Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987
25
Heilsársfatnaður - sérstakyr fatnaður
t.d^ Magic Group — Differer|jel—Tam
^ i - Ghost - Fotch - Uhlour
TER
sport
Vesturgötu 4
í Hljómskálag'arðinum voru krakkarnir í leikjum fram eftir degi.
Félagsmiðstöðvar í Reykjavík:
Á annað hundrað
böm í skrúðgöngu
FÉLAGSMIÐSTÖÐVARNAR í Reykjavík efndu í gær til litskrúð-
ugs lokahófs og voru þátttakendur næstum 200 talsins. Þeir voru
frá átta félagsmiðstöðvum í Reykjavík en þær hafa boðið upp á
leikjanámskeið fyrir börn í sumar.
Að sögn Atla Amasonar starfs-
manns félagsmiðstöðvarinnar
Ársels hafa félagsmiðstöðvamar í
Reykjavík staðið fyrir slíkjum
leikjanámskeiðum undanfarin ár
og hafa þau notið mikilla vinsælda
meðal reykvískra bama. í gær
lauk síðasta leikjanámskeiði sum-
arsins og eins og undanfarin
sumur kveðja bömin sumarið með
svokallaðri „kamivalhátíð".
Steinunn Hrafhsdóttir starfs-
maður í Árseli sagði í samtali við
Morgunblaðið að þetta væri orðin
hefð og hefðu félagsmiðstöðvamar
skipst á að skipuleggja hátíðina
undanfarin ár. „í ár er það hlut-
verk okkar í félagsmiðstöðinni í
Árseli að hafa veg og vanda að
þessu „kamivali" sagði Steinunn.
Skrúðgangan lagði af stað frá
Klambratúni fyrir hádegi. Þá var
. -f
s
Morgunblaðið/BAR
Krakkar frá félagsmiðstöðinni
Frostaskjóli í „kamivalskrúð-
göngunni".
gengið niður laugaveginn og en-
dað út í Hljómskálagarði þar sem
ætlunin var að skemmta bömun-
um með ýmsum leikjum og
þrautum. Mikið fjör var á leiðinni
og virtust krakkamir óþreytandi
við að syngja „Ég langömmu á“,
„Atti katti nóva" og fleiri lög.
Sumir börðu taktinn með bumbum
og hristum sem þeir höfðu sjálfír
búið til og málað í öllum regn-
bogans litum. Bömin sjálf vom
einnig hin skrautlegustu í búning-
um sínum sem vom mjög fjöl-
breytilegir. Öll vom þau með
rauðmálaðar kinnar og bláan og
svartan lit um augun.
Þegar komið var í Hljómskála-
garðinn vom krakkamir orðnir
svangir og var þeim þá boðið upp
á popp og djús á meðan þau hvíldu
lúin bein eftir langa gönguferð.
Þá var farið í skipulagða leiki og
sá hver félagsmiðstöð um einn
leik. Þar fór m.a. fram reiptog,
boðhlaup, hópsöngur, pokahlaup
og brennibolti.
Bömin skemmtu sér við leiki
fram eftir degi og var veðrið eins
og best verður á kostið til útivistar
og leikja.
KARAKTER