Morgunblaðið - 23.09.1987, Page 53

Morgunblaðið - 23.09.1987, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 53 Aðalbjörg Halldórs- dóttir — Minning Fædd 4. ágúst 1911 Dáin 16. ágúst 1987 Með fáum orðum vil ég kveðja mágkonu mína, Aðalbjörgu Halld- órsóttur. Hún var fædd 4. ágúst 1911 að Fuglavík í Miðneshreppi. Foreldrar hennar voru Halldór Pét- ursson og kona hans, Guðrún Einarsdóttir er þar bjuggu. Aðalbjörg giftist Georg Sigurðs- syni þann 16. maí 1937 og varð þeim þriggja bama auðið. Þau em Sjöfn gift Grétari Hinrikssyni; Sig- urður ókvæntur og Erla ógift. Áður átti Aðalbjörg soninn Karl. Þau hjónin ferðuðust mikið um landið okkar. Þau höfðu ferðast um allar sýslur landsins og heimsótt flesta markverða og sögulega staði landsins. Höfðu þau mikla ánægju af þessum ferðalögum sínum og fannst mikið til koma um nátt- úrufegurð Íslands. Aðalbjörg varð snemma að bjarga sér á eigin spýtur og vann hún lengi við framreiðslustörf, með- al annars hjá þeirri dugnaðarkonu Guðrúnu Eiríksdóttur, sem rak Hótel Bjöminn í Hafnarfirði í mörg ár. Síðar ráku þau hjónin Hafnar- kaffí í Hafnarfirði í um það bil 12 ár, og hvíldi sá rekstur ekki hvað minnst á Aðalbjörgu. Aðalbjörg var góð húsmóðir og þótt hún á stundum hefði ekki úr miklu að spila var heimili hennar ávallt til fyrirmyndar. Ég vil ljúka þessum fátæklegu kveðjuorðum mínum með þakklæti Eiríkur Erlends- - Minning son til Aðalbjargar fyrir allt gott er hún sýndi mér og fjölskyldu minni fýir og síðar. Blessuð sé minning hennar. SGS Minning: Halldór Jónmundsson yfirlögregluþjónn Fæddur 20. september 1907 Dáinn 16. september 1987 Að afa okkar, Halldóri Jón- mundssyni, látnum vildum við, sonardætur hans, minnast hans nokkmm orðum. Æviatriði hans, ætt, skólagöngu, störf og hjúskap getum við ekki rakið af eigin þekk- ingu. Aðeins í um 20 ár höfum við þekkt afa, mikinn hluta þess tíma sem böm. Frá því við fyrst munum eftir var hann lögreglumaður, yfír- lögregluþjónn, fallega uppábúinn í svart og hvítt. Umfram allt var hann þó alltaf afí, nokkuð framand- legur vegna þess að við bjuggum í öðmm landshluta, dálítið spennandi vegna skemmtilegrar sérvisku; glæsilegur og góður afí. Að honum látnum getum við aðeins vottað bömum hans og ömmu okkar sam- úð með orðum, til staðfestingar því sem er að minning hans mun lifa gegnum gerðir hans og skaplyndi og hvað okkur varðar gegnum ástúð hans á bömum. Okkur var hann alltaf „afí á ísafírði", góðlyndur og skemmtileg- ur maður. í þessi 20 ár var hann alltaf samur, einnig í útliti. Sem bömum gaf hans okkur gjafír og sló á þá strengi sem böm skilja. Gjöfum hans fylgdi blíða og vænt- umþykja sem við fundum þá og mætum nú. Og í sumar þegar hann var orðinn veikur og við fullorðnar gaf hann okkur það sem við skild- um. Hann beitti sömu blíðu, sömu gælunöfnum; enn sömu væntum- þykju. Bamaböm hans, sem enn eru ung, hafa misst góðan afa og hafa þó einnig átt hann til að minnast hans. Þeir sem em góðir bömum em góðir menn og góðir menn geta auðveldlega dáið rólegir. Þeir hafa lifað vel. Böm afa og eiginkonu minnum við á orð spámannsins: Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þin. (Kahlil Gibran.) Við þökkum afa umhyggju hans og ástúð. Inga, Hófý og Dóra Elsku afi okkar kvaddi þennan heim í dag, 16. september 1987. Þegar við fréttum það, rifjuðust upp fyrir okkur minningar frá ánægju- legum samvemstundum okkar. Þó þær hafí orðið stijálli með ámnum þótti okkur alltaf jafn vænt um afa. Afí var góður maður. Allir hænd- ust að honum, bæði menn og málleysingjar. Meðal þeirra var hrafn einn sem í mörg sumur var daglegur gestur hjá honum og hjá afa áttu villikettimir traustan vin. Hann tók öllum vel, var alltaf reiðu- búinn að hjálpa eftir bestu getu og fór þá ekki í manngreinarálit. Aldrei framar mun hann bíða okkar með ávexti og ijóma, klappa okkur á kollinn og kalla okkur elsku stelpumar sínar. Sumrin hjá afa vom ævintýra- sumur. Hann átti ósköpin öll af dóti sem hann hafði safnað að sér um ævina. Það var oft glatt á hjalla er bamabömin og vinir þeirra vom í heimsókn. Allir vom velkomnir. Einn daginn var húsið dýragarður, en afi var frægur fyrir dýrasafn sitt, og hinn daginn þrömmuðu t.in- dátamir í breiðum fylkingum yfír stofugólfíð. Einu gleymdi afí aldrei, en það var að heimsækja ömmu upp á spftalann. Fómm við oft með honum þangað og starfsfólkið þar hafði það á orði að það væri hægt að stilla klukkumar eftir honum, svo stundvís væri hann. Afi var besti maður sem við þekktum og við munum alltaf minnast hans. Skarð það, er afí skilur eftir, mun standa óuppfyllt um alla framtíð. Við söknum hans sárt en getum huggað okkur við að hann er nú á betri stað og líður vel. Guð blessi minningu hans. Halldóra og Kristín Tómasdætur Fæddur 12. september 1905 Dáinn 16. september 1987 Með söknuði og döpur f huga kveðjum við vin okkar, Eirík Er- lendsson, þökkum góðar stundir og fyrir að hafa notið vináttu hans um nokkurra ára skeið. Það er ómetan- legt að kynnast góðu fólki, það er fjársjóður sem hvorki mölur né ryð fær grandað Eiríkur Erlendsson var fæddur 12. september 1906 á Blöndudals- hólum í A-Húnavatnssýslu. Foreldr- ar hans vom hjónin Erlendúr Erlendsson, fæddur 20. júní 1874, dáinn 18. desember 1943, og Sigur- björg Þorsteinsdóttir, fædd 29. maí 1879 og dáin 14. nóvember 1948. Þau hjón eignuðust 14 böm og eru fímm systur á lífi. Eirkíkur var 3. elstur sinna systkina. Hann kvænt- ist eftirlifandi konu sinni, Björgu Jónsdóttur frá Olvaldsstöðum í Mýrarsýslu, 15. maí 1944. Hann átti tvær dætur, Katrínu, sem fædd- ist 2. apríl 1925, gift Sveini Gunnlaugssyni, og Sigurbjörgu Erlu, sem fæddist 19. júní 1945, gift Pétri M. Helgasyni. Bamaböm- in eru 6 og bamabamabömin eru 3. Hann var síðast bóndi á Hnausum í Húnaþingi en fluttist til 1929 Reykjavíkur. Eiríkur var elskulegur persónu- leiki, alltaf glaður og vingjamlegur, vel gefínn og mjög gaman var að ræða við hann. Hann var stálminn- ugur og fylgdist vel með öllu því sem var að gerast í þjóðfélagsmál- um hveiju sinni. Bömin og ungling- amir í stigaganginum munu sakna hans, vinar í stað, hann var svo hlýr og góður við þau og hafði gam- an af yngsta drengnum sem bankaði stundum upp á og spurði um Eirík afa. Hann var stoltur af eldri bömunum eins og hann ætti þau og talaði oft um hve prúð og falleg þau væru. Þau öll biðja hon- um Guðs blessunar. Það er okkar trú að mesta gæfa Eiríks hafí verið fólgin í því að kynnast eiginkonu sinni, Björgu Jónsdóttur. Það var aðdáunarvert og lærdómsríkt að sjá, hve innitega ást og virðingu þau bám hvort fyr- ir öðm. Það var alltaf gaman að koma til þeirra hjóna og njóta þeirra nota- legu gestrisni og glaðværðar, ekki síst þegar svo hittist á að Eiríkur var að laga kvöldkaffíð, sem var mjög gott, og bar það í stofu, en þann starfa hafði hann ætíð haft og nutu þau hjónin samvistanna á kvöldin yfir góðum kaffíbolla. Við höfum fylgst með óeigin- gjamri fómfysi Bjargar í veikindum hans síðustu mánuði og viljum votta henni og fjölskyldu hennar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja hana á erfíðum stundum. Þuríður, Heimir og börn, Fanney og börn, Hólmfríður og Sigurður. Hótel Saga Slmi 1 2013 Blóm og skreytingar við öll tœkifœri t Eiginmaöur minn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andiát og út- HÉÐINN VALDIMARSSON, för móöur okkar, tengdamóöur og ömmu. Álftamýri 20, GRÓU STEFANÍU GUÐJÓNSDÓTTUR, Reykjavik, Stafnesi, Miöneshreppi. veröur jarðsunginn föstudaginn 25. september kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Fyrir hönd systkina, barna og annarra vandamanna, Jón Ben. Guöjónsson, Leifur Ölver Guöjónsson, Þorbjörg Aldis Guðjónsdóttir, Gunnar Haröarson, Guðrún Guðmundsdóttir. Margrót Guöjónsdóttir, Gfsli Hermannsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir vinarhug og samúöarkveðjur vegna andláts t Innilegustu þakkir fyrir samúö og hlýhug við andlát og útför bróö- og útfarar ur okkar og tengdabróður, JÓHÖNNU MARTEINSDÓTTUR JÓSEPS JÓHANNESSONAR frá Fáskrúðsfirði. bónda, Giljalandi, Haukadal, Editha Jóhannesson, Þórður Jóhan nesson. Jón Jóhannesson, Þurfður Ólaf sdóttir, Kristmundur Jóhannesson, Sigrföur Bjarnadóttir, Björg Sæmundsdóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og út- för eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, STEFÁNS BJÖRNSSONAR, Víðihvammi 13, Kópavogi. Jóhanna Jónsdóttir, Anna Stefónsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Ólöf Jóna Stefánsdóttir, Þórunn Stefánsdóttir, Olga Guðbjörg Stefánsdóttir, Birna Stefánsdóttir, Sigrföur Stefánsdóttir, Jón Stefánsson, Björn Stefánsson, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda vináttu og samúö við andlát og útför, AÐALSTEINS STEFÁNSSONAR, Langholtsvegi 73. Kristjana Steinunn Guöjónsdóttir, Björn Aöalsteinsson, Guðjón Aöalsteinsson, Gyöa Agnarsdóttir, Dagbjört Aöalsteinsdóttir, Hrafnkell Björnsson, Stefán Aðalsteinsson, Guöbjörg Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Énmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmam ...................................... '

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.