Morgunblaðið - 23.09.1987, Side 64

Morgunblaðið - 23.09.1987, Side 64
| / ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA I GuÓjónÓ.hf. I 91-27233 fltaigmiWafrife Þjónusta íþínaþágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 VERÐ f LAUSASÖLU 55 KR. Iðnaðarráðherra vill stofna útflutn- ingslánasjóð f. FRIÐRIK Sophusson, iðnaðarráðherra, viðrar í viðtali við tuna- ritið Modern Iceland þá hugmynd að settur verði á stofn útflutningslánasjóður svipaður þeim sem norskir útflytjendur hafa aðgang að. Sjóður þessi ætti að hjálpa aðilum í útflutn- ingi á vélum og tækjum fyrir sjávarútveg að hjáipa sér sjálfir í stað þess að þeir fái beinan stuðning frá ríkinu. í viðtalinu í Modern Iceland seg- ir iðnaðarráðherra að hann sé andvígur beinum fjárhagslegum stuðningi til einkaaðila. Aftur á móti telji hann það hlutverk ríkis- valdsins að að mynda þær aðstæður sem stuðli að vöruþróun, fram- leiðslu og aukinni markaðsöflun hjá Örn KE með fyrsta loðnu- farminn FJÖGUR skip hafa undanfarið verið á loðnumiðunum á Norður- djúpi. Slæmt veður hefur verið ' undanfarið og fóru veiðar fyrst að glæðast í gær. Örn KE er á leið til Krossaness með 700 tonn og þegar síðast var vitað hafði Jón Kjartansson veitt 700 tonn. Síldarverksmiðjur rikisins borga 1.800 krónur fyrir tonnið af loðnu, Síldarvinnslan á Neskaup- stað hefur boðið 1.950 krónur og Eskfirðingar 2.000 krónur á tonnið. þessari atvinnugrein. Friðrik Sophusson segir meðal annars að hann vilji breyta fyrir- komulaginu á úthlutun lána til atvinnugreina. Núverandi kerfi sé úrelt og taki ekkert tillit til arð- semi, samkeppnishæfni né fram- leiðni atvinnugreinarinnar. „Þau viðtæku lán sem landbúnaðarinn fær eru gott dæmi um þetta en sú atvinnugrein einkennist af lítilli framleiðni, lágmarks arðsemi og offramleiðslu. Samtímis hafa blómstrandi atvinnugreinar s.s. út- flutningur á vélum og tækjum fyrir sjávarútveg mjög takmarkaðan að- gang að opinberum sjóðum þrátt fyrir mikla möguleika á arðsemi. Núverandi ríkisstjórn er staðráðin í því að framkvæma nauðsynlegar kerfísbreytingar í þessum efnum.“ Iðnaðarráðherra segir að hann telji að ein mikilvægasta aðgerðin til að styðja við bakið á útflutnings- greinum sé að stofna útflutnings- lánasjóð áþekkan þeim norsl.a. Önnur mikilvæg breyting væri að slaka á reglum um erlent fjárfest- ingarfjármagn. Sagði hann að ríkisstjórnin myndi í náinni framtíð opna fyrir möguleikann á fjárfest- ingu erlendra aðila á íslandi. Landbúnaðarráðuneytið: Leyfi til slátur- húss sem ekki var til Selfossi. Landbúnaðarráðuneytið veitti leyfi til slátrunar sauðfjár í slát- urhúsi í Grindavík án þess að það hús væri tilbúið til starfseminn- ar. Um var að ræða fiskverkun- arhús þar sem aðstaðnn var útbúin eftir að leyfi fékkst. Þetta kom fram í umræðum um synjun á sláturleyfi til Sláturhússins í Vík hf. á fundi í Leikskálum í Vík þar sem ráðherra var mættur og bar þessi orð ekki til baka. Á fundin- um var skorað á Jón Helgason að veita sláturhúsinu Vík hf. starfs- leyfi til eins árs. — Sig. Jóns. Sjá á bls. 36 frásögn af fundin- um í Vík í Mýrdal Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Eftirförinni lokið í Fagrabæ eftir ofsaakstur 17 ára gamals pilts á Vesturlandsvegi. 17 ára piltur á 160 km hraða á Vesturlandsvegi Náðist í bílskúr í Arbæjarhverfi VEGALÖGREGLAN veitti í gær- kvöldi 17 ára gömlum ökumanni eftirför vegna hraðaksturs frá Kiðaskarði á Kjalarnesi inn í Árbæ í Reykjavík og mældist ökuhraðinn um 160 kílómetrar á klukkustund þegar mest var. Pilturinn sinnti ekki ítrekuðum stöðvunarmerkjum lögreglu en ökuferðinni lauk í Fagi’abæ í Árbæ, sem er blindgata. Þar hljóp pilturinn út í myrkrið en lögreglan fann hann skömmu seinna þar sem hann hafði falið sig í bílskúr. Pilturinn gaf þá skýringu á akstrinum að hann hefði verið ökuskírteinislaus og hefði ekki viljað láta stöðva sig fyrir of hraðan akstur. I samtali við Morgunblaðið sagði Skarphéðinn Njálsson lögreglumað- ur að þegar bíll piltsins mældist í , ratsjá lögreglubifreiðar, sem kom úr gagnstæðri átt, var hraðinn 113 kílómetrar á klukkustund. Pilturinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum þeg- ar hann kom að lögreglubílnum og hélt lögreglan því á eftir. Pilturinn jók sífellt hraðann og mældist mest á 160 km hraða. Lögreglubílar úr Reykjavík stilltu sér upp við Vestur- landsveg með vissu miílibili frá Keldnaholti og gáfu piltinum stöðv- unarmerki en hann sinnti engu. „Við vorum svo heppnir að þetta VAXTAHÆKKUN getur orðið afleiðing hertra reglna um fjár- mögnunarleigu sem viðskiptaráð- herra er að ganga frá og verða sennilega settar á morgun. I regl- unum er gert ráð fyrir að ein- göngu megi fjármagna 2/a af innkaupsverði þess sem keypt er fór vel. Með því að stilla bílum upp við veginn vöruðum við fólk í raun við svo það gaf því sem framundan var meiri gaum en ella og engan sakaði þrátt fyrir talsverða umferð. Það má auðvitað gagnrýna ýmis- legt, meðal annars að við skyldum ekki hafa gripið ti! örþrifaráða til að koma í veg fyrir að leikurinn bærist inn í íbúðarhverfi, en við reyndum að hafa eftirförina eins vægilega og hægt var og drógum þá úr hraðanum til að ýta ekki á hann,“ sagði Skarphéðinn Njálsson. á kaupleigusamningp sneð erlend- um lánum. Afganginn verður að taka að láni innanlands sem eykur eftirspurn eftir lánsfé. Viðskipta- ráðherra útilokar ekki í samtali við Morgunblaðið að afleiðing þessa verði hækkun vaxta en seg- ir að telji menn vextina þá of háa verði þeir að sleppa því að fjár- festa. Viöskiptaráðherra um nýju kaupleigureglurnar: IJtilokar ekki vaxtahækkun Launanefnd kemur saman í dag: Vísitölubætumar kosta rúma 6 milljarða á ári Launanefi.d ASÍ, VSÍ og VMS kemur saman til síns annars fundar í dag vegna ákvörðunar verðlagsbóta á laun 1. október næstkomandi, en vísitala fram- færslukostnaðar fór 5,65% fram úr viðmiðunarmörkum í mánuð- unum maí/september. Á fundin- um verður farið yfir gögn, sem . ^.nefndin hefur aflað sér varðandi kaupmáttarþróun og aðrar efna- hagslegar forsendur. Ákvörðun- ar varðandi verðlagsbætur er ekki að vænta í dag, en sam- kvæmt ákvæði um launanefndina í núgildandi kjarasamningi skal ákvörðun liggja fyrir 25. dag útreikningsmánaðar eða á föstu- daginn kemur. Samningabundin áfangahækkun launa um 1.5% kemur til fram- l kvæmda 1. október. Ef hækkun i framfærsluvísitölunnar verður bætt að fullu hækka laun 1. október um samtals 7,23%. Samkvæmt upplýs- ingum Þórðar Friðjónssonar, for- stjóra Þjóðhagsstofnunar, er upphæð launa samtals um 110 milljarðar króna á ári hér á landi og greiða ríki og sveitarfélög um 20% þessarar upphæðar. Sé fram- i færsluvísitalan bætt að fullu hækka útgjöld vegna launa um rúma 6 milljarða á heilu ári og um tæpa 8 milljarða að meðtaldri áfangahækk- uninni. Launaútgjöld það sein eftir er þessa árs munu því aukast um tæpa tvo milljarða króna, en um 1500 milljónir vegna vísitölubót- anna að frádreginni áfangahækk- uninni. Samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðherra er gert ráð fyrir að innstreymi erlends fjár gegnum kaupleigusamninga til einkaaðila verði á bilinu 2-3 milljarðar króna á árinu og þar af fari 1 milljarður króna til kaupa á bifreiðum. Af- borganir af kaupleigu eru frádrátt- arbærar frá tekjuskatti en fyrirhugað er að breyta því þannig að vélar, sem þannig eru keyptar, verði afskrifaðar með venjulegum hætti. Forsvarsmenn fjárfestingarfyrir- tækja, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, gagnrýndu allir þessar fyrir- huguðu reglur og sögðu þær vera ákveðnar í fljótfærni. Fyrirsjáanlegt hefði verið að sókn í fjármagn yrði óeðlilega mikil fyrst um sinn en nú væri eftirspurnin farin að minnka og þörf á erlendu lánsfé myndi minnka hröðum skrefum þegar af- borganir yrðu stærri hluti af tekjum leigusalanna. Sjá fréttir á bls 2.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.