Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 56
I 56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987 VETRAROLYMPIULEIKARNIRICALGARY1988 I vn^m^M Tákn Vetrarólympíuleikanna Bangsarnir Hidy og Howdy verða tákn ólympfuleikanna í Calgary á næsta ári. Þetta mun verða í fyrsta skipti sem verndardýr Ólympfuleika eru bæði karl- og kvenkyns. í baksýn sést Saddledome en þar verður keppt í listdansi á skautum qg íshoggí. Calgary Þarfara vetrarólympíuleikarnír á næsta ári fram A „Olympic Park" svæðinu verður keppt í skiðastökki, bobsleðakeppni og skfða- fimi. Á XI. ólympíuþinginu, sem haldið var í Baden Baden í Vestur-Þýskalandi í september 1981, ákvað Alþjóðaóly m píu- nefndin að XV. Vetrarólympíu- leikamir 1988 skyldu haldnir í Calgary í Kanada. í apríl 1882 skipaði Alþjóðaólympíunefndin nefnd, OCO '88, sem átti að sjá um skipulagningu og fram- kvæmd leikanna. í febrúar 1983 staðfesti síðan borgar- stjórn Calgary ábyrgð sína á Vetrarólympfuleikunum 1988 ásamt kanadíska ólympíusam- bandinu með því að fela OCO '88 f ullt umboð til framkvœmda fyrir þeirra hönd. Karl Guölaugsson skrifar frá Calgary Calgary er næstfjölmennasta borg Alberta-fylkis, með rúm- lega 640.000 íbúa. Hún er í niður- hluta fylkisins rúmlega 200 km frá landamærum Bandaríkjanna og er um 100 km frá rót- um Klettafjallanna, sem blasa við í vestri. Staðsetning borgarinnar í 1100 metra hæð inni í landi gefur mörgum þá hugmynd að þar séu mjög kaldir vetur vegna „ríkjandi" meginlandsloftslags. Svo er þó ekki. Mjög algengt er að hlýir og þurrir vindar blási niður austurhlíðar Klettafjallanna sem geta breytt hit- anum um og yfír 33°C. Þessir hlýju vindar sem við þekkjum undir nafn- inu hnúkaþeyr valda því að meðal- hiti vetrarmánaðanna er tæplega -9CC. Sumrin eru mjög hlý og ekki er óalgengt að hitinn fari yfir 30°C. Um 1970 voru íbúar Calgary aðeins rúmlega 385.000 en á áratugnum 1970—1980 voru miklir uppgangs- tímar þar. Aukin olíuvinnsla samfara hækkandi olíuverði bætti efnahagslífið, framboð á atvinnu jókst og fólki fjölgaði. Byggingar spruttu upp og á þeim tíma byggð- ust skýjakljúfarnir, sem eru æðsta einkenni miðborgarinnar og háskól- inn í Calgary, frá 1960—1975, en þar stunda um 20.000 nemendur nám. ístondingaklúbbur íCalgary Flest fólk hefur atvinnu við olíuiðn- aðinn og atvinnugreinar tengdar honum. Einnig starfa mjög margir við flutningsþjónustu. Bæði þjóð- vegurinn og járnbrautin milli austurs og vesturs liggja í gegn um. borgina og flughöfnin í Calgary er ein sú stærsta í Kanada með yfir 800 innanlandsflug og 150 milli- landaflug í hverri viku. Calgary er í dag miðstöð olíu- og gasvinnslu í Vestur-Kanada og eru m.a. aðal- stöðvar Kanadíska ríkisölíufélags- ins þar. í Calgary er starfræktur íslend- ingaklúbbur. Meðlimir í klúbbnum eru um 80 talsins en talið er að yfir 1500 manns í Calgary eigi ættir sfnar að rekja til íslands. „Canada Olymplc Park" Undirbúningur fyrir Vetra- rólympíuleikana hefur staðið í nokkur ár, og eru allar framkvæmd- ir vegna þeirra á undan áætlun. Núna er lokið byggingu stökkpalla og bobsleðabrautar, sem eru á svæði, sem hefur hlotið nafnið „Canada Olympic Park". Þar verður keppt í skíðastökki, bobsleðakeppni og skíðafimi. Þetta íþróttasvæði er nánast í hjarta borgarinnar en það tekur aðeins um 15 mínútur að keyra þangað frá miðborginni. Skíðastökkvarar, sem hafa stokkið fram af þessum nýju glæsilegu stökkpöllum, hafa átt f nokkrum vandræðum, því einhverra hluta vegna var ekki tekið tillit til vind- átta þegar stökkpallarnir voru byggðir. Algengustu vindáttir við stökkpallana eru þvert á stökk- stefnuna þannig að svifið gæti orðið vandasamt og hættulegt fyrir kepp- endur í ákveðnum vindáttum. Enginn snjór var á þess skíðasvæði frá því í desember en til staðar eru snjógerðarvélar af fullkomnustu gerð, þannig að ekki ættu að verða vandræði þótt snjóleysi verði í fe- brúar á næsta ári. Ólympíuþorplð Byggingu glæsilegrar skauta- hlaupahallar á svæði haskólans f Calgary lauk í aprfl. Þessi skauta- höll er hin fyrsta sinnar tegundar með 400 metra keppnisbrautum fyrir skautahlaup. Þessi skautahöll, sem tekur 4000 manns í sæti, mun eingöngu verða notuð fyrir skauta- hlaup á Vetrarólympíuleikunum, en í framtíðinni er ætlunin að nota hana einnig fyrir íshokkf og listdans á skautum. Það verður stutt fyrir skautahlaup- arana að fara til keppni, því aðal ólympíuþorpið verður á svæði há-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.