Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987 45 Hermann Gests- son - Kveðjuorð „Þinn svipur var eins og heiðið hreinn hann hafði ei mörgu að leyna. Og þú varst svo fagur, frjáls og beinn og fýsti svo krafta að reyna, er stóðstu brosandi, bjarti sveinn, í bijóstfylking ungra sveina. Og um er nú sigld þín æskuskeið á úthafsins sólroðnu bárum. Hún endaði of fljótt þin æfileið, en eftir við hnípum í sárum. En minning þín er svo hlý og heið, hana við vökvum í tárum.“ (G.G.) í gær kvöddum við vin okkar og félaga, Hermann Gestsson, og söknuðurinn er sár eins og oft þeg- ar fólk er kallað burt í blóma lífsins er erfitt að skilja og sætta sig við það. En við trúum því að eitthvað mikilvægt bíði hans, því þeir sem guðimir elska deyja ungir. Hermann var ætíð hrókur alls fagnaðar, alltaf tilbúinn og hvar sem hann fór þá ljómaði lífsgleðin af honum. Þetta góða skap hefur vafalaust hjálpað honum í þeim veikindum, sem því miður bám hann ofurliði, þrátt fyrir það að allt væri gert til hjálpar. Við munum minnast hans með þakklæti og okkur finnst við vera ríkari að hafa fengið að eiga hann fyrir vin. Foreldrum hans, systkin- um og öðrum vandamönnum sendum við okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Halli, Hemmi, Jói, Matti, Óli og Stebbi. Það er sagt að stjama sem útkólnuð er lýsi aldaraðir til jarðar hér; eins ert þú minning ég af þessu ræð ég á þig í vitund þótt sjái þig enginn. (J.S. Kjarval) Leiðir okkar Hemma lágu fyrst saman fyrir sex árum þegar við hófum nám í MR. Myndaðist fljótt góður vinskapur milli okkar sex- menninganna og strax við fyrstu kynni fundum við hvaða mannkost- um Hemmi var gæddur. Við vorum daglega samferða í og úr skólanum og ófá kvöldin sátum við yfir te- bolla og ræddum um lífið og tilver- una langt fram á nótt. Þessi „teboð" eru okkur öllum mjög minnisstæð. Hvað sem á bjátaði var alltaf hægt að reiða sig á Hemma og ORÐSNILLD (WordPerfect) íslensk ritvinnsla Fjölbreytt og vandað námskeið í notkun rit- kerfisins ORÐSNILLD. Forritið er á íslensku og með íslensku orðasafni. Dagskrá: ★ Helstu grundvallaratrlðl í DOS. •k Nokkur byijendaatrlðl í WordPerfect. ★ Helstu skipanir við textavinnslu. ★ Verslunarbréfogtöflusetning. ★ Drelflbréf. ★ Gagnavinnsla. ★ íslenska orðasafnið og notkun þess. ★ Umræðurogfyrirspurnlr. Tími: 11., 12., 13. og 14. ágúst kl. 17-20. Innritun í símum 687590 og 686790. TÖlvufræðslan BORGARTÚN! 28 Leiðbeinandi: Matthias Magnússon, rithöfundur ræða við hann um það sem manni lá á hjarta. Hann var einn af þeim sem kunni að hlusta. Einlægni, hjálpsemi og þolinmæði einkenndu hann. Menntaskólaárunum lauk og samverustundunum fækkaði. Fyrir hálfu öðru ári bárust okkur svo þau dapurlegu tíðindi að Hemmi væri orðinn alvarlega veikur. Sá styrkur og bjartsýni sem hann sýndi í veikindum sínum vöktu þó með okkur þá von að hann myndi brátt ná fullum bata. Allt fram á síðasta dag háði hann hetjulega baráttu. Hér vit skiljumk ok hittask munum á feginsdegi fira. Dróttinn minn gefi dauðum ró, hinum likn er lifa. (Úr sólarljóðum) Fjölskyldu Hemma sendum við innilegustu samúðarkveðjur. Fanney, Haraldur, Harpa, Helga og Örn Arni S. Gunnars- son - Kveðjuorð Fæddur 25. nóv. 1968 Dáinn 26. júlí 1987 Ámi Sigurður Gunnarsson fædd- ist 25. nóvember 1968, sonur hjónanna Jóhönnu Sigurðardóttur og Gunnars Ámasonar. Hann ólst upp hér í Borgamesi. Snemma kom í ljós að hann var íþróttamannsefni og hóf hann komungur að æfa og leika með liðum Umf. Skallagríms og körfuknattleik og knattspymu. Sérstaka athygli vakti lipurð hans, snerpa og góð knattmeðferð og átti það við um báðar greinar jafnt. Fyrir nokkmm ámm flutti fjöl- skylda hans til Reykjavíkur. Fór hann þá að æfa körftiknattleik með ÍR og var í meistaraflokksliði þess félags sem síðastliðið vor vann sér rétt til þátttöku í úrvalsdeild. Hlakkaði hann mjög til að takast á við það verkefni sem þar beið. En tengslin við Borgames rofn- uðu ekki og hann hélt áfram knattspymuiðkun með Skallagrími. Fyrir tveimur ámm var svo komið að byggja þurfti upp nýtt meistara- flokkslið svo að segja frá gmnni. Sú leið var valin að fela þetta verk- efni ungum mönnum, flestum úr 2. flokki undir forystu nokkurra reyndra leikmanna. Hefur liðið að sjálfsögðu átt mjög á brattan að sækja en dugnaður, áhugi og sam- heldni leikmanna gefur vissulega vonir um bjarta framtíð. Ámi Sig- urður var einn í þessum hópi og lagði fúslega á sig það erfíði sem því fylgdi að sækja hingað til æf- inga og keppni. Nú í sumar annaðist hann að auki þjálfun kvennaliðs félagsins og 4. flokks. Ámi Sigurður var einn af efnileg- ustu knattspymumönnum í Borgar- nesi, hann var orðinn sterkur alhliða leikmaður, duglegur og ósérhlífínn. Laugardaginn 25. júlí síðastlið- inn, lék hann sinn síðasta leik og þann sama dag tók hann þátt í starfí fyrir deildina ásamt félögum sínum. Ámi Sigurður var traustur og góður félagi, glaðlyndur og hvetj- andi, bæði í leik og starfí. Knattspymudeild Umf. Skalla- gríms þakkar Áma Sigurði framlag hans allt og góðan vilja. Ágætan félaga kveðjum við með sámm söknuði. Foreldmm hans, unnustu og öllum aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Áma Sig- urðar Gunnarssonar. Leikmenn og stjórn knatt- spymudeildar Umf. Skallagríms SENDIBILL AF FULLRI STÆRP IVECO DAILY er afburðasendibíll á góðu verði: • Rúmgóöur, 11.5 rúmmetra. • Burðargeta 2.1 tonn. • Kúlutoppur, rennihurð á hlið, afturhurð sem opnast 270° alveg upp í topp. • 4 cyl. dieselvél 72 hö. DIN. • 5 gíra kassi. • Sjálfstæð öflug grind. • Fljótandi afturöxlar. • 16“ felgur, tvöföld afturhjól. • Upphitaðir útispeglar. • Fjölmargar gerðir fáanlegar, m.a: Pallbílar, vinnuflokkabílar, rútubílar og fl. • Til afgreiðslu meðlOdaga fyrirvara. • Ýmis greiðslukjör, þ.á m. kaupleigusamningur. • Verð aðeins 1290.000 krónur. gengisskr. 1..87 Smiðsbúð 2, 212 Garðabær, sími 65-65-80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.