Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 64
Framtíð ER VIÐ SKEIFUNA aoaa $ SUZUKI LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 VERÐ I LAUSASOLU 55 KR. irt Finnar og Sví- ar auka salt- síldarkaup SQdarútvegsnefnd hefur geng- ið frá samningum um fyrirfram- sölu saltaðrar Suðurlandssíldar af komandi vertíð til Svíþjóðar og Finnlands. Um er að ræða 50.000 tunnur af hausskorinni og slóg- dreginni síld og 9.000 tunnur af sfldarflökum. Þetta er um 24% meira en samið var um fyrirfram á síðasta ári og samið var um óbreytt verð i sænskum krónum og finnskum mörkum. Samkvæmt upplýsingum Sfldarút- vegsnefndar samsvarar þetta magn 83.000 tunnum af heilsaltaðri sfld. „Samkomulag hefur enn ekki tekizt um fyrirframsölu til Sovétríkjanna, sem hafa verið stærsta markaðsland íslenzkrar saltsfldar á undanfomum árum. Samningaumleitunum og markaðskönnunum í öðrum löndum, er til greina koma sem kaupendur að íslenzkri saltsíld, er haldið áfram en niðurstöður liggja enn ekki fyrir," segir meðal annars í frétt frá Sfldar- útvegsnefnd. Skákþing íslands: Margeir énn efstur Glatt var á hjalla hjá börnunum á barnaheimilinu Sunnuborg í Reykjavík i gær, þegar þau fengu pylsu og gos. Morgunblaðið/RAX MARGEIR Pétursson vann í gær Áskel Örn Kárason í áttundu umferð Skákþings íslands á Ak- ureyri. Hann er nú efstur með sjö vinninga en Helgi Ólafsson er í öðru sæti með sex og hálfan vinning. Onnur úrslit í gær voru þau að Ólaíur Kristjánsson vann Jon Garð- ar Viðarsson, Helgi Ólafsson vann Gylfa Þórhallsson, Karl Þorsteíns vann Gunnar Frey Rúnarsson og Hannes Hlífar Stefánsson vann Dan Hansson. Jafntefli gerðu þeir Sævar Bjamason og Davíð Ólafsson og Þröstur Þórhallsson og Þröstur Amason. Næsta umferð verður tefld á sunnudaginn en í dag klukkan 14 mun Jóhann Hjartarson tefla fjöl- tefli í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Þátttakendur eru beðnir um að koma með töfl. Urskurður launanefndanna: Laun hækka um 7,23% um næstu mánaðamót Hækkunin breytir forsendum fjárlaga segir Birgir ísleifur Gunnarsson LAUNANEFNDIR aðila vinnu- markaðarins, bankamanna og bankanna og BSRB og ríkisvalds- ins úrskurðuðu í gær að fullar verðlagsbætur skyldu koma á laun 1. október. Laun hækka því frá þeim tíma um 7,23% að með- taldri 1,5% áfangahækkun, sem kemur til framkvæmda 1. októ- ber samkvæmt samningum. ASÍ beitti oddaatkvæði sínu í launa- nefnd ASÍ, VSÍ og VMS, en úrskurður hinna launanefnd- anna var samhljóða. í greinargerð með úrskurði launanefndar ASÍ, VSÍ og VMS, segir að fulltrúar ASÍ hafi talið það skyldu launanefndar að veija kaup- mátt þeirra sem ekki hafi notið launaskriðs og bæta þá umfram- hækkun verðlags sem orðið hefði. Vísuðu þeir til þess að bætt við- skiptakjör og aukin þjóðarfram- leiðsla hafi aukið svigrúm umfram Þjófnaður í miðbæmim: Skartgripum að andvirði 100 þús- und krónur stolið RÚÐA var brotin í úra- og skartgripaverslun Hermanns Jónsson- ar við Veltusund aðfaranótt föstudagsins og lét sá sem það gerði greipar sópa. Stolið var skartgripum að andvirði rúmlega 100 þúsund krónur, hálsfestum, armböndum, eyrnalokkum og bijóst- nælum. Maður, sem býr á efri hæð hússins, sá til ferða ungs manns við verslunina. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Hermann Jónsson við brotnu rúðuna. Eins og sjá má hefur öllu verið stolið úr glugganum. Til hægri er Örlygur Antonsson. Lögreglunni var tilkynnt um þjófnaðinn kl. 2.45 um nóttina. Það gerði Örlygur Antonsson, sem býr í húsinu. „Eg var vakandi og heyrði allt í einu mikla tónlist frá Hallæris- planinu," sagði Örlygur, sem er starfsmaður verslunarinnar Texas. „Ég fór þá ofan til að kanna hvað væri á seyði. Þá sá ég stóra fólks- bifreið, Ijósa að ofan og dökka að neðan, fyrir framan íshöllina. Ung- ur maður, sem sneri í mig baki, horfði inn um glugga íshallarinnar og ég velti því fyrir mér hvort hann ætlaði að reyna að fara þar inn. Eftir nokkra stund fór ég aftur upp, en skömmu síðar, þegar ég fór ofan aftur, sá ég að bifreiðin var enn á sama stað, en nú var ungi maðurinn að horfa inn um glugga úraverslunarinnar. Síðan sneri hann frá og settist á gangstéttar- brúnina fyrir framan Texas. Þar sem ég vissi ekki hvað maðurinn ætlaði sér ákvað ég að fylgjast leng- ur með honum. Eftir drykklanga stund gafst ég upp á biðinni og fór aftur upp til mín. Skömmu síðar heyrði ég hávaða, fór þá niður og út og sá að glugginn í versluninni var brotinn og búið að taka skart- gripi úr honum. Þá var ungi maðurinn horfinn og bifreiðin sömuleiðis." Hermann Jónsson, verslunareig- andi, sagði að þetta væri í annað sinn á fimm árum sem stolið væri úr versluninni. „Það er þjófavamar- kerfí í versluninni, en ekki skynjar- ar í rúðunum," sagði Hermann. „Ég held líka að það kæmi að litlu gagni, því þessir náungar eru snöggir. Þeir bijóta rúðuna, grípa það sem þeir ná í og stökkva á brott. Hins vegar væri ef til vill rétt að setja grindur fyrir glugg- ana. Ég er tryggðúr fyrir svona löguðu, en auðvitað er þetta leiðin- legur atburður." Rannsóknarlögregla ríkisins hef- ur mál þetta á sinni könnu. í gær var enginn handtekinn vegna þessa. það sem gert var ráð fyrir þegar samið var í desember síðastliðnum. Fulltrúar vinnuveitenda töldu ekki forsendur fyrri almennri launa- hækkun í þessum mæli. Bentu þeir á að vegna launaskriðs og fast- launasamninga hefði kaupmáttur aukist meira en samningar steftidu að. Einnig bentu þeir á að efnahags- ástand einkenndist af vaxandi verðbólgu og að almenn hækkun launa upp á rúmlega 7% grafí und- an fastgengisstefnunni og torveldi gerð kjarasamninga sem miði að stöðugleika og jöfnuði í launaþróun. Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, sem gegnir störfum forsætisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið um úr- skurð launanefndanna, að launa- hækkunin myndi breyta forsendum Qárlaga. Aðspurður um fastgengis- stefnuna, sagði Birgir, að það væri stefna stjómvalda að halda genginu óbreyttu og ákvörðun um annað hefði ekki verið tekin. Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins, sagði það eðli- legt að verðlagshækkanir væm bættar launþegum, en taldi að ríkis- stjómin myndi bregðast við með kaupráni í stað þess að takast á við spennuna í efnahagslífinu. Kristján Thorlacius, formaður BSRB, sagði launahækkunina sjálf- sagða vegna verðhækkana að undanfömu og það væri undir við- brögðum stjómvalda komið hvort hún leiddi af sér víxlhækkanir kaup- lags og verðlags. Sjá úrskurð launanefndar og umsagnir aðila á bls. 7.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.