Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987 er einn fugl í en tveir í skógi Betri hendi eftir Hallgrím Sveinsson Hinn hvalkynjaði greinaflokkur dr. Benjamíns H.J. Eiríkssonar, hagfræðings og fyrrverandi banka- stjóra, í Morgunblaðinu undanfarið hefur vakið athygli margra. Dr. Benjamín er greinilega mikið niðri fyrir viðvíkjandi stefnunni í land- búnaðarmálum og er hann raunar ekki einn um það þessa dagana. Hagfræðingurinn er skemmtilega ritfær og greinar hans fróðleg lesn- ing og íhugunarverð. Þéttbýlisbóar og búskaparlag bænda Margir þéttbýlisbúar hafa á liðn- um árum talið sig hafa ýmislegt að athuga við búskaparlag bænda þó einkum hafí bollok þeirra með sauðfé þótt skrýtið. Umræður eru að sjálfsögðu oftast af hinu góða. Ef menn hætta að tala um hlutinn þá er voðinn vís. Þó er það kannski heldur langt gengið í einu landi, þegar flestir telja sig hafa meira vit á því hvemig á að búa svo lag sé á heldur en bændumir sjálfír. Þessir kallar, íslenskir bændur, hafa að vísu ýmislegt á samvisk- unni og oft eru þeim og forystu- mönnum þeirra mislagðar hendur, sem dæmin sanna. En að þeir, ásamt sauðkind sinni, hafí svo mik- ið af sér gert gagnvart landi og þjóð eins og dr. Benjamín og fleiri vilja vera láta er máske umdeilan- legt. > Bændur mættu gjarnan vera fleiri íslendingar voru til skamms tíma sveitamenn aliir upp til hópa. Þeir sem enn búa í sveitum á ísiandi halda á einu af fjöreggjum þjóðar- innar. Þéttbýlið er ungt og á sér ekki djúpar rætur. Þar vantar því oft þann stöðugleika í mannlífí sem enn er ómótmælanlega víða fyrir hendi í sveitum þessa lands. Sveita- fólkið hefur að varðveita alda- gamlan arf þjóðarinnar, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þeir sem tala um að rífa þetta fólk upp með rótum og senda það á mölina vita ekki um hvað þeir eru að tala eða tala gegn betri vitund. Það er því misskilningur hjá sumum hag- fræðingum og fleirum þegar þeir halda því fram að íslenskir bændur séu of margir. Þeir eru alls ekki of margir heldur mættu þeir gjam- an vera fleiri. En auðvitað sjá allir sem láta sig þessi mál einhveiju varða að sauðfé er of margt í landinu, kýr eru einnig heldur margar og hrossum mætti að skað- lausu fækka um helming. Af þessu leiðir að bændur eru að framleiða mikið magn af vöru sem ekki selst. Þama er auðvitað meinið og er það í sjálfu sér gott að margir góðir menn skuli koma auga á það. Hveij- um þetta er svo að kenna skiptir ekki höfuðmáli. Það sem skiptir máli er hin líðandi stund og fram- tíðin. Nú veltur á öllu að bmgðist sé rétt við vandanum. Sú sókn sem er nýhafín til aukinnar fjölbreytni í íslenskum landbúnaði er kjami þessa máls. Þessi sókn má ekki koðna niður í smáskæmr hér og þar heldur þarf nú að fylkja öllu tiltæku liði til að auka fjölbreytni og arðsemi þessa atvinnuvegar. Það er nefnilega fleira landbúnaður en ær og kýr. Happa- og glappa- stefna er liðin tíð Það starf sem nú er hafið, þótt seint sé, að finna og undirbyggja ný störf í sveitum landsins, þarf að styðja með ráðum og dáð. Mögu- leikamir em hvarvetna í okkar gjöfula landi. Bændur og forystu- menn þeirra, en þó inkum stjóm- málamenn, þurfa að gera sér ljóst að landbúnað þarf að skipuleggja að vissu marki eins og -aðrar at- vinnugreinar. Það gengur ekki lengur að forsvarsmenn heilla sveit- arfélaga neiti að viðurkenna gífur- legan uppblástur í sveit sinni á þeirri forsendu að ekki megi taka lifibrauðið frá bændum, eins og nýlegt dæmi er um. Auðvitað er þetta ekki annað en sárgrætilegur brandari og gegnir furðu aðð við- komandi stjómvöld skuli láta slíkt viðgangast. Happa- og glappa- stefna hlýtur að vera liðin tíð. Stefnan á auðvitað að vera sú að sauðfjárrækt sé stunduð þar sem hún á við, mjólkurframleiðsla í góð- sveitum og hross og aðrar búfjár- tegundir hafðar þar sem arðbærast er fyrir land og þjóð. Semsagt. Rétt tegund á réttum stað og ekki of margt í högum. Þessu verða yfír- völd að stjóma. Til þess em þau kjörin af fólkinu. Til viðbótar hinum hefðbundnu búgreinum og að vissu marki í stað þeirra þarf svo að nýta þá möguleika sem hvarvetna blasa við í okkar góða landi ef menn einungis hafa opin augun. Nefna má greinar eins og fískeldi, nýtingu á villtum físki í ám og vötn- um, loðdýrarækt, skógrækt, ferða- mannaþjónustu í margvíslegri mynd, hlunnindi alls konar sem nánast fylgja annarri hverri bújörð á íslandi ef að er gáð og svona mætti lengi telja. Þetta land á ær- inn auð ef menn kunna að nota hann. Dr. Benjamín og’ skógræktin í hinum mörgu greinum sínum í Mbl. minnist dr. Benjamín iðulega á skógrækt. Flest sem hann skrifar um þá grein landbúnaðar er sérlega athyglisvert. Tillaga hans um einn milljarð króna til áframhaldandi uppbyggingar í skógræktarmálum er góðra gjalda verð, ekki síst núna á áttræðisafmæli hrópandans og brautiyðjandans Hákonar Bjama- sonar. Fjöldi bænda stundar í dag skógrækt sér og sínum til ánægju. Hallgrímur Sveinsson „Bændur og forystu- menn þeirra verða að hætta að hugsa í heilum skrokkum. Þéttbýlis- búar þurfa á hinn veginn að hætta að hugsa um bændur og búalið sem óvini þjóðar- innar númer eitt.“ Á því sést, að bændur og búalið eru ekki upp til hópa þeir vondu menn sem dr. Benjamín og fleiri gefa í skyn. Aðeins þarf að fara að þeim á réttan hátt og ræða við þá í vin- semd. Sé það gert er enginn vafí á að hluti þeirra er kjörinn til sam- starfs um skógrækt í sveitum iandsins. Bændur hafa reynsluna í umgengni við landið, þeir ráða yfír vélum og tækjum og eru jafnframt umráðamenn lands. Hvers vegna ekki að virkja þessa kalla til al- mennra skógræktarstarfa, dr. Benjamín, og lofa þeim í staðinn að búa áfram á jörðum sínum? Merkileg hag- fræðikenning Margir, og þar á meðal oftnefnd- ur dr. Benjamín, predika niðurfell- ingu íslensks landbúnaðar og þar Tískusvrun í Blómasa Módelsamtökin sýna hátísku íslensks fataiðnaðar í Blómasal í kvöld kl. 20.30 Njótið stórkostlegrar sýningar og snæðið góðan mat í nýjum og glæsilegum Blómasal. HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA HÓTEL Hefst kl. 19.30 Aðalvinninqur að verömæti _________kr.40 þús,_______ Heildarverðmæti vinninga kr.180þús._______________ með alfarið innflutning á misjafn- lega menguðum umframbirgðum stórþjóðanna. Þetta er auðvitað steftia í sjálfu sér en hvaða grein hagfræðinnar mælir með því að eyþjóð sé öðrum þjóðum háð hvað matvæli snertir? Sagan lætur ekki að sér hæða. Að sjálfsögðu er reynslan sú að aðflutningur mat- væla stöðvast fyrst af öllu þegar válegir atburðir gerast. Þetta ætti flestum að vera ljóst, en samt er talað og skrifað eins og hið fom- kveðna sé ekki f fullu gildi ennþá, að betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi. Hjaðningavígin verður að stöðva Eins og áður segir veltur nú á miklu að brugðist sé rétt við í land- búnaðarmálum hér á landi. Allar aðstæður verður að kanna vel áður en eyðibýlum verður fjölgað. Ekk- ert er ömurlegra en gapandi tóttir heimkynna brottflutts fólks þegar ekið er um sveitir okkar góða lands. Bændur hafa nú fengið nokkurra ára lokafrest til að laga sig að breyttum aðstæðum. Sá frestur verður trúlega ekki framlengdur og má reyndar þakka fyrir að hann verði ekki styttur. Bændur og for- ystumenn þeirra verða að hætta að hugsa í heilum skrokkum. Þétt- býlisbúar þurfa á hinn veginn að hætta að hugsa um bændur og búalið sem óvini þjóðarinnar númer eitt. Þegar að er gáð eru hagsmun- ir þessara aðila ofnir saman úr einum og sama þræðinum. Stöðvum hjaðningavígin áður en það verður of seint. Höfundur er bóndi á Hrafnseyri og skólastjóri grunnskólans á Þingeyri. Mývatnssveit: Samsætitil heiðurs sr. Erni Frið- rikssyni sextugum SR. ÖRN Friðriksson prófastur að Skútustöðum átti 60 ára af- mæli 27. júlí síðastliðinn. í tilefni þessara timamóta héldu Mývetn- ingar honum og eiginkonu Álfhildi Sigurðardóttur veglegt samsæti í Skjólbrekku síðastliðið föstudagskvöld. Fjölmenni var, margar ræður fluttar og mikið sungið. Sr. Erni bárust gjafir og árnaðaróskir. Sr. Örn var kosinn prestur í Mývatnssveit árið 1954 og er því búinn að vera prestur þar í 33 ár. Það kom fram í ræðum manna að ekki er talið vandalaust að þjóna Myvetningum enda ætið haft úrvals presta sem þeir hafa gert kröfur til. Óhætt er að fullyrða að sam- starf sóknarbama við sr. Öm hefur alltaf verið mjög gott. Enda bendir hinn mikli árafjöldi sem hann er búinn að vera í Myvatnssveit örugg- lega til þess. Það kom einnig fram hjá ræðu- mönnum að sr. Öm er mikill lista- maður og leikur nánast allt í höndum hans. Hann er þekktur ljós- myndari, málari, smiður og tónlist- armaður. Hann hefur stjómað kórum og samið lög. Sr. Öm hefur starfað í ýmsum félögum, fengist við leikstarfsemi og verið kennari um áratuga skeið. Mývetningar senda honum og fjölskyldu hans bestu ámaðaróskir. Kristján TEMPLARAHÖLLIN Eiríksgötu 5 — S. 20010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.