Morgunblaðið - 23.09.1987, Síða 26

Morgunblaðið - 23.09.1987, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 Togarinn Sj6U í Hafnarfjarðarhöfn. Morgunbiaðið/Þorkeii Togarinn Sjóli: Fullkomnasta skip ís- lenska fiskveiðiflotans Eina íslenska skipið sem er sérstaklega smiðað til vinnslu aflans um borð KOMINN er tíl landsins togarinn SjóU HF 1 en hann er tuttugasta og fjórða skipið sem norska skipasmíðastöðin Flekkefjord SUpp og Maskinfabrikk hefur smíðað fyrir íslendinga. Stöðin afhenti eigandanum, útgerðar- fyrirtækinu Sjólastöðinni hf. i Hafnarfirði, Sjóla þann 14. þessa mánaðar. í stýrishúsi Sjóla eru öll rafeinda- tæki af nýjustu gerð, svo sem ratsjár, kortaskjáir (videoplottar), lórantæki, gervihnattastaðsetning- artæki, Furunodýptarmælar, Atlas- dýptarmælir og Mesotecktrollhljóð- sjá (sonar) frá Simrad. í brú skipsins er einnig Sagemskriðmælir (logg), Anschutzsnúðáttaviti (gyro) ogsjáif- stýring, Scanmaraflamælir, Sailor- talstöðvar og Qarriti (telextæki) og IBM einkatölvubúnaður (PC). Sjóli er 56,5 metrar á lengd og 12,6 metrar á breidd. Skipið er 882 rúmlestir að stærð og lestarrúmmál þess er 700 rúmmetrar. Meltugeym- ar skipsins eru 100 rúmlestir að stærð, eldsneytisgeymar 222 rúm- metrar og ferskvatnsgeymar 140 rúmmetrar. Bárður Hafsteinsson skipaverk- fræðingur hjá Skipatækni hf. í Reykjavík hannaði skipið og hafði yfírumsjón með smíði þess. Við hönnun skipsins var sérstök áhersla lögð á orkuspamað, góða toghæfni og sjóhæfni og mikinn ganghraða. Skrokklag togarans er mjög óvenju- legt, stefni skipsins er perulaga, bakki yfírbyggður og akkerisvindur í lokuðu rými, þannig að skipið ver sig betur að framan. Gerðar voru líkanathuganir á skrokklagi skipsins hjá Skibsteknisk Laboratorium í Kaupmannahöfn sem leiddu til end- anlegrar lögunar skipsins. Að sögn Þráins Kristinssonar, skipstjóra á Sjóla, hreppti skipið hið versta veður á leiðinni heim frá Noregi en hann var mjög ánægður með sjóhæfni þess. Sérstakur velti- tankur er uppi undir brúargólfí skipsins sem hægt er að dæla sjó í til að minnka veltu skipsins. Sjórinn í tanknum getur dregið um helming úr veltuhraða skipsins. Það tekur síðan innan við tíu sekúndur að tæma tankinn en það getur þurft að gera ef um til dæmis yfirísingu eða hliðarvind er að ræða. Ganghraði Sjóla í reynsluferð reyndist vera 15 sjómílur á klukku- stund en aðalvél skipsins, sem er af gerðinni Wartsila Vasa 6R32, er tæplega þrjú þúsund hestöfl og 2200 kílówött við 720 snúninga á mínútu. Aðalskrúfan hefur tvö hraðaþrep, 109 og 136 snúninga á mínútu, til að fá sem mesta hagkvæmni í orku- nýtingu en skipið togar á 109 snúningum á mínútu. Sjóli hefur jafn mikinn togkraft með 900 he- stöflum og venjulegir togarar með 1800 hestöflum en aðalskrúfan er mun hæggengari og stærri en venju- legt er eða 3,5 metrar í fostum skrúfuhring og mjög gott aðstreymi er að skrúfunni. Skipið er mjög hljóðlátt og enginn titringur á því. Skipið er einnig með 250 hestafla hliðarskrúfu að framan til að auð- velda stjómun í höfn. Stjómhæfni skipsins er einnig mjög góð því það er með nýja tegund af stýri sem er af svokallaðri Schillingergerð. Stýrið fer 70 gráður í hvort borð og því má beita allt að 35 gráður á fullri ferð. Það er einnig mjög langt, eða þrír og hálfur metri, en á venjulegum togumm er stýrið yfirleitt um tveir metrar á lengd. Sjóli er fyrsta íslenska skipið sem hefur verið smíðað sérstaklega til að vinna aflann um borð og allt millidekk þess er fyrir fiskvinnslu. Fiskvinnslusalurinn er um 370 fer- metrar að stærð með blóðgunarkör- um, slægingarvélum, flökunarvélum fyrir þorsk, karfa og gulllax, roð- flettivél, hausskurðarvél fyrir karfa og grálúðu og mamingsvél fyrir gulllax. Auk þessa em nauðsynleg færibönd, snyrti- og pökkunarborð, §ögur lárétt frystitæki, eitt lóðrétt frystitæki, ásamt stómm lausfrysti í þessum fiskvinnslusal. Lyfta flytur síðan fiskinn niður í lestimar, sem em tvær og er hægt að kæla þær MS SJOLI HF-1 Rúmlestatala Mesta lengd Breidd Dýpt að milliþilíari Dýpt að togþilfari Rúmmál lestar Meltugeymar Eldsneytisgeymar Ferskvatnsgeymar tölum 882 BRL. 56.5 m 12.6 m 5,2 m 7,7 m 700 m3 100 m3 222 m3 140 m3 Vatns- og olíugeymar Heimild: SKIPATÆKNI hf. c/o Bárðuf Hafsteinsson Morgunblaöið/ GÓI Fiskvinnslusalurinn. Setustofan. báðar. Mögulegt er að frysta yfir 60 tonn á sólarhring um borð í skip- inu. Um borð í því em íslenskar tölvuvogir frá Marel hf., einnig em olíueyðslumælar skipsins íslenskir. Sjóli er þyngstur íslenskra togara miðað við eigin þyngd, eða 1450 tonn, en fullhlaðinn er hann á milli 1900 og 2000 tonn. Hann er sér- staklega styrktur til siglinga í ís, með sérstök ísbönd alla skipslengd- ina og nánast gegnheilt stál í pemnni á stefninu en lagið á því mun vera einstakt. Sjóli kemur í stað gamla Sjóla sem brann úti fyrir Vestfjörðum árið 1985. Hann var sendur til Póllands í sumar til lagfæringar en er nú til frekari viðgerða í skipasmíðastöð þeirri í Flekkefjord í Noregi, sem nýi Sjóli var smíðaður í. Sjólastöðin hf. á einnig togarana Karlsefni og Otur. Karlsefni, sem keyptur var á þessu ári, verður seldur til útlanda í stað nýs togara sem verið er að smíða í Flekkefjord en hann er smíðaður eftir sömu teikningum og Sjóli. Nýi togarinn verður sjósettur nú í október og tilbúinn fyrri hluta næsta árs. Valur Valsson bankastjóri Iðnaðarbankans: Meiri tekjur komi af þjónustugjöld- um en vaxtamun „BÆÐI HÉR á landi og erlendis hafa bankar verið að stefna að því að stærri hlutur tekna þeirra komi af þjónustugjöldum en vaxtamun. Við erum að fram- fylgja þessari stefnu," sagði Valur Valsson, bankastjóri Iðn- aðarbankans, þegar Morgun- blaðið bar undir hnnn könnun Verðlagsstofnunar á þjónustu- gjöldum banka en þau voru í flestum tilvikum hæst hjá Iðnað- arbankanum. „Samtök í atvinnulífinu hafa meðal annars hvatt til þess að þessi leið verði farin og höfum við hjá Iðnaðarbankanum tekið undir þá skoðun. Það að við séum á sumum sviðum með hærri þjónustugjöld en aðrir bankar sýnir kannski helst að við séum komnir lengra á þessari braut en margir aðrir. Þó eigum við á mörgum stöðum langt í land ennþá með að þjónustugjöld greiði raunverulegan kostnað við þjónustu og má sem dæmi nefna tékkahefti. Við erum að framkvæma þessar breytingar hægt og stgandi og ég á von á því að f framtíðinni muni meiri tekjur koma af þjónustugjöld- um en af vaxtamun. Þetta er þó ekkert sem gerist á einni nóttu. Við höfum verið að vinna að þessu undanfama mánuði og munum halda því áfram. Þróunin erlendis hefur verið sú að þetta hefur tekið allmörg ár. Lækkun vaxtamunar getur í framtíðinni orðið með ýmsum hætti. Til dæmis er hugsanlegt að innláns- vextir standi í stað en útlánsvextir verði lækkaðir eða þá að innláns- vextir hækki og útlánsvextir standi í stað. Einnig getur hvorttveggja gerst, að innlánsvextir hækki og útlánsvextir lækki." Helgi Bergs bankastjóri Landsbankans: Leggjum ekki á hærri gjöld en þörf er á „ÉG HEF í sjálfu sér enga skýr- ingu á þessu en við höfum haft þá stefnu að að leggja ekki hærri gjöld á okkar viðskiptavini en þörf er á,“ sagði Helgi Bergs, bankastjóri Landsbankans, þeg- ar Morgunblaðið bar undir hann könnun Verðlagsstofnunar á þjónustugjöldum banka og spari- sjóða. Landsbankinn var sá banki sem f flestum tilvikum var með lægst þjónustugjöld. Þegar Helgi Bergs var spurður hvort að þjónustugjöld Landsbank- ans stæðu alfarið undir kostnaði við þjónustu bankans sagði hann að erfitt væri að átta sig á því þar sem það væri erfiðleikum háð að skilgreina þá vinnu sem unnin væri í bankanum nákvæmlega og finna nákvæman kostnað við hvem þátt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.