Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987 p Rartek Höganás F L í S A R HÉÐINN VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER ÓPUS tölvubókhald Fjölbreytt námskeið í notkun ÓPUS-hugbúnaðar. Á námskeiðinu verður mestum tíma varið í fjár- hags- og viðskiptamannabókhaldið, en jafnframt er gert ráð fyrir að nemendur fái heildarsýn yfir ÓPUS-kerfið og tengingu sölukerfis við viðskipta- manna- og birgðabókhald. Námskeiðið hentar þeim sem eru að byrja að nota ÓPUS-kerfin eða vilja kynnast ÓPUS-hug- búnaðinum. Dagskrá: * Grundvallaratriði við notkun PC-tölva. * Uppsetning bókhaldsiykils. * Skráning færslna á fjárhagsbókhald. * Runuvinnsla. * Áramót/lokun tímabiia/áætlanagerð. * Stofnun viðskiptamanna. * Úttektir og innborganir viðskiptamanna. * Vaxtaútreikningur. * InnheimtuaðgerðirmeðÓPUS. * Prentun límmiða. * Uppsetning rukkunarbréfa. * Birgðaskráning og verðlistar. * Vörur færðar á lager/vörutalning. * Prentun sölunóta. * Öryggisafritun bókhaldsgagna. * Umræður og fyrirspurnir. Leiflbeinandl: SlgrCður Hauksdóttir, starfamaður fsienskrar forritaþróunar. Tímii 11.-14. ágúsl kl. 17-20 Innritun í símum 687590 og 686790 .v J *-.u; Borgartúni 28, Reykjavík. Fossar í Rauðsgili. — Ljósm. Grétar Eiríksson. Á slóðum Ferðafélags 1 íslands Fimmta afmælisganga Fer ðafélagsins eftirHarald Sigurðsson Við erum að leggja upp í fímmtu afmælisgöngu Ferðafé- lags íslands og getum hugsað okkur að við séum stödd einhvers staðar fyrir innan botn Skorra- dalsvatns, ekki langt frá Fitjum. Bærinn stendur í fallegu túni skammt fyrir innan vatnið en er nú kominn í eyði eins og svo margir bæir þar í dalnum. Beggja megin vatnsins blasa við skógar- breiður Vatnshoms- og Fitjahlíða. Dalurinn er allur fremur þröngur og vatnið fyllir dalbotninn hlíða á milli. Undirlendi er því lítið fyrr en kemur inn fyrir vatnið en allur er dalurinn hinn fríðasti og af mörgum talinn fegurstur Borgar- Qarðardala. Vatnið og skógurinn gefa honum mildan þokka. En þó að dalurinn sjálfur sér fagur er hann ekki að sama skapi búsæld- arlegur ef miða skal við nútíma hætti. Túnræktun er erfíð og engjar reitingssamar en sauðfjár- beit ágæt meðan hún tíðkaðist. Dalurinn er því að mestu leyti kominn í eyði, en skógræktar- menn hafa tekið þar mjög til hendi síðustu áratugina og náð ágætum árangri. Víða sér til aðalfjalls dalsins, Skarðsheiðar, þar sem hún rís í boga sunnan við neðanverðan dalinn eins og tröllslegt grískt leiksvið með hvössum brúnum hið efra og jökulfönnum í slökkum í rúmlega 1050 metra hæð yfír sjávarmáli og hinum fagurbrýnda pýramída, Skessuhomi, við vest- urhlið sviðsins. í suðri og suð- austri gnæfa tindar Botnssúlna yfir heiðina sunnan dalsins og fyrir dalbotni ber Kvígindsfell jrfír hæðadrög sem loka sýn inn yfír dalbotninn. Eins og víðar erum við hér á fomum söguslóðum. Skammt fyr- ir innan Fitja er eyðibýlið Sarpur sem þá var sel frá Vatnshomi. Bóndinn þar, Helgi Harðbeinsson, hafði vegið Bolla Þorleiksson, mann Guðrúnar Ósvífursdóttur, til hefnda fyrir víg Kjartans Ólafs- sonar. Nú var hefndinni snúið á hann og Helgi veginn þar í selinu eins og sagt er frá í Laxdælu. Það er ekki úr vegi að minnast þessara atburða meðan búist er til ferðar, en alllöng dagleið er framundan. Fyrst liggur leiðin vestur Fitjahlíð, skógi vaxna og fagra. Víða em þar ijóður og getur þar að líta sumarbústaði Reykvíkinga og annarra, því að heita má að hlíðin sé víða undir- lögð slíkum byggingum. Vafa- laust em menn ekki á einu máli um fegurð þeirra í landslaginu, en þama standa þeir sem hluti þeess og verður ekki að gert. Sjálf er hlíðin hin fegursta frá náttú- mnnar hendi og skógurinn í vexti, en að baki blikar á vatnið, logn- kyrrt eða úfíð af ölduróti. Alllöng bæjarleið er út að Háa- felli, sem er næsti bær fyrir utan Fitja. Rétt fyrir vestan bæinn em fomir götutroðningar upp hálsinn og yfír hann til Lundarreykjadals. Hann er á landabréfum nefndur Skorradalsháls, en af byggðar- mönnum oftast aðeins Hálsinn eða kenndur til einhvers bæjanna undir honum. Hálsinn er ekki hár, hér um bil 300 m y.s. Hann er allvel gró- inn og skiptást þar á klapparöðlar og melöldur við mýrasund. Þegar komið er upp á hálsinn skulum við líta til baka yfír dal- inn, þótt ekki gefi útsýn um hann allan. Þá er ekki úr vegi að svip- ast um, hvort við sjáum ekki bóla á skrímslinu sem á sér eða átti að minnsta kosti bólfestu í vatn- inu. Sagan segir að heimasætan í Hvammi eignaðist einu sinni forláta gullhring. Sú var þá trú að ef menn legðu lyngorm á gull tæki það að vaxa. Móðir stúlkunn- ar réð henni til að auka auðævi sín með þessum hætti og hún náði sér í lyngorminn, lagði hann á gutlið og bjó um í öskju sem hún læsti niður í kistu. Leið svo tíminn uns stúlkan vitjaði gull- hringsins og opnaði kistuna. Voru öskjumar þá sprungnar og illyr- mið hafði vaxið til muna. Greip stúlkan þá öskjumar, og sumir segja raunar kistuna með, og kastaði í vatnið. Ormurinn varð hið ferlegasta skrímsli sem spjó eitri yfír dalinn svo að við auðn lá. Þegar hann reisti kryppuna bar hana yfír Dragafell, sem er sunnan vatnsins og ber rúmlega 400 metra yfír það. Þá var leitað til kunnáttumanns, sumir segja að það hafi verið sjálfur Hallgrím- ur Pétursson, til þess að koma af þessum ófögnuði. Festi hann orminn, að sumra sögn þó aðeins á endunum, og hefur lítið borið á honum síðan. En hver veit nema við verðum svo heppin að sjá hann. Það er ekki svo ýkja langt síðan kunnari kynbróðir hans í Lagarfljóti gerði síðast vart við sig. Uppi á hálsinum opnast útsýn til flallanna { norðaustri, til Oks, Geitlandsjökuls, Þórisjökuls, Skjaldbreiðar, Hlöðufells og fleiri fjalla, en sum þeirra eigum við eftir að nálgast töluvert áður en göngunni lýkur og við komum í Reykholt. Gömlu leiðinni yfír Skorradals- háls hallaði nokkuð til vesturs og var þá komið niður í Lundar- reykjadal skammt fyrir innan Snartarstaði. Við skulum halda beinni leið og stefna meira til norðurs og koma niður hjá Hóli. Til þess liggja tvær ástæður. Önn- ur er sú að skammt þaðan er brú yfír Grímsá, sem er töluvert vatnsmikil þótt væð sé herðimenn- um beggja kynja. Hin er sú að í Brautartungu, næsta bæ við Hól, og svo að segja í Ieiðinni, er sund- laug, og þar er frískandi að skola af sér rykið og svitann ekki síst ef heitt er í veðri. Fara verður yfír Tunguá en hún er brúuð. Bóndinn, sem lengi bjó á Hóli, hefur ræktað hinn prýðilegasta skrúðgarð og væri ekki úr vegi að fá leyfi til þess að líta á hann. Þegar komið er yfír Grímsá skulum við staldra við nálægt Gullberastöðum og litast um. Það- an blasir Lundarreykjadalur einna best við, bæði niður eftir dalnum og eins til austurs eftir nafnlaus- um hliðardal sem Grímsá rennur um í fjölda fossa. Ef tími er næg- ur er stutt að bregða sér fram að neðsta fossinum, Jötnabrúar- fossi, en fyrir framan hann eru falleg tröllahlöð, berggangur sem virðist liggja um dalinn þveran, að minnsta kosti gætir svipaðs fyrirbrigðis í farvegi Tunguár sem rennur um innanverðan Lundar- reykjadal, eftir að Tungufellsmúli skiptir honum í tvennt. Áður en dalurinn skiptist, sem er nokkru fyrir innan miðju, er hann breiður og grösugur en sums staðar nokkuð votlendur. Víða eru þar góðar engjar og túnstæði mikil þegar búið er að ræsa mýr- amar fram. Þó að hér sé víða búsældarlegt hefur byggðin þó orðið fyrir afföllum. Tveir bæj- anna hafa alllengi verið í eyði. En við skulum halda áfram ferðinni eftir veginum niður fyrir Lund. Þegar þangað er komið leggjum við á Lundarháls og för- um upp Lundarsneið eftir gömlum flallvegi sem liggur niður til efstu draga Flókadals, þar sem komið er niður að Hlíðarenda, býli sem byggðist um miðja síðustu öld en átti sér skamma tilvist. Þangað eigum við ekkert erindi. Þegar upp á brúnina er komið beygjum við því til norðvesturs og komum niður hjá Eyri, þar sem áfanga dagsins er lokið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.