Morgunblaðið - 23.09.1987, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 23.09.1987, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 59 Pokahugsun - óendanleiki: Hugaráhríf milli hnatta Til Velvakanda. Ekki get ég látið hjá líða að þakka lesendum Velvakanda hve vel þeir virðast hafa brugðist við skrifi mínu þar laugardaginn 12. september. Ég hafði skrifað eitthvað sem mér þótti allt eins líklegt til óvinsælda og vin- sælda og bjóst við heldur óværri nóttu (stilliáhrif), en þess í stað bar fyrir mig nokkuð, sem er meðal þess, sem ég helzt vildi kjósa mér. Hafi stilliáhrifín stafað frá lesendum — en það sýnist mér líklegast — ber þetta vott um góða mannþekkingu þeirra og áhrif í samræmi við það. Ber þetta þannig að skilja í fyrsta lagi, að enginn maður geti ráðið draumum sínum sjálfur, nema hann njóti annarra að, í öðru lagi þannig, að í draumi er hver maður annar en hann sjálfur (samband við draum- gjafa) og í þriðja lagi það, að sambandið er óháð fjarlægðum (yfír- ljóshraði). Samanber það sem haft er eftir Isabel Allende, rithöfundi frá Chile: Hún hefur samband ýmist við móður sína í Chile eða dóttur í Bandaríkjunum, þótt hún búi í Venezuela, en svona samband nær einnig til annarra stjama. Sá, sem hér er að skrifa, telur sig draumafræðing, og sá hinn vísinda- legi skilningur á eðli drauma, sem ég hef tileinkað mér og haldið fram, er ekki eins fylgislaus og ýmsir munu ætla. í starfí mínu í 40 ár hef ég kynnzt eða rekizt á marga, sem höfðu andlegt sjálfstæði til að spyrja meira um gildi en gengi og tileink- uðu sér þennan skilning í stað þess, sem minna var um vert. En af hinu ranga, auglýsta og uppblásna er ævinlega nóg til. Óvísindaleg er t.d. kenning Preuds, sem lengi var talin nær óskeikul og átti greiðan aðgang að öllum menntastofnunum, en er nú farin að dala hvarvetna (sjá t.d. grein Siglaugs Brynleifssonar um Eysenck og FVeud í Mbl., 1. sept. sl.). Það virðist því mun líklegra nú en fyrr, að önnur draumakenning og réttari geti átt framtíðina fyrir sér. Svo ég víki nú aftur að hugar- áhrifum hnatta á milli, þá vill svo til, að um nokkurra ára bil höfum við, eða nokkrir okkar, sem leggjum stund á vísindalega draumafræði, verið að fá samband við samskonar brautryðjanda og við teljum okkur vera, á samskonar hnetti og þessi er. Virðist ástand þjóðfélagsins nokkuð álíka þar og hér, en skemmra komið í tæknilegu, því götulýsing er þar lítil, en byggingar þó geysihá- ar. Fremur er þessi draumgjafí okkar illa settur í sínu þjóðfélagi, og býr á neðstu hæð eða neðarlega, og oft horfir hann upp eftir stór- hýsunum og til lofts, því að himinn- inn er hans mesta yndi. En þegar ég hef fengið þetta „útsýni" frá honum virðist þar venjulega skýjað loft og engin sjón til stjarna og var svo enn að kvöldi þess 12. septem- ber þegar hin góðu stilliáhrif bárust mér, eftir að ég var lagstur fyrir. Ég fékk þá þetta samband og þótti mér það gott, en hvað einstök vitn- eskju-atriði snerti bætti það litlu við. En svo sofnaði ég til fulls og undir morgun vaknaði ég aftur. Þykir mér þá sem ég hafi verið staddur niðri í miðborg, sem mér þótti vera í Reykjavík, en svo óljóst var mér umhverfíð, að lítið var við að styðjast, nema hvað þetta var eitthvað ókunnuglegt. Miklu dimm- ara var en raunverulega var á sömu stundu hér á landi. Þetta var eitt- hvað áþekkt því að vera niðri í Lækjargötu móts við gamla Iðnskól- ann. En svo verður mér litið til lofts og þá hýmaði nú heldur yfír hug- arkrá minni. Ljómandi stjömumergð hvert sem litið var! Ég fann nú nokk- uð, hvemig þetta var annar maður en ég, sem var að skoða þetta um- hverfí. Hrifningin var hans hrifning meira en mín, meiri en ég hef nú hæfileika til, enda var hann alveg gagntekinn af þessari sjón. Gerist það nú næst, að ungur drengur, 8—9 ára, kemur fast upp að „mér", þ.e. draumgjafanum, og heldur utan um hann með ástúð mikilli. Það hvarfl- aði fyrir í draumvitund minni (vegna þess herfilega ómenningarástands, sem hér hefur verið að breiðast út síðustu 10—12 árin mest), hvort þetta væri eitthvað óeðlilegt, en mér varð ljóst, að því fór fjarri. Drengur- inn hafði fundið á sér hvað gleði stjömuskoðarans var heilbrigð og sönn og ósjálfrátt dróst hann að þessum góða manni og vildi vera sem næst honum. Og fleira bar nú við. Tvær stúlkur, hinum megin á göt- unni, vom einnig orðnar eins og hluttakendur í þessari aðstreymandi gleði og einnig þær fóm að horfa á stjömumar og sjá hvað útsýnið þangað var undursamlegt. Upp frá þessu vaknaði ég. — „Vísindin em fyrst og fremst skilningur," hefur vitur maður sagt og skilningnum á því, sem hér um ræðir, hef ég að nokkm komið fyrir í frásögninni. En hver trúir því, að sá, sem hér segir frá, sé betri vísindamaður á sviði draumafræð- innar en flestir aðrir og það byggist á réttari gmndvelli? Hvað skyldu menn hugsa, þegar þeir lesa grein eins og þessa? Rétt í því að þetta er að verða til hjá mér réttir mér maður að nafni S.H. nýtt hefti af „Scientifíc Americ- an“ (sept. ’87), með stjamfræðigrein sem segir m.a. þetta tvennt: (1) Að fundin sé með vissu furðulega hröð hreyfíng „vetrarbrautasafnsins litla" (þ.e. okkar vetrarbrautar og nok- kurra nærlægra) og stefnir allt safnið í átt að nokkm, sem þeir kalla „aðdráttarsvæðið mikla" („Great Attractor"), og mun vera nýtt hugtak í stjömufræði, og í öðm lagi er fundið (2), að megnið af öllum vetrarbrautum skipar sér saman í heild, sem er kringlulaga eins og vetrarbrautimar, en með þeim mun auðvitað, að þar em einstakar vetr- arbrautir hinar smáu einingar allt eins og sólimar em þær „smáagn- ir“, sem vetrarbrautir myndast af. Svo gífurlega stór er þessi yfirvetr- arbraut eða vetrarbraut vetrar- brauta að ætla má að hún skagi út úr hinu útreiknaða alrými spreng- ikakkarins mikla, sem þeir hafa verið að tigna og dásama sl. aldarfjórðung eða svo. En það rými er þannig út- reiknað, að það má sízt af öllu við því, að nokkuð skagi út úr því og er slíkt í ætt við pokahugsun, en í algerri andstöðu við óendanleika- hugsun Giordanós Brúnós, sem uppi var á sextándu öld og mikið hataður af pokahugsuðum þá og síðar. — Að samband geti verið á milli draumafræði og stjömufræði mun sumum dyljast um skeið, en ekki hefði Brúnó verið lengi að skilja það, ef sú hugsun hefði þá verið komin fram, og ekki verður hann í vandræðum með það, stjömuvitring- urinn, draumgjafi okkar á jörð hinna háu, dimmu húsa. Megi hróður hans vaxa! Foreldrar: Daglega höfum við í notkun ýmiss konar hreinsiefni sem geta reynst hin hættulegustu í höndum ungra bama. Því miður hafa orðið alvarleg slys á bömum vegna inntöku slíkra efna. Geymum því öll hreinsiefni á ömggum stað þar sem böm ná ekki til. ^ TIZKAN Laugavegi 71 II. hæö Sími 10770 Nýr Lúxus CAVÍAR ICY kavíar með ristuðu brauði eða kexi, sýrðum rjóma eða smjöri. - Pað gera Rússarnir. HEILDSÖLUDREIFING: DUGGUVOGUR 1B - 104 REYKJAVlK SÍMI 687441 Þorsteinn Guðjónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.