Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 Birgir Isl. Gunnarsson, menntamálaráðherra: Opinber stuðningur við menningu og listi r Fyrir skömmu komu mennta- og menningarmálaráð- herrar frá Vestur-Evrópulöndum saman til fundar í Sintra í Portúgal til að ræða um opinber fjárframlög til menning- ar og lista. Hér birtist ávarp Birgis ísl. Gunnarssonar á ráðstefnunni: Menningar- og listastarfsemi á íslandi nýtur verulegrar aðstoðar hins opinbera. Þó hefur á undan- fömum áram nokkur aukning orðið á stuðningi einstaklinga og fyrir- tækja við þessa starfsemi. Þessi stuðningur er af ýmsu tagi. Þar hefur í fyrsta lagi verið um að ræða gjafir (s.s. dánargjafir) til menningarstofnana. I öðra lagi hafa nokkur fyrirtæki komið á fót sérstökum menningarsjóðum til að styðja listamenn og listgreinar. í þriðja lagi er fé lagt fram í ákveðnu augnamiði, s.s. vegna tiltekinnar leikfarar, listsýningar, hljómleika o.s.frv. í fjórða lagi hafa verið stofnuð styrktarfélög um ákveðna menningarstarfsemi, s.s. rekstur ópera. Loks er að nefna stuðning við kvikmyndagerð, þar sem styrktaraðilar fá fyrir framlag sitt kynningu í tengslum við sýningar mynda. íslenska ríkið hefur reynt að örva stuðning einkaaðila við menningar- og listastarfsemi með því að gera gjafir til menningarmála að hluta til frádráttarbærar til skatts. Um það er almenn pólitísk sam- staða á íslandi að ríkisvaldinu beri að styðja við bakið á menningar- starfsemi í landinu með beinum styrkjum til menningarstofnana og listamanna. Hins vegar er ljóst að stuðningi ríkisins era takmörk sett. Möguleikar ríkisins til að styrkja menningar- ög listalíf aukast ekki að sama skapi og áhugi og þörf listamanna. Mikil gróska er í list á íslandi og sífellt verða til ný svið listsköpunar og þeim ijölgar stöð- ugt sem kjósa að hafa listræna tjáningu eða önnur störf á sviði menningar og lista að aðalatvinnu. Af þessum sökum tel ég að nú sé orðið tímabært að hefja opinberar umræður um nýjar íeiðir til að styrkja listir og menningu. Ég er þeirrar skoðunar að leitast beri við að fá sem flesta, einstakl- inga og fyrirtæki, til stuðnings menningar- og listalífi. I því sam- bandi ber að íhuga hvort aukinn Birgir ísl. Gunnarsson skattafrádráttur vegna framlaga til menningarmála komi til greina. Almennar umræður um þetta efni hljóta einnig að geta haft áhrif í rétta átt, því vafalaust hefur fjöldi fólks ekki leitt hugann að því. Sú gagnrýni hefur heyrst að stuðningur einkaaðila við menning- ar- og listastarfsemi leiði til þess að þeir einir hljóti stuðning sem njóti vinsælda almennings á hveij- um tíma og athygli fjölmiðla. Þeir þættir menningarlífs, sem höfði til fámennari hópa og meiri áreynslu eða fyrirhöfn og yfirvegun og þekk- ingu þurfi til að njóta, beri skarðan hlut frá borði. í sumum tilvikum er öragglega hægt að sýna fram á réttmæti slíkrar aðfinnslu, en á tvennt er að líta: a. Ríkið styrkir yfirleitt þessa þætti menningarlífsins og ekki er nema eðlilegt að það sé þáttur í menningarstefnu hins opinbera að fýlgjast með listgreinum sem virð- ast vanræktar af óopinberam styrktaraðilum og aðstoða þær eða vekja athygli á mikilvægi þeirra. b. Það er ekki nema eðlilegt að sú listræna starfsemi sem nýtur hylli almennings fái mestan stuðn- ing fijálsra styrktaraðila og óeðli- legt er að ríkið reyni með boðum og bönnum að hafa afskipti af því hverjir fái styrki. Mig langar að lokum að leggja áherslu á að þótt ég télji að þörf sé . hreinskilnum og ábyrgum umræð- um um fjárstuðning við listir og menningarlíf geri ég mér fulla grein fyrir réttmæti þess sem segir í drög- um að ályktun þessa fundar: Menningarlíf getur aldrei snúist um fjárhagsleg sjónarmið ein, heldur felur það í sér andleg og félagsleg verðmæti. OG VEGIRNIR BATNA eftirSturlu Böðvarsson Á undanfömum áram hef ég í ræðu og riti gert að umtalsefni vegakerfið á Snæfellsnesi sem ég þekki vel og fer oft um. Sérstaklega í einni grein í Morgunblaðinu gagn- rýndi ég Vegagerðina harðlega fyrir verklag og mat við forgangsröðun verkefna í vegagerð og ekki síður fjárveitingar til vegamála. Færði ég rök fyrir mikilvægi þess að hafa góðar vegasamgöngur innan héraðs ekki síður en suður á bóginn vegna mikilla þungaflutn- inga vegna atvinnuveganna. Við- brögðin við þessum skrifum urðu margvísleg. Margir vegagerðar- menn móðguðust og töldu að sér vegið, en vörðust af snilld og beindu spjótum til baka og sögðu: Þessi skrif Sturlu og fleiri Snæfellinga hafa stórskaðað ferðamannaþjón- ustuna á Snæfellsnesi!!!! Þangað koma nú fáir ferðamenn af ótta við vegina okkar. Þennan boðskap heyrði ég úr ýmsum áttum og hafði gaman af. Þrátt fyrir vegina á Nesinu og á Mýram hafa ferðamenn svo sannar- lega farið um Snæfellsnes og hefur þjónusta við ferðafólk stóraukist. Um það ber uppbygging í ferða- mannaþjónustu glöggt vitni. En auðvitað mundu fleiri hafa komið ef vegirnir hefðu verið betri. Því ri§a ég þetta upp núna, að svo sannarlega hefur rofað til í vegamálum og ber að þakka það. Hvort sem það er að kenna skrifum og ályktunum Snæfellinga eða öðra. Ýmsum verkum hefur verið flýtt og hafa þau gjörbreytt leiðun- um bæði norðan og sunnan fjalla Sturla Böðvarsson „Ég hef haldið því fram að góð vegagerð sé með arðbærari fjárfestingu og í raun forsenda fyrir ef lingu byggðar í landinu og öflugu at- vinnulífi.“ svo ekki sé talað um veginn að Borgamesi. Ég hef haldið því fram að góð vegagerð sé með arðbærari íjárfest- ingu og í raun forsenda fyrir eflingu byggðar í landinu og öflugu at- vinnulífi. Allar sæmilegar menningarþjóðir hafa lagt kapp á að koma á góðum samgöngum og er okkur nauðsyn- legt að bæta þær. Á Vesturlandi skipta vegasam- göngur miklu máli og hafa þess vegna ætíð verið ofariega á dag- skrá þegar sveitarstjórnarmenn hafa ha'dið fundi sína og fjallað um hagsmunamál landshlutans. Bæði í Dalasýslu og í Borgar- fjarðardölum hafa vegir verið í óviðunandi ástandi þó þar hafi einn- ig verið gert átak. Skilningur ráðamanna hefur verið að aukist. Það sést m.a. á því að þingmenn Vesturlands tóku þessi mál mun fastari tökum sl. kjörtímabil en áður með þeim árangri sem nú sést. Er þess að vænta að á því verði framhald. Vegagerðin ætti hins vegar að þakka þeim sem einkum hrófluðu við þessum málum því þar era í raun bestu stuðningsmenn þeirrar stofnunar. Næstu áfangar í vegamálum hér- aðsins þurfa að vera í samræmi við aðrar framkvæmdir í samgöngu- málum og heildarskipulagi um samgöngukérfi héraðsins. Má þar nefna, að ljúka uppbyggingu vegar- ins um Mýrar, að leggja nýjan veg um Dufgusdal í stað vegarins um Kerlingaskarð m.a. vegna þeirrar umferðar, sem mun fylgja nýrri Breiðafjarðarfeiju, en hún mun koma á næsta sumri. Þá er hring- tenging um Snæfellsnes með full- gerðum vegi um Staðarsveit yfir Fróðárheiði fyrir Búlandshöfða um Eyrarsveit og inn Skógarströnd í Dali verkefni sem ekki má draga. Öll þessi verkefni eru brýn og mega ekki bíða næsta áratugar og því síður nýrrar aldar, sem nú nálgast. Vilji er allt sem þarf. Það sjáum við Snæfellingar þegar nú rofar til í vegamálum. Höfundur er bæjarstjóri í Stykkis- hólmi. Morgunblaðið/BAR Það var glatt á hjalla hjá þeim Evu Hrönn Jóhannsdóttur, Ragn- ari Ragnarssyni forstöðumanni Langholts, Jónasi Rafnssyni og Ragnari Þór Krisljánssyni, þegar þau voru að undirbúa sýning- una. Myndlistasýmng 6 til 9 ára barna SÝNING á myndum barn- anna á skóladagheimilinu Langholti verður í Askirkju laugardagana 26. september og 3. október milli klukkan 14 og 18. Myndimar em eftir 6 til 9 ára börn og em unnar úr gmnnlitunum sem bömin hafa blandað sjálf. Morgunblaðið leit inn í Ás- kirkju þegar verið var að hengja upp myndirnar og ræddi við nokkra unga myndlistamenn. Félagamir Ragnar Þór Kristj- ánsson 7 ára og Jónas Rafnsson 8 ára sögðust hafa gaman af því að teikna, það væri meira gaman en að mála. Aðspurðir hvað væri skemmtilegast að teikna, sögðu þeir að það væri ekkert sérstakt, þeir teiknuðu það sem þeim dytti í hug. Þeir sögðust ekki mála sérlega mikið nema fyrir þessa sýningu. Eva Hrönn Jóhannsdóttir 7 ára var önnum kafin við að hengja upp myndimar sínar, en vildi sem minnst um þær tala við blaða- mann. Hun sagðist mála töluvert og að sér fýndist það gaman. Sfundvísi er dyggð Á hðannatfmanum maí-ógúst voru 94% lendinga í Amsterdam ó réttum tíma. ■ Við ætlum að gera enn betur í vetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.