Morgunblaðið - 06.08.1987, Síða 28

Morgunblaðið - 06.08.1987, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987 Einkaher filippseyskra landeigenda Félagar í MIN, eða Hreyfíngu fyrir sjálfstæðri Ne- jarðnæðis og hafa komið sér upp eigin herafla til gros, veifa hér vopnum sínum í vígahug. MIN er þess að beijast gegn áformum stjómarinnar, sem samtök landeigenda á Fiiippseyjum, sem neita að sagt var frá í síðasta laugardagsblaði. samþykkja tilskipun Aquinos forseta um skiptingu Bretland: Orkumálaráðherrann, Cecil Parkinson, lýsti því yfir nú um helgina, að raforkufyrirtækin yrðu ekki seld í einu lagi eins og síminn og flugvellimir. Hann væri ákveð- inn i að skapa samkeppni innan raforkuiðnaðarins, um leið og hann yrði seldur. Fjármálaráðuneytið vill eindregið selja fyrirtækin í einu lagi til að hagnaðurinn af sölunni verði sem mestur fyrir ríkissjóð og hefur lagst gegn hugmyndum um, að fyrirtækjunum verði skipt. Vitað er, að stjómin hefur áhyggjur af gagnrýni á breska símann, sem seldur var í einu lagi og skilar gífurlegum hagnaði, en veitir lélega þjónustu, ef miðað er við kvartanir, sem berast. Einnig hafa verið gagnrýndar áætlanir um að sameina tvö stærstu flugfélög- in, British Airways og British Verður vopnasölumálið aldrei brotið til mergjar? Rætt um sölu raf- orkufyrirtælgaima St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. UMRÆÐUR eru þegar hafnar um sölu raforkufyrirtækjanna í Bretlandi, en tillaga þar að lútandi verður lögð fyrir þingið á næsta ári. Ljóst er, að þau verða ekki seld í einu Iagi. Mikill hagn- aður varð af rekstri raforkufyrirtækjanna á síðastliðnu ári. Caledonian. Almenningur óttast, að verið sé að búa til stór einokun- arfyrirtæki í einkaeign, sem ekki búi við aðhald samkeppninnar. Salan á raforkufyrirtækjunum verður mun umfangsmeiri en salan á breska gasfyrirtækinu eða flug- völlunum. Áður en farið verður að skipuleggja hlutafjárútboðið verð- ur að leysa ýmsan vanda, og þegar er hafínn undirbúningur í ráðu- neytinu og raforkuiðnaðinum fyrir söluna. Búist er við, að iðnaðinum verði skipt í orkufyrirtæki annars vegar og dreifíngar- og sölufyrir- tæki hins vegar, en sú hugmynd er mjög umdeild. Á síðastliðnu ári skiluðu ra- forkufyrirtækin 1,15 milljarða punda hagnaði, sem er 22% aukn- ing frá fyrra ári. Talsmenn ra- forkufyrirtækjanna segjast ekki óttast einkavæðinguna eða sam- keppnina. Búist er við 2% aukningu á eftirspurn eftir raforku fram að aldamótum, sem þýðir, að auka þarf framleiðslu raforkufyrirtækj- anna um 13.000 megavött. Það jafngildir því, að reisa þurfí sjö stór kolaorkuver eða tíu kjamor- kurafstöðvar fram að þeim tíma. Norðmenn taka Skýrsla þingnefndarinnar væntanleg um Waahington, Reuter. NÚ FER spennan vegna beinna sjónvarpsútsendinga vitnale- iðslna í vopnasölumálinu að hjaðna og hjá rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings tekur við skýrslugerð. Talið er að í skýrsl- nnni verði viðurkennt að líkast tíl verði vopnasölumálið aldrei brotið til mergjar. 29 vitni sátu fyrir svömm í 250 klukkustundir fyrir opnum tjöldum og báru auk þess vitni fyrir luktum dyrum. Vitnisburður og skjöl í málinu nema nú 250 þúsund síðum og rúmlega eitt þúsund sönnunar- gögn hafa verið lögð fram. Engu að síður leynast víða gloppur og mótsagnir eru á hveiju strái. REYRHÚSGÖGNIN NÝKOMIN Sértilboð: Sófi, 2 stólar og borð kr. 21.200.- stgr. ÓTRÚLEGT VERÐ BÚSTOFN Smiöjuvegi 6, Kópavogi símar 45670 — 44544. næstu mánaðarmót „Ef til vill fáum við aldrei að vita fyrir víst hvers vegna þetta gerðist," sagði öldungadeildar- þingmaðurinn Daniel Inouye, annar formaður rannsóknamefnd- ar beggja deilda Bandaríkjaþings. „Við höfum enn ekki fengið að heyra alla söguna og ef til vill fáum við aldrei að heyra hana,“ sagði George Mithchell öldungadeildar- þingmaður . Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti beið mikinn álitshnekki þegar ljóst varð í nóvember 1986 að hann hefði sent vopn til írans til að fá bandaríska gísla í Líbanon leysta úr haldi og ágóðinn af vopnasöl- unni hefði runnið í vasa skæruliða í Nicaragua. William Casey var yfírmaður bandarísku leyniþjónustunnar CLA þegar vopnasalan fór fram. Oliver North ofursti heldur fram að Casey hefði vitað af greiðslum til skæru- liða i Nicaragua. Casey var góðvin- ur Reagans og gæti því hafa greint forsetanum frá stöðu mála. En Casey lést í maí og tók svörin við þessum vangaveltum með sér í gröfína. Þegar yfírheyrslunum lauk á mánudag hafði þingnefndin aftur á móti að mestu leyti hreinsað Reagan af aðild að greiðslum til skæruliða í Nicaragua og svo virt- ist sem sökin væri ýmissa aðstoð- armanna í Hvíta húsinu, sem farið hefðu sínu fram í utanríkismálum án vitundar forsetans. Haft er eftir nefndarmönnum að í lokaskýrslunni, sem búist er við um eða upp úr næstu mánaða- mótum, verði niðurstaðan sú að í vopnasölumálinu hafí fólk brugðist fremur en aðferðir og lagasetning- ar geti ekki komið í veg fyrir slíkt. þátt í geim- rannsóknum SOVÉTMENN hafa boðið Norð- mönnum að taka þátt I samstarfi um geimrannsóknir. Það var sov- éska sendiráðið i Ósló, sem kom boðinu á framfæri við norska ut- anríkisráðuneytið, að þvi er sagði i frétt í dagblaðinu Afteapoaten á mánudag. Forstöðumaður Norsku geimrann- sóknastöðvarinnar, Bjem Landmark, segir, að hann muni á allra næstu dögum skila greinargerð til ráðuneyt- isins um álit stöðvarinnar á slíku samstarfí. Landmark segir, að norskum geim- rannsóknamönnum þætti mestur akkur í að vinna með Sovétmönnum að norðurljósarannsóknum, svo og ísrannsóknum á heimskautasvæðun- um. Japanir og Bandaríkj amenn deila um innf lutningstolla Genf, Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN hefur visað á bug kröfum Japana um að fallið verði frá 100 prósent tolli á tilteknar tegundir raf- magnstækja. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti lagði toll þennan á þess háttar innflutningsvörur frá Japan þann 17. aprO síðastliðinn eftir að Bandaríkj astjóm hafði sakað Japani um að hafa selt minniskubba undir kostnaðarverði. Fulltrúar ríkjanna ræddu deilu- mál þetta á tveggja klukkustunda löngum fundi í gær. Christophers Parlin, helsti samningamaður Bandaríkjastjómar, sagði að ekk- ert hefði miðað í samkomulagsátt. Minnti hann á að Reagan hefði lýst því yfír að ekki kæmi til greina að falla frá ákvörðun stjómarinnar fyrr en Japanir sýndu í verki að þeir væru reiðu- búnir til að virða gildandi samn- inga um sölu á minniskubbum í tölvur. Bandaríkjastjóm telur Jap- ani hafa brotið gegn ákvæðum samnings ríkjanna frá árinu 1986 um sölu á þess háttar tölvubúnaði. Seiichiro Nobum, fulltrúi, Jap- ana kvaðst hafa gert bandarískum starfsbræðrum sínum ljóst að Jap- anir teldu þetta einhliða aðgerð af hálfu Bandaríkjamanna sem stangaðist á við hið almenna sam- komulag um tolla og viðskipti (GATT). Aðspurður sagði hann Japani ekki hafa í hyggju að svo stöddu að taka málið upp á vett- vangi GATT. Þijú japönsk fyrirtæki sendu í gær frá sér fréttatilkynningar þar sem bomar vom til baka fréttir um að þau hefðu selt háþróaðan tækjabúnað til kommúnistaríkja. Forstjóri risafyrirtækisins NEC, sem framleiðir ýmis konar raf- eindabúnað, sagði fyrirtækið hafa virt settar reglur í hvívetna. Full- trúar Mitsubishi og Sumitomo sendu frá sér svipaðar yfírlýsing- ar. Frétt um söluna birtist í japönsku dagblaði og sagði þar að Stephen Bryen, aðstoðarvam- armálaráðherra Bandaríkjanna, hefði tjáð blaðinu að Bandaríkja- stjóm væri kunnugt um að tvö fyrirtæki hefðu selt háþróaðan búnað til ríkja austan jámtjalds- ins. í marsmánuði varð uppvíst um ólöglega sölu japanska fyrir- tækisins Toshiba á tækjabúnaði í kafbáta til Sovétríkjanna og vakti það mikla reiðr í Bandaríkjunum og víðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.