Margar bandarískar útvarps- stöðvar spila lagið ekki heldur. Michael er að eigin sögn vonsvik- inn yfír þessari meðferð á sér og laginu, því hann hafi samið það sérs- taklega til að hvetja fólk til þess að eiga aðeins einn maka á þessum síðustu og verstu tímum eyðnivei- mnnar. Um bandaríska fjölmiðla segir hann: „Mér fínnst ógnvænlega mikil ritskoðun vera að læðast inn í bandaríska fjölmiðla og maður hefði haldið að þeir sem telja sig vera að vinna í þágu ungs fólks væm búnir að gera sér ljóst að öll ritskoðun gerir hlutina helmingi meira aðlað- andi.“ COSPER — Biddu hann um að tala svolfið hærra, ég heyri ekkert hvað hann er að segja. Fyrstu haustvörurnar komnar VWAN 5; international 5PECTOR'5 Laugavegi 45 - Sími 11388
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.