Morgunblaðið - 23.09.1987, Side 24

Morgunblaðið - 23.09.1987, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 FROSNIHLÉBARÐINN Den frusna leoparden Kvlkmyndlr Sæbjörn Valdimarsson Leikstjóri: Lárus Ýmir Óskars- son. Handrit: Lars Lundholm. Kvikmyndataka: Göran Nils- son. Tónlist: Leifur Þórarins- son. Aðalleikendur: Joakim Thastöm, Peter Stormare, Chrisyian Falk, Jacqueline Ramel, Agneta Ekmanner. Sænsk. Viking Film 1986. Frosni hlébarðinn er dökk stemmningarmynd sem fjallar um drauma sem enda í örvinglun, ólánsmanneskjur sem virðast fyr- irfram dæmdar til að halda sig skuggamegin í tilverunni, hér blasir ógæfan hvarvetna við. Kiljan hefur Iengi átt sér þann draum, eða alla tíð síðan hann sigldi með karli föður sínum grunnt af Kenya, að rista blek- svarta Afríkunóttina í bandarískri Iimósínu. Sagan af frosna hlébarð- anum sem karlinn sagði honum í æsku hefur heillað hann æ síðan. Og nú lítur út fyrir að draumurinn sé að snúast í veruleika. Kiljan hefur komist yfir kádilják mikinn og heldur á honum til bróður síns sem sprautar hann upp á nýtt. Þá kemur eftirlitsmaður til sög- unnar sem kemst að því að bíllinn er stolinn. Örlagaríkir atburðir gerast sem verða þess valdandi að Kiljan frýs inni líkt og hlébarð- inn forðum. Það hefur sína kosti og galla að hljóta einróma lof fyrir fyrstu mynd sína, en það henti Lárus Oskarsson með Andra Dansen, sem flaug hátt og víða. Frosni hlébarðinn stenst henni engan veginn snúning, en hins vegar er þáttur Lárusar góður og sannfær- andi, það er einkum handritið sem dregur mjmdina niður. Lárusi og leikurum hans, sviðsmyndasmið- um og kvikmyndatökustjóra hefur með ágætum tekist að skapa drungalega lýsingu á lánleysingj- um og óhugnanlegum atburðum sem eiga eftir að fylgja lífí þeirra líkt og mara. Hins vegar er strúkt- úrinn rykkjóttur og framvindan nokkuð duttlungafull. Athyglis- verð og oft áferðarfalleg mynd sem laðar fram samúð hjá áhorf- andanum með raunalegu vonleysi sögupersónanna. Úr spænsku myndinni Nautabananum. NAUTABANINN Kvikmyndlr Arnaldur Indriðason Nautabaninn (Matador). Spánn, 1985. Leikstjóri: Pedro Almodov- ar. Handrit: Pedro Almodovar og Jesus Ferero. Kvikmynda- taka: Angel Luis Fernandes. Tónlist: Bemardo Bonezzi. Helstu hlutverk: Assumpta Sema, Antonio Banderas, Nacho Martinez og Eva Gobo. Spænska myndin Nautaat eftir Pedro Almodovar blandar saman hinum þjóðlega og blóðuga hring- leik Spánverja nautaati, sem er viðbjóðsleg íþrótt, við sögu um morð, ástriður og dauðaþrá. Ekki þannig að mikið sé um nautaat í myndinni, þvert á móti það sést varla, en gagntekning höfuðpersón- anna af nautaati orsakar vægast sagt glæpsamlega hegðan þeirra og stefnir þeim sjálfum í dauðann eins örugglega og þú getur talið uppá tíu. Utgangspunkturinn er samlíking nautaatsins við samfarir; hápunkt nautaatsins, dauðanum, er líkt við hápunkt samfaranna, full- næginguna. Bíómyndimar frá Spáni eru alltaf aufúsugestir á kvikmyndahátíð og þær hafa ekki brugðist ennþá. Nautabaninn er mjög athyglisverð mynd sem blandar svo rækilega saman gamni og alvöru að ómögu- legt er að segja hvort er hvað. Stundum snýst dramað upp í and- hverfu sína og áhorfendur, a.m.k. á þessari sýningu, hlógu þegar manni hálfþartinn fannst að síst skyldi hlæja. Annars er myndin gráglettin út í gegn og full af erótík (erótískari morðsenu en þá sem er í upphafí myndarinnar getur varla að líta í öðrum myndum) með stælgæjum og píum sem Vouge gæti skammlaust birt myndir af á forsíðu, spaugilegum en umfram allt lifandi og skemmtilegum. Það má vera kostur myndarinnar að gefa það aldrei upp hvort um grín eða alvöru er að ræða. Stund- um er myndin hreinlega fáránleg og leikstjórinn virðist setja í hana aukaefni skýringarlaust eftir hent- ugleikum hveiju sinni. Tökum Angel til dæmis. Hann er nemandi hins kunna nautabana Diego Mont- es og tekur uppá því að reyna að nauðga (nauðgunin er brandari) kærustu meistara síns í gersamlega misheppnaðri tilraun til að sanna karlmennsku sína, fyllist síðan svo ákafri sektarkennd að hann kærir sjáifan sig til lögreglunnar, en þar hellist sektarkenndin svo yfír hann að hann játar á sig fjögur hryllileg morð sem svo vill til að lögreglan er að rannsaka. Hann er settur inn með það sama en á einhvem undar- legan hátt og formálalaust verður hann skyggn í fangelsinu og bendir lögreglunni á tvö lík I garði Diego Montes og seinna leiðir hann lög- regluna í ástarhreiður Montes og Maríu, sem vill svo til að er lögfræð- ingur Angels og hefur sömu ánægju af dauðanum (fullnægingunni) og nautabaninn, og getur þá heyrt samtöl þeirra úr órafjarlægð. Jú, þetta er sannarlega grín en veit leikstjórinn það? Angel er raun- ar aðeins aukapersóna þegar allt kemur til alls. Aðalpersónumar eru Diego Montes og Maria. Þau eru bæði kynferðislegir morðingjar, rekkjunautar þeirra verða bókstaf- lega rekkjunaut. Maria tælir karlmenn til sín og þegar leikurinn stendur sem hæst dregur hún pijón úr hári sínu og stingur honum á milli herðablaðanna eins og nauta- bani. Það vantar alveg að sýna Diego Montes myrða (hann hins vegar fróar sér fyrir framan of- beldismyndir í sjónvarpinu). Þegar þau leiða saman hesta sína og lögg- an er á hælum þeirra er aðeins einn unaður eftir; þau verða nautabanar hvors annars. Inn í söguna fléttar hinn kald- hæðnislegi Almodovar mörgum og góðum persónum, sem allar fá að glansa á sinn hátt og lífga uppá myndina; mamma Angels er haldin hryllilegum guðsótta og góðum sið- um; kærasta Diego Montes er sláandi falleg sýningarstúlka; mamma hennar er óttalega hrein- skilin kjaftablaðra; lögregluforing- inn er næstum betur klæddur en kollegi hans Don Johnson á Miami. Myndin hefði orðið enn betri ef Almodovar hefði þekkt sín takmörk en hún er óneitanlega skemmtileg. ROSSO Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Rosso. Finnsk, 1985. Leikstjóri: Mika Kaurismáki. Handrit: Mika Kaurismáki og Kari Vaan- anen. Kvikmyndataka: Timo Salminen. Tónlist: Marco Cucin- atta. Helstu hlutverk: Kari Vaananen og Martti Syrja. Finnski leikstjórinn Mika Kauri- smáki hélt örstuttan formála að mynd sinni Rosso í Laugarásbíói á mánudaginn var og vildi ekki mikið um hana segja. Hann sagð- ist hafa gert hana af því hann vildi læra ítölsku (hún er mikið til á ítölsku) og varaði áhorfendur við að þótt myndin gæti orkað alvarlega á þá væri hún alls ekki alvarleg. „Það er bara blöff,“ sagði Kaurismáki og kvaddi. Það eru varla til heilbrigðari forsendur fyrir tilurð fínnskar myndar með ítölsku tali. Önnur ástæða, og ekki ólíklegri, gæti verið sú að Kaurismáki hafí viljað slappa svolítið af í ítölsku sólinni þegar hann var að fílma kynning- una á aðalpersónunni, ítalska leigumorðingjanum Rosso, en í heldur vafasamri sögunni fær hann skilaboð frá feitum mafíósa um að drepa fyrrverandi unnustu sína í Finnlandi. Þetta er alls ekki alvarleg mynd heldur þvert á móti hlægileg, þótt illa fari fyrir sögupersónunni und- ir lokin. Rosso er óskaplega pirraður töffari en svalur eins og frostpinni og alveg á móti því að drepa unnustuna. Hann heldur til Finnlands og hittir bróður hennar, Martti, og þeirra alltof stutta sam- vera (Martti mætir örlögum sínum fyrirvaralaust) og harður menn- ingarárekstur er geislinn sem lýsir upp myndina næstum til loka. Fyrir þá sem vilja skilgreina er Rosso svokölluð „vega-mynd" (road-movie). Martti og Rosso hendast um fínnsku sveitimar á stórum amerískum kagga, sem þeir draga uppúr ruslahaug, og reyna að hafa uppá unnustunni. Það er spuming hvort stelpan sé yfírleitt til nema í minningum, hill- ingum og martröðum Rossos, en leit þeirra ber a.m.k. engan árang- ur. Frásögninni er fleytt fram með fremur þunglyndislegum, ljóðræn- um og alvarlegum sögumanni, sem er ekkert að „blöffa" og leikur þeirra Kari Vaananen og Martti Syija í aðalhlutverkunum er með eindæmum góður. Þeir minna stundum á utangarðsmennina í hinni ágætu mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Skyttumar. Það er sama kaldranalega vonleysistil- fínningin yfír ferðalagi þeirra. Úr finnsku myndinni Rosso. Kvikmyndahátíð Listahátíðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.