Morgunblaðið - 23.09.1987, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 23.09.1987, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 47 stöðu sem Verslunarráðið hefur uppá að bjóða. Þetta samstarf er á hinum ólíklegustu sviðum enda koma félagamir úr öllum greinum atvinnulífsins. Tölvufyrirtæki hófu nýlega samstarf á vejjum Verslunarráðsins til að afla þekkingar og bæta upp- lýsingar um tölvumarkað. Náðu þau samkomulagi um að gefa óháðum endurskoðanda trúnaðarupplýsing- ar um sölu og síðan er gefín út tala um heildarstærð markaðarins. Sér þá hver um sig um markaðs- hlutdeild sína. Grænmetismarkaður hefur ver- ið lengi á verkefnaskrá Verslunar- ráðsins. Nú eru enn hafnar umræður um grænmetismarkað á vegum ráðsins og er stefnt að því að þessi markaður verði raunveru- legur uppboðsmarkaður sem starfí á breiðum grundvelli. Upplagseftirlit hefur um nokk- um tíma verið starfrækt af Verslun- arráðinu og hefur það gengið þannig fyrir sig að útgefendur hafa fengið óháðan endurskoðanda til þess að staðfesta upplagstölur. Nokkur andstaða hefur verið meðal útgefenda gegn upplagseftirlitinu og umfangsmestu tímaritaútgáf- umar hafa ekki viljað vera með. Nú hafa verið í gangi umræður á vegum ráðsins milli útgefenda, aug- lýsingastofa og auglýsenda um að gera lesendakönnun fyrir tímarit. * Abyrgðaraðili V erslunarskólans Verslunarráðið ber ábyrgð á rekstri Verslunarskólans og skipar skólanefnd hans. Mikið átak var gert á vegum ráðsins til þess að koma skólanum í nýtt húsnæði. Næsta stóra verkefnið verður að styrkja stöðu skólans og viðskipta- menntunar í skólakerfí lands- manna. Nýlega hefur Tölvuháskóli Verslunarskólans tekið til starfa og hugmyndir hafa komið fram um að stofna viðskiptaháskóla í tengslum við skólann. Stofnaðili lífeyris- sjóðs verslunarmanna Verslunarráðið var stofnaðili að Lífeyrissjóði verslunarmanna sem er stærsti lífeyrissjóður landsins. Verslunarráðið leggur áherslu á nauðsyn sterkra sjálfstæðra lífeyr- issjóða sem geta staðið undir lífeyr- isgreiðslum og jafnframt verið uppspretta spamaðar í þjóðfélag- inu. Verslunarráðið tilnefnir einn syómarmann í Lífeyrissjóðnum. Vettvangur fyrir um- ræður og hugmyndir Verslunarráðið heldur fjölmarga fundi þar sem tækifæri skapast til að kynna nýjar hugmyndir og koma skoðunum á framfæri. Verslunar- ráðið býður líka oft erlendum sérfræðingum til landsins til að flytja hér erindi og kynna ýmis nauðsynja- og framfaramál. Viðskiptaþing ráðsins og aðal- fundir þess eru oft vettvangur fyrir slíkar umræður. Þar er jafnan reynt að vanda til dagskrár þannig að þeir sem sækja fundina geta kynnst þvi sem er „að gerast" hveiju sinni. Framhaldsskóla- nemar gefa út bók NYVERIÐ kom út bók á vegum Útgáfufélags framhaldsskól- anna. Bókin nefnist Kjaftæði, en í henni eru ljóð og smásögur eftir nemendur hinna ýmsu framhfaldsskóla á landinu. Útgáfufélag framhaldsskólanna eða Ú.F.F., var stofnað í nóvem- ber á síðasta ári en að stofnunni stóðu fulltrúar sjö framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Fyrsta verkefni stjómar félagsins var að efna til ljóða- og smásagnasam- keppni meðal allra framhalds- skólanema á landinu og gefa verðlaunaljóðin og -smásögumar síðan út á bók. Sú bók er nú kom- in fyrir sjónir almennings og nefnist hún Kjaftæði. Þátttaka í samkeppninni var með eindæmdum góð. Dómnefnd- ina skipuðu Steinunn Sigurðar- dóttir rithöfundur, Gyrðir Elíasson skáld og Andri Thorsson bók- menntafræðingur. Niðurstöður dómnefndarjnnar urðu þær að Steinari Guðmundssyni Fjölbraut- arskólanum í Breiðholti voru veitt fyrstu verðlaun fyrir besta ljóðið. Onnur verðlaun hlaut Þómnn Bjömsdóttir Menntaskólanum við Sund og þriðju verðlaun Uggi Jónsson Menntaskólanum á Akur- eyri, en hann fékk einnig önnur verðlaun fyrir smásögu. Garðar A. Ámason Menntaskólanum á Akureyri fékk fyrstu verðlaun fyr- ir smásögu sína Minningar spámanns og þriðju verðlaun hiaut Elsa Björk Valsdóttir Menntaskól- anum í Reykjavík. Verðlaunaljóðin og -smásögumar eru öll í bókinni auk nokkurra valinna ljóða og smásagna er bámst í keppnina. Stefna Ú.F.F. er að halda uppi menningarlífí í framhaldsskólun- um, en útgáfa bókarinnar Kjaft- æði er fyrsta sameiginlega menningarrit framhaldsskólanna í tvo áratugi. Á aðalfundi útgáfufélagsins sem haldinn var 17. september var útgáfa bókarinnar kynnt og kosin ný stjóm. Hana skipa Ásdís Þór- hallsdóttir Menntaskólanum við Hamrahlíð, Guðjón Hauksson Menntaskólanum í Kópavogi, Sig- urgeir Orri Sigurgeirsson Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti, Sigurður Baldvinsson Flensborg í Hafnarfirði og Bryndís Snæ- bjömsdóttir Kvennaskólanum í Reykjavík. Af hverju eru fyrirtæki í Verslunarráðinu? Verslunarráðið er tæki viðskipta- lífsins til þess að hafa áhrif á starfsskilyrði þess. Verslunarráðið er samstarfs- vettvangur félagsmanna til þess að vinna að framfaramálum. Verslunarráðið er hugmynda- bankr fyrir nýjar leiðir til þess að efla viðskiptalífíð.og bæta þjóðarr hag. Verslunarráðið veitir félags- mönnum sínum mikilsverða þjón- ustu sem nýtist þeim í rekstrinum. Verslunarráðið er bakhjarl einkarekstrarins og vinnur honum fylgi. Með aðila að Verslunarráðinu leggja félagsmenn sitt af mörkum til þess að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum." (Fréttatilkynmng.) Pað er ekki að ástæðulausu sem LADA SAMARA er með athyglisverðustu framdrifsbílum sem í boði eru. Pað sem meðal annars gerir bílinn svo eftirsóttan er hin einstaka fjöðrun sem á öllum vegum gerir bílinn svo léttan og lipr- an í akstri. LADA SAMARA er öruggur fjölskyldubíll, búinn öryggisbeltum fyrir alla farþega, léttur í stýri og umfram allt sparneytinn. Og til þess að kóróna sparnaðinn er LADA SAMARA á undraverði og ekki spilla vinsælu greiðslukjör- in. Komið, skoðið og reynsluakið sparbílnum frá Lada. OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ 10-16 OG ALLA VIRKA DAGA FRÁ 9-18. Beinn sími söludeildar er 31236. Verið veikomin. LADA SAMARA 5 GÍRA 283.000 LADA SAMARA 4 GÍRA 265.000 BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.