Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987 Einkaher filippseyskra landeigenda Félagar í MIN, eða Hreyfíngu fyrir sjálfstæðri Ne- jarðnæðis og hafa komið sér upp eigin herafla til gros, veifa hér vopnum sínum í vígahug. MIN er þess að beijast gegn áformum stjómarinnar, sem samtök landeigenda á Fiiippseyjum, sem neita að sagt var frá í síðasta laugardagsblaði. samþykkja tilskipun Aquinos forseta um skiptingu Bretland: Orkumálaráðherrann, Cecil Parkinson, lýsti því yfir nú um helgina, að raforkufyrirtækin yrðu ekki seld í einu lagi eins og síminn og flugvellimir. Hann væri ákveð- inn i að skapa samkeppni innan raforkuiðnaðarins, um leið og hann yrði seldur. Fjármálaráðuneytið vill eindregið selja fyrirtækin í einu lagi til að hagnaðurinn af sölunni verði sem mestur fyrir ríkissjóð og hefur lagst gegn hugmyndum um, að fyrirtækjunum verði skipt. Vitað er, að stjómin hefur áhyggjur af gagnrýni á breska símann, sem seldur var í einu lagi og skilar gífurlegum hagnaði, en veitir lélega þjónustu, ef miðað er við kvartanir, sem berast. Einnig hafa verið gagnrýndar áætlanir um að sameina tvö stærstu flugfélög- in, British Airways og British Verður vopnasölumálið aldrei brotið til mergjar? Rætt um sölu raf- orkufyrirtælgaima St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. UMRÆÐUR eru þegar hafnar um sölu raforkufyrirtækjanna í Bretlandi, en tillaga þar að lútandi verður lögð fyrir þingið á næsta ári. Ljóst er, að þau verða ekki seld í einu Iagi. Mikill hagn- aður varð af rekstri raforkufyrirtækjanna á síðastliðnu ári. Caledonian. Almenningur óttast, að verið sé að búa til stór einokun- arfyrirtæki í einkaeign, sem ekki búi við aðhald samkeppninnar. Salan á raforkufyrirtækjunum verður mun umfangsmeiri en salan á breska gasfyrirtækinu eða flug- völlunum. Áður en farið verður að skipuleggja hlutafjárútboðið verð- ur að leysa ýmsan vanda, og þegar er hafínn undirbúningur í ráðu- neytinu og raforkuiðnaðinum fyrir söluna. Búist er við, að iðnaðinum verði skipt í orkufyrirtæki annars vegar og dreifíngar- og sölufyrir- tæki hins vegar, en sú hugmynd er mjög umdeild. Á síðastliðnu ári skiluðu ra- forkufyrirtækin 1,15 milljarða punda hagnaði, sem er 22% aukn- ing frá fyrra ári. Talsmenn ra- forkufyrirtækjanna segjast ekki óttast einkavæðinguna eða sam- keppnina. Búist er við 2% aukningu á eftirspurn eftir raforku fram að aldamótum, sem þýðir, að auka þarf framleiðslu raforkufyrirtækj- anna um 13.000 megavött. Það jafngildir því, að reisa þurfí sjö stór kolaorkuver eða tíu kjamor- kurafstöðvar fram að þeim tíma. Norðmenn taka Skýrsla þingnefndarinnar væntanleg um Waahington, Reuter. NÚ FER spennan vegna beinna sjónvarpsútsendinga vitnale- iðslna í vopnasölumálinu að hjaðna og hjá rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings tekur við skýrslugerð. Talið er að í skýrsl- nnni verði viðurkennt að líkast tíl verði vopnasölumálið aldrei brotið til mergjar. 29 vitni sátu fyrir svömm í 250 klukkustundir fyrir opnum tjöldum og báru auk þess vitni fyrir luktum dyrum. Vitnisburður og skjöl í málinu nema nú 250 þúsund síðum og rúmlega eitt þúsund sönnunar- gögn hafa verið lögð fram. Engu að síður leynast víða gloppur og mótsagnir eru á hveiju strái. REYRHÚSGÖGNIN NÝKOMIN Sértilboð: Sófi, 2 stólar og borð kr. 21.200.- stgr. ÓTRÚLEGT VERÐ BÚSTOFN Smiöjuvegi 6, Kópavogi símar 45670 — 44544. næstu mánaðarmót „Ef til vill fáum við aldrei að vita fyrir víst hvers vegna þetta gerðist," sagði öldungadeildar- þingmaðurinn Daniel Inouye, annar formaður rannsóknamefnd- ar beggja deilda Bandaríkjaþings. „Við höfum enn ekki fengið að heyra alla söguna og ef til vill fáum við aldrei að heyra hana,“ sagði George Mithchell öldungadeildar- þingmaður . Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti beið mikinn álitshnekki þegar ljóst varð í nóvember 1986 að hann hefði sent vopn til írans til að fá bandaríska gísla í Líbanon leysta úr haldi og ágóðinn af vopnasöl- unni hefði runnið í vasa skæruliða í Nicaragua. William Casey var yfírmaður bandarísku leyniþjónustunnar CLA þegar vopnasalan fór fram. Oliver North ofursti heldur fram að Casey hefði vitað af greiðslum til skæru- liða i Nicaragua. Casey var góðvin- ur Reagans og gæti því hafa greint forsetanum frá stöðu mála. En Casey lést í maí og tók svörin við þessum vangaveltum með sér í gröfína. Þegar yfírheyrslunum lauk á mánudag hafði þingnefndin aftur á móti að mestu leyti hreinsað Reagan af aðild að greiðslum til skæruliða í Nicaragua og svo virt- ist sem sökin væri ýmissa aðstoð- armanna í Hvíta húsinu, sem farið hefðu sínu fram í utanríkismálum án vitundar forsetans. Haft er eftir nefndarmönnum að í lokaskýrslunni, sem búist er við um eða upp úr næstu mánaða- mótum, verði niðurstaðan sú að í vopnasölumálinu hafí fólk brugðist fremur en aðferðir og lagasetning- ar geti ekki komið í veg fyrir slíkt. þátt í geim- rannsóknum SOVÉTMENN hafa boðið Norð- mönnum að taka þátt I samstarfi um geimrannsóknir. Það var sov- éska sendiráðið i Ósló, sem kom boðinu á framfæri við norska ut- anríkisráðuneytið, að þvi er sagði i frétt í dagblaðinu Afteapoaten á mánudag. Forstöðumaður Norsku geimrann- sóknastöðvarinnar, Bjem Landmark, segir, að hann muni á allra næstu dögum skila greinargerð til ráðuneyt- isins um álit stöðvarinnar á slíku samstarfí. Landmark segir, að norskum geim- rannsóknamönnum þætti mestur akkur í að vinna með Sovétmönnum að norðurljósarannsóknum, svo og ísrannsóknum á heimskautasvæðun- um. Japanir og Bandaríkj amenn deila um innf lutningstolla Genf, Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN hefur visað á bug kröfum Japana um að fallið verði frá 100 prósent tolli á tilteknar tegundir raf- magnstækja. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti lagði toll þennan á þess háttar innflutningsvörur frá Japan þann 17. aprO síðastliðinn eftir að Bandaríkj astjóm hafði sakað Japani um að hafa selt minniskubba undir kostnaðarverði. Fulltrúar ríkjanna ræddu deilu- mál þetta á tveggja klukkustunda löngum fundi í gær. Christophers Parlin, helsti samningamaður Bandaríkjastjómar, sagði að ekk- ert hefði miðað í samkomulagsátt. Minnti hann á að Reagan hefði lýst því yfír að ekki kæmi til greina að falla frá ákvörðun stjómarinnar fyrr en Japanir sýndu í verki að þeir væru reiðu- búnir til að virða gildandi samn- inga um sölu á minniskubbum í tölvur. Bandaríkjastjóm telur Jap- ani hafa brotið gegn ákvæðum samnings ríkjanna frá árinu 1986 um sölu á þess háttar tölvubúnaði. Seiichiro Nobum, fulltrúi, Jap- ana kvaðst hafa gert bandarískum starfsbræðrum sínum ljóst að Jap- anir teldu þetta einhliða aðgerð af hálfu Bandaríkjamanna sem stangaðist á við hið almenna sam- komulag um tolla og viðskipti (GATT). Aðspurður sagði hann Japani ekki hafa í hyggju að svo stöddu að taka málið upp á vett- vangi GATT. Þijú japönsk fyrirtæki sendu í gær frá sér fréttatilkynningar þar sem bomar vom til baka fréttir um að þau hefðu selt háþróaðan tækjabúnað til kommúnistaríkja. Forstjóri risafyrirtækisins NEC, sem framleiðir ýmis konar raf- eindabúnað, sagði fyrirtækið hafa virt settar reglur í hvívetna. Full- trúar Mitsubishi og Sumitomo sendu frá sér svipaðar yfírlýsing- ar. Frétt um söluna birtist í japönsku dagblaði og sagði þar að Stephen Bryen, aðstoðarvam- armálaráðherra Bandaríkjanna, hefði tjáð blaðinu að Bandaríkja- stjóm væri kunnugt um að tvö fyrirtæki hefðu selt háþróaðan búnað til ríkja austan jámtjalds- ins. í marsmánuði varð uppvíst um ólöglega sölu japanska fyrir- tækisins Toshiba á tækjabúnaði í kafbáta til Sovétríkjanna og vakti það mikla reiðr í Bandaríkjunum og víðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.