Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987
57
Ljósmynd/Kari Guölaugsson
Skautahöllin er staðsett á svæði Háskólans í Calgary. Húii er sú fyrsta sinnar
tegundar með 400 metra keppnisbrautum. Þar verður keppt í skíðagöngu og
í skotfimi.
Ljósmynd/Kari Guölaugsson
Canmore er rúmlega 5000 manna bær í Klettafjöllunum. Þar verður keppt í
skíðagöngu og í skotfími.
skólans í Calgary. Þær byggingar,
sem munu mynda ólympíuþorpið,
eru nú þegar í notkun og í eigu
háskólans. Þar er góð gistiaðstaða,
stór matsalur, íþróttasalur, sund-
laug og ÖIl önnur aðstaða hin besta.
„Saddiedome“
I miðborginni er glæsileg skauta-
höll, Saddledome, með sæti fyrir
17.000 áhorfendur. Þar verður
keppt í listdansi á skautum og í
íshokkí. Þessi skautahöll er heima-
völlur „Calgaiy Flames" sem er um
þessar mundir eitt af bestu ís-
hokkíliðum Kanada.
Íshokkí er langvinsælasta keppnis-
íþróttin í Kanada. Kanadamenn
hafa alla tíð verið mjög framarlega
í heiminum í þessari íþrótt og hafa
þeir unnið gull á Ólympíuleikunum
5 sinnum. Eftir að gullið í karla-
flokki féll í hendur Kanada á síðasta
heimsmeistaramóti í listdansi á
skautum líta Kanadamenn björtum
augum til keppninnar í Saddledome.
KlettaQöllin
Keppnin í alpagreinum mun fara
fram í Nakiska í Klettafjöllunum.
Nakiska er bara lítill partur af
Kananaskis-þjóðgarðinum sem er
mjög vinsælt útivistarsvæði. Þó er
Nakiska þekktasta skíðasvæðið þar
og tekur um klukkutíma fyrir Calg-
ary-búa að keyra þangað til að fara
á skíði.
Mesti kosturinn við Nakiska í sam-
anburði við Sarajevo er að bæði
alpagreinar karla og kvenna verða
á sama svæði, en í Sarajevo var
tæplega 2 tíma akstur á milli keppn-
isstaða.
Enda þótt Nakiska liggi í rúm-
lega 1500 metra hæð yfir sjávar-
máli, var frekar snjólétt þar síðasta
vetur. Þetta hefur valdið mótshöld-
urum nokkrum áhyggjum, en búið
er að koma fyrir rúmlega 30 snjó-
gerðarvélum í fjallinu til öryggis,
ef snjóleysi verður næsta vetur.
Val Nakiska sem keppnisstaðar í
alpagreinum var mjög umdeilt og
snjóleysið þar í vetur hefur gefið
andmælendum Nakiska-svæðisins
byr undir báða vængi. Þeir hafa
bent á að Lake Louise sé miklu
hentugri keppnisstaður bæði hvað
snjó og allar skíðaaðstæður varðar.
Þeir hafa mjög mikið til síns máls
en staðreyndin er sú að Lake Lou-
ise er í rúmlega tveggja tíma
fjarlægð frá Calgary þannig að
„pólitík" réð því, ekki skfðaaðstaða,
að Nakiska varð fyrir valinu.
Canmore
í Canmore fer fram keppni á
gönguskíðum og í skíðaskotfími.
Canmore er tæplega 5000 manna
bær 130 km vestur af Calgary í
Klettaijöllunum.
Göngubrautimar í Canmore eru
vægast sagt mjög erfíðar og kappar
eins og Einar Ólafsson verða ekki
öfundsverðir af því að ganga og
skauta þessar brautir. Það versta
er þó, að Canmore liggur mjög
hátt yfír sjávarmáli, rúmlega 1400
metra. Þetta gæti háð keppendum,
ef þeir verða ekki búnir að æfa í
slíkri hæð og venjast loftslaginu.
Snjóleysið masta áhyggjuefnl
framkvœmdanefndar
Ólympaaiuleikanna
Núna eru rúmlega sjö mánuðir þar
til XV. Vetrarólympíuleikamir 1988
í Calgary verða settir. Það hefur
varla farið fram hjá neinum í Calg-
ary, slík hefur umfjöllunin verið í
Ijölmiðlum. Mesta áhyggjuefni
framkvæmdanefíidar Ólympíuleik-
anna hingað til hefur verið snjóleys-
ið í Calgary síðasta vetur. Margir
hafa bent á, að slík einmuna blíða,
líkt og verið hefur þetta ár, geti
tæplega orðið tvo vetur í röð, en
hvort sem verður snjóleysi eða ekki
þá em tiltækar snjógerðarvélar all-
staðar sem til þarf. Þess vegna
ættu áhyggjumar að vera ástæðu-
lausar. Allir hljóta þó að vera
sammála um að snjór af himnum
ofan sé eðlilegri við slík stórmót sem
vetrarólympíuleikamir eru.
17. nóvember mun ólympíueldurinn
koma til St. John’s á Nýfundna-
landi frá Grikklandi. Þá hefst
þriggja mánaða hlaup með ólympíu-
eldinn vestur á bóginn til Calgary.
Ólympíuleikamir munu verða settir
við hátíðlega athöfn á McMahon-
leikvanginum í Calgary 13. febrúar
1988. Eftir það mun ólympíueldur-
inn, tákn friðar og ólympfuhugsjón-
ar, loga í 700 feta háum sjónvarps-
tumi þar til XV. Vetrarólympíuleik-
unum lýkur þann 28. febrúar 1988.
Helsta einkenni miðborgarinnar í Calgary eru skýjakljúfamir. Þessi háhýsi koma eftilvill einhveijum kunnuglega fyrir
sjónir, en myndartaka á bíómyndinni um „Superman" fór að hluta til fram í kringum þessar háu byggingar.
KNATTSPYRNA
Dleter Höness veifar til áhorfenda á Ólympíuleikvanginum í sfðasta
skipti.
Höness kveður
Friðriksdóttur
i Munchen
ÞAÐ var sögulegur knatt-
spyrnuleikur sem fram fór á
Ólympíuleikvanginum hór í
Miinchen fyrir skömmu milli
vestur þýska liðsins Bayern
Múnchen og enska liðsins
Liverpool. Annars vegar
vegna þess að hinn góðkunni
vestur- þýski leikmaður Bay-
ern Dieter Höness lók þar
sinn síðasta leik sem atvinnu-
maður, og hins vegar vegna
þess að um var að rœða
fyrsta leik Liverpool á megin-
landinu eftir hörmungarat-
burðina f Brussel 1985 þar
sem ólæti stuðningsamanna
Liverpool ollu því að áhorf-
endapallar hrundu og fjöldi
manns lót Iffið. Hafa ensk
knattspyrnulið verið í banni
frá Evrópumótum síðan.
Dieter Höness lék fyrst sem
atvinnumaður með Stuttg-
art-liðinu og hefur síðan leikið
með Bayem síðastliðin átta ár.
Til heiðurs gömlu
Frá kempunni komu
Bergljótu fyrrum leikmenn
beggja liðanna
saman fyrir leik
Liverpool og Bayem og spiluðu.
Þar á meðal voru kappar eins og:
Gerd Miiller, Paul Breitner, Uli
Höness (núverandi framkvæmda-
stjóri Bayem), Sepp Maier og
Brenninger, allt fyrrverandi
landsliðsmenn í þýska landsliðinu.
Leiknum lauk með sigri Bayem
sem skoraði átta mark gegn sex
mörkum Stuttgart. Sýndu gömlu
hetjumar gullfallega tilburði og
var gaman að.
Leikur Liverpool og Bayem var
fyrsti leikur Bayem undir stjóm
hins nýja þjálfara Jupp Heynckes.
Stillti hann liðinu upp með tveim-
ur gestum; Dananum Sören Lerby
og Ganamanninum Ayew Abedi,
sem leikur í Frakklandi og er
kallaður Pele! Léku þeir fyrri hálf-
leikinn og sýndu góð tilþrif.
Forráðamenn Liverpool eru ný-
búnir að kaupa fjóra menn en liðið
var hér án fímm leikmanna sem
eiga í meiðslum. Var Liverpool
því með hálfgert tilraunalið, og
var greinilegt að það vantaði sam-
æfíngu í liðið. Liverpool sýndi
ekki þá snilldartakta sem maður
á að venjast af liðinu. Fyrsta hálf-
tímann gerðist næsta lítið hjá
báðum liðum. Á 31. mín. sendi
Brehme á Mattheus sem þmmaði
í netið 1:0. Og tólf mín. sfðar gaf
Sören Lerby eina af sínum hámá-
kvæmu löngu sendingu á Matt-
hesu á hægra kanti, Mattheus
bmnaði upp í homið og gaf lag-
lega á Dieter Höness sem skoraði
með föstu skoti af löngu færi.
Draumamark og áhorfendur
hylltu Höness ákaflega. Staðan
var 2:0 í hálfleik og vom menn
hálf svekktir á deyfð Liverpool-
liðsins. Gestimir í liði Baýem,
„Pele“ og Lerby, léku bara í fyrri
hálfleik og vöktu mikla hrifningu.
Heyrst hefur að möguleiki sé á
að „Pele“ verði með Bayem eftir
næsta tímabil.
í seinni hálfleik komu þeir Aug-
enthaler, Dorfner, Lunde og
Rummenigge inn í liðið hjá Bay-
em. Var leikurinn betri af beggja
hálfu en Liverpool náði þó ekki
að skapa sér hættuleg færi. Mest
bar á Gillespie, Johnston, Bames
og Beardsley í leik Liverpool. Á
62. mín. fór Dieter HÖness útaf
og varð að stöðva leikinn á meðan
áhorfendur hylltu hann. Jurgen
Wegmann, sem áður var með
Schalke kom inn á og tekur hann
stöðu Höness í liði Bayem. Weg-
mann byijaði vel og skoraði á 71.
mín. eftir slæm mistök markvarð-
ar Liverpool, Grobbelaar. Hann
hljóp út fyrir vítateig og hreinsaði
illa frá. Mattheus skaut háuum
snúningsbolta yfir markvörðinn
en í stöng. Wegmann var vel stað-
settur og skoraði örugglega, 3:0.
Nú tóku Bretamir við sér og
mínútu eftir mark Wegmanns
skoraði Aldridge úr þvögu, sem
myndaðist við mark Bayem. Á
83. mín. tókst Liverpool svo að
skora á ný. Var þar að verki Bar-
nes, sem Liverpool keypti frá
Watford. Beardsley sneri laglega
á vöm Bayem og sendi út á Bar-
nes sem skoraði með hörkuskoti.
Greinilegt er að bæði Beardsley
og Bames voru góð kaup fyrir
Liverpool-liðið. Leiknum lauk 3:2
fyrir Bayem.
Það er ekki amalegt að ljúka ferli
sínum eins og hinn 34 ára gamli
Dieter Höness. Hann var kallaður
fram af áhorfendum í lok leiksins
og ætlaði fagnaðarlátunum aldrei
að linna. Aðspurður sagðist hann
mjög ánægður með lokaleikinn en
auðvitað fylgdi því dálítill daupur-
leiki að hætta.
Það var ánægjulegt að sjá Li
verpool á meginlandinu og ef
stuðnir.gsmenn þeirra haga sér
eins vel og á þessum leik verður
þess ekki langt að blða að Liver-
pool, sem og önnur ensk lið, leiki
í Evrópukeppninni á ný.