Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987 Mm FOLK $ Marki fagnað Ari Haan, þjálfari Stuttgart, fagnar hér skallamarki Ásgeirs Sigurvinsson- ar gegn Homburg um síðustu helgi. Ásgeir skoraði síðast með skalla fyrir fimm árum í leik gegn Numberg. KNATTSPYRNA Samkeppni umbeztu Ijósmynd ársins SAMTÖK1. daHdariiða íknatt- spyrnu, Samtök íþróttafrótta- manna, samtök 1. deildarleik- manna og ferðaskrifstofan Samvinnuferöir-Landsýn hafa ákveöið aö efna til samkeppni meðal Ijósmyndara dagblaða, vikublaða og tímarita um beztu Ijósmynd frá leikjum sumarsins M.deild. Veitt verða ein verðlaun og tvær viðurkenningar í mótslok. Fyrstu verðlaunin verða helgarferð til Amsterdam í fylgd nýbakaðra íslandsmeistara í haust. Úrslitin verða tilkynnt í lokahófi leikmanna 1. deildar 13. september nk. í dóm- nefnd samkeppninnar sitja Halldór B. Jónsson, formaður Samtaka 1. deildarliða, Skúlu Unnar Sveinsson, formaður Félags íþróttafréttarit- ara, Stefán Jóhannsson, formaður Samtaka 1. deildarleikmanna, Frið- þjófur Helgason, fyrrverandi blaðaljósmyndari, og Tómas Þór Tómasson frá Samvinnuferðum- Landsýn. TENNIS íslandsmótið , um helgina Islandsmótið í tennis verður fer fram um helgina á tennisvöllum Vikings í Fossvogi. Keppt verður í einliðaleik karla og kvenna, tvíliða- leik og tvenndarieik. Keppni verður frá föstudegi til sunnudags. Þátt- töku þarf að tilkynna fyrir kl. 20.00 ^kvöld í síma 82266. ■ ÞRÍR kylfingar, að minnsta kosti, afrekuðu það á Landsmótinu í golfi að fara það sem kylfingar kalla „eagle" en það merkir að menn leiki ákveðna holu á tveimur höggum undir pari. Jóhann P. Andersen úr Golfklúbbi Grindavík- ur lék fyrstu holuna annan dag keppninnar á tveimur höggum en brautin er 307 metra löng og par fjórir. Á öðrum degi meistaraflokk- skeppninnar lék Sigurður Haf- steinsson úr Golfklúbbi Reylq'avík- ur sama leikinn á 13. braut. Sigurður setti niður 105 metra „pútt“ í öðru höggi en brautin er 337 metra löng og par fjórir. ís- landsmeistarinn, Úlfar Jónsson úr Keili, lék sama leikinn síðasta keppnisdaginn en þá snaraði hann kúlunni í aðra holu vallarins á að- eins þremur höggum, en brautin er 462 metrar og par fímm. ■ EINAR Þorvarðarson, mark- vörður íslenska landsliðsins í handbolta, ákvað að leika með Val næsta keppnistímabil, en hann lék með liðinu áður en hann fór til Spánar. Fram og Stjaman höfðu einnig áhuga á að fá Einar. ■ PÁLMAR Sigurðsson og Ólaf- ur Rafnsson, landsliðsmenn Hauka í körfuknattleik, hafa tekið að sér rekstur nýs gistiheimilis í Hafnar- fírði, Bergs, sem verið er að taka í notkun um þessar mundir. ■ EINARI Vilhjálmssyni, spjót- kastara, var boðið að keppa á UNDANKEPPNI úrslita fs- landsmótsins í knattspyrnu í 4. og 5. flokki hefst í kvöld á Akureyri og Husavík. Fimm lið leika um tvö sæti í úrslita- keppninni, en þar hafa sex lið tryggt sór þátttöku í hvorum flokki. ijú efstu liðin í a-riðli, tvö efstu í b-riðli og sigurvegarar í e- riðli fara sjálfkrafa í úrslitakeppn- ina, en flórða lið í a-riðli, annað lið í e-riðli og sigurvegarar í c-, d- og f-riðli leika um lausu sætin í hvorum flokki. í §órða flokki eru ÍA, Fram, KR, Valur, ÍR og Þór komin í úrslit, en stórmótinu á Bislett í Osló í gær- kvöldi. Mótshaldarar vildu ólmir fá hann til Osló eftir að hann setti Norðurlandametið og eftir sigurinn á stórmótinu í Róm 22. júlí sl. Ein- ar afþakkaði hins vegar gott boð þar sem mótið féll ekki inn í áætlan- ir hans og undirbúning vegna heimsmeistaramótsins í fijálsíþrótt- um í Rómaborg 29. ágúst til 6. september nk. Einar kepppir á Laugardalsvelli um helgina, síðan á stórmótum í London og Köln um aðra helgi. Sigurður Einarsson, sem er þriðji bezti spjótkastari á Norðurlöndum í dag, keppir á sömu mótum, en hann kemur til landsins í dag úr þriggja vikna æfingaferð til Bandaríkjanna. ■ FRÍMANN Hreinsson FH og Guðrún Arnardóttir UBK, keppa í dag á Evrópumeistaramóti ungl- inga í frjálsíþróttum. Mótið hefst í dag og lýkur á sunnudag, en það fer fram í Birmingham á Englandi. Frímann keppir í 10 km hlaupi og Guðrún í 100 metrum. Guðrún keppir á laugardag í 200 metrum. ■ SKÚLI Agústsson, Golfklúbbi Akureyrar, bættist í hóp einheija er hann fór holu í höggi á 6. braut golfvallarins á Akureyri í vikunni fyrir landsmót golfleikara, sem haldið var þar nyrðra í síðustu viku. Skúli skellti sér því í Einheijakeppn- ina, sem jafnan fer fram daginn fyrir landsmót. Lánið elti hann ekki þar. Sigurvegari varð Magnús Þróttur Reykjavík, Höttur, Bolung- arvík, KA og UBK leika um lausu sætin. f fímmta flokki eru Valur, KR, ÍA, ÍBK, Leiknir og KA komin í úrslit, en Grótta, Leiknir Fáskrúðsfirði, Bolungarvík, Völsungur og FH leika um lausu sætin. Undankeppnin hefst í dag og henni lýkur á sunnudaginn, en úrslita- keppnin verður 20.-23. ágúst; fjórði flokkur leikur á Akranesi og fimmti flokkur í Keflavík. Undankeppnin í flórða flokki fer hins vegar fram á Ákureyri og í fimmta flokki á Húsavík og er niðurröðun leikja eftirfarandi: Birgisson, Golfklúbbinum Keili, annar varð Ragnar Ólafsson, Golf- klúbbi Reykjavíkur og þriðji Björn Axelsson, Golfklúbbi Ákureyrar. ■ WAYNE Clarke skoraði eina markið í leik Everton og Coventiy á laugardaginn um enska góðgerð- arskjöldinn. Sigur Everton var sanngjam, en um 50 þúsund áhorf- endur voru á bandi Coventry og hvöttu liðið ákaft. ■ ALBERTO Cova, ítalski hlaupagarpurinn sem varð Evrópu- meistari 1982, heimsmeistari 1983 og ólympíumeistari 1984 í 10 km hlaupi, hefur ákveðið að keppa ekki á heimsmeistaramótinu í fijálsí- þróttum, sem haldið verður bráð- lega í heimaborg hans, Róm. Cova hefur gengið illa í keppni að undanf- ömu og ætlar hann að taka sér hvfld frá æfíngum og keppni fram á haust í þeirri von að Eyjólfur hressist. Vonast hann til að komast í sína beztu æfingu fyrir Ólympíu- leikana í Seoul á næsta ári. ■ MANCHESTER United fær ekki sovézka markvörðinn Rinat Dasseyev til liðs við sig. Félagið hefur róið að því öllum ámm að fá Dasseyev til sín en hefur ekki haft erindi sem erfiði. ■ HAMBURGER SV fékk heldur ekki þann markvörð, sem þjálfari félagsins, Felix Magath, vildi fá í stað Uli Stein. Magath reyndi að kaupa danska landsliðsmarkvörðinn Troels Rasmussen frá Árósafélag- inu AGF en félagið krafðist fjög- urra milljóna danskra króna, jafnvirði 23ja milljóna ísl. króna, fyrir hann. HSV var ekki reiðubúið að borga svo mikið fyrir Rasmussen og keypti því júgóslavneska mark- vörðinn Mladen Pralija, sem leikið hefur á Spáni, fyrir jafnvirði fjög- urra milljóna ísl. kr. Uli Stein var nýlega rekinn frá HSV fyrir að hafa brotið mjög gróflega af sér á knattspymuvellinum. 4. flokkur á Akureyri 6.8. Þróttur-Höttur kl.1800 6.8. Bolungarvík-KA kl.1920 7.8. UBK-Þróttur kl.1800 7.8. Höttur-Bolungarvík kl. 1920 8.8. Bolungarvík-UBK kl.1000 8.8. KA-Höttur kl.1120 8.8. Þróttur-Bolungarvfk kl. 1800 8.8. UBK-KA kl.1920 9.8. Höttur-UBK kl.1400 9.8. KA-Þróttur kl.1620 5. flokkur á Húsavik 6.8. Grótta-Leiknir kl.1800 6.8. Bolungarvík-Völsungur 1910 7.8. FH-Grótta kl.1800 7.8. Leiknir-Bolungarvík kl.1910 8.8. Bolungarvík-FH kl.1000 8.8. Völsungur-Leiknir kl.1110 8.8. Grótta-Bolungarvfk kl.1800 8.8. FH-Völsungur kl.1910 9.8. Leiknir-FH kl. 1400 9.8. Völsungur-Grótta kl.1510 Undankeppni úrslita 4. og 5. flokki í knattspymu fer fram á Akureyri og Húsavík og hefst í kvöld. Undankeppni úrslita hefst í kvöld FRJÁLSAR Bláskóga- skokk um helgina Bláskógaskokkið svonefnda verður haldið næstkomandi sunnudag, 9. ágúst, en um er að ræða langhlaup á heiðinni milli Þingvallavatns og Laugar- vatns. Bláskógaskokkið hefst við Gjá- bakka austan við Þingvalla- vatn á veginum yfir til Laugavatns. Hlaupið er yfir Lyngdalsheiðina og endað að Laugarvatni. Vegalengdin er um 13 kílómetrar. Ennfremur verður boðið upp ,á 5,5 kflómetra skokk. Hefst það við svo- kallaðan Vallaiæk á Lyngdalsheiði. í báðum hlaupunum er keppt í þremur flokkum karla og kvenna, 15 ára og yngri, 16-34 ára og 35 ára og eldri. Drengjamet í sleggjukasti Jón Sigfússon, KR, setti á dögun- um drengjamet í sleggjukasti á innanfélagsmóti KR. Hann kastaði 42,48 metra og bætti þar með 26 ára gamalt met Jóns Þormóðsson- ar, IR, sem var 42,08 m. GOLF Opið mót á Eskifirði Opna Mazda-mótið verður hald- ið hjá Golfklúbbi Eskifyarðar um helgina, 8.-9. ágúst. Leiknar verða 36 holur með og án forgjafar í karla- og kvennaflokki. Tilkynna þarf þátttöku fyrir föstudagskvöld í síma 97-6294 eða 97-6153. Einherja- keppni GR jr Idag fimmtudag fer fram Ein- heijakeppni Golfklúbbs Reykjavíkur í Grafarholti. Þátt- tökurétt hafa allir meðlimir klúbbs- ins, sem hafa farið holu í höggi. Leiknar verða 18 holur, höggleikur með forgjöf. Ræst verður út kl. 17.00. NORWAY-CUP íslensku liðin stóðu sig vel FRAMMISTAÐA 4. flokks Þróttar og 3. flokks Selfoss í Norway Cup var mjög góð — bæði lið komust í úrslitakeppn- ina eftir að hafa sigrað í sínum riðlum íforkeppninni. Frá JóniÓttari Karlssyni íNoregi Þróttarar voru slegnir út í 32 liða úrslitum af norska liðinu Pors, töpuðu 1:0. í þessum aldurs- flokki voru um 240 þátttökulið. Selfyssingar stóðu sig enn betur og komust í 16 liða úr- slit, þar sem þeir töpuðu 1:0 fyrir norska liðinu Eik eftir að hafa haft yfirhöndina svo að segja allan leik- inn. Þátttökulið í þessum aldurs- flokki voru um 260 og geta Selfyssingar því vel við unað. Það er vonandi að fleiri íslensk lið verði með í Norway Cup næsta ár því frammistaða Þróttar og Selfoss sýnir og sannar að íslensk knatt- spyma stendur vel á meðal þeirra bestu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.