Morgunblaðið - 23.09.1987, Page 28

Morgunblaðið - 23.09.1987, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 Persaflói: Tundurdufla- slæðurum fjölg- að á flóanum Áhöfn tekst að hemja elda eftir árás Irana Breska olíuskipið Gentle Breeze: Einn skipveija lét lífið Bahrain, London, Reuter. ÁHÖFN breska olíuskipsins Gentle Breeze barðist enn við elda uœ borð við skipinu í gœr, að því er haft var eftir eigendum skipsins. íranskur hraðbátur skaut eldflaugum á skipið á mánu- dag og kviknaði í því. Bretar hyggjast ekki auka viðbúnað á Persaflóa vegna árásarinnar. Fyrr var haft eftir skipamiðlur- um við Persaflóa að skipvetjar hefðu yfirgefið skip sitt og farið um borð í björgunarskip, sem er upp við Gentle Breeze. Haft var eftir starfsmanni björgunarfyrir- tækis, sem á björgunarskipið, að skipstjóri olíuskipsins hefði farið frá borði til þess að nota íjar- skiptatæki. Sagði að filippínskur skipvetji hefði beðið bana, en ekki væri vitað um önnur slys á mönn- um. Talsmaður skipafélagsins Wall- em Shipping Management, sem aðsetur hefur í Hong Kong og gerir Gentle Breeze út, sagði að verið gæti að einhveijir skipveija hefðu farið um borð í björgunar- skip og dráttarbáta við olíuskipið, en meirihluti áhafnarinnar reyndi nú að ráða niðurlögum eldsins. Tekist hefði að hemja eldinn og stæðu vonir til að tækist að slökkva hann innan nokkurra klukkustunda. Skipið verður dreg- ið til hafnar í Bahrain. Hermt var að íranskir bylting- arverðir um borð í hraðbáti hefðu skotið að minnsta kosti fimmtán flugskeytum að olíuskipinu með þeim afleiðingum að eldur bloss- aði upp í káetum skipveija á stjómborða. Sagði að skipstjórinn hefði fundið brak úr flaugunum um borð í skipinu. Skipið var statt skammt frá írönsku eynni Farsi þegar árásin var gerð. Byltingarverðir hafa siglt ffá Farsi til að gera árásir á flutningaskip á leiðinni til og frá Kuwait í botni Persaflóa. Bretar hafa herskip á Persaflóa til vemdar kaupskipum. Þau sigla aftur á móti ekki á norðanverðum flóanum og þar var Gentle Breeze þegar árásin var gerð. Embættis- menn vamarmálaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins á Bretlandi sögðu að bresk stjómvöld hefðu engar ráðagerðir á pijónunum um að auka viðbúnað á Persaflóa vegna árásarinnar. Nú eru tvær freigátur og einn tundurspillir breska sjóhersins á Persaflóa. Skip hefur ekki orðið jafnilla úti í árás frá því að olíuskipastríð- ið blossaði upp á ný á Persaflóa fyrir mánuði síðan. Bahrain, Reuter. BRÁTT munu rúmlega tuttugu og fimm tundurduflaslæðarar frá Bandaríkjunum, Sovétríkj- unum og fimm Evrópuríkjum slæða Persaflóann og mynni hans. Bandaríkjamenn héldu því fram í gær að þeir hefðu fundið tíu tundurdufl um borð í írönsku skipi. Er það fyrsta sönnunin, sem styður þær ásak- anir, að írakar hafi komið þeim tundurduflum fyrir, sem leiddu til þess að farið var að senda tundurduflaslæðara á Persa- flóa. Belgar samþykktu fyrir viku að senda tundurdufl á Persaflóa og koma þeir til liðs við Breta, Frakka, Hollendinga og ítala. Búist er við að belgí- skir og hollenskir tundurdufla- slæðarar lyóti verndar breskra herskipa. Hér á eftir fylgir listi yfir er- lenda tundurduflaslæðara á Persaflóa og fylgiskip þeirra. Bandaríkin: Um borð í skipinu Guadalca- nal, sem ætlað er til að gera strandhögg, em átta RH-530 Sea Stallion þyrlur ætlaðar til að leita tundurdufla. Fjórir sautján metra langir slæðarar ætlaðir til tundurdufla- leitar meðfram ströndum eru um borð í flutningaskipinu Raleigh. Sex tundurduflaslæðarar, sem færir eru til að sigla úthöfln, munu koma til liðs við herafla Bandaríkjamanna á Persaflóa í lok þessa mánaðar eða byijun október. Bretland: Tundurduflaslæðaramir Bich- ester, Hurworth, Brecon og Brocklesby (615 tonn) komu að Hormuz-sundi á mánudag. í fylgd með skipunum var skipið Abdiel (1.500 tonn), sem ætlað er til þess að granda tundurduflum. Frakkland: Tundurduflaslæðaramir Gar- igliano, Cantho og Vinh-Long (780 tonn) kemba hafíð rétt fyrir utan Hormuz-sund. Ítalía: Tundurduflaslæðaramir Vi- Reuter Fjölskyldan kvödd Belgiskur sjóliði kveður konu sína og dóttur áður en lagt er af stað til Persaflóa með tundurduflaslæðaranum „Breydel“. Hald- ið var úr höfn á mánudag en áætlað er, að belgísku skipin, tveir tundurduflaslæðarar og birgðaskip, verði í Persaflóa í fjóra og hálfan mánuð. Voru bímir að koma sex tundurduflum í sjóinn - og tíu fundust um borð í skipinu Bahrain, Reuter. ÁRÁS Bandaríkjamanna á íranskt skip, sem var að Ieggja tundurdufl í Persaflóa, hefur enn á ný vakið ótta sæfarenda á þessum slóðum við hættuna, sem af duflunum stafar. í frétt- um frá Pentagon, bandaríska hermálaráðuneytinu, segir, að fjórir íranir hafi fallið í árás- inni, fimm sé saknað en 22 menn, þar af fjórir særðir, hafi verið teknir um borð i bandarískt herskip. íranir hafa hótað að hefna þessa atburðar og segja, að skipið hafí aðeins verið að flytja matvöm en Bandaríkjamenn segjast hafa fundið tíu tundurdufl um borð í því. Segja þeir einnig, að Iranim- ir hafí verið búnir að koma a.m.k. sex tundurduflum í sjóinn, 50 mflum undan Bahrain-strönd. Það var á mánudagskvöld, að áhöfnin á bandarískri þyrlu frá freigátunni Jarrell kom auga á íranska skipið með hjálp nætur- sjár þar sem áhöfnin var að leggja tundurduflin á alþjóðlegri sigl- ingaleið. Iranska skipið er land- göngubátur með hjólabúnaði og getur farið jafnt yfír láð sem lög. Kom upp eldur í því við árásina en bandarískir hermenn fóm ekki um borð fyrr en að nokkmm stundum liðnum. Ali Akbar Rafsanjani, talsmað- ur íranska þingsins, sem hótaði í síðasta mánuði að dreifa tundur- duflum eins og fijókomum um allan flóann, sagði í gær, að full- yrðingar Bandaríkjamanna væm „lygi“ en hemaðarsérfræðingar, fréttamenn, stjómmálamenn og aðrir bíða þess nú með eftirvænt- ingu að sjá hvaðan skipið og tundurduflin em. Þau dufl, sem fundist hafa í Persaflóa til þessa, hafa verið af sovéskri gerð, upp- haflega frá árinu 1908 en endur- bætt 1938 og síðar seld Norður-Kóreumönnum. Talið er, að þeir hafí aftur selt þau írönum. 11. september sl. sagði í fétt í bandaríska blaðinu The New York Times, að Bandaríkjastjóm og Sovétstjómin einnig hefðu mót- mælt því við Líbýustjóm að ætla að senda írönum mjög fullkomin tundurdufl í skiptum fyrir efna- vopn. Þau hafí Líbýumenn aftur ætlað að nota í stríðinu við Chad. este, Milazzo og Sapri (485 tonn) em á leið til Persaflóa. Holland: Leitarskipin Hellevoetsluis og Maasluis (510 tonn) em á leið til Persaflóa. Belgía: Tundurduflaslæðaramir Bo- vesse og Breydel létu úr höfn og héldu til Persaflóa á mánudag. Sovétríkin: Þrír 650 tonna tundurdufla- slæðarar af gerðinni Natya em á Persaflóa eða þar nærri. Að auki eiga íranar tvo tundur- duflaslæðara til að leita meðfram ströndum að því er haft er eftir Alþjóðlegu _ herfræðistofnuninni í London. írönsku skipin em smíðuð í Bandaríkjunum. Saudi- Arabar eiga fjóra 320 tonna tundurduflaslæðara til að leita meðfram ströndum. Talið er að tveir þeirra slæði á siglingaleiðum norður af Bahrain. Bandaríska freigátan Jarrell en það voru þyrluflugmenn frá henni, sem komu auga á íranina við tundurduflalagningu. Á innfelldu myndinni má sjá þyrlu sömu tegundar og sú, og sem gerði árásina á iranska skipið. Bandaríkjamenn um árásina á íranska skipið:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.