Morgunblaðið - 23.09.1987, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 23.09.1987, Qupperneq 39
MORGUNBLA£)IÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 39 Sveinn Bjarnason hjá Ó.Johnson & Kaaber f bás fyrirtækisins. Selja um 96% allra Mikil samvinna sænsku fyrirtækjanna Á SÝNINGARSVÆÐI Svíðþjóðar á íslensku sjávarútvegssýning- unni eru 20 fyrirtæki. Að sögn Bent Christiansson, tals- manns sænsku fyrirtækjanna á sýningunni, er hér um ákveðinn hóp að ræða sem sameinast hefur undir nafninu „Swede fish“. Þau hjálpast að því að markaðssetja vörur sínar erlendis, meðal annars með því að deila saman sýningarsvæðum. Þau hafa gert sameiginlegt auglýsinga- myndband sem sýnir vörumar í notkun og gefið út sameiginlega kynningabæklinga. Bent sagði mikla hagræðingu í því fyrir fyrirtækin að vinna svona saman. Framleiðsluvörur fyrirtækj- anna snerta nær alla þætti fiskiðn- aðar, frá veiðum til pökkunar. Með því að vinna saman að markaðs- sókninni, deildist sá mikli kostnaður sem fylgdi henni á fleiri hendur. Á sjávarútvegssýningum sem þessum gætu þau til dæmis sameinast um myndalega móttöku og kaffíteríu. Markmið fyrirtækjanna væri öll þau sömu og samvinnan auðveldaði þeim að ná settu marki. Aðspurður um sýningunar í heild, sagði Bent Christiansson að sér lit- ist vel á hana. Miðað við hve margir hefðu sótt sýninguna fyrstu dagana ætti þetta að verða mjög góð sýn- ing. Bent sagði að sér hefði komið á óvart. að heyra það í ræðu sjávar- útvegsráðherra við setninguna, að þetta væri stærsta sjávarútvegs- sýningin á þessu ári í heiminum. Hins vegar þætti sér kannski ekki svo mikið til þess koma, þar sem hann tæki gæði fram yfir magn. öngla hér á landi Sækjast eftir íslenskum fiski FYRIRTÆKIÐ Ó.Johnson & Kaaber hefur yfir að ráða rúm- góðum bás í kjallara Laugardals- hallar og sýnir þar ýmsar þær vörur sem það flytur inn til sjáv- arútveg8 og fiskveiða. Þær vörur sem ÓJohson & Kaaber kynnir á sjávarútvegssýn- ingunni eru margvíslegar, að sögn Sveins Bjamasonar sölumanns hjá fyrirtækinu. Hann nefndi fyrst ýmiss konar föt fyrir matvæli og iðnaðarvörur almennt. Eru föt þessi með sérstaka gerð af lokum sem eru mun þéttari heldur en áður hefur þekkst. Ó.Johnson & Kaaber kynnir einnig ýmis kemísk hjálparefni og iðnaðarhráefni. Nefndi Sveinn þar á meðal formalín, sem notað væri við loðnuvinnslu, fosföt og ýmiss konar rotvamar- og þráavamar- efni. Fyrirtækið er einnig með margvíslegar gerðir af önglum frá Mustad til sýnis. Að sögn Sveins eru um 96% þeirra öngla sem seld- ir eru hérlendis af Mustad-gerð. Ýmsar nýjar tegundir öngla em kynntar á sýningunni og hefur ný tegund lúðuöngla vakið athygli, að sögn Sveins. Alls kyns kör og ker til fískirækt- ar og vinnslu um borð í skipum eru einnig til sýnis í bás Ó.Johnson & Kaaber. Að sögn Sveins býður fyrir- tækið upp á ker frá 35 lítrum til 3000 ltra. Þá sagði Sveinn að lögð væri mikil áhersla á að kynna nýjan tank sem hægt væri að nota í skip- um og í landi, til dæmis undir meltu, lifur eða pækil. Þá kynntu þeir tanka fyrir hættuleg efni, til dæmis sýrur og formalín, en þeir tankar em þeir einu sem siglinga- málastofnun hefur samþykkt til flutnings á hættulegum efnum yfír úthafíð, að sögn Sveins Bjamasonar hjá Ó.Johnson & Kaaber. HOLLENDIGAR eru á meðal þeirra þjóða sem hafa tekið ákveðið svæði undir sig á ís- lensku sjávarútvegssýningunni og hafa þeir yfir að ráða 6 básum í ytra tjaldinu. Að sögn Roeland A. Bosch, tals- manns Hollendinganna, framleiða þeir mikið til sjávarútvegs._ Hann sagði Hollendinga, líkt og íslend- inga, vera mikla siglingaþjóð, þó vissulega væri sjávarútvegur þeim ekki alveg eins mikilvægur og ís- lendingum. Hins vegar em Hollendingar í vandræðum vegna kvótamála og fískiskipastóll þeirra, sem telur 594 skip, allt of stór miðað við það magn sem þeir mega veiða við strendur landsins. Að sögn Roe- lands A. Bosch em mörg fískiðnað- arfyrirtæki nú í vandræðum vegna fískskorts og em því farin að leita meira út fyrir landið að hráefni. í því skyni em fulltrúar tveggjg hafna í Hollandi með fulltrúa á sjáv- arútvegssýningunni sem kaupa vilja ferskan fisk frá íslandi til verkunar og vinnslu. Þessar hafnir em í Ymnden og Lanwersoog á norður- strönd Hollands. Auk hafnanna tveggja kynna Hollendingar ýmsar framleiðsluvör- ur sínar til sjávarútvegs, svo sem roðfletti- og úrbeiningavélar, raf- eindavogir, togvindur, matvælaum- búðir og ýmislegt fleira. Ný gerð blokkaaskja KASSAGERÐIN sýnir ýmsar gerðir umbúða undir fiskafurðir á íslensku sjávarútvegssýning- unni í Laugardalshöll. Uppistaðan í bás þeirra er pökk- unarvél af Kliklok-gerð sem pakkar inn næstum hvaða vöm sem er, til að mynda físki og fiskafurðum. Að sögn þeirra Sigurðar Harðarsonar og Jóns Sigurðssonar hjá Kassa- gerðinni, em þó nokkrar slíkar pökkunarvélar nú komnar í gagnið hjá fiskvinnslufyrirtækjum hér á landi. Yfirleitt em vélarnar leigðar af Kliklok fyrirtækinu í gegnum Kassagerðina, sem síðan sér um að útvega pakkana í vélina. Kassagerðin kynnir á sjávarút- vegssýningunni nýja aðferð sem fyrirtækið hefur þróað til fram- leiðslu á blokkaöskjum. Aðferðin, sem kölluð hefur verið „Microlava", snýr að vaxhúðun askjanna. Hún hindrar loftbólumyndun og gerir það að verkum að blokkimar verða sléttari við frystingu. Þá límast umbúðimar síður við blokkimar, þannig að pappírsflygsur sitja ekki Morgunblaðið/Bjami igurður Harðarson og Jón Sigurðsson framan við pökkunarvélina bás Kassagerðarinnar. eftir á blokkinni þegar að askjan er rifín upp. Auk þessa sýnir Kassagerðin margs konar gerðir kassa og pakkninga, meðal annars pappa- kassa sem vaxhúðaðir em bæði að utan og innan, auk ýmiss konar nýjunga í prentun og formi umbúða. Morgu nbl aðið/Bj ami Roeland A. Bosch við móttökuborð hollensku fyrirtaekjanna á sjávar- útvegssýningunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.