Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987 Stefnumót við söng’- vara framtíðarinnar Tuttugn og fimm söngvarar frájafnmörgum löndum kepptu í Cardiff í Wales eftir Tage Ammendrup Cardiff Singer of the World Competition, eða Söngkeppni ungra einsöngvara var haldin dagana 14,—20. júní á vegum BBC Wales, Ferðamálaráðs Wales og borgar- stjómar Cardiff. Þessi keppni var fyrst haldin árið 1983 og tóku þá 16 þjóðir þátt í henni, en nú voru þær 25 talsins. íslenska sjónvarpið hefur tekið þátt í keppninni frá upphafi, en hún er haldin annað hvert ár. Islenska sjónvarpið hélt undankeppni 1983 og bar þá Sigríður Gröndal sigur úr býtum. Tveimur árum síðar sigr- aði Ingibjörg Guðjónsdóttir í samskonar keppni, en þær fóm báðar til Cardiff og stóðu sig mjög vel, þótt þær kæmust ekki í úrslit. Sjónvarpsáhorfendur muna eflaust vel eftir þessum keppnum, sem voru gott og vinsælt sjónvarpsefni. í ár var svo boðið til þriðju keppninnar og var ákveðið að velja söngvara án undankeppni. Leitað var til Kristins Sigmundssonar baryton- söngvara og fór hann utan ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara en þeir félagar hafa unnið saman í mörg ár. Undirbúningur keppninnar Sjónvarpið lét gera þátt um söng- feril Kristins og vakti hann óskipta athygli á þessum glæsilega söngv- ara. Kristinn hélt utan 11. júní og fór til Cardiff daginn eftir, því þann 13. júní var æfing með BBC sin- fóníuhljómsveitinni í Wales, undir stjóm Owain Arwel Hughes. ANi JINAVIKN Gæða ísskápar Gorenje HDS 201K rúmar 260 litra. Þar af er 185 litra kælir og 65 lítra djúpfrystir. Sjálfvirk affrysting. Hæð 138 cm, breidd 60 cm, dýpt 60 cm. Verð aðeins kr. 28.310. - stgr. - látið ekki happ úr hendi sleppa. Jónas Ingimundarson kom svo til Cardiff 13. júní og þeir félagar æfðu saman daginn eftir. Söngvarakeppnin er þannig skipulögð, að undanúrslit em fyrstu fimm kvöldin, þar sem fimm söngv- arar keppa hvert kvöid og einn þeirra er valinn til að taka þátt í úrslitunum. Það er til mikils að vinna í slíkri keppni, þeir söngvarar sem komast í undanúrslit fá 65.000 krónur hver, en sigurvegarinn fær 350.000 krónur í sinn hlut, auk þess sem hann gerir einn sjónvarps- þátt og tvo útvarpsþætti fyrir BBC. Karita Mattila og David Malis sem unnu keppnina 1983 og 1985, em á sífelidum ferðalögum um Evrópu og Bandaríkin í kjölfar sigra þeirra. Sr. Davids Hall Hljómleikamir fara fram í hinni glæsilegu tónlistarhöll Walesbúa, St. Davis Hail. Höllin er full af fólki dag hvem, en þar em haldnar myndlistarsýn- ingar, ungir tónlistarmenn koma fram, þjóðdansaflokkar sýna og ailskonar uppákomur em tíðar. Fólk er vant því að höllin sé þunga- miðja alls listalífs í borginni, en þar er einnig boðið upp á mat og drykk. St. Davids Hall er byggð ofan á verslunarsamstæðu sem inniber flölda verslana, veitingastaða og banka. Þetta fyrirkomulag er snjallt, t.d. vegna bifreiðastæða og auk þess gefur leigan á verslunar- rýminu tónlistarhöllinni miklar og stöðugar tekjur. Ekkert hefur verið til sparað við gerð tónlistarsalarins, en þar er frábær aðstaða fyrir sjón- varps-, útvarps- og plötuupptökur og er hljómburður með því besta sem þekkist. Cardiff Margir íslendingar fara til Eng- lands og Skotlands, en fáir koma við í Cardiff, þó að þangað sé ekki nema þriggja tíma lestarferð frá London. í Cardiff em 300.000 íbú- ar, þetta er þrifaleg borg og margar stórverslanir hafa þar útibú, en verð er mun lægra en f London. Mikið er um góða matsölustaði og góð máltíð með fordrykk og sæmi- legu víni kostar nálægt 1.000 krónum. Walesbúar em vingjamlegir og vilja allt fyrir ferðamenn gera, iandið er fagurt og gaman að ferð- ast þar í lest eða bílaleigubfl. Walesbúar beijast fyrir viðhaldi tungu sinnar og menningar og hræðast það fjölmiðlaflóð sem dyn- ur yfir alla álfuna, flóð góðra og miður góðra dagskrárliða frá Eng- landi og Bandaríkjunum. Sjónvarpið í Wales hefur staðið dyggan vörð um þjóðlega menningu og vinnur auk þess mikið starf við að auka samvinnu evrópskra sjón- varpsstöðva um gerð þátta til kynningar á menningu og tungu smáþjóðanna. Fyrstu tónleikarnir, 14.júní Fyrsta kvöldið áttu fimm söngv- arar að koma fram, en danski barytonsöngvarinn boðaði forföll, hafði fengið slæmt kvef. Það vom því Irene Drammond frá Skotlandi, Marc Meersman frá Belgíu, Guada- lupe Sanchez frá Spáni og Sherman Lowe frá Bandaríkjunum sem sungu þetta kvöid. Það er sagt að öll byijun sé erf- ið og sannaðist það þetta kvöld, því dómefndin var lengi að velja sigur- vegarann. Síðar frétti ég að þeir hefðu ekki viljað velja neinn af þess- um söngvumm í iokakeppnina, en reglur em reglur, þeir urðu að velja sigurvegara kvöldsins og það var Guadalupe Sanchez frá Spáni sem hreppti hnossið. Aðrir tónleikar 15. júni, Kristinn syngnr Við íslendingar biðum kvöldsins með eftirvæntingu, enda áttum við sérlega glæsilegan fulltrúa í keppn- inni. Við röltum niður í miðborg Cardiff, þar sem fánar hinna 25. þátttökulanda blöktu í hægrí golu á virkisveggjum gamla kastalans í Cardiff. Borgarbúar virtust fylgjast vel með keppninni, margir mundu eftir Sigríði Gröndal og Ingibjörgu Guð- jónsdóttur og ætluðu að reyna að fá miða á hljómleikana þetta kvöld til að hlusta á Kristin. Salurínn var því þétt setinn þetta kvöld. Ungverskan söngkonan Ibolya Verebics hóf tónleikana með verk- um eftir Hándel, Mozart og Weber og var henni vel tekið. Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson fluttu Allerseelen og Zueignung eftir R. Strauss og Kristinn söng svo með hljómsveit- inni aríur úr Don Giovanni eftir Mozart, Don Carlos eftir Verdi og Andrea Chénier eftir Giordano. Kristni var vei fagnað eftir hvert lag og í lokin bmtust út mikil fagn- aðarlæti og ætluðu áhorfendur ekki að sleppa honum af sviðinu. Marina Ferreira frá Portúgai var næst í röðinni. Hún hefur sérlega djúpa contralto rödd og var klappað lof í lófa. FÆ R I 6 A N D A- MÓTORAR Kristinn Sigmundsson, kona hans Ásgerður og Jónas Ingimundarson fyrir framan kaatalann f Cork. Gunnar Asgeirsson hf. Suóurlnndsbraut 16 sími 691600 = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER í hléinu þyrptust áhorfendur að « Kristni og dáðust að söng hans. 3 Ekki er of mikið sagt þótt við ís- 2= lendingar væmm vongóðir um sigur _J þegar við gengum til sæta okkar. Hugh Mackey baryton frá Norð- ur-írlandi söng lög eftir Duparé og Wagner og tónleikunum lauk með söng hinnar ungu og glæsilegu söngkonu Iva Hraste frá Júgóslavú, en hún var yngsti keppandinn, að- eins 20 ára. Sjónvarpsáhorfendur vita hvem- ig fór, Ibolya Verebics var kjörin sigurvegari og kom sá úrskurður öilum á óvart. Áhorfendur þyrptust að Kristni eftir hljómleikana og lýstu óánægju sinni með úrskurð dómnefndarinnar. Eg ætla að vitna í grein úr Ecco sem gefið er út í Cardiff: „The audience took immenseiy to Iceland’s Kristinn Sigmundsson, by the virtue of the sincerety of his approach. He proved to be a natural lyric barytone whose future glows with great promise." Annað blað segir að enginn hefði átt að komast áfram fyrsta kvöldið, en annað kvöldið hefðu þrír átt að komast í lokakeppnina. Þriðju tónleikar, 16. júní Gretha Crawley frá Nýja-Sjá- landi hóf tónleikana, þá söng ítalska sópransöngkonan Valeria Esposito mjög glæsilega. Þamæst kom Miki Sahashi frá Japan skemmtilega á óvart með mikilii tækni og glæsi- legri sópranrödd. Enski tenórsöngv- arinn Neill Archer söng einnig þetta kvöld og búlgarska söngkonan Plama Ghioreva lauk tónleikunum. Sigurvegari kvöldsins var Valeria Esposito frá Ítalíu, en japanska söngkonan hefði að margra áliti líka átt að komast áfram. Fjórðu tónleikar, 17.júní Á þjóðhátíðardaginn var okkur boðið upp á glæsilega hljómleika. Þá söng þýska valkyijan Iris Ver- miilion af miklum myndugleik, Per Vollestad, ungur norskur baryton- söngvari var næstur og síðan Linda Bennett Maquire frá Kanada, glæsi- leg söngkona með töfrandi sviðs- framkomu, þó hún væri komin átta mánuði á leið. Frá Ástralíu kom mjög góður barytonsöngvari, Peter Coleman Wright, og Heien Hessey-White frá Wales var síðust á dagskránni. Sigurvegari kvöldsins var Iris Vermillion frá Vestur-Þýskalandi. Lokakvöld undanúr- slita, 18. júní írsk sópransöngkona, Kathleen Tynan var fyrsti keppandinn, þá kom Nico Van Der Meel frá Hoilandi og síðasti söngvari fyrir lilé var kínverski tenórsöngvarinn Fan Jingma. Það virtist há honum að hann skildi ekki þann texta sem hann flutti, en auk þess virtist hann illa fyrirkallaður. Frá ísrael kom Assia Davidov og finnska söngkonan Soile Iso- koski lauk tónleikunum, ung og glæsileg sópransöngkona. Soile var kjörin sigurvegari kvöldsins en einnig komst áfram í lokakeppnina Fan Jingma frá Kína sem hinn svokallaði „mnner-up“, þ.e. sá sem næst var því að komast í úrslitakeppnina. Þetta vakti furðu manna og dagblaðið Ecco sagði daginn eftir að einn af hinum fárán- legu dómum væri val tenórs frá Kína, þegar stórkostlegir baryton- söngvarar frá íslandi og Ástralíu hafi ekki komið til greina. Úrslitakeppnin, 20. júní Sjónvarpsáhorfendur hafa eflaust fylgst með lokakeppninni, að minnsta kosti var uppselt í St. Davids Hall. Guadalupe Sanchez frá Spáni, Ibolya Verebics frá Ungveijalandi, Vaieria Esposita frá Italíu, Iris Vermillion frá Vestur-Þýskalandi, Soile Isokoski frá Finnlandi og Fan Jingma frá Kína sungu og féll sigur- inn í skaut Valeriu Esposito frá Ítalíu. Að lokum vom allir þátttakendur kallaðir upp á svið og þeim afhent áletrað staup úr krístal. Það vakti athygli að þegar Kristinn Sig- mundsson tók við sínu glasi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.