Morgunblaðið - 06.08.1987, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987
49
Glaumgosi í
hjónasængina
Nú mun í bígerð að Philippe
Junot, sem áður var kvæntur
Karólínu Mónakóprinsessu, og hin
sænska Nina Wendelboe gifti sig í
sumar. Hann er 47 ára en hún ekki
nema 24 ára gömul.
Þau hittust í fyrsta skipti fyrir
tveimur árum í veislu í New York
og hafa verið miklir kærleikar með
þeim siðan. Nina þessi er hávaxin,
ljóshærð og að sögn vel gefín
stúlka. Hún nam á sínum tíma hag-
fræði, stærðfræði og efnafræði í
Georgetown haákóla í Washington.
Hún hefur verið búsett í Banda-
ríkjunum í fímm ár og er nýlega
flutt frá Washington til New York,
en þar á Philippe einn af mörgum
dvalarstöðum sínum. Fjölskylda
hennar mun hafa fallið fyrir töftnjm
hans og er mjög ánægð með ráða-
haginn. Foreldrar hennar eru sestir
í helgan stein og búa nú í Dan-
mörku. Nína er ekki hið minnsta
bangin við kvensama fortíð eigin-
mannsins tilvonandi og mun hafa
sagt við eitt tækifæri að pabbi
hennar, Erik Wendelboe, hafí verið
einn af mestu glaumgosum Svíþjóð-
ar - þangað til að hann hafí gift sig.
„Við höfum ákveðið að gifta okk-
ur í Danmörku,“ segir Philippe,
„því að foreldrar Nínu búa þar. Við
höfum enn ekki ákveðið giftingar-
daginn, en hann verður í sumar."
Hin tilvonandi ektahjón ætla að
búa helming ársins í Madrid og hinn
í New York. Þau eru að hugsa um
að reyna að koma á fót tölvufyrir-
tæki í Madrid, en hún hefur unnið
á því sviði í Bandaríkjunum og hann
talar spænsku reiprennandi.
Philippe Junot horfir íbygginn á
verðandi ektakvinnu sína, Ninu
Wendelboe frá Svíþjóð.
Sarah hin líflega
og mamman
Sarah prinsessa hin breska er geysimikill áhugamaður um tenn-
is. Það er líka móðir hennar Susan. En móðirin er gift og búsett
í Argentínu þannig að þeim gefst ekki oft tími til að fara á tennis-
leiki saman. Þegar Wimnbledon-keppnin í tennis var haldin í ár gat
mamman þó ekki á sér setið heldur fór heim til Bretlands í heim-
sókn og mæðgumar fylgdust að sjálfsögðu gaumgæfílega með
framvindu mála á vellinum. Sarah er alveg sérlega lifandi persóna
og eru svipbrigði hennar fréttaljósmyndumm um heim allan óþrjót-
andi myndefni. Móðir hennar virðist ekki heldur tiltakanlega stirð í
andliti og er að sjá af svip mæðgnanna á þessari mynd, sem tekin var
á Wimbledon, að eitthvað stórfurðulegt hafí gerst á tennisvellinum.
George Michael og kærastan hans, Kathy Jeung förðunar-
meistari í Hollywood, setja öryggi á oddinn.
Köllunarraunir
poppara
George Michael, fyrmrn helming-
ur WHAM-dúettsins, hefur nú
um nokkra hríð verið á bannlista
margra útvarps- og sjónavarpsstöðva
með lagið sitt, I Want Your Sex.
Útvarp BBC spilar lagið aðeins eftir
klukkan níu á kvöldin og sjónvarp
BBC hefur alfaríð neitað að sýna
myndbandið með laginu. í Banda-
ríkjunum hefur MTV sjónvarpsstöðin
sem sýnir svo til eingöngu músík-
myndbönd og er ýmsu vön, neitað
að sýna myndbandið í upprunalegri
útgáfu og beðið George Michael að
breyta því í þriðja skipti, en fyrri
tvær breytingamar vom ekki nógu
gagngerar að mati sjónvarpsstöðvar-
innar. Margar bandarískar útvarps-
stöðvar spila lagið ekki heldur.
Michael er að eigin sögn vonsvik-
inn yfír þessari meðferð á sér og
laginu, því hann hafi samið það sérs-
taklega til að hvetja fólk til þess að
eiga aðeins einn maka á þessum
síðustu og verstu tímum eyðnivei-
mnnar. Um bandaríska fjölmiðla
segir hann: „Mér fínnst ógnvænlega
mikil ritskoðun vera að læðast inn í
bandaríska fjölmiðla og maður hefði
haldið að þeir sem telja sig vera að
vinna í þágu ungs fólks væm búnir
að gera sér ljóst að öll ritskoðun
gerir hlutina helmingi meira aðlað-
andi.“
COSPER
— Biddu hann um að tala svolfið hærra, ég heyri ekkert hvað
hann er að segja.
Fyrstu haustvörurnar komnar
VWAN 5;
international
5PECTOR'5
Laugavegi 45 - Sími 11388