Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR OG LESBÓK 217. tbl. 75. árg. LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Júgóslavía: Vilja gjaldfrest á erlendum lánum Segja upplausn og ringulreið blasa við í efnahags- og stjórnmálum Belgrað, Reuter. STJÓRNVÖLD í Júgóslavíu fóru í gær fram á það við lánardrottna sína á Vesturlöndum, að þau fengju að fresta endurgreiðslum ef erlendum lánum. Fóru þau jafnframt hörðum orðum um það, sem þau kölluðu upplausn i efnahags- og stjórnmálum landsins. Júgóslavar skulda 20 milljarða dollara í erlendum lánum og telja vestrænir stjómarerindrekar, að ríkisstjómin muni biðja um, að henni verði sýnd biðlund í þtjú ár meðan hún reynir að ná tökum á kreppunni í efnahags- og stjóm- málum þjóðarinnar. Milan Pancev- ski, félagi í forsætisráðinu, sagði á miðstjómarfundi kommúnista- flokksins, að ringulreiðin blasti við í hverri gætt, lögin hefðu verið slitin sundur og vaxandi átök væm milli þjóðarbrotanna. Verðbólga í Júgóslavíu er 116%, nærri þúsund sinnum hefur komið til verkfalla á þessu ári og fyrir skömmu komst upp um gífurlegt fjármálahneyksli. Við þetta bætist svo vaxandi valdabarátta og úlfúð milli þjóðarbrotanna. í gær var frá því skýrt, að formaður kommúni- staflokksins í Belgrað hefði verið rekinn frá og segja vestrænir stjómarerindrekar, að brottrekst- urinn sé dæmi um leiðtogakrepp- una í Serbíu í kjölfar fjármála- hneykslisins. Osló: Stjórnmálaskör- ungur kvaddur Ósló, frá Jan Erik Laure, fréttarítara Morgunblaðsins. KINAR Gerhardsen, fyrrum for- sætisráðherra Noregs, var borinn til grafar í gær í Ósló. Stóðu þúsundir manna meðfram götunum, sem líkfylgdin fór um, en við minningarstund í ráðhúsi borgarinnar voru m.a. konungs- fjöiskyldan, fulltrúar verkalýðs- hreyfingarinnar og erlendra ríkisstjórna. Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra var fulltrúi ísiensku ríkisstjórnarinnar en þeir Hannibal Valdimarsson fyrrum ráðherra og Karl Steinar Guðnason alþingismaður voru fulltrúar Alþýðuflokksins. „Einar Gerhardsen var einn af mestu stjómmálaskörungum, sem þessi þjóð hefur alið, og hans mun ávallt verða minnst sem fulltrúa þeirra hugsjóna, sem verkalýðs- hreyfingin sækir afl sitt til,“ sagði Gro Harlem Brundtland forsætis- ráðherra m.a. í minningarræðunni. Þegar líkfylgdin fór um götumar hneigðu flestir höfuð sín í virðingar- skyni við landsföðurinn eins og Gerhardsen var kallaður en hann var höfuðsmiður endurreisnarinnar eftir stríð og hins norska velferð- arríkis. Gerhardsen var lagður til hvíldar í Vestre Gravlund við hlið konu sinnar og vora þá aðeins hans nánustu ættingjar viðstaddir. Verdens Gang Þúsundir manna stóðu meðfram götunum, sem líkfylgdin fór um, til að votta Gerhardsen sína hinstu virðingu. Reuter Blómsveigur að Berlínarmúr Fulltrúar á þingi Alþjóðasambands lýðræðissinna, sem nú er haldið í Vestur-Berlín, lögðu í gær blómsveig að Berlínarmúrn- um til minningar um þk, sem látið hafa lífið við að reyna að komast vestur yfir. A myndinni fara þau fremst, Margaret Thatcher, forsætisráðherra Betlands, og Káre Willoch, fyrrum forsætisráðherra Noregs og nýkjörinn formaður sambandsins, en að baki þeim gengur Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakk- lands. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra er fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins á þinginu. Sjá ennfremur „Leiðtogar_“ á bls. 31. Slésvík-Holstein: Forsætis- ráðherrann segir af sér Bonn, Reuter. UWE Barschel, forsætisráðherra í Slésvík-Holstein, sagði af sér embætti í gær vegna ásakana um að hann hefði látið njósna um hagi pólitísks andstæðings síns í þvi skyni að geta komið á hann höggi. Er afsögnin taUn verulegt áfall fyrir Helmut Kohl kanslara og Kristilega demókrataflokk- inn. Barschel skýrði frá afsögn sinni á blaðamannafundi og kvaðst mundu reyna að hreinsa sig af ásök- unum fyrrverandi blaðafulltrúa síns og vikuritsins Der Spiegel. Hafði tímaritið það eftir blaðafulltrúan- um, Reiner Pfeiffer að nafni, að Barschel hefði skipað honum að ráða menn til að njósna um einka- líf Björns Engholm, frambjóðanda jafnaðarmanna, og koma af stað orðrómi um að Engholm væri skatt- svikari. Sjá Erlendan vettvang á bls. 19 Fárviðri á Bermúda Hamilton, Reuter. Fellibylurinn Emily olli í gær gífurlegu Ijóni þegar hann gekk yfir Bermúda-eyjar. Reif hann þök af húsum og hótelum og olli miklum skaða á skipum í höfnum. „Ringulreiðin og eyðileggingin er óskapleg, bylurinn hefur eyðilagt byggingar og ýmis mannvirki um alla eyjuna," sagði Bryan Darby, talsmaður stjómarinnar en Emily er fyrsti fellibylurinn, sem gengur yfír Bermúda-eyjar síðan bylurinn Ar- lene olli eyjaskeggjum búsifjum árið 1963. Persaflóastríðið: Fást íranir til að faliast á vopnahlé? Samcinuðu þjóðunum, Nikósíu, Reuter. í SKYRSLU framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til Oryggis- ráðsins segir, að íransstjórn vinni nú að þvi ásamt honum að finna leið til að fallast á vopna- hlésályktun ráðsins að uppfyllt- um ákveðnum skilyrðum. Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að biða með að krefjast banns við vopnasölu til írana. í skýrslunni sagði Perez de Cuell- ar, framkvæmdastjóri SÞ, að fram hefði komið í viðræðum hans við Ali Khamenei, forseta írans, nú í vikunni, að íranar vildu fallast á vopnahlésályktunina að því til- skildu, að vopnahléið yrði tryggt og skipuð yrði óháð nefnd, sem skæri úr um hver bæri ábyrgð á ófriðnum. Þá kom það einnig fram hjá de Cuellar, að írakar gætu sam- þykkt skilyrt og óformlegt vopna- hlé. í fyrradag átti George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, viðræður við sovéskan starfsbróður sinn, Eduard Shevardnadze, og að þeim loknum ákvað Bandaríkja- stjóm að bíða um stund með að krefjast banns við vopnasölu til ír- ana og gefa þeim tækifæri til að fallast á vopnahlésályktunina. Hafa undirtektimar enda verið fremur dræmar og vestræn ríki ekki á einu máli um árangurinn. Sovétmenn hafa heldur ekki tekið undir það en lagt til, að Sameinuðu þjóðimar sjái um að tryggja fijálsar siglingar um Persaflóa. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, visaði í gær þessari hugmynd á bug og sagði hana einfaldlega óframkvæm- anlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.