Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987 15 Landamótum til gistingar. Á leið- inni til Húsavíkur bar það til tíðinda að skemmtiflugvél nokkur flaug með bflalestinni. Þegar hún (sem var merkt Shell) var á móts við Shell-bflana tvo í lestinni, hvolfdist hún við, spúði reyk og gerði kúnst- ir. Á leið okkar út Aðaldal bættist svo fallegur Chevrolet-vörubfll ár- gerð 1947 í hópinn og leið þessi dagur að kveldi. 12. júlí. Þennan dag var ekið frá Landa- móti á sýningu á Húsavík sem stóð frá kl. 16 til kl. 18. Að því loknu var hópurinn við mótsslit Lands- móts Ungmennafélags íslands ekinn hringur um mótssvæðið, en kvöldið fór í smáviðgerðir að Ysta- felli og sjónvarpsgláp að Landamót- um. 13. júlí. Frá Landamóti var farið kl. 9 og haldið um Goðafoss og Fosshól mót Mývatni. Þar tafðist för nokkuð vegna falsskiltis sem sagði veg lok- aðan við brúna á Jökulsá á Fjöllum tiltekinn tíma og tafði þetta förina um einn klukkutima. Loks var hald- ið á Námaskarð og þaðan í moldroki og sandbyl inn Hólsfjöll og Möðru- dalsfjallgarð. Á lausum vegi við moldrok og sandbyl losnar framöx- ull undir Ford-rútunni okkar með þeim afleiðingum að bfllinn veltur ofan í Víðidalsá. Þar var hann skil- inn eftir en hópurinn kom 1 tíma of seint á Egilsstaði. Um nóttina var bfllinn sóttur og fengið inni hjá þeim ágætu mönnum sem reka verkstæðið „Dagsverk" á Egilsstöð- um. Þar fengum við aðgang að öllum tækjum, aðstöðu og efnum til viðgerðar og 8 til 12 manns úr hópnum, allt sérfræðingar í bflavið- gerðum röðuðu sér á bflinn til viðgerðar. Bfllinn var réttur, rúður skomar, sparslað, slípað og málað og þreyttir -menn fengu að sofa áður en haldið var í næsta áfanga. 14. júlí. Á Egilsstöðum. Tangarsókn lok- ið, haldin bflasýning og söngur, ræðuhöld og skemmtan í Vala- skjálf. Gisting í skólanum og frábær og ódýr þjónusta í Esso-skálanum. 15. júlí. Erfiður og langur áfangi fram- undan, um firðina alla leið að Höfn. Hvarvetna var hópnum frábærlega vel tekið og margir komu að skoða bflana þar sem staðnæmst var. Veðrið í fýrsta sinn óhagstætt, þoka og rigning alla leið, útsýni stunduin niður í um 50 metra. Óneitanlega full takmarkað fýrir þá sem ekki höfðu áður ekið þessa fögru leið. Þrátt fyrir vondan veg á köflum gekk bflunum vei utan það að raf- magnið í sendiferðabflnum gafst upp og var hann þá tekinn á pall. Á Höfn komum við ijórum tímum á eftir áætlun, en það var nákvæm- lega sá tími sem viðgerðin á rútunni tafði brottför okkar frá Egilsstöð- um. Á Höfn var gist í félagsheimil- inu. Þar hefði mátt vera meiri hiti eftir bleytu og sagga dagsins. 16. júlí. Á Höfn voru bflamir sýndir frá kl. 9-10 um morgunninn en siðan farinn hópakstur um plássið áður en haldið var brott. Enn var rigning en förin sóttist vel og í Skaftafelli var orðið bjart og þurrt. Þar var eini bfll ferðarinnar skilinn eftir ■vegna bilunar sem var of tímafrek að ráða við, þrátt fýrir að lítil væri. Þegar yfir Mýrdalssand kom tóku á móti okkur glaðir og hressir menn, sveitarstjórinn í Vík og lög- reglan. Óku þeir á eftir okkur með blikkandi ljós en litlu framar tók gamalt Harley Davidson-mótorhjól við forystunni inn í plássið. Þar var dvalið í góðu yflrlæti við góðar móttökur og gist í félagsheimilinu. 17. júlí. Árrisulir fombflamenn urðu að ræsa út til að fá bensín í Vík. Þar er ekki opnað fyrr en kl. 9. Samt var opnað fyrr, fyrir okkur og lest- in hélt af stað vestur með flöllum, ekið undir úða Skógarfoss og ekki áð fýrr en á Hvolsvelli. Þar var meiningin að stansa vel, þvo bflana og þrífa, enda komnir í sól og surn- aryl, úr sagga og rigningu. Á Hvolsvelli hafa þrjár bensínstöðvar afgreiðslu og þar er ESSO að byggja upp nýja og fullkomna bensínstöð. BP og Shell eru svo saman með allgóðan skála. Þrátt fyrir þetta var hvergi hægt að þvc bfl. Ein slanga lá út úr skálanum hjá BP og Shell, en því miður, þar var engan þvottakúst að hafa. Vegna þessa brast flótti í liðið sem þeysti á Hellu í leit að þvottaplani. Þar var plan, handan Rangár hjá Shell. Leystu menn þar vandræði sín. Mega menn á Hvolsvelli al þessu sjá, að a.m.k. sumir vegfar- endur stansa ekki þar sem þeir geta ekki þrifíð bfl sinn. Þetta stendur þó til bóta á Hvolsvelli. Næst var nokkur stans gerður á Selfossi og sett í skipulega röð meí aðstoð elskulegrar lögreglu. Flautui voru þeyttar og lagt í síðasta áfang- ann, Selfoss-Reykjavík. Við Rauða- vatn var stansað, röðin þétt og höfuðborgarlögreglan komin óbeðin til hjálpar. Þaðan var ekið meé biikkandi lögreglu í bak og fyrii uns staðnæmst var á endastað, ESSO-stöðinni nýju í Breiðholti. Höfundur er leigubílstjóri. Slappað af á Húsavík. Frá vinstri: Rudolf Kristinsson formaður FornbUaklúbbsins, Pétur Jónsson og Þórður Sveinsson liðsmenn. Meðal margra fallegra bíla sem bættust £ hópinn á Akureyri var þessi töfrandi Citro- en, árgerð 1946. Skálholtskirkja: Fjölmenni á tónleikum um verslunarmannahelgína Skálholti. ÞAÐ VAR víðar fjölmenni um helgina en á útisamkomum popplistamanna. Nær þúsund manns sóttu sumartónleika í Skálholtskirkju á fernum tón- leikum sem helgaðir voru meisturunum Bach og Hftndel. Þannig komust færri að en vildu á sunnudagstónleikana en einn- ig var fjölmenni við messu þann dag. Sumartónleikum í Skálholts- kirkju lauk nú um helgina og hafa þeir þá verið haldnir þrettán sum- ur. Mikið var færst í fang á þessum seinustu tónleikum og lék þá sér- stök Barokksveit sumartónleik- anna. Hljómsveit þessi hefur verið í mótun undanfarin tvö sumur. Er þar ieitast við að leika einvörðungu á hljóðfæri frá barokk-tímanum. Hljóðfæraleikarar komu víða að; frá Reykjavík og Akureyri en einn- ig frá Bandaríkjunum og Svíþjóð. Fluttar voru tvær dagskrár. Á annarri voru tvær kirkjukantötur eftir Bach. Einsöngvarar voru þau Margrét Bóasdóttir og Michael John Clarke, sem kenna bæði við Tónlistarskólann á Akureyri. Einn- ig fluttu þau Helga Ingólfsdóttir og Michael Shelton sónötu fyrir fiðlu og sembal. Stjómandi þessara Bach-tónleika var Helga Ingólfs- dóttir. Á hinni tónleikaskránni voru hljómsveitarverk eftir Hándel. Leiðari á þeim tónleikum var Ann Wallström, sem starfar í Stokk- hólmi. Heflir hún sérhæft sig í leik á barokk-fíðlu og hélt hún fyrr um sumarið námskeið í þeirri list í Skálholti. Sumartónleikar í Skálholts- kirkju eru nú orðnir fastir í sessi og ómetanlegur þáttur í endurreisn Skálholts sem kirkju- og menning- arseturs. Fleira er á seyði í tón- listarmálum hér á staðnum. Þannig er árlega haldið námskeið fyrir organista og kirkjukóra sem er afar fjölsótt. Þá kemur áhugafólk um kórsöng saman um eina helgi og æfir og flytur einhver stórverk. Og nú þessa dagana era hér i gangi sumarbúðir fyrir böm þar sem sérstök rækt er lögð við tón- listar- og myndlistarföndur. Að lokum má ekki gleyma því að kirkjukór Skálholtskirkju býr enn að þeim granni er Róbert Abraham Ottiósson lagði honum við vígslu kirkjunnar fyrir nær aldarfjórð- ungi. Aðstandendur tónlistarmála í Skálholti hafa nýverið stofnað með sér samtök, Collegium Music- um, og leita þau eftir styrktarfé- lögum til stuðnings tónlistar i Skálholtskirkju. _ Björn MALLORKA SJÖUNDA SUMARIÐ í RÖÐ. . -1 VIÐ BJOÐUM YKKUR „KLASSA HÓTEL“ "r m «r m t *d llá, vegna þúsunda ánægðra ATLANTIK- farþega, sem margir hverjir fara ár eftir ár! - Og þeir biðja um sömu gisti- staðina, Royal Torrenova (ógleymanlegt andrúmsloft); Royal Jardin del Mar (stór- kostleg aðstaða fyrir unga sem 3l\dna); Royal Playa de Palma (glæsileiki, gæði - frábær staðsetning!) Og alls staðar sama góða þjónustan. - Þar eru hinir þrautreyndu islensku fararstjórar ATLANTIK, engin undantekning. Þeirstanda fyr- ir skoðunarferðum, sem Ijóma í minningunni um ókomin ár. Og nú einnig ibúðahótelið Royal Magaluf á samnefndri strönd. 15. ágúst uppselt-biðlisti. 24. ágúst 12 sæti laus. 5. sept. 10 sæti laus. 14. sept. laus sæti-aukaíerð fyriraldraða. 26. sept. uppselt-biðlisti. 5. okt. uppselt-biðlisti. mdMTH( FERÐASKRIFSTOFA. HALLVEIGARSTÍG 1. SÍMAR 28388-28580. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.