Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐE), FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987
fclk í
fréttum
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Guðmundur Lárusson og Óskar sonur hans í Bátasmiðju Guðmundar. Að baki þeim er bátur af
gerðinni Sómi 800 og steypumót fyrir neðri hluta slíks báts.
Af Sóma-mönnum
Ferð trefjaplastbátanna
íslensku af gerðinni Sómi 800
til Færeyja um daginn vakti
nokkra athygli hér heima og mikla
í Færeyjum. Báðir bátamir voru
seldir þar í lok sýningarferðarinn-
ar með öllum búnaði. Maðurinn
að baki þessum bátum er Guð-
mundur Lárusson, eigandi Báta-
smiðju Guðmundar sem smíðar
þá. Guðmundur hefur þróað
Sóma-bátana, í upphafí út frá
norskum Drago-bátum, en hann
segir að núorðið sé engin lína eins
í þessum tveimur tegundum og
þeir ekki sambærilegir.
Bátasmiðja Guðmundar er
staðsett í Eyrartröð í Hafnarfirði.
Framleiðslugeta hennar er um
fímmtíu bátar af gerðinni Sómi
800 á ári, ef vel er haldið á spöð-
um, segir Guðmundur okkur. í
fyrra voru smíðaðir 38 bátar og
seldir af 83 sem smíðaðir voru í
landinu í þessum flokki, sem þýð-
ir um 46% markaðshlutdeild
Sóma-bátanna. Að sögn Guð-
mundar annar hann alls ekki
eftirspum eins og sakir standa
og biðlistinn eftir að fá afhentan
bát nær aftur í maí eða júní á
næsta ári.
Guðmundur var spurður hvort
hann væri ánægður með ferðina
til Færeyja.
„Já, ég er það, hún var hreint
stórkostlegt ævintýri. Áhugi virð-
ist vera mikill hjá Færeyingum
og við hefðum getað selt tvo báta
til viðbótar áður en við fórum frá
eyjunum."
- Jukust fyrirspumir hér heima
meðan á ferðinni stóð?
„Já, það er að sjá. Þeir sögðu
mér hér í smiðjunni að mikið hefði
verið hringt og spurt á meðan.
Annað dæmi get ég tekið, að
maður sem átti Sóma-bát var
búinn að auglýsa hann til sölu
fyrir nokkm, en hafði ekki selt
enn. En þegar fréttir fóm að ber-
ast af ferðinni sagði hann að
slegist hefði verið um bátinn."
Guðmundur er nú byijaður að
smíða fyrsta bátinn af gerðinni
Sómi 900, sem er níu metrar á
lengd samanborið við tæpa átta
metra Sóma 800 og er hann rúm-
lega tveimur tonnum þyngri.
Fyrsti báturinn verður tilbúinn í
september, er þegar seldur og fer
til Neskaupstaðar sagði Guð-
mundur. í honum verður 300
hestafla ítölsk IVECO díselvél.
Guðmundur sagði vinnu við að
undirbúa mót fyrir bátinn hafa
hafíst í september í fyrra þannig
að það væri ársverk að koma þeim
fyrsta á flot.
Michel Goodrich rekur umboðsskrifstofu í New York fyrir fólk með
dulræna hæfileika.
Sjötta skilningar
vitið malar gull
Michel Goodrich var frekar
feiminn og hlédrægur að
eðlisfari og gekk ekki nógu vel
í starfí sínu við að selja auglýs-
ingar. Hann hafði afturámóti
tröllatrú á spákonum og miðlum
og öllu sem kennt er við dulrænu
og sjötta skilningarvitið. Hann
eyddi því miklu af tíma sínum
hjá hinum ýmsu spákonum og
sjáendum og leitaði sér ráða hjá
þeim um væntanlega viðskipta-
vini. Fljótlega varð á allra vitorði
í New York, þar sem hann býr,
að Goddrich gæti útvegað eða
bent á góða stjömuspekínga og
áreiðanlegar spákonur. Honum
leiddist þetta kvabb sí og æ og
hugsaði með sér að hann gæti
ekki staðið í þessu án þess að
taka peninga fyrir og upp úr því
fæddist hugmyndin að fyrirtæk-
inu sem hann svo setti á stofn
og hefur nú fært honum dijúgan
skilding í aðra hönd.
Goddrich rekur nú umbooðs-
skrifstofu fyrir fólk með yfímátt-
úrlega hæfíleika. Hann hefur á
sínum snærum rúmlega 30
manns, þ.á.m. miðla, lófalesara,
stjömuspekinga, og fólk sem les
úr Tarot-spilum. Eftirspumin
eftir þjónustu þessa fólks er
gífurleg og ekki hvað síst hjá
ungu fólki á framabraut, svoköll-
uðum „uppum“. „í stað hefð-
bundinna spuminga um peninga
og ást vilja uppamir fá upplýs-
ingar um hjónaband og skilnaði,
skynsamlegar fjárfestingar og
horfumar á verðbréfamarkaðn-
um. Þetta fólk er opið fyrir öllum
miðlum, ekki bara fjölmiðlum"
segir Goodrich, sem sjálfur gæti
fallið undir hefðbundnar skil-
greiningar á dæmigerðum
bandarískum „uppa“.
„Miðlar og spákonur em ekki
ósvipað fólk og leikarar" segir
Goodrich. Þetta er fólk með
sterkan persónuleika og lítt gefíð
fyrir að þurfa að hugsa um hag-
nýta hluti eins og markaðsmál,
peninga og samskipti við §öl-
miðla. Það kem ég til hjalpar,
sé um að koma þeim á framfæri
og aðstoða við val á fötum, því
það getur skipt sköpum um
framtíðarhorfur góðs miðils að
hann komi vel fyrir t.d. í sjón-
varpsviðtali.".
Goddrich skipuleggur stefnu-
mót við miðla og spámenn og
tekur hann þriðjung ágóðans í
sinn hlut. Þeir sem vilja láta spá
fyrir sér eða komast í samband
við heiminn fyrir handan geta
pantað viðtal á kaffíhúsi eða
fengið einkatíma, auk stærri
miðilsfunda sem Goodrich skipu-
leggur. Eftirspumin eftir þess-
arri þjónustu fer vaxandi og
nýlega var bætt við kreditkorta-
símaþjónustu þar sem fólk getur
„hringt í“ framliðna ættingja.
Ungt fólk á uppleið vill gjarnan láta spá fyrir sér eða fá ráðlegging-
ar „að handan".